Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 29.01.2008, Blaðsíða 42
26 29. janúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Þar sem Alfreð Gísla- son er stiginn frá borði bíður stjórnar Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, nú það verk að ráða arftaka hans. Sitt sýnist hverjum líkt og venjulega um hvern eigi að ráða í starfið en þrír menn hafa helst verið nefndir í því sambandi – Geir Sveinsson, Dagur Sigurðs- son og Aron Kristjánsson. Þeir sögðust í samtali við Frétta- blaðið í gær allir vera tilbúnir til viðræðna við HSÍ um starfið ef eftir því væri leitað. Þeir hafa einnig allir skoðanir á því hvernig eigi að standa að uppbyggingu næstu ára en sögðust ekki vita hvaða stefnu HSÍ hefði í málinu. „Ef HSÍ ætlar að halda áfram að ráða mann í 50 prósenta starf þá hef ég ekki áhuga. Ég hef sjálfur metnaðarfullar áætlanir um hvernig eigi að byggja upp lands- liðið og handboltann hér heima til lengri tíma. Vissulega væri ég til í að setjast niður með HSÍ og ræða þau mál en menn yrðu að vera alveg samstiga um markmiðin og stefnuna til þess að ég tæki starfið að mér. Málið snýst um hvaða stefnu HSÍ hefur í þessum málum því ef okkar markmið eru ekki þau sömu gengur dæmið ekki upp,“ sagði Geir Sveinsson sem var einnig sterklega orðaður við starfið þegar Alfreð var ráðinn á sínum tíma. Dagur Sigurðsson er fyrrver- andi landsliðsfyrirliði eins og Geir. Hann hefur einnig skýra stefnu hvaða leið eigi að fara. „Ég hef aldrei farið leynt með að ég hef áhuga á að þjálfa landsliðið. Ég tæki samt bara við starfinu á mínum forsendum og HSÍ þarf að gera upp við sig hvað það vill að þjálfarinn geri. Eins og það var frábært að fá Alfreð þá var það kannski á kostnað þess að lítið gerðist hér heima og ég vil sjá það aukast,“ sagði Dagur. Aron Kristjánsson er líkt og Dagur nýkominn heim að utan en þeir náðu báðir fínum árangri með félagslið erlendis. Aron hefur áhuga líkt og Geir og Dagur. „Það er rosalegur heiður að vera boðin landsliðsþjálfarastaðan fyrir alla þjálfara. Ég myndi klár- lega skoða það vel en að sjálfsögðu snýst málið um forsendur sem menn hafa. Þetta snýst líka um stefnu HSÍ og hvað sambandið ætlar að gera. Framtíðarstefnan skiptir máli og við þurfum að skipuleggja okkur,“ sagði Aron. Guðmundur Á. Ingvarsson, for- maður HSÍ, er kominn heim og nú tekur við hjá honum að ræða við stjórn HSÍ um framhaldið en það verður væntanlega gert í vikunni. „Ég hef haft trú á því að best sé að hafa þetta sem hlutastarf en miðað við verkefni ársins kemur til greina að gera þetta að fullu starfi og þá með öðrum verkefn- um fyrir HSÍ,“ sagði Guðmundur en hann hefur ekki trú á því að HSÍ hefði efni á að hafa erlendan þjálfara í fullu starfi hér heima. Sá yrði að vera í hlutastarfi yrði sú leið valin. „Nú hlustum við á hvað menn hafa fram að færa og vegum það svo og metum,“ sagði Þríeykið opið fyrir viðræðum Geir Sveinsson, Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson segjast allir vera til í að ræða við HSÍ um starf landsliðsþjálfara. Þeir hafa allir sterkar skoðanir á því hvað eigi að gera í framhaldinu en þá vantar svör frá HSÍ um framtíðarsýn sambandsins. Formaður HSÍ segir koma til greina að ráða í fullt starf. HVERN RÆÐUR GUÐMUNDUR? Guðmundur Ágúst Ingvarsson, formaður HSÍ, fær það vandasama verkefni á næstu dögum að ráða arftaka Alfreðs Gíslasonar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SENDU JA WHF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru Bíómiðar fyrir tvo, tölvueikir, DVD myndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! SMS LEIKUR FRÁ GAURNUM SEM FÆRÐI ÞÉR KNOCKED UP OG SUPERBAD Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. FRUMSÝND 1. FEBRÚAR > Andri Stefan meiddur Karlalið Hauka í handknattleik tók þátt í sterku fjög- urra liða æfingamóti í Frakklandi um síðustu helgi. Þar mættu Haukar frönsku liðunum Chambery, Dunkerque og danska liðinu Bjerringbro/Silkeborg. Leikirnir gegn frönsku liðunum töpuðust en jafntefli náðist gegn danska liðinu. Góð æfing fyrir Hauka í fríinu en ekki komu allir heilir heim því Andri Stefan meiddist á ökkla og kemur ekki í ljós fyrr en í dag hversu alvarlega hann sé meiddur. FÓTBOLTI Dregið var í sextán liða úrslit ensku bikarkeppninnar í gær og er boðið upp á sannkallað- an stórleik á Old Trafford þar sem Manchester United mætir Arsenal. Það er eina virkilega spennandi viðureignin fyrirfram en leikirnir munu fara fram 16. og 17. febrúar næstkomandi. - hbg ENSKA BIKARKEPPNIN 16-liða úrslit: Man. Utd - Arsenal Cardiff City - Wolves Sheff. Utd - Middlesbrough Liverpool - Barnsley Preston - Portsmouth Coventry City - WBA Chelsea - Huddersfield Town Enski bikarinn: Manchester Utd mætir Arsenal HART BARIST Arsenal sækir Man. Utd heim í bikarnum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Örn Arnarson náði frábærum árangri á Euro Meet 2008 sem fór fram í Lúxemborg um helgina þegar hann setti Norður- landamet í 50 metra baksundi og náði öðru sæti í 100 metra baksundi. „Ég get ekki sagt annað en að þetta met hafi komið skemmtilega á óvart. Þetta var mjög sterkt mót og það var mjög sterkt fyrir mig upp á framhaldið að ná að vinna eina grein og ná öðru sæti í annarri grein. Það er gott fyrir egóið að eiga öll Norðurlandametin. Ég átti á sínum tíma allt nema 50 metrana í 50 metra lauginni og þetta var því eina metið sem ég hef aldrei tekið áður,” segir Örn sem er þegar búinn að tryggja sér farseðilinn til Peking. Gamla Norðurlandametið var orðið níu og hálfs árs gamalt en Örn var þó aldrei með það í sigtinu því hann var ekki með það á hreinu hvert metið væri. „Ég vissi ekki hvað Norðurlandametið var og við skoðuðum það bara eftir að ég var búinn að synda í gær og það kom því ennþá meira á óvart að metið skyldi hafa fallið,” segir Örn. Örn hefur komið sterkur inn á sínum „gamla” heimavelli og er aftur kominn í hóp bestu baksundsmannanna. „Ég er búinn að setja fjögur Norðurlandamet á innan við mánuði og það er ekkert voðalega slæmt. Ég er búinn að stimpla mig inn aftur í bak- sundinu og þeir eru búnir að sjá það líka hinir,” segir Örn. „Ég var búinn að vera í mjög þungum æfingum þannig að ég var ekki að stíla inn á neitt á þessu móti heldur var aðallega að reyna að fá góða keppni. Þetta er gott fyrir hausinn því þetta sýnir það að maður kann þetta ennþá. Eini maðurinn sem ég tapaði fyrir á mótinu er sá sem á Evrópumetið í 100 metra baksundi og það er ekkert til þess að skamma sín fyrir.“ Næsta stórmótið hjá Erni er Evrópumeistara- mótið í 50 metra laug sem fram fer um páskana. „Það er góður mánuður fram undan af stífri keyrslu og svo fer maður að létta sig fyrir það mót. Svo verður þetta bara stanslaus keyrsla fram að Ólympíu- leikum,” segir Örn. ÖRN ARNARSON SUNDMAÐUR ÚR SH: Á ÖLL NORÐURLANDAMETIN Í BAKSUNDI Sýnir að maður kann þetta ennþá Iceland Express-deild karla: Stjarnan-Snæfell 94-103 Stig Stjörnunnar: Dimitar Karadzovski 24 (7 stoðs.),Jovan Zdravevski 17, Calvin Roland 17 (10 frák.,), Kjartan Kjartansson 15, Fannar Freyr Helgason 11, Sævar Ingi Haraldsson 6, Guðjón Lárusson 5. Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 31 (12 frák., 8 stoðs.), Justin Shouse 20 (6 stoðs.), Slobodan Subasic 15, Sigurður Þorvaldsson 15, Jón Ólafur Jónsson 11, Magni Hafsteinsson 9, Árni Ásgeirsson 2. KR-Þór 96-82 Stig KR: Joshua Helm 26, Avi Fogel 18, Jeremi- ah Sola 13, Brynjar Þór Björnsson 12, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9, Darri Hilmarsson 8, Helgi Már Magnússon 8, Skarphéðinn Freyr Ingason 2. Stig Þórs: Óðinn Ásgeirsson 23, Luka Marolt 21, Cedric Isom 19, Magnús Helgason 9, Þorsteinn Gunnlaugsson 6, Hrafn Jóhannesson 3. Tindastóll-Fjölnir 96-80 Stig Tindastóls: Philip Perre 22, Svavar Birgis- son 19, Samir Shaptahovic 17, Ísak Einarsson 9, Halldór Halldórsson 7, Helgi Viggósson 6, Serge Poppe 2. Stig Fjölnis: Anthony Drejaj 28, Kristinn Jónas- son 11, Níels Dungal 9, Tryggvi Pálsson 6, Hjalti Vilhjálmsson 3, Helgi Þorláksson 3, Valur Sig. 2. Hamar-Grindavík 91-93 Stig Hamars: Nicholas King 30, Roman Moniak 21, Roni Leimu 13, Bojan Bojovic 11, Lárus Jóns- son 10, Svavar Pálsson 4, Viðar Hafsteinsson 2. Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 33, Jonathan Griffin 27, Þorleifur Ólafsson 16, Páll Kristinsson 7, Adama Darboe 4. ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Hlynur Bæringsson átti stórleik í gær í níu stiga sigri Snæfells á Stjörnunni í Ásgarði í Garðabæ í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Hlynur hefur verið mikið í umræðunni eftir að Ólafur Stefánsson gaf það út að hann vildi fá hann í vörn íslenska hand- boltalandsliðsins en í gær sýndi hann það enn og einu sinni að hann er á heimavelli í körfu- boltanum. Hlynur fór fyrir sínum mönnum og var aðeins tveimur stoðsendingum frá þrefaldri tvennu en hann var efstur Snæfellinga í stig- um (31), fráköstum (12) og stoðsendingum (8), fékk fimmtu villuna á Calvin Roland og skor- aði 11 af síðustu 23 stigum liðsins í leiknum. Leikurinn var jafn og spennandi en ekki var mikið um varnir, að minnsta kosti ekki fram- an af. Stjörnumenn voru með frumkvæðið í byrjun og voru 29-28 yfir eftir fyrsta leik- hluta. Snæfellingar voru hins vegar komnir 56-58 yfir í hálfleik og voru með frumkvæðið allan seinni hálfleik. Það héldu flestir að Hólmarar hefðu gert út um leikinn þegar þeir komust 12 stigum yfir, 80-92, þegar 3:29 voru eftir en Stjörnumenn gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn niður í tvö stig áður en Snæfellingar með Hlyn í fararbroddi kláruðu leikinn á vítalínunni. Dimitar Karadzovski og Kjartan Kjartans- son voru bestir í liði Stjörnunnar ásamt Cal- vin sem skilaði 17 stigum og 10 fráköstum en lék aðeins í 22 mínútur vegna villuvandræða. Hlynur var í sérflokki hjá Snæfelli en Just- in Shouse sýndi einnig góða takta. Nýi maður- inn Scott Levin sat í borgaralegum klæðum á bekknum en verður væntanlega kominn í slaginn á móti Njarðvík í bikarnum á laugar- daginn. - óój Snæfell sótti tvö stig í Garðabæinn í gær í hörkuleik þar sem Stjarnan stóð í gestunum lengi vel: Stjörnumenn réðu ekkert við Hlyn Bæringsson FARÐU FRÁ Justin Shouse reynir hér að brjótast í gegnum vörn Stjörnunnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.