Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 6
6 29. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR VINNUMARKAÐUR „Ég tel að það sé orðin fyllsta ástæða til að tala um þessar uppsagnir,“ segir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akraness. Forsvarsmenn þeirra sveitar- félaga sem þolað hafa uppsagnir hjá sjávarútvegsfyrirtækjum ættu að funda á næstunni til að ræða næstu skref, segir Gísli. Hann hefur þegar rætt við Samband íslenskra sveitarfélaga um að koma á slíkum fundi. „Það hlýtur að vera krafa sjávar- útvegsbyggða að tekið verði heild- stætt á þessu á landsvísu. Sveitar- stjórnir viðkomandi sveitarfélaga eiga að koma saman og gera mjög alvarlegar kröfur á ríkis- valdið að taka í taumana,“ segir Gísli. Hann segir að samkvæmt sínum upplýsingum hafi um 540 starfsmönnum í fiskvinnslu verið sagt upp í tengslum við niðurskurð- inn. „Það er mikið meira en þriðjungs niðurskurður í þorskheimildum gefur tilefni til. Það virðist vera einhver bylgja hagræðingar í gangi, sem getur ekki þýtt annað en að mikið meira sé flutt úr landi af óunnum fiski,“ segir Gísli. Bæjarstjórn Akraness fundaði í gærkvöldi ásamt forstjóra HB Granda, þingmönnum Norðvestur- kjördæmis og formanni Verkalýðs- félags Akraness. Á fundinum var rætt um þau áform stjórnar HB Granda um að segja upp öllum starfsmönnum landvinnslufyrir- tækisins á Akranesi. HB Grandi hyggst ekki draga uppsagnirnar til baka. Sveitarfélagið mun leggjast eins þungt á árar og mögulegt er til að halda vinnslu fyrirtækisins á Akra- nesi, þó það hafi auðvitað ekki boð vald, segir Gísli. „Ef það er eitthvað sem við getum liðkað fyrir fyrirtækinu erum við tilbúnir að ræða það við þá,“ segir Gísli. „Í okkar tilviki er málið mjög ein- falt,“ segir Eggert Benedikt Guð- mundsson, forstjóri HB Granda. Skerðing á þorskveiðiheimildum hafi verið svipuð og það magn sem farið hafi til fiskvinnslu á Akranesi, og þar hafi verið eini raunhæfi möguleikinn til að taka á móti skerð- ingunni. brjann@frettabladid.is Bæjarstjórinn vill að ríkið taki í taumana Bæjarstjóri Akraness vill fund með fulltrúum annarra sjávarbyggða vegna upp- sagna hjá sjávarútvegsfyrirtækjum. Segir uppsagnir miklu meiri en niðurskurð- ur á kvóta gefi tilefni til. Ekkert annað kom til greina segir forstjóri HB Granda. UPPSAGNIR Stefnt er að því að segja upp öllu starfsfólki HB Granda á Akranesi, en endurráða um þriðjung. Vinna gekk samt sinn vanagang í fiskvinnslunni á Akranesi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR KRISTÓFERSSON Verkalýðsfélag Akraness sakaði á sunnudag HB Granda um að fara ekki að lögum um hópuppsagnir. Því hafnar Eggert Benedikt Guðmunds- son, forstjóri HB Granda. Hann segir að ekki sé gerð krafa um það í lögum að samráðsferli vegna hópuppsagna sé um 30 dagar. Krafan sé að uppsagnarfrestur renni ekki út fyrr en 30 dögum eftir að samráðsferlið hefjist. Þegar komi að upplýsingagjöf vegna hópuppsagnar sé alltaf mats- atriði hversu langt eigi að ganga. Ákveðnar fjárhags- og rekstrarlegar upplýsingar hafi til að mynda ekki átt erindi inn í þær umræður, enda við- kvæmar upplýsingar í fyrirtæki sem skráð sé á markað. Mat félagsins sé að lagaskilyrði hafi verið uppfyllt. HAFNAR ÁSÖKUNUM UM LÖGBROT EGGERT BENEDIKT GUÐMUNDSSON TÉKKLAND, AP Jan Svejnar, sem hefur boðið sig fram til forseta Tékklands, ætlar að afsala sér bandarískum ríkisborgararétti sínum verði hann kjörinn í embættið. Svejnar, sem er prófessor í hagfræði, fæddist í Tékkóslóvakíu en flúði landið þegar hann var sautján ára vegna kommúnista- stjórnarinnar sem þá ríkti. Hann fékk bandarískan ríkisborgararétt árið 1981. Tuttugu árum síðar fékk hann síðan tékkneskan ríkisborg- ararétt. Núverandi forseti Tékklands, Vaclav Klaus, verður andstæðingur Svejnars í kosning- unum sem fara fram 8. febrúar. - fb Tékkneskur frambjóðandi: Afsalar sér borgararétti STJÓRNMÁL Það er fagnaðarefni að Tjarnarkvartettinn svokallaði skuli sýna órofa samstöðu gagnvart þeim sundurlausa hópi sem nú hefur tekið við stjórnartaumunum í ráðhúsinu, segir í ályktun félags- fundar Vinstri grænna í Reykjavík. Fundurinn fagnar því jafnframt að búið sé að tryggja varðveislu húsanna við Laugaveg 4 og 6, og að götumynd þess hluta Laugavegar verði varðveitt. Málefni þeirra bygginga hafi þó verið í ákveðnum farvegi, sem án vafa hefði leitt til varðveislu þeirra með hagkvæmari hætti en flaustur nýs meirihluta hafi leitt til, segir í ályktuninni. - bj Félagsfundur VG í Reykjavík: Fagna samstöðu kvartettsins Útafakstur í Svartárdal Fólksbíll fór út af veginum í Svartár- dal um klukkan ellefu í gærmorgun. Nokkur hálka var á svæðinu en að sögn lögreglu er vegurinn þannig að vegfarendur þurfa að fara varlega. Engin slys urðu á fólki. LÖGREGLUFRÉTTIR Bíll út af í Dölunum Fólksbíll fór út af veginum við Fells- enda í Dölum í gærmorgun. Nokkrar skemmdir urðu á bílnum en slysið mátti rekja til mikillar hálku á svæð- inu. Engin slys urðu á fólki. NOREGUR, AP Tuttugu og fjórir norskir djúpsjávar- kafarar hafa kært norsk stjórnvöld fyrir mann- réttindabrot. Kafararnir biðu allir varanlegt tjón á heilsu sinni þegar þeir unnu að smíði fyrstu norsku olíuborpallanna í Norðursjó á áttunda og níunda áratug 20. aldar. Kafararnir segja stjórnvöld hafa gerst brotleg við Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar þau sendu þá til vinnu á hættulega miklu hafdýpi. Stjórnin hafi annaðhvort vitað eða átt að vita hvaða hættur það hefði í för með sér fyrir kafarana. Þetta er í annað skipti sem reynt er á lagalega ábyrgð ríkisstjórnarinnar vegna kafaranna í borgardómi Óslóar, þar sem málið verður tekið fyrir. Í ágúst í fyrra dæmdi dómstóllinn þremur köfurum sem samsvarar 350 milljónum íslenskra króna í bætur í sambærilegu máli. - gb Tuttugu og fjórir norskir djúpsjávarkafarar kæra stjórn Noregs: Sökuð um mannréttindabrot NORSKUR OLÍUBORPALLUR Kafararnir 24 voru látnir vinna á hættulega miklu dýpi. NORDICPHOTOS/AFP PAKISTAN, AP Tugir nemenda og kennarar voru teknir í gíslingu af sex vopnuðum mönnum í norðvesturhluta Pakistans í gær. Gíslunum var öllum sleppt eftir fimm tíma umsátur öryggissveita við skólann. Atburðarásin hófst með því að sjö menn rændu heilbrigðisráðu- naut nágrannaumdæmis ásamt tveimur ættingjum hans. Eftir það hófst eltingaleikur og skotbardagi við lögreglu og réðust mennirnir síðan inn í skólann. Einn var skotinn af lögreglu. Gegn því að sleppa gíslunum fengu mennirnir að fara frjálsir ferða sinna. - sdg Misheppnuð mannránstilraun: Eltingaleik lauk með gíslatöku TIL BJARGAR Lögreglan mætti á bryn- vörðum bílum að skólanum þar sem gíslarnir voru í haldi vopnaðra manna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MÖNNUN Ástandið í starfsmanna- málum hjá Svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra í Reykjanesi hefur verið að batna síðustu vikurnar. Í dag vantar fólk í 22,5 stöðugildi, eða um 7,5 prósent, en þegar ástandið var hvað verst á síðasta ári vantaði fólk í þrjátíu stöðu- gildi. Fjöldi starfsmanna Svæðis- skrifstofunnar er um 400, þar af eru erlendir starfsmenn tæplega fjörutíu, en stöðugildin eru 280 talsins. Sigríður Kristjánsdóttir fram- kvæmdastjóri segir að erfiðlega hafi gengið að manna starfsstöðv- arnar til langs tíma en staðan hafi nú verið betri en um nokkuð langt skeið. Níu umsóknir hafi borist í síðustu viku og ástandið hafi ekki verið jafn gott í rúmt ár. Hagur Svæðisskrifstofunnar hafi verið að vænkast í janúar. „Við vonum bara að þetta sé forsmekkurinn að því sem koma skal en auðvitað megum við ekki hrósa happi of snemma. Árið 2007 var okkur gríðarlega erfitt,“ segir hún. „Við höfum verið að fá talsvert af umsóknum en það fólk hefur ekki allt skilað sér í vinnu til okkar.“ Jón Heiðar Ríkharðsson, fram- kvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, segir að ástandið hafi heldur batnað síðustu vikurnar. „Staðan er ekki orðin góð og ekki komin í besta horf eins og var síðasta vor en það stendur ýmislegt til bóta. Við höfum séð breytingar frá viku til viku eftir áramótin eftir ládeyðuna í ráðningum kringum jólin og fyrstu vikuna í janúar.“ - ghs Fólk vantar enn hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjanesi: Vantar enn tugi starfsmanna VONANDI FORSMEKKURINN „Við vonum bara að þetta sé forsmekkurinn að því sem koma skal,“ segir Sigríður Kristjáns- son framkvæmdastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á Ísland að segja sig úr Atlants- hafsbandalaginu (NATO)? Já 31% Nei 69% SPURNING DAGSINS Í DAG: Gekk Spaugstofan of langt í umfjöllun sinni um Ólaf F. Magnússon borgarstjóra á laugardag? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.