Tíminn - 28.05.1981, Qupperneq 8

Tíminn - 28.05.1981, Qupperneq 8
8 Fimmtudagur 28. maí 1981 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreióslustjóri: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns- son. Jón Helgason. Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. úlafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökuls- son. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir. Atli Magnússon. Bjarghildur Stefáns- dóttir. Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Tim- inn), Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson (þingfréttir). Jónas Guð- mundsson, Kjartan Jónasson, Kristinn Hallgrimsson (borgarmál), Kristín Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir). Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson. Guðjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þor- bjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 4.00 . Askriftargjaldá mánuði: kr. 70.00—Prentun: Blaöaprent h.f. STÓRIÐJA ER ENGIN ALLS- H ERJ ARLAUSN eftir Pál Pétursson, alþingismann Læknar í klípu ■ Læknastéttin islenska er komin út á hálari brautir en jafnvel forystumenn hennar sjálfir gera sér ljóst. Það eru sjálfsagt margar hliðar á kjaramálum lækna og ef til vill fleiri en „ólærðir” menn svo kallaðir sjá, en allur almenningur skil- ur fullvel hvað er á seyði þegar heil stétt sérfræð- inga fer að hafa i hótunum á opinberum vett- vangi. I þeirri deilu sem nú er komin upp milli stiórn- valda og samtaka lækna spyrja menn hvort að- gerðir læknanna séu i nokkru samræmi við þá hagsmuni sem þeir eiga i húfi. Menn spyrja hvort hagsmunir sjúklinganna og skattgreiðend- anna séu ekki miklu brýnni en þarfir læknanna fyrir kjarabætur. Hætt er við að jafnvel þeir sem lengst vilja ganga i tilhliðrun við læknastéttina eigi örðugt með að sjá að læknar lifi við þau harmkvæli á landi hér að ástæða sé til að vega svo harkalega að skipulagi heilsugæslu i landinu sem aðgerðir iæknasamtakanna nú bera með sér. Það er jafnvel ekki óhugsandi að einhverjir fari að velta þvi fyrir sér hve miklum fjármunum fólkið hefur varið til þess að greiða fyrir skóla- göngu þessara manna. Það kynni að vera að verðandi læknum þætti það nokkuð hár reikning- ur að greiða, ef læknanám yrði ekki lengur kostað af almannafé, til samræmis við þá stefnu að læknar selji siðan þjónustu sina á frjálsum mark- aði. Það er hins vegar ekkert vist að almenningur sjái neitt eftir þvi skipulagi heilsugæslunnar sem hér hefur verið við lýði, með embættisskipun lækna i störf, atvinnuöryggi þeirra og greiðslum af almannafé fyrir hvers kyns tilkostnað á sjúkrahúsum og viðar. Það getur vel verið að skattgreiðendur vilji fullt eins skipta við lækna sem verktaka, eins og læknasamtökin hafa nú farið fram á að gert verði. Það er aldrei að vita nema fólkið fái út úr sliku alveg eins góða þjónustu á lægra verði. Menn hafa nefnilega ýmsar grunsemdir um það að rikisskipaðir læknar hafi reynst furðudrjúgir við að láta mylja undir sig hingað til. En hitt er annað mál að hróplegar gjaldskrár sem reknar eru fram með hótunum, eins og nú hefur gerst illu heilli af hálfu ákafamanna i læknastéttinni, leiða i engan stað. Enginn stjórn- málamaður getur látið undan sliku, allra sist um þessar mundir þegar almennir kjarasamningar standa fyrir dyrum á hausti komanda og áhersla er lögð á að koma i veg fyrir almennar grunn- kaupshækkanir vegna ástands efnahagsmáia. Langtrúlegast er einmitt að flestum þyki aðrar stéttir eigi brýnni kjaramál að sækja en læknarn- ir. Og svo rnikið virðist þó alveg vist að hafi lækn- um verið umhugað að almenningur fengi skilning á högum þeirra og samúð með þeirri viðleitni þeirra að bæta kjör sin, þá hefur foringjum lækna mistekist svo gersamlega sem frekast er hugsan- legt. Læknar hafa gert sjálfum sér einstakan óvinafagnað og verða eflaust lengi að bæta um fyrir sér að almenningsáliti. JS ■ Páll Pétursson hafði nýlega framsögu fyrir nefnd um stór- iðjutillögu Alþýðu- og Sjálfstæðis- flokks á Alþingi. Minnihluti nefndarinnar lagöi sem kunnugt er til að tillögunni um kosningu stóriðjunefndar, yrði vísað til rikisstjórnarinnar, og var það samþykkt. Páll fjallaði i ræöu sinni vitt og breitt um stóriðju- mál, en vék i upphafi aö stjórnar- andstöðutillögunni: „Orkustefnunefnd rikisstjórn- arinnar vinnur ötullega aö þvi verkefni að kanna nýtingarkosti raforku og raunar Ueiri starfs- hópar og nefndir á vegum iðn- aðarráðuneytisins eins og glögg- lega hefur komið fram i orku- málaumræðum undanfarinna daga. Það eru mörg járn i eldi þar og við sjáum ekki ástæðu til á þessu stigi að kjósa enn eina nefndina, þ.e. þá, sem lagt er til að kjósa i þessari tillögu. Hvað varðar nýtingu orku til stóriðju ber náttúrlega að hafa það i huga, þótt mikilsvert sé að nýta orkuna, að stóriðjan greiði fyrir rafmagnið það sem kostar að framleiða það á hverjum tima, og helst svolitið meira til þess að hagnaður verði af þessum við- skiptum. Og það verður endilega að búa svo um hnúta, að aldrei verði aðrir notendur i landinu fyr- ir þvi að þurfa að greiða niður rafmagn, þá raforku, sem til stór- stóriðjunnar fer, þannig að orku- sölusamningar til stóriðjufyrir- tækja verði baggi á landsmönn- um i gegnum raforkuverð. Birgir Isl. Gunnarsson eyddi mjög löngum tima i ræðu sinni til þess að verja álsamninginn og þau viðskipti, sem við höfum átt við Alusuisse á undanförnum ára- tug. Þessi ræða heföi sómt sér vel i timariti þeirra álversmanna, sem mig minnir að heiti tSAL-tið- indi og kannske eru einhverjir hlutar hennar komnir þaðan. Mér fannst sumt svo hraustlega mælt i þessari ræðu, ennþá hraustlegar heldur en Birgir Isl. Gunnarsson gerir venjulega', þvi að hann er að minum dómi mjög hógvær maður og sanngjarn i sinum málflutn- ingi svona dagfarslega. Þetta fyrirtæki hefur tvimælalaust orð- ið til þess að raforkunotendur á tslandi hafa undanfarið orðið að greiða hærra verð fyrir raforku heldur en ella, ef álverið væri ekki til. Að sjálfsögðu hefði verið virkjað, við Búrfell með einhverri annarri , áfangaskiptingu heldur en gert var. En það er ekki eftir- sóknarvert hlutverk að reyna að verja þann orkusölusamning. Stóriðja engin allsherjarlausn Auðvitað verða menn að hafa það i huga, að stóriðja er engin allsherjarlausn i atvinnumálum tslendinga. Hún getur orðið þátt- ur i þeim, en hún er engin alls- herjarlausn þó ekki væri nema fyrir það, að það er margfalt dýr- ara, kannske allt að þvi hundrað- falt dýrara að stofnsetja hvern vinnustað, vinnustað fyrir hvern einstakling i þessum iðnaöi held- ur en t.d. i smáum iðnaði. Og við hefðum ekki með nokkru móti menningarmál fjárhagslegt bolmagn til þess að búa til þessa 6.000 vinnustaði, þessi 6000 atvinnutækifæri, sem menn eru að tala um aö okkur vanti til aldamóta, ef þau ættu öll að koma i svona iðnaöi. Ég er nú ekkert að taka ábyrgð á þvi að þetta sé rétt, að við þurfum að standa skil á þessum 6000 at- vinnutækifærum. En það er aug- ljóst, að i heimi þar sem ýmsar orkulindireru að ganga til þurrð- ar, þá er réttmætt að nýta vatns- orku eftir þvi sem eðlilegt er og án efa hækkar vatnsorkan i verði á næstu árum og áratugum og þvi getur verið óhagkvæmt að binda sig i löngum samningum. Ég geri ráð fyrir þvi að svo verði komið kannski á næsta ára- tug eða um næstu aldamót, að það verði orðið hagkvæmt fjárhags- lega að framleiða eldsneyti á hreyfla með rafmagni. Stefna Fram- sóknarflokksins Ál-samningurinn samrýmist alls ekki stefnu Framsfl., vegna þess að hún er ekki þannig mörk- uð. Ég vildi með leyfi forseta fá að lesa litla klausu úr tiðindum frá 17. flokksþingi Framsfl., þvi 1978. Þar segir svo i kaflanum um atvinnumál: „Þingið leggur mikla áherslu á að auka skilning þjóðarinnar á nauðsyn iðnvæðingar til trygg- ingar varanlegri hagsæld og þjóð- arvelferð. Ber að stórauka verk- þekkingu og hagnýta betur hug- kvæmni manna við framleiöslu sérhæfðs varnings til sölu á al- þjóðamarkaði, enda verði iðn- Hafsteinn Austmann á Kjarvalsstödum Kjarvalsstaðir Málverkasýning Hafsteinn Austmann 90 myndir olia og vatnslitir. ■ Siðastliðinn laugardag, eða 23. mai opnaðí Hafsteinn Austmann málverkasýningu að Kjarvals- stöðum, en um þessar mundir eru liöin 25 ár siðan hann hélt sina fyrstu einkasýningu. Hún var i Listamannaskálanúm gamla, er stóð við Austurvöll, en var tekinn ofan fyrir allmörgum árum. Hafsteinn hóf á sinum tima myndlistarnám i Myndlista og handiðaskólanum, en nam siöan erlendis, aðallega i Paris, og hef- Frá sýningu Hafsteins Austmann

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.