Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 26
 29. JANÚAR 2008 ÞRIÐJUDAGUR Sigurjón Örn Sigurjónsson á gott safn geisladiska sem hann flokkar eftir stafrófsröð. Hann lendir þó í nokkrum vandræð- um þegar hann kaupir diska sem flokkast framarlega. Sigurjón Örn Sigurjónsson nam píanóleik í mörg ár en er auk þess rafmagns- og tölvuverkfræðingur að mennt. Hann á orðið gott geisla- diskasafn en segist þó enginn sér- stakur safnari. „Ég kaupi það sem mig langar í og þetta er útkoman,“ segi Sigurjón. Hann segist ekki hafa tölu á diskafjöldanum en hann hefur komið diskunum fyrir í hillum sem hver um sig er um tveggja metra há. „Ég keypti þær í Hirsl- unni í Garðabænum og er hægt að festa eins margar saman og maður vill. Safnið er nú þegar búið að sprengja þær utan af sér og ég þarf að fara að fjárfesta í fleirum.“ Sigurjón segir lungann af disk- unum hafa að geyma klassík. „Síðan er þarna örlítill reyting- ur af djassi ásamt þessu hefð- bundna rokki og poppi.“ Hann seg- ist flokka diskana eftir stafrófsröð og þá annað hvort eftir flytjanda eða höfundi. „Það fer í raun eftir því hvort mér finnst veigameira hverju sinni. Þarna ægir því öllum tónlistarstefnum saman en helsti gallinn við þetta skipulag er að ef ég kaupi disk sem flokkast undir A þá þarf ég að búa til pláss fremst og hliðra síðan öllum diskunum sem á eftir koma til um einn, segir hann og hlær. „Ég þarf því kannski að fara að endurskoða flokkunar- kerfið svo að ég þurfi ekki alltaf að standa í þessu,“ bætir hann við. Sigurjón segist ekki vera far- inn að halla sér að iPodum og MP3 spilurum til að geyma tónlist í að nokkru ráði. „Ég hugsa að klass- íski heimurinn sé aðeins lengri að taka við sér hvað það varðar. Fólki þykir oft vænt um diskana sína og auk þess fylgja þeim bækling- ar og ýmis fróðleikur. Ég held líka að mörgum finnist gaman að hafa safnið sýnilegt á heimilinu.“ - ve Stafrófið til vandræða Sigurjón með geisladiskasafnið í baksýn. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf- urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. ÍSLENSKA SEM ANNAÐ TUNGUMÁL 11.500 KR. Fyrir útlendinga sem vilja læra íslensku. ÍSA102: Fyrir byrjendur. ÍSA202: Fyrir þá sem hafa einhverja þekkingu á íslensku. 60 kennslust. Hefst 12. feb. og kennt verður 2–3svar í viku (sjá www.ir.is). Námskeiðið gefur 2 einingar á framhalds- skólastigi. Ekkert sérstakt umsóknareyðublað er nauðsyn- legt. Umsókn skal senda á fa@ir.is með nafni, kennitölu, símanúmeri og ósk um ÍSA102 eða ÍSA202. ICELANDIC FOR FOREIGN STUDENTS 11.500 ISK Icelandic courses for foreign students. ÍSA102: For beginners. ÍSA202: For those with a little knowledge in Icelandic. Total number of lessons given in each course is 60. The courses start Feb 12. Teaching will take place 2 or 3 times/week (see plan at www.ir.is). The course carries 2 credits on the modular credit system. No special application form is required. Please send application to fa@ir.is and include name, ID-number (kennitala), telephone number and specify ÍSA102 or ÍSA202. VILTU SMÍÐA RAFMAGNSGÍTAR? 75.000 KR. Rafmagnsgítar er smíðaður frá grunni. Nemendur geta valið að smíða Telecaster eða Stratocaster. 90 kennslust. Fim. frá kl. 17:00–22:00. 7. feb.–8. maí. SILFURSMÍÐI FYRIR BYRJENDUR 33.000 KR. Einföld skartgripasmíði; hringar, hálsmen, eyrnalokkar og eða nælur. 30 kennslust. Þri. 18:00–21:40. 5. feb.–11. mars. STAFRÆN LJÓSMYNDUN OG MYNDVINNSLA 19.000 KR. MYNDATAKA: Grunnatriði myndatöku og myndavéla, samspil ljósops, hraða, ISO og áhrif þess á myndir. Áhrif linsa á rýmið. MYNDVINNSLA: Eftirvinnsla og leiðréttingar í myndvinnsluforritum. MYNDAGEYMSLA: Aðferðir við flokkun, skráningu og geymslu. Æfingar gerðar í kennslustundum og heimaverkefni. Nemendur þurfa að eiga/hafa aðgang að stafrænni myndavél sem hefur manual fókus. 18 kennslust. 13., 20. og 27. feb., kl. 18:00–21:00. NOTKUN TRÉSMÍÐAVÉLA 22.000 KR. Kennd rétt vinnubrögð við vélar og handverkfæri fyrir trésmíði. Smíðaðir verða litlir hlutir. 20 kennslust. Lau. kl. 9:00–13:00. 23. feb., 1. mars og 8. mars. STEINASLÍPUN 23.000 KR. Sögun á steini, tromluslípun og pólering. Pönnuslípun og pólering steina. Mótun steina til notkunar í skartgripi o.fl. 18 kennslust. Mið. kl. 18:00–20:00. 6. feb.–12. mars. ANDLIT OG HÁR 17.000 KR. Teiknikennsla auk fyrirlestra um andlit með gullinsniði. Kynntar aðferðir til að ná fram tónum og skyggingu í andlits- og hárteikningu. Fyrirlestur um mismunandi andlit. 15 (3x5) kennslust. Mið. kl.18.00. 13.–27. feb. SKRÁNING Á WWW.IR.IS/NÁMSKEIÐ UPPLÝSINGAR Í SÍMA 522 6500. NÁMSKEIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.