Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 34
18 29. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Ég sagði þér að það
væri heimskulegt að
fá líffræðiglósurnar
þeirra lánaðar.
Velkomin í
töfranudd Elsu!
Hvað dregur þig
að eldhúsborðinu
mínu?
Ég á við
veikindi
í baki að
stríða!
Það er sérgrein
mín!
Rúll!
Brak
brak
brak
brak
brak
Betra?
Neeeiii.
Þá prófum við dálít-
ið fágað fótanudd!
Günther!
Gaman að
kynnast þér!
Mjási, af
hverju viltu
endilega
klifra upp í
þetta tré?!
Af því að
það er
þarna!
Jæja?
Það verð-
ur þarna
líka á
morgun.
Jæja, mamma þín kemur ekki
heim fyrr en eftir nokkra tíma.
Ég er búinn að vagga þér,
syngja fyrir þig, lesa fyrir
þig, skipta á þér nokkrum
sinnum...
Nú er komið að þér að finna
eitthvað að gera.
Ókei, það gerir þrjá
latte fyrir dömuna...
Og hvað má bjóða
ykkur herramönnun-
um?
Vinningshafar síðustu viku
Ekki missa af
Skólahreysti
kl. 20.00
á Skjá einum.
Hver sigrar
í kvöld?
www.ms.is
Foldaskóli
Ég hef aldrei staðið
upp og mótmælt.
Mér finnst ég ein-
hvern veginn ekki
passa inn í mót-
mælahópinn. Bæði
vegna þess að ég
týndi ullarpeysunni
sem mamma mín prjónaði handa
mér og svo vegna dálætis míns á
amerískum skyndibita á borð við
KFC og McDonalds. En eftir því
sem ég best veit er allt amerískt á
bannlista hjá mótmælendum.
Ég er líka fyrir löngu hættur að
fara á kaffihús. Maður hékk bara á
slíkum stofnunum þegar maður
var í menntaskóla og nennti ekki í
stærðfræði. Þá gat maður sko setið
löngum stundum og skeggrætt
pólitíkina. Jafnvel kom það fyrir
að jafn háfleyg orð og bylting og
umbætur heyrðust nefndar en þær
náðu aldrei út fyrir endalausar
ábætur og kaffiskjálfta.
Og einu sinni var ég líka komm-
únisti. Maður las Bréf til Láru og
stúderaði Marx. Che varð fyrir-
myndin á einni nóttu og Fídel
Castró hetjan. Því miður reyndist
skeggvöxturinn ekki hafa náð
hámarki sínu og það eina sem ég
náði að safna var væskilslegur
hökutoppur sem hægt var að þrífa
af með þvottapoka. Örlög mín,
eins og svo margra kommúnista,
urðu því þau að maður vitkaðist
þegar maður las um fall Sovétríkj-
anna og að Castró stöðvaði alla
framþróun á Kúbu.
Einu skiptin sem ég hef látið
heyra mér var þegar deilt var um
hvort bærinn eða ríkið ættu að
moka tröppurnar í Flensborg. Þá
hafði maður ósjaldan runnið á
hausinn fyrir framan kennslustof-
urnar og orðið að athlægi fyrir
framan skólafélaga sína. Fengið
að heyra það í gegnum rifur á
glugga að maður væri klaufi og
nörd. Og þess vegna var það mér
mikið kappsmál að fá þessar
tröppur ruddar. Og ég lét í mér
heyra. Hins vegar komu sveitarfé-
lagið og ríkið sér aldrei saman um
það hver ætti að moka og það urðu
því mín örlög að detta á rassinn,
alla mína framhaldsskólaævi, í
tröppunum. Og þá lærði ég að mót-
mæli hafa aldrei neinu skilað.
STUÐ MILLI STRÍÐA: Að mótmæla
FREYR GÍGJA GUNNARSSON KÝS FREKAR AÐ SITJA HEIMA