Fréttablaðið - 26.01.2008, Page 27

Fréttablaðið - 26.01.2008, Page 27
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Atli Freyr Steinþórsson útvarpsþulur hefur náð góðum tökum á vetrarakstri með því að nota snör handtök og innsæi í beygjum eins og fram kemur í eftirfarandi símaviðtali. Atli, hvernig bíl átt þú? „Ha? (Þögn) Hann er nú ekkert voða glæsilegur. Þetta er smaragðsgræn Toyota Avensis sem ég keypti í fyrra. Þá þurfti ég að skipta um bíl eftir að hafa eyðilagt gamla bílinn minn af vangá. Það var Volkswagen.“ Ertu tilbúinn til að tjá þig meira um það? „Ja, ég bara kann ekki nógu mikið á bíla. Það er ekki flóknara en það.“ Hann hefur sem sagt brætt úr sér. „Já, vegna vanhirðu af hálfu minnar persónu.“ Það getur verið víti til varnaðar fyrir einhverja. „Já, ég lærði það af þessu kjaftshöggi að það er ekkert gagnslaust að fara með bíl á smurstöðvar öðru hverju.“ Góður punktur. „Ég yrði mjög glaður ef einhverjir værukærir bókabéusar og menntamenn sem kunna ekkert á vélar tækju þetta til athugunar.“ Þú ferð þá trúlega vel með þína smaragðsgrænu Toyotu? „Já, í kjölfar þessara hremminga hef ég ákveðið að gera það.“ Er hún ekki mörgum góðum kostum búin? „Jú, það vantar að vísu geislaspilara í hana. En ég er með útvarp. Þá get ég farið á mónitorútsendingu Rásar 1. Alltaf.“ Ertu á snjódekkjum? „Ég er á heilsársdekkjum. Hef náð ansi mikilli leikni í að skauta á hringtorgum og víðar svo ég veit ekki alveg hversu mikil heilsársdekk þau eru. En þetta hefur gengið ágætlega með snörum handtökum og innsæi í beygjunum.“ Af hvaða árgerð er bíllinn? „Ég er bara ekki viss.“ Spáðirðu ekkert í það þegar þú keyptir hann hvort þú værir að kaupa nýjan eða gamlan? „Hann er innan við tíu ára, get ég fullyrt. Meira get ég ekki sagt þér, því miður. En ég ber fullt traust til hans.“ gun@frettabladid.is Innsæi í beygjunum Atli Freyr ber fullt traust til Toyotunnar sinnar þótt hann viti ekki alveg um aldurinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍSLENSKT Í VOGUE Kápa eftir Védísi Jónsdótt- ur, hönnuð hjá Ístexi, birtist á forsíðu Vogue- knitting fyrir stuttu. TÍSKA 4 SÓTT Á BRATTANN Kirkjufell í Grundarfirði þykir bratt og erfitt uppgöngu en það er einn af áfangastöð- um Ferðafélags Íslands á árinu. FERÐIR 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.