Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 14
14 29. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Mannréttindanefnd Sam-einuðu þjóðanna í Genf er enginn dómstóll, heldur getur óánægt fólk í aðildarríkjum samtakanna sent henni erindi til umsagnar. Úrskurðir nefndar- innar eru ekki bindandi og hafa ekki lagagildi. Nýleg umsögn meiri hluta nefndarinnar um íslenska kvótakerfið sýnir, að hann hefur því miður ekki kynnt sér málið nógu vel. Þessir menn komast að þeirri niðurstöðu, að upphafleg úthlutun aflaheimilda á Íslandsmiðum hafi verið ósanngjörn. Minni hluti nefndar- innar leiðir hins vegar rök að því, að í hinni upphaflegu úthlutun hafi ákvæði mannrétt- indasáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn óeðlilegri mismunun ekki verið brotin. Þess vegna telur minni hlutinn, að dómar Hæstaréttar Íslands um kvótakerfið standist. Hvernig var upphafleg úthlutun? Ágreiningur meiri hluta og minni hluta mannréttindanefnd- arinnar snýst ekki um hagfræði- kenningar eða lagabókstaf, heldur siðferðileg efni. Forsag- an er öllum Íslendingum kunn. Í árslok 1983 voru fiskistofnar á Íslandsmiðum að hruni komnir vegna ofveiði. Takmarka varð sókn í þá. Ýmsar fyrri tilraunir til þess höfðu mistekist. Þess vegna var að ráði fiskihagfræð- inga, forystu útgerðarmanna og annarra tekinn sá kostur að takmarka sóknina við þá, sem gert höfðu út á tímabilinu frá 1. nóvember 1980 til 31. október 1983. Þeir fengu aflaheimildir í hlutfalli við afla sinn á þessu tímabili. Þetta fyrirkomulag gilti fyrst aðeins um botnfisk (þorsk og fleiri tegundir), en með löggjöf árið 1990 varð kvótakerfið altækt og gilti eftir það um alla fiskistofna á Íslandsmiðum. Efnisleg mismunun Takmarka varð aðganginn að miðunum, og hann var takmark- aður við þá, sem þegar höfðu nýtt sér aðganginn og fjárfest í skipum, veiðarfærum og eigin þjálfun og áhafnar sinnar. Þetta var eðlilegt. Þeir áttu allt í húfi. Hefðu þeir ekki fengið að sækja miðin áfram, þá hefði fjárfest- ing þeirra orðið verðlaus með einu pennastriki. Afkomuskil- yrðum þeirra hefði verið stórlega raskað og að ósekju. Hinir, sem höfðu ekki nýtt sér ótakmarkaðan aðgang fyrri ára, töpuðu engu öðru en innantóm- um rétti til að veiða fisk, sem var á þrotum sökum ofveiði. Þetta virðist meiri hluti mann- réttindanefndarinnar í Genf ekki skilja ólíkt minni hlutan- um. Öll úthlutun takmarkaðra gæða felur í sér mismunun. Aðalatriðið um hina upphaflegu úthlutun aflaheimilda á Íslands- miðum er, hvort sú mismunun hafi verið efnisleg. Ég segi hiklaust já, því að hún var fólgin í því að taka tillit til áunn- inna hagsmuna þeirra, sem stundað höfðu veiðar. Þeirra afkomuskilyrðum var ekki raskað um of. Menn keyptir út eða reknir út Til voru þó þeir, sem sögðu á sínum tíma, að sanngjarnara hefði verið að úthluta aflaheim- ildum í opinberu uppboði. Þeir útgerðarmenn einir hefðu þá haldið áfram veiðum, sem hefðu haft bolmagn til að kaupa aflaheimildir af ríkinu. Þetta hefði verið ósanngjarnt. Með henni hefði sá hópur, sem ekki hefði getað keypt sér aflaheim- ildir, horft upp á líf sitt lagt í rúst. Hitt var hyggilegra, sem einmitt var gert, að afhenda öllum, sem stunduðu veiðar, aflaheimildir ókeypis og leyfa síðan þeim, sem betri höfðu afkomuna, að kaupa smám saman út hina. Þannig undu allir við sitt. Allir græddu. Enginn skaðaðist. Menn voru þá keyptir út úr útgerð í frjálsum viðskipt- um í stað þess að vera reknir út með valdboði. Hvað um hina? Þá vaknar auðvitað spurning, sem borin var upp við mannrétt- indanefndina: Hvað um þá, sem ekki höfðu stundað veiðar á upphaflega viðmiðunartíman- um, en vilja nú hefja veiðar? Svarið er, að enginn bannar þeim að hefja veiðar. Þeir verða aðeins að kaupa sér aflaheimild- ir. Til er orðinn verðmætur réttur, einmitt vegna þess að hann er takmarkaður. Hann var áður verðlaus, af því að hann var ótakmarkaður. Það var erfiðara og ósanngjarnara að banna mönnum að halda áfram veiðum, sem þeir höfðu stundað lengi, en að banna öðrum mönnum að hefja veiðar, sem þeir höfðu aldrei stundað. Aldarfjórðungur er nú auk þess liðinn frá upphaflegri úthlutun. Aflaheimildir hafa gengið kaupum og sölum. Langflestir handhafar hafa keypt þær. Ekki verður aftur snúið. Kvótakerfið hefur reynst Íslendingum vel, hvað sem líður umsögn meiri hluta mannréttindanefndarinn- ar í Genf. Hann sýnir, að við þurfum að kynna kerfið betur erlendis. Kerfið er sanngjarnt HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í DAG | Fiskveiðistjórnun UMRÆÐAN Kvótakerfið Hvers virði er æra manns? Sjálfsagt er ekki til neitt eitt svar við þeirri spurningu. Svarið hlýtur alltaf að taka mið af lifnaðarháttum viðkomandi og framgöngu meðal samborgara sinna. Það verður að teljast mjög líklegt að mönn- um með hreint sakavottorð sé annt um mannorð sitt og æru. Því rændu stjórn- völd á Íslandi okkur Erling Haraldsson þegar við gengumst ekki undir það ok að leigja aflaheimildir þegar við vildum róa til fiskjar til að sjá okkur sjálfum og fjölskyldum okkar far- borða með sama hætti og við höfðum áður gert.Við sáum okkur tilneydda til að láta reyna á hvort dóm- stólar á Íslandi hefðu til þess kjark og þor að taka þannig á málum að breytinga yrði að vænta á fisk- veiðikvótalögunum illræmdu. Því miður féllu bæði Héraðsdómur Vestfjarða og síðan Hæstiréttur Íslands á því prófi. Þegar við leituðum til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í Genf fengum við loks uppreisn æru. Kvótalögin á Íslandi teljast að hennar mati brot á mannréttindum. Stjórnvöld eru hvött til að breyta þeim og greiða okkur Erlingi fullar bætur fyrir það tjón sem þessi ólög hafa bakað okkur. Stjórnvöld á Íslandi vilja þó engu breyta, þrátt fyrir að vera aðilar að mannréttindanefnd SÞ; segja þetta aðeins vera álit sem ekki þurfi að taka tillit til. Vill meirihluti landsmanna virkilega hafa þetta svona? Ég held ekki. Sjálfstæðisflokkurinn virðist tilbúinn til að brjóta mannrétt- indi og vaða eld og eimyrju til þess að verja kvótaeigendur gegn almannahags- munum. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa mikið talað um að dómur SÞ sé lítið rökstudd- ur. Því svara ég til að langi sjálfstæðisráðherrana til að sjá lítið rökstuddan dóm þá hvet ég þá til þess að skoða dóm Hæstaréttar yfir okkur Erlingi. Nú bíða margir spenntir og fylgjast með hvort Samfylkingin þorir að standa í lappirnar gegn ofríki sjálfstæðismanna. Eða hvort hún velur auðveldu leiðina og lætur berast með straumnum. En munið að það koma ætíð fallaskipti. Höfundur er fyrrverandi skipstjóri á Sveini Sveinssyni. Mannorðsþjófar ÖRN SNÆVAR SVEINSSON Fórnir F-lista Þegar Ásta Þorleifsdóttir, fjórði varamaður Ólafs F. Magnússonar, var spurð í síðustu viku hvort hún styddi nýjan meirihluta sagði hún erfitt að gera það ekki. „Þetta eru málefnin nákvæmlega eins og við lögðum þau upp og börðumst fyrir í borgarstjórn- arkosningunum.“ Ekki alveg. Meðal þess sem kveðið er á um í málefna- samningi Sjálfstæðis- flokks og F-lista er að framkvæmdir hefjist sem fyrst við mislæg gatnamót Miklu- brautar og Kringlu- mýrarbrautar. Því fagna auðvitað sjálfstæðismenn en þetta hlýtur að vera fórn fyrir F-lista – að minnsta kosti Ástu. Amerísk bílaborg Fyrir kosningarnar 2006 skrif- aði Ásta grein í Fréttablaðið um umferðarmál í Reykjavík. „Viljum við búa í aðlaðandi evrópskri borg með fólk í fyrirrúmi eða í dreifðri amerískri borg undirlagðri af umferðarmannvirkjum?“ spurði Ásta þá og bætti við: „Er þetta sú borg sem við viljum? Er ef til vill hægt að snúa þessari þróun við?“ Ja, mögu- lega en mislæg gatnamót eru varla skref í þá átt. Zzzzzzz..... Umferðarstofa spýtir í lófana í byrjun árs og blæs til málþings á fimmtudag um syfju og akstur. Þar verður fjallað um það vandamál sem syfja er út frá ýmsum sjónarmiðum og greint frá leiðum til að minnka líkur á að ökumenn dragi ýsur undir stýri. Karl Ragnars, forstjóri Umferðarstofu, setur málþingið og á hæla honum flytur Kristján Möller samgönguráð- herra ávarp. Þá taka við sex erindi sem fjalla um allt frá kæfisvefni til „bíltæknilegra aðgerða til að koma í veg fyrir að öku- menn sofni“. Ef til vill væri spaklegt ef gestir hresstu sig við með kaffisopa áður en þeir aka af stað að loknu málþingi – dagskráin gæti vakið geispa. bergsteinn@frettabladid.is Ákveðið hefur verið að efna til allsherjar- atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnaðarráðs VR fyrir árið 2008. Framboðslistum skal skila á skrifstofu félagsins, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 1. hæð, eigi síðar en kl. 12:00, þriðjudaginn 12. febrúar nk. Nánari upplýsingar veitir Teitur Lárusson, formaður kjörstjórnar, í síma 510 1700. Kjörstjórnin Framboðsfrestur Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS E yak-indíánakonan Mary Smith Jones lést í vikunni sem leið. Móðurmál hennar fór með henni í gröfina. Jones eignaðist níu börn en ekkert þeirra lærði Eyak- málið enda þótti ekki rétt að kenna börnum að tala neitt annað en ensku þegar þau uxu úr grasi. Sem betur fer skildi Jones eftir sig miklar heimildir um móðurmál sitt en ólíklegt verður að teljast að það verði endurvakið eins og vonir hennar stóðu þó til. Alls eru töluð um sjö þúsund tungumál í heiminum en talið er að í hverjum mánuði deyi að minnsta kosti tvö þeirra út. Ekki þarf viðamikla reiknikunnáttu til að sjá að allhratt saxast þá á tungumál heims. Flest tungumálin sem fáir tala er að finna meðal frumbyggjaþjóðflokka í norðurhluta Ástralíu en ástandið er einnig slæmt í Suður-Ameríku, Kanada, Bandaríkj- unum og austurhluta Síberíu þar sem tungumál frumbyggja víkja smám saman fyrir ensku, spænsku og rússnesku. Aðeins 300 þúsund manns tala íslensku. Þetta leggur tals- verða ábyrgð á þjóðina sem málið talar. Hennar verkefni hlýt- ur að vera að efla tungumálið og styrkja og leitast fremur við að auka notkun þess en að draga úr. Vissulega er staða íslenskunnar önnur en staða mála fámennra frumbyggjaþjóða. Þjóðin notar íslenskuna í nánast öllum samskiptum sín á milli, í skólum, í allri stjórnsýslu og áfram mætti lengi telja. Auk þess að íslenskan sér langa rit- málshefð. Gæta verður þess að þessi vígi íslenskunnar falli ekki því þá getur hætta verið á ferðum. Stundum höfum við 20. og 21. aldar fólkið gert grín að því að Akureyringar töluðu saman dönsku á sunnudögum af því að það þótti fínna en að tala íslensku. Þó er að nokkru leyti það sama uppi á teningnum á Íslandi í dag, nema nú er það enskan sem þykir heimsborgaralegri en íslenskan. Þannig þykir fínt að í fyrirtækjum sendi menn minnisblöð sín á milli á ensku, jafnvel þótt eingöngu Íslendingar eigi í hlut. Sömuleiðis færist stöðugt í vöxt að íslenskir háskólar kenni einstök námskeið eða jafnvel heilu námsbrautirnar á ensku með það að markmiði vera gjaldgengir á alþjóðavísu. Útkom- an er á stundum sú að íslenskur kennari stendur frammi fyrir hópi af íslenskum nemendum og kennir þeim á ensku. Þetta skilar að líkindum verri kennslu og umræðum en ef samskipti færu fram á móðurmáli þeirra sem í hlut eiga, auk þess að vera jafnhlægilegt og danskan á sunnudögum áður. Vissulega er nytsamlegt að vera vel heima í erlendum málum. Forsenda þess er þó alltaf að hafa móðurmálið vel á valdi sínu. Þess vegna er sterkasta vopnið í alþjóðavæðing- unni að leggja rækt við móðurmálið, allt frá leikskólastigi og upp á háskólastig. Á því má svo byggja þekkingu og færni í erlendum málum. Ef þjóðin leggur rækt við móðurmálið sitt og sýnir því þann sóma sem því ber, ætti þess að vera langt að bíða að síðasta íslenskumælandi kerlingin fari með móðurmálið sitt í gröf- ina. Tvö tungumál deyja út í hverjum mánuði. Með móðurmálið í gröfina STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.