Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 2
2 29. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR VINNUMARKAÐUR Nokkur erindi hafa borist Persónuvernd, bæði frá einstaklingum og stéttar- félögum, vegna fyrirtækja sem hafa verið fengin til að hafa eftirlit með og skrá veikindi starfsmanna í gagnagrunn. Erindin eru til meðferðar hjá Persónu- vernd. Sigrún Jóhannes- dóttir, for- stjóri Persónuverndar, segir að veikindaskráning starfsmanna hjá fyrirtæki úti í bæ kunni að orka tvímælis en afgreiðsla kvartana fari fyrst og fremst eftir því hvort menn fari eftir gildandi lögum eða ekki. All- skýrar reglur séu í lögum og kjarasamningum. „Úrskurðir og lyktir þessara mála munu ráðast af ákvæðum þeirra laga sem við höfum í dag en hvert stefnir í framtíðinni og hver þróunin verður er eitthvað sem þarf að taka víðari umræðu á. En ég geri ráð fyrir að úrskurð- irnir hafi ákveðið vægi þegar menn fara að skoða þetta til framtíðar,“ segir hún. SFR stéttarfélag lítur veikinda- skráningu verktakafyrirtækja alvarlegum augum og telur hana „aðför að persónuvernd einstakl- inga“. SFR hafnar öllum tilburð- um til að safna kerfisbundið per- sónuupplýsingum í gagnagrunn einkafyrirtækja og mótmælir því að ríkisstofnanir semji um þessa þjónustu. SFR bendir á að samn- ingarnir brjóti gegn kjarasamn- ingum og séu vafasamir út frá persónuverndarsjónarmiðum. „Þessar upplýsingar geta síðan hæglega orðið að vöru á markaði og valdið einstaklingum ómæld- um erfiðleikum í framtíðinni,“ segir á vef SFR. „Allar einhliða breytingar á því eru brot á kjara- samningi.“ - ghs Ýsuhakk29% afsláttur 598 kr.kg Þriðjudagstilboð SVEITARSTJÓRNIR „Kirkjubygging- ar eru ekki verkefni sveitar- félaga,“ segir fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar í umsögn vegna beiðni kirkjubygginga- sjóðs Reykjavíkur um aukin framlög úr borgarsjóði. Stjórn kirkjubyggingasjóðs segir að miðað við þróun bygg- ingarkostnaðar hafi framlag borgarinnar til sjóðsins ekki verið lægra í 23 ár. Áætlað er að framlagið verði 24 milljónir á þessu ári en kirkjubyggingasjóð- ur óskar eftir að það verði hækk- að í 30 milljónir. Bendir sjóðs- stjórnin meðal annars á að fyrir rúmri hálfri öld hafi framlagið verið 37,5 milljónir króna að núvirði auk þess sem íbúar borg- arinnar hafi þá verið nærri helm- ingi færri. Að sögn stjórnar kirkjubygg- ingasjóðs bárust sjóðnum í fyrra tólf umsóknir um samtals 120 milljóna króna styrki til fram- kvæmda sem í heild áttu að kosta 710 milljónir. Enn muni auka fjárþörfina að hafin sé bygging kirkju í Grafarholti. Fjármálaskrifstofa borgarinn- ar segir í umsögn til borgarráðs að þótt kirkjubyggingar séu ekki á verksviði sveitarfélaga hafi borgin engu að síður stutt kirkju- byggingar um árabil. Auk þess að leggja kirkjubyggingasjóði til 24 milljónir króna á þessu ári renni 12,4 milljónir úr borgar- sjóði sérstaklega til Hallgríms- kirkju. Að auki styðji borgin sér- staklega við ýmsa aðra starfsemi kirkna, til dæmis með 3 milljóna króna framlagi til miðborgar- prests þannig að samtals nemi styrkveitingar til þessarar starf- semi tæpum 48 milljónum króna. „Fjármálaskrifstofa styður ekki frekari hækkanir á fram- lögum til kirkjubygginga enda hafa þau hækkað verulega á síð- asta ári. Framlag til kirkjubygg- ingasjóðs hefur ekki verið skert að neinu marki, þrátt fyrir við- bót vegna viðgerða á turni Hall- grímskirkju,“ segir í umsögn fjármálaskrifstofunnar. Þá mælir fjármálaskrifstofan með því að borgin hætti að styrkja einstök kirkjubyggingar- verkefni og láti framlagið allt beint til kirkjubyggingasjóðs sem meti forgangsröðun út frá faglegum forsendum. „Í þessu sambandi verður þó að líta á framlög vegna viðgerða á Hall- grímskirkju sem skuldbindingu vegna fyrirheita fyrrverandi borgarstjóra í málinu,“ segir fjármálaskrifstofa og á þar við samkomulag sem gengið var frá í borgarstjóratíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Borgarráð frestaði afgreiðslu málsins 17. janúar. gar@frettabladid.is Kirkjur fái ekki meiri peninga frá borginni Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar mælir gegn auknum framlögum úr borg- arsjóði til kirkjubygginga. Kirkjubyggingasjóður segir framlagið ekki hafa verið lægra í 23 ár en fjármálaskrifstofan segir það hafa hækkað verulega frá í fyrra. Málaflokkur Upphæð Frístundakort 1.192.000 Kirkjubyggingasjóður 23.800.000 Miðborgarprestur 3.000.000 Hallgrímsk.turn 12.400.000 Ýmislegt 7.235.500 Samtals 47.627.500 Samantekt: Fjármálaskrifstofa Reykjavíkur. FRAMLÖG BORGARSJÓÐS TIL KIRKNA HALLGRÍMSKIRKJA Styrkur Reykjavíkurborgar til Hallgrímskirkju nemur nú um þriðj- ungi allra fjárframlaga til kirkjubygginga. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN VINNUMARKAÐUR Lítið þokaðist á fundi Flóabandalagsins, Starfs- greinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) hjá ríkissáttasemj- ara í gær. Fund- ur hefur verið boðaður aftur í dag. Kristján Gunnarsson, formaður SGS, segir að gærdagurinn hafi farið í „endalaust þjark um forsendu- ákvæði“. „Við komumst hvorki aftur á bak né áfram þannig að það er lítill árangur eftir þennan dag,“ sagði hann síðdegis í gær. Starfsgreinasambandið hefur boðað til fundar í samninganefnd á morgun, þar á meðal er aðgerða- hópur Starfsgreinasambandsins. Kristján segir að brátt fari að reyna verulega á þolinmæði fólks en ekki sé öll von úti enn. „Við ætlum að taka snúning á þessu í von um að þetta fari í betri farveg.“ - ghs Formaður SGS: Endalaust þjark um forsendur KRISTJÁN GUNNARSSON STJÓRNMÁL Bæjarráð Sandgerðis hvetur bæjarbúa sem hyggjast selja eða leigja frá sér fasteignir til að eiga ekki viðskipti við vélhjólaklúbbinn Fáfni og vinna þannig gegn því að hann geti haft aðsetur í bænum. Bókun þess efnis var nýverið samþykkt í bæjarráði í kjölfar fréttar á Vísi um að Fáfnismenn renndu hýru auga til Sandgerðis og hygðust koma sér upp klúbb- húsi þar. Fáfnismenn hafa margsinnis komist í kast við lögin. Óskar Gunnarsson, formaður bæjarráðs, segir ugg meðal bæjarbúa vegna tíðinda af fyrirætlun Fáfnis- manna og jafnframt að margir hafi lýst ánægju með bókun bæjarráðsins. „Fólk er ánægt með að reynt sé að bregðast við, en það er svo sem fátt meira hægt að gera,“ segir Óskar og kveðst ekki vita til þess að Fáfnismenn hafi sýnt áhuga á tilteknu húsnæði í bænum. Í bókun bæjarráðs segir að ráðið telji rétt og eðlilegt að vara við hvers konar starfsemi sem getur haft neikvæð áhrif á byggðaþróun og uppbyggingu í samfélaginu enda leggi bærinn áherslu á góða samfélagslega þjónustu og heilbrigt umhverfi fyrir börn og unglinga. - bþs Bæjarráð Sandgerðis hvetur bæjarbúa til árvekni gagnvart óæskilegri starfsemi: Sandgerðingar óttast Fáfni ALÞINGI Tíu þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram þings- ályktunar- tillögu þess efnis að þingfundum verði útvarp- að. Sturlu Böðvarssyni þingforseta líst ágætlega á tillöguna og bendir raunar á að útvörpun þingfunda sé þegar til skoðunar á vegum skrifstofu þingsins. „Við erum að láta skoða þetta og meta kostnaðinn,“ segir Sturla. Öllum þingfundum er sjónvarpað um Breiðband Símans og Digital Ísland. Ríkissjónvarpið sendir út þingfundi þegar ekki er annað á dagskrá. Þá er hægt að fylgjast með fundunum á vef Alþingis. - bþs Þingmenn vilja í útvarpið: Útvarp Alþingi þegar í skoðun STURLA BÖÐVARSSON Reykur í Hvalasafninu Rafmagnssnúra bræddi einangrun utan af sér og kveikti glóð í timbri í Hvalasafninu á Húsavík um klukkan tvö í gær. Slökkvilið náði fljótt tökum á eldinum. Minni háttar skemmdir urðu á loftklæðningu en engar á minjum safnsins. HÚSAVÍK Hitta vini í Äänekoski Forseti bæjarstjórnar Hveragerðis og einn fulltrúi frá minnihlutanum í bæjarstjórn ætla að þiggja gott boð og fara um miðjan júní sem fulltrúar bæjarins á vinabæjamót í Äänekoski í Finnlandi. HVERAGERÐI Björgvin, er eitthvað fyrir Finna að finna á Íslandi? „Já, þeir munu örugglega finna sig.“ Björgvin Hilmarsson og Satu Rämö eru að leggja lokahönd á fyrstu ferðabókina um Ísland sem kemur út á finnsku. SLYS Tveir karlmenn voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja fólksbíla í Ármúla síðdegis í gær. Hvorugur er alvarlega slasaður. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðis- ins er annar ökumaðurinn grunaður um að hafa verið ölvaður. Hann er talinn hafa valdið árekstrinum. Töluverð hálka var á götunni þegar slysið varð. Einn farþegi var ásamt ökumanni í öðrum bílnum, en hann slapp ómeiddur. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar var einn á ferð. - sþs Tveir fluttir á slysadeild: Ölvaður ók á bíl við Ármúla Nokkur erindi vegna veikindaskráar hafa borist Persónuvernd: Skráin kann að orka tvímælis ORKUMÁL Bjarni Ármannsson er hættur sem stjórnarformaður Reykjavík Energy Invest. Hann tilkynnti stjórnendum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um þessa ákvörðun sína í síðustu viku. „Ég get staðfest að Bjarni hefur óskað eftir lausn frá þessu starfi,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og stjórnarformað- ur OR. „Ég reikna með að við ákveðum á næstunni hver tekur við af honum.“ Aðspurður hverjir komi til greina sem eftirmenn Bjarna segist hann ekki vilja tjá sig um það. Ekki náðist í Bjarna við vinnslu fréttarinnar. - sþs Eftirmaður valinn á næstunni: Bjarni Ármanns hættur hjá REI SIGRÚN JÓHANNESDÓTTIR FRÁ SANDGERÐI Óskar Gunn- arsson segir marga uggandi yfir tíðindum um að Fáfnir ætli að hreiðra um sig í bænum. Ég geri ráð fyrir að úrskurðirnir hafi ákveðið vægi þegar menn fara að skoða þetta til fram- tíðar. SIGRÚN JÓHANNESDÓTTIR FORSTJÓRI PERSÓNUVERNDAR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.