Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 26.01.2008, Blaðsíða 34
● hús&heimili Söngkonan Elín Halldórsdóttir bjó og starfaði í Regensburg í Þýska- landi um nokkurra ára skeið og þar eignaðist hún sófa sem ásamt píanóinu hennar var það eina sem hún flutti með sér heim til Íslands. Elín gaf fyrir jólin út djass- og söngleikjadiskinn Tunglið, fljótið og regnboginn og til að fjármagna hann ákvað hún að selja píanóið og er því sófinn einn eftir. „Ég bjó í Regensburg í Þýskalandi í þrjú ár en þar var ég að syngja, kenna söng og stjórna tveimur kórum,“ segir Elín. Á meðan hún dvaldi þar kom í ljós að sonur hennar var með rykofnæmi og var henni ráðlagt af lækni að henda tausófa sem hún átti og fá sér leður sófa í staðin. „Við vorum svo heppin að góð vinkona mín, Marvi Kukka frá Finnlandi, var einmitt um þess- ar mundir að skipta út stofuhús- gögnunum sínum og ákvað að gefa okkur svartan þriggja sæta leður- sófa. Hann var þá tíu ára gamall en það sást ekki á honum,“ lýsir Elín. Hún rifjar síðan upp hvernig sófinn komst heim til hennar en hún bjó í öðru hverfi en vinkonan. „Sófinn var borinn yfir Dóná, sem rennur í gegnum borgina, af fjór- um fílefldum óperusöngvurum og bakaði ég handa þeim pitsur á meðan. Þetta voru talsverð átök fyrir þá og var einn frá vinnu dag- inn eftir,“ segir Elín og hlær. Hún starfar nú sem píanó- og forskólakennari við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og stjórnar auk þess Gospelkór Suðurnesja. - ve Borinn yfir Dóná af fjórum óperusöngvurum ● Elín Halldórsdóttir söngkona á góðar minningar frá árum sínum í Þýskalandi, sérstak- lega man hún eftir því hvernig henni áskotnaðist forláta leðursófi. Sófinn og píanóið var það eina sem Elín hafði með sér heim frá Þýskalandi eftir nokkurra ára dvöl þar í landi. MYND/VÍKURFRÉTTIR Þ að er ákaflega móðins þessa dagana „að byggja“. Þegar ég heyri fólk tala um „að byggja“ fer um mig ónotatilfinning því ég og mínir vinir erum flestallir aldir upp við það að vera ný- búar í splunkunýju hverfi. Í Selásnum var hvorki skóli né al- mennileg matvöruverslun þegar við settumst þar að innan um still- ansa, ókláruð hús og vörubílahávaða. Það er þó alls ekki bara vöru- bílahávaðinn sem fer fyrir brjóstið á mér þegar ég rifja þetta upp heldur að flytja inn í hálfklárað hús. Á níunda áratugnum þótti nefni- lega ekkert að því að búa í húsi með álklæðningu í loftinu, með gard- ínur í stað innihurða. Ég man ennþá þann dag þegar ég fékk hurð á herbergið mitt, þá var sko aldeilis stuð. Hvað þá að geta læst að sér! Bílakostur íbú- anna var líka töluvert öðruvísi þá en hann er í dag. Lúnar Lödur og skældir Skódar sem voru að hrynja þóttu ekkert tiltökumál, enda vildi þessi skynsama kynslóð frekar eiga fyrir pússningunni en að bruðla í ökutæki. Á þessum árum voru heldur ekki til nein vísakort. Það sem þurfti að kaupa var því oftast keypt í byrj- un mánaðarins og svo var bara borðað úr búr- inu eða úr frystikistunni þegar kreppti að. Það var þó alltaf einn og einn í hverfinu sem bjó í húsi sem var tipp topp. Þótt maður væri átta ára áttaði maður sig á því að viðkomandi væri pottþétt milljónamæringur. Í dag er þetta töluvert öðruvísi með breyttu lánakerfi og stökkbreyttu fjármálalandslagi. Fólk myndi fá hland fyrir hjartað ef einhver myndi flytja inn í hús þar sem væri ennþá ál- pappír í loftunum og borðplata með gardínu í stað eldhúsinnrétting- ar. Og þótt það sé fátt skemmtilegra en að innrétta hús þá fylgir því miklu meira vesen en bara að velja á milli eikar og hnotu. Þeir sem byggja segja að þetta sé eina leiðin til að eignast hús án þess að fara á hausinn og benda á að það sé mun hagkvæmara „að byggja“ en að kaupa eldra hús og gera það upp. Það er sjónarmið út af fyrir sig en ég er þeirrar skoðunar að það sé líka allt í lagi að gera hlutina smátt og smátt í eldra húsi. Og fara í framkvæmdir þegar það eru til peningar frekar en að taka endalaus lán. Það gerir það líka að verkum að maður verður svo ógurlega hamingjusamur þegar hlutirn- ir loksins gerast. Ég dáist að fólki sem nær að byggja sér hús frá grunni, innrétta það og klára garðinn, án þess að skilja. Því að oft verður minna þrætuepli til að splundra bestu samböndum. Fólk verður að stýra heimilinu eins og stórfyrirtæki. Það er mikilvægt að allir horfi í sömu átt og vinni að sameiginlegum markmiðum. Annars verður klofningur í stjórninni sem leiðir til sundrungar. Og þá verður svo ægilega leiðin- legt að vera til! Ávísun á vandræði? HEIMILISHALD MARTA MARÍA JÓNASDÓTTIR Ég dáist að fólki sem nær að byggja sér hús frá grunni, innrétta það og klára garðinn, án þess að skilja. Því að oft verður minna þrætuepli til að splundra bestu samböndum. Fólk verður að stýra heimilinu eins og stórfyrirtæki. Það er mikilvægt að allir horfi í sömu átt. ● Forsíðumynd: Harpa Jónsdóttir tók þessa mynd af einni af húfunum sem hún skapar sjálf. Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is. Auglýsingar: Ámundi Ámundason s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. ● PLASTPOKALIST Virginia Fleck frá Texas í Bandaríkjunum býr til kúnstuga list úr endur unnum plastpokum. Verk hennar eru vinsæl hjá þeim sem stunda hugleiðslu af sérstökum toga og eru sum verka hennar meira en mannhæðar há. Skoðið verk Virginiu Fleck á www.virginiafleck. com Danfoss tengigrindur fyrir hitakerfi Sérhannaðar tengigrindur fyrir íslenskar aðstæður Vönduð vara úr ryðfríu efni Fyrir neysluvatns-, ofnhita-, gólfhita- og snjóbræðslukerfi og fl. Áratuga reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu á tengigrindumfyrir hitakerfi Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.is Danfoss hf Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins 26. JANÚAR 2008 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.