Tíminn - 28.05.1981, Page 11

Tíminn - 28.05.1981, Page 11
Fimmtudágur 28. mal 1981 *'VVV 11 dagskrá hljódvarps og sjónvarps „KRISTILEGT LIFERNI flÐ- EINS fl FÆRI ÞEIRRA RÍKU ■ Þab er eins og sumarstemm- ingin sé farin að ráða rikjum i dagskrá rikisf jölmiðlanna þessa dagana. Þar á eg ekki við jákvæða merkingu þess orðs, heldur það, að það er eins og dagskrárgerðarmenn treysti á það þessa dagana að enginn nenni hvort sem er að hanga yfir skjánum eða útvarpinu i þessari bliðu, og þvi svari ekki kostnaði, að vera að vanda til dagskrárinnar. Þunn helgi i sjónvarp- inu Föstudagskvikmyndin, sem átti vist að vera bandariskur krimmi, var svo afspyrnu léleg, illa leikin, illa tekin og illa klippt, að úthaldsgóðir sjón- varpsgláparar eins og ég, eiga heiður skilinn. Ekki tók betra við á laugar- dagskvöldið, en þá beið maður spenntur eftir þvi að fá að sjá góða, franska kvikmynd, sem væri öðru visi en megnið af þvi sem boðið er upp á i sjónvarp- inu. En viti menn! Myndin var fáránleg, efnislitil og, að minu viti.ekki i neinum tengslum við raunveruleikann. Ungi maður- inn i leit að frægð og frama i stórborginni Paris, var með hugann bundinn við allt annað en það sem efnisúrdrátturinn i dagskrárkynningu sagði til um. Það eina sem komst að i kollin- um á honum, var það hversu margar konur honum tækist að leggja á sem skemmstum tima. Þó að ég viti fullvel aö karlmenn geta orðið ofuruppteknir af þessu hugðarefni sinu, þá ætla ég þeim ekki það rýrt heilabú að ekkert annað komist að. ■ ....tók það mig hálftima að gera upp hug minn hvort ég ætlaði að endast i tæpa tvo tima við að horfa á leikritið. Niðurstaðan varð sú að ég entist og sé ekki eftir þvi.” tJr austur-þýska sjónvarpsleikrit- inu „Stina”. Karlotta og Anna góðar að vanda Það var helst að sunnudagur- inn stæði upp úr hvað sjón- varpsdagskrána um helgina snertir. Lokaþátturinn um Kar: lottu og önnu var góður að vanda. Hann var vel leikinn og gaf okkur, eins og hinir þættirn- ir skemmtilega innsýn í sænskt þjóðllf eins og það var áður fyrr. Þá var skógerðarþátturinn á sunnudagseftirmiðdag skemmtilegur og fræðandi. Hann var að visu einkum ætlað- ur börnum, en það breytir þvi ekki að ég hafði gaman af og fræddist um leið. Þátturinn „Tónlistarmenn” þar sem rætt var við Gunnar Kvaran sellóleikara var skemmtilegur. Það er okkur ís- lendingum alltaf ánægja að fylgjast með þeim listamönnum okkar, sem áunnið hafa sér frægð og frama utan islands. Gunnar er bæði áheyrilegur og óþvingaður þegar hann segir frá, og þegar hann gripur i sellóið gleðjast tónlistarunnend- ur, þannig að það má segja að þessi þáttur hafi höfðað til margra. „Stína” frekar lang- dregin Á mánudagskvöldið þegar austur-þýska leikritið „Stina” var sýnt, tók það mig hálftima að gera upp hug minn hvort ég ætlaði að endast i tæpa tvo tima við að horfa á leikritið. Niður- staðan varð sú að ég entist, og sé ekki eftir þvi. Að visu var leikritið að minu mati helst til langdregið, en efnið var gott og vel með það farið. Það kom margt athyglisvert fram um stéttaskiptingu og þjóðfélags- skipan i Þýskalandi á seinni hluta siðustu aldar i samtölum i leikritinu, og þá sérstaklega i viðræðum Stinu og greifans. Þaö sem mér þótti athyglis- verðast i þvi sambandi var það hversu lengi þetta þjóðskipulag i Þýskalandi, og viða um Evrópu að sjálfsögðu, fékk að rikja, eða ætti ég kannski að segja — fær að rikja. Georg Buchner, þýskt leik- ritaskáld sem er uppi i Þýska landi á sama tima og Goethe rit- ar i leikriti sinu „Woyzek” sem mörgum Islendingum er kunn- ugt, eftir að Herzog gerði kvik- mynd um það, viðræður á milli höfuðsmannsins og Woyzek, þar sem höfuðsmaðurinn vitir Woy- zek fyrir ókristilegt liferni og Woyzek svarar þvi til að það að lifa kristilegu liferni sé aöeins á færi þeirra riku, sem ekki þurfa eingöngu að hugsa um brauð- stritið og frumþarfir likamans. Sama sjónarmið kom fram i svari Stinu þegar greifinn hnýtti i hana fyrir ósiðsamlegt liferni. „Það er aðeins á færi þeirra riku að lifa i guðsótta og góðum siðum.” Mærðarlegt blaður um allt og ekkert Litið hlustaði ég á útvarp þessa viku, en þó heyrði ég þátt á mánudagskvöldið sem ég má til með að hnýta svolitið i. Þátt- urinn var „Um daginn og veg- inn” fluttur að þessu sinni af Kjartani Sigurjónssyni. Finnst mér það vera hæpin ráðstöfun hjá rikisútvarpinu að borga mönnum á fjórða hundrað króna fyrir það að vaða úr einu i annað á yfirborðskenndan hátt i hálftima. Eg man nú ekki öll þau atriði sem Kjartan drap á en til að nefna eitthvað þá voru það áhrif fjölmiðla, hættan af eiturlyfjum, staða konunnar, forsetaheimsókn til Danmerk- ur, æskuhugsjón tslendinga o.fl. o.fl. Þetta yfirborðskennda rabb um allt og ekkert var flutt i svo mærðarlegum tón, að helst hvarflaði að manni að verið væri að flytja likræðu. —AB Agnes Bragadóttir, bladamadurT skrifar um dagskrá ríkisfjöl- midlanna f liðinni viku sjónvarpsins 31. maí til 6. júní 1981 sjonvarp Sunnudagur 31. mai 18.00 Sunnudagshugvekja Séra Halldór Gröndal, sóknarprestur i Grensás- prestakalli, flytur hugvekj- una. 18.10 BarbapabbiTvær mynd- ir, önnur endursýn og hin frumsýnd. Þýðandi Ragna Ragnars. Sögumaður Guðni Kolbeinsson. 18.20 Ain Finnsk mynd um náttúrulif við litla á. Þýð- andi Guðni Kolbeinsson. (Nordvision — Finnska sjónvarpið) 18.40 Vatnagaman I vetur voru i Sjónvarpinu þættir með skoska sundkappanum David Wilkie, sem kynnti sér ýmsar greinar vetrar- iþrótta. Næstu sunnudaga verða sýndir fimm þættir, þar sem Wilkie kynnist ýmsum vatnaiþróttum. Fyrsti þáttur. Sjóskiði Þýð- andi Björn Baldursson. 19.05 Illé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Sjónvarp næstu viku 20.55 Rigolettoópera i þremur þáttum eftir Verdi. Svið- setning svissneska sjón- varpsins. Stjórnandi Nello Santi. Aðalhlutverk Peter Dvorsky, Piero Cappuccilli, Valerie Masterson og Gilli- an Knight. Paul-André Gail- lard stjórnar Suisse Ro- mande-hljómsveitinni og kór Grand Théatre i Genf. Þýðandi Óskar Ingimars- son. (Evróvision — Sviss- neska sjónvarpið) 22.55 Dagskrárlok Mánudagur 2. júni 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Múmiálfarnir Fjórði þáttur endursýndur. Þýð- andi Hallveig Thorlacius. Sögumaður Ragnheiður Steindórsdóttir. 20.45 íþróttir Umsjónarmað- ur Sverrir Friðþjófsson. 21.20 Gestur i Finnlandi Sjón- varpsleikrit eftir Libanon- manninn Jean Bitar, sem jafnframt er leikstjóri. Með helstu hlutverk fara nemendur i Leiklistarskóla Finnlands. Líbanonmaður- inn Farid kemur óvænt til Finnlands til að hitta penna- vin sinn, Lenu. Hann býr heima hjá henni, þótt for- eldrar hennar séu þvi mót- fallnir, en þá tekur fyrst steininn úr, þegar Lena verður hrifin af Farid. Leik- ritið er flutt á sænsku. Þýð- andi Hallveig Thorlacius. (Nordvision — Finnska sjónvarpið). 22.50 Dagskrárlok. Þriðjudagur 2. júni 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sögur úr sirkus Teikni- mynd. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. Sögumaður Júlíus Brjánsson. 20.45 Litið á gamlar ljós- myndir. Þrettándi og siðasti þáttur. Hreyfingin Þýðandi Guðni Kolbeinsson. Þulur Hallmar Sigurðsson. 21.20 óvænt endalok Undir þessu heiti hefur sjónvarpið sýnt allmarga þætti, sem hafa átt það sameiginlegt að vera gerðir eftir smásögum Roalds Dahls. Enn verða sýndir tólf þættir, en nú eru þeir eftir ýmsa höfunda. Fyrsti þáttur. Sannkallað rán. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 21.45 Kólumbia Ný, banda- risk heimildamynd um geimferjuna Kólumbiu og alla þá gagnsmuni, sem hin nýja geimtækni býður upp á. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 22.45 Dagskrárlok. Miðvikudagur 3. júni 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Tommi og Jenni. 20.45 Fljúgandi blóðsugur. Leðurblökur skipa sérstak- an sess i þjóðtrú margra landa, og hér segir David Attenborough, sem kunnur er úr myndaflokknum Lifið á jörðinni, frá blóðsugunum i Suður-Ameriku. Þýðandi og þulur óskar Ingimars- son. 21.20 Dallas Fimmti þáttur. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.10 Dagskrárlok. Föstudagur 5. júni 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 A döfinni. 20.50 Allt i gamni með Harold Lloyd s/h Syrpa úr göml- um gamanmyndum. 21.15 ListiKina. Nýleg, bresk heimildamynd frá Kina, 22.15 Varúð á vinnustað. Fræðslumynd um verndun sjónarinnar. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnboga- son. 22.30 Laugardagskvöld og sunnudagsmorgunn s/h (Saturday Night and Sunday Morning) Bresk biómynd frá árinu 1960. Leikstjóri Karel Reisz. Aðalhlutverk Albert Finney, Shirley Anne Field og Rachel Roberts. Arthur stundar tilbreytingarlausa verksmiðjuvinnu, sem hon- um leiðist gifurlega. En helgarnar á hann sjálfur, og þá gerir hann hvað sem honum sýnist. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 23.55 Dagskrárlok. Laugardagur 6. júni 17.00 iþróttir Umsjónarmað- ur Bjarni Felixson. _______________ 19.00 Einu sinni var. Sjöundi þáttur. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. Sögumaður Þórhallur Sigurðsson. 19.30 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Löður. Gamanmynda- flokkur. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 21.00 Spörum, spörum. Þátt- ur i anda sparnaðar og sam- dráttar. Stjórnandi Þorgeir Astvaldsson. I ódýrum og örstuttum atriðum koma fram m.a. Bubbi Morthens og Utangarðsmenn, Viðar Alfreðsson, hópur rokk- dansara, Sigurður Sigur- jónsson, Július Brjánsson og börn. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.35 Gangvarinn góði. Þýsk mynd um hestarækt óg tamningu. Þýðandi Franz Gislason. 22.05 Hamingjuóskir á af- mælisdaginn (Happy Birthday, Wanda June) Bandarisk gamanmynd frá árinu 1971. Leikstjóri Mark Robson. Aðalhlutverk Rod Steiger, Susannah York. George Grizzard og Don Murray. Ævintýramaðurinn Harold Ryan hefur verið á eilifum ferðalögum i átta ár og ekki sést heima hjá sér allan þann tima. Loks snýr hann aftur heim á fimmtiu ára afmælisdegi sinum, syni sinum til mikillar gleði, en konu sinni til mestu ar- mæðu. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 23.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.