Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 46
30 29. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. dóms 6. þys 8. tæfa 9. gerast 11. hef leyfi 12. nafnbætur 14. stein- tegund 16. tveir eins 17. kjaftur 18. stansa 20. í röð 21. gort. LÓÐRÉTT 1. löngun 3. bardagi 4. mánaðarrit 5. hallandi 7. möttull 10. skammstöfun 13. háttur 15. tútta 16. hugfólginn 19. tvíhljóði. LAUSN LÁRÉTT: 2. mats, 6. ys, 8. tík, 9. ske, 11. má, 12. titla, 14. kvars, 16. kk, 17. gin, 18. æja, 20. tu, 21. raup. LÓÐRÉTT: 1. lyst, 3. at, 4. tímarit, 5. ská, 7. skikkja, 10. etv, 13. lag, 15. snuð, 16. kær, 19. au. „Ég fer alltaf á Maður lifandi eftir æfingar á morgnana og fæ mér rétt dagsins. Þetta eru mjög hollir og stórir skammtar.“ Ragna Ingólfsdóttir, badmintonkona. „Ég hef sjaldan eða aldrei verið jafn vel úthvíldur og er búinn skila kórdrengnum heim,“ segir Mar geir Ingólfsson hjá viðburða- fyrirtækinu Jóni Jónssyni sem flutti inn trommuleikarann Tommy Lee og plötusnúðinn DJ Aero. Margeir segir trommuleikarann hafa verið afskaplega rólegan, hann hafi verið fyrsti maðurinn í háttinn og varla vín sést á honum. „Hann smakkaði á íslensku brennivíni en skilaði því út rakleiðis aftur og vildi ekkert með það hafa,“ segir Margeir og bætir því við að þetta hafi ekki komið sér neitt sérstaklega á óvart, það séu aðallega fjölmiðlar sem komi af fjöllum. En ekki gekk þó þrautalaust að halda tónleikana á Nasa því hljóðfærataska Tommys varð eftir í New York. Að sögn Margeirs fór föstudagurinn því að mestu leyti í að grafa upp hin og þessi hljóðfæri sem hafðist á endanum með hjálp góðra fyrirtækja. Á laugardagskvöld var síðan farið út á borða á B5 en Tommy lét aðstoðarmenn sína og Dj Aero sjá um skemmtanahaldið. „Kærastan hans kom hingað á laugardags- kvöldið og hann var bara í rólegheitunum uppi á herbergi,“ segir Margeir. Hins vegar sóttust íslenskar stúlkur nokkuð í félagsskap Tommys og eftir tónleikana kom nokkuð stór hópur ungra kvenna sem vildu fá að „hanga“ með trommuleikaranum og plötusnúðnum. Að sögn Margeirs afþakkaði Tommy hins vegar allan félagsskap og fór rakleiðis upp á hótelher- bergi í fylgd unnustu sinnar. „Hann var mjög sáttur við ferðina og langar gjarnan að koma hingað aftur,“ segir Margeir. - fgg Tommy vísaði íslenskum stelpum frá sér RÓLEGUR Tommy Lee hafði hægt um sig og lét lítið fyrir sér fara. Spaugstofumenn hafa fengið, eftir síðasta þátt sinn, þó nokkur tölvu- póstskeyti þar sem þáttur þeirra er fordæmdur. Og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mörg hver afar ósmekkleg og er eitt þeirra til Arnar Árnasonar þar sem hann er spurður hvort hann sé búinn að gleyma því að pabbi hans hafi átt við þunglyndi að stríða. Ekki hafi hann gert grín að því þá. Örn Árnason vill ekki gera mikið úr málinu. En hann furðar sig á ofsafengnum viðbrögðum. „Við hörmum það að nýr borgar- stjóri taki þessu svona óstinnt upp og erum alveg menn í að biðja hann afsökunar ef svo ber undir.“ Ólafur F. Magnússon borgar- stjóri hélt því fram á Stöð 2, í Mannamáli Sigmundar Ernis Rún- arssonar um helgina, að síðasti Spaugstofuþáttur hefði verið sví- virðileg árás á sig, fjölskyldu og börn sín. Svo virðist sem fleiri hafi tekið grínþætti Spaugstof- unnar á bókstaflegum nótum og hafa meðlimir hópsins fengið SMS-skeyti þar sem þeim eru ekki vandaðar kveðjurnar. Í þættinum fór Erlendur Eiríks- son með gestahlutverk og brá sér í líki Ólafs. Þátturinn hefur vakið mikil viðbrögð meðal þjóðarinnar og skiptast menn í tvö horn. Þannig skrifar Ólína Þorvarðardóttir rit- stjóri Skutuls bloggfærslu á síðu sína. Henni þykir sem Spaugstofu- menn hafi sýnt af sér lágkúru í þættinum. Um sextíu athugasemd- ir hafa verið settar við færsluna og meðan ýmsir taka undir með Ólínu benda aðrir á að þarna sé ekki verið að gera grín að Ólafi umfram aðra stjórnmálamenn. Ef menn kveiki elda verði þeir að þola reykinn. Fá dæmi eru um að pólitíkusar kvarti undan persónusköpun Spaugstofumanna. Hefur fremur borið á því í gegnum tíðina að menn líti á það sem heiður fremur en hitt að vera efni í Spaugstofu- karakter. Pálmi Gestsson Spaug- stofumaður telur þetta mál öfug- snúið. Hann segir algerlega fráleitt að þeir félagar hafi verið að gera grín að meintum veikind- um Ólafs F. heldur sé það einfald- lega þeirra að varpa ljósi á fjöl- miðlaumfjöllun liðinnar viku. Í skoplegu ljósi. „Það er eins og allir hafi gleymt því hvað gerðist og nú snýst þetta um okkur! Við höfum ekkert persónulega á móti einum né neinum.“ Pálmi segir Spaugstofuna harma hafi hún sært einhvern og biðst velvirðingar á því. Þátturinn sé hugsaður til skemmtunar. Hin miklu viðbrögð koma Spaugstofu- mönnum á óvart en Pálma sýnist þetta snúast um einhvern spuna. Og vafasamt sé að nota Spaugstof- una í slíkar æfingar. „Sem svo endurpeglast í þessum drullupolli sem bloggið getur reynst. Ég verð alltaf jafn hissa á því hvað fólk leyfir sér að setja fram þar. Nú þekkjum við Ólaf ekki persónu- lega þannig að það er ekki eins og þessar eftirhermur byggist á ein- hverri persónulegri óvild.“ jakob@frettabladid.is PÁLMI GESTSSON: TELUR SPAUGSTOFUMENN FÓRNARLÖMB SPUNA Spaugstofumenn fá send ósmekkleg tölvuskeyti Um sjötíu nemendur Háskólans í Reykjavík prýða nýjan forseta- lista skólans. Listann skipa nem- endur sem náð hafa framúrskar- andi námsárangri á síðustu önn, en þeir fá skólagjöld felld niður að launum fyrir góðan árangur. Rósa Björgvinsdóttir, eiginkona Jóns Jóseps Snæbjörnssonar úr hljóm- sveitinni Í svörtum fötum, prýðir listann nú í annað skiptið í röð, en Finnur Beck, fyrrverandi frétta- maður, er á meðal þeirra sem rata inn á hann í fyrsta sinn. „Ég bjóst í rauninni ekki við þessu í þetta skiptið, því þetta var mjög erfið önn,“ segir Rósa, sem nemur viðskiptafræði við HR. „Þetta eru mismunandi fög og miserfið,“ bætir hún við. Rósa stefndi á að ljúka námi um næstu jól, en hyggur nú á útskrift vorið 2009. „Ég hætti eiginlega við jóla- útskrift eftir þessa önn. 100 pró- senta nám er alveg nóg,“ segir hún og hlær við. Finnur, sem margir þekkja af sjónvarpsskjánum, er á þriðja ári í lögfræði við skólann. „Þetta var virkilega skemmtileg önn og gekk vel,“ segir Finnur, sem kveðst ekki hafa átt von á upphefðinni. „Ég var að byrja á nýjum vinnustað og það hefur verið mikið að gera. Ég hætti sem fréttamaður á RÚV eftir sjö ár í september, og fór að vinna á lögfræðisviði hjá VBS fjárfestingabanka,“ útskýrir Finn- ur, sem þakkar skilningsríkum vinnuveitendum það að hafa getað unnið samhliða námi. „Mest er þetta samt skilningsríkri og afar þolinmóðri eiginkonu að þakka,“ segir Finnur hlæjandi. Hann lýkur BA- prófi í vor, en stefnir á mast- ersnám í beinu framhaldi af því. „Þetta er því stóráfangi, því ég er hálfnaður núna,“ segir hann. - sun Finnur meðal afburðanemenda í HR ÓVÆNT ÁNÆGJA Finnur Beck, fyrrver- andi fréttamaður, segist ekki hafa átt von á að rata inn á forsetalistann, þar sem mikið hafi verið að gera hjá honum á liðinni önn. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR FORSETI Í ANNAÐ SINN Rósa Björgvins- dóttir prýðir forsetalistann annað árið í röð, sem hún segist ekki hafa búist við. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A U Ð U N N SPAUGSTOFUMENN Eiga undir högg að sækja því sumir vilja meina að þeir hafi gengið of langt í gríni sínu á laugardagskvöld. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Troðfullt var á fyrirlestri heimspek- ingsins Slavojs Zizek sem haldinn var á Háskólatorgi á laug- ardag. Voru gestir úr ýmsum áttum. Þarna mátti sjá menn á borð við Sigurð Líndal og Frosta Logason löngum kennd- an við Mínus og allt þar á milli. Rithöfundarnir Pétur Gunnars- son, Einar Már Guðmundsson, Mikael Torfason, og hjónin Sigurður Pálsson og Krist- ín Jóhannesdóttir létu sig ekki vanta. Né heldur Guðmund- ur Steingrímsson. Þó að margt gáfumennið væri í salnum var ekki frítt við að sá sem virtist skilja Zizek best, mælt í svipbrigðum, hafi verið Hjálmar Sveinsson útvarpsmaður sem sat nánast á sviðinu sjálfu. Um fátt er meira rætt en viðbrögð Ólafs F. Magnússonar, bæði á kaffistofum sem og á netinu, við meintri aðför Spaugstofunnar. Meðan sumum blöskrar framganga grínaranna eru þeir ófáir sem furða sig á viðbrögðunum. Þannig rifja menn upp þegar Spaugstofan gerði sér mat úr því þegar Davíð Oddsson prófaði eitt sinn að vera „blindur” einn dag í ráðhúsinu. Hjá Spaugstofunni prófaði Davíð að vera „geðveikur” í einn dag. Aðspurður sagði Davíð þetta ágæta skemmtun en hann hefði þó haft „pönslínuna” öðru vísi. Að þegar hann var spurður hvernig honum hefði þótt í atriðinu hefði Davíð skrifað í handrit: Ég fann engan mun. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Matthías Halldórsson. 2 Barnum. 3 Eyjak-indíána í Alaska.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.