Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 22
 29. JANÚAR 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● skipulag & hönnun Stórar tölvur og snúruflækjur eru oft til vandræða í vinnuhorni heimilisins . Fartölvur þurfa ekki mikla umgjörð þegar hægt er að setjast hvar sem er með þær og vinna, en á mörgum heimilum eru stórar turntölvur og plássfrekir skjáir til vandræða og þurfa lausna við. „Þetta snýst svolítið um að hafa borðplássið óskert og það er orðið algengara að fólk sé með fleiri en einn skjá. Við erum til dæmis með lausnir fyrir allt að níu skjái,“ segir Eyjólfur Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Axis. Hann segir ýmsar lausnir vera á boðstólum til að hreinsa upp í kringum vinnuborðið og nefnir auk skjá- haldaranna ýmsa vasa og rennur sem hægt sé að skrúfa undir borðin. „Svo er mjög algengt að hengja turntölvuna undir borðið á rennu þannig að hægt er að draga hana út og snúa henni þegar þarf að komast til að tengja einhverjar snúrur. Til að halda utan um snúrurnar er hægt að fá rennu eða stokk sem festur er undir borðið og snúrurnar lagðar í hann. Þá er gert gat í borðið og sett lok yfir, snúrurnar eru svo teknar gegn- um borðið og í rennuna,“ segir Eyjólfur. Einnig er hægt að fá eins konar gorma eða plaströr sem hægt er að klemma utan um snúrurnar svo minna fari fyrir þeim. - rt Skjáhaldarar og snúrustokkar Snúru- stokkur sem skrúfast undir borðplötuna. Snúrurnar svo lagðar í stokkinn og honum smellt upp og lokað. Það er ekki gott fyrir tölvurnar að standa í rykinu á gólfinu en hægt er að hengja þær upp undir borði og draga þær út á rennu þegar þarf að eiga eitthvað við þær. Til að spara borðplássið er hægt að hengja stóra skjái upp á stand. Sniðugir vasar undir pappír eða annað smálegt sem ein- falt er að skrúfa undir borðplötu. Þjónustuhönnun er samsláttur nokkurra hönnunarsviða, þar sem ýmsum aðferðum er beitt til að draga gildi fyrirtækis saman og túlka þau í heild- rænu útliti. Sigurður Þor- steinsson hönnuður segir að Íslendingar séu þegar farnir að hugsa á slíkum nótum en oft vanti upp á baklandið. „Þjónustuhönnun er ekki eitt af- markað svið heldur afsprengi nokkurra hönnunarsviða,“ útskýr- ir Sigurður Þorsteinsson, hönnuður og mörkunarfræðingur, en mörk- un er þýðing á enska orðinu brand- ing. „Þetta byrjaði með því að stór fyrirtæki leituðu til hönnuða við svokallað „emotional design,“ það er hönnun sem framkallar stemn- ingu eða tilfinningu hjá fólki. Vegna þess hversu vel gekk fóru menn út í „experience design“ sem er að skapa sérstaka upplifun. „Menn fóru að horfa á fyrir- tæki og vörumerki sem heildstæða mynd og stýra öllum snertiflötum fyrir viðskiptavininn, ekki bara útliti fyrirtækisins, heldur líka klæðaburði og framkomu starfs- fólksins, bæklingum og svo fram- vegis. Þá setja fyrirtæki í samstafi við hönnuði gildi fyrirtækisins niður og teikna þau inn í allt heila dæmið,“ segir Sigurður og bætir við að bestu og verstu dæmin um þetta séu Disney-garðarnir. Á hinum endanum séu Chanel og Prada, sem þyki flott á meðan Disney er talið vera lágkúltúr, þótt sömu grunnreglurnar séu þar að verki. „Apple er líka mjög gott dæmi um þetta, þar sem tengd er saman grafísk hönnun, vöruhönnun og viðmótshönnun, arkitektúr og vef- hönnun,“ segir hann. „Allt þetta myndar upplifun sem fólk fær, til dæmis við að heimsækja Apple- búðir eða fara á iTunes á netinu. Þarna er heildarmyndin höfð í há- vegum.“ Sigurður segir markaðssetningu hafa þróast í þessa átt hérlendis síðustu ár, sem sjáist meðal ann- ars af því hvernig útlit banka og verslana hafi stórbatnað rétt eins og almenn grafísk hönnun. „Það var ákveðin hönnunarvakning á Ís- landi, sem teygir anga sína víða. Hins vegar vantar mikið upp á, þar sem þetta er enn mikið á yfirborð- inu. Mikil áhersla er á auglýsinga- herferðir en stundum lítið á bakvið þær, en þá er hætt við að traust við- skiptavinar og fyrirtækisins eða vörumerkisins rofni.“ Sigurður segir þetta meðal ann- ars stafa af því að auðveldara sé að breyta útliti á byggingum en að þjálfa starfsfólkið og þeirra viðmót. „Hér hafa verið gerð- ar ýmsar kannanir um þjónustu- lund Íslendinga þar sem við höfum lent mjög aftarlega og ljóst að við megum bæta þann þátt mjög mikið. Kannski er hún ekki rík í okkur sem þjóð,“ segir Sigurður, sem býst við því að Íslendingar eigi eftir að horfa meira á bakland- ið á næstu árum. „Það hefur verið gert heljarinn- ar átak og stærstu og framsækn- ustu fyrirtækin hafa verið að gera mjög góða hluti á síðustu árum, hvað varða húsnæði og auglýsing- ar. Menn munu næst hugleiða hvar þeir geti bætt sig og þá kemur hitt,“ segir Sigurður og nefnir Bláa lónið sem dæmi um fyrirtæki sem þegar er komið langt á veg í þeim pælingum en hann hefur starfað náið með markaðsmönnum þess. „Þar hefur allt verið gert af mikl- um metnaði, samanber sérstak- an Bláa lóns-skóli fyrir starfsfólk, en metnaðurinn hefur verið gagn- rýndur. Kannski hefði mátt ná sama árangri með minni tilkostn- aði og meiri hagnaði, en þá væri fyrirtækið ekki eins virt og þekkt úti. Útlendingum finnst upplifunin ótrúleg.“ - rve Góð ímynd en lítil þjónustulund Sigurður Þorsteinsson segir Íslendinga koma illa úr könnunum þar sem þjónustulund er tekin til greina. Hann segir þá hins vegar mjög færa í ímyndarsköpun. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Sigurður segir Disney-skemmtigarða vera dæmi um það þegar menn stýra öllum snertiflötum við viðskiptavininn. Sigurður Þorsteinsson hefur unnið náið með markaðssérfræðingum Bláa lónsins við að skapa heildræna mynd þar sem hugað er að hverju smáatriði. MYND/BLÁA LÓNIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.