Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2008, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 31.01.2008, Qupperneq 20
20 31. janúar 2008 FIMMTUDAGUR Samtök um kvennaframboð urðu að veruleika þennan mánaðar- dag árið 1982. Hátt í fjögur hundruð konur mættu á stofnfund- inn sem haldinn var á Hótel Borg og af þeim gerðust 150 stofn- félagar. Mikill einhugur var ríkj- andi og hafði ein kvenn- anna á orði að eftir þess- um fundi hefði hún beðið í hálfa öld. Samtökin buðu fram til borgarstjórnar í Reykja- vík vorið 1982. Það gekk eftir og fengu þau tvo full- trúa kjörna í borgarstjórn Reykjavíkur og tvo fulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar það ár. Þá buðu samtök- in fram í þremur kjördæmum í alþingiskosningunum 1983. Þau hlutu 5,5 prósent atkvæða og komu þremur fulltrúum á þing. ÞETTA GERÐIST : 31. JANÚAR 1982 Konur stofna samtök Á STOFNFUNDINUM Á HÓTEL BORG Hátt í 400 sátu fyrsta fund Samtaka um kvennaframboð. „Auðvitað lít ég á þetta sem hvatningu í starfinu mínu. Velgengni fylgir ábyrgð og ég bið fólk að hnippa í mig ef ég fer að halla mér út af og finnst ég vera búin að gera það sem gera þarf,“ segir Guðrún Jónsdóttir, félagsráð- gjafi og talsmaður Stígamóta, sem hlaut nýlega verðlaun- in Ljósberi ársins 2007 fyrir áralanga, ötula og skelegga baráttu gegn kynferðisofbeldi og klámvæðingu. Ekki þó síst fyrir frumkvæði, hugrekki og rökfestu þegar hún stóð fyrir því að koma í veg fyrir alþjóðlega klámráð- stefnu í Reykjavík. Þótt Rúna sé röggsöm og mælsk þá kveðst hún lítið fyrir að tala um sjálfa sig. Þó fellst hún á smáviðtal í til- efni verðlaunanna. Lítið Ljósberaviðtal. Að íslenskum sveitasið er hún fyrst spurð um upprunann. „Ég ólst upp í Reykjavík en átti mitt annað heimili uppi í Borgarfirði, í Húsafelli og Fljótstungu þar sem ég var í sveit á sumr- in. Þaðan er mikilvægur hluti af sjálfsmynd minni, nátt- úrubarnið sem er mótvægi við baráttukerlinguna.“ Hún kveðst einnig halda góðu sambandi við skólasystkini sín úr líffræðinni fyrir þrjátíu og eitthvað árum og ganga með þeim um fjöll og firnindi. „Það er svo gott að hlaða batteríin í útivist með skemmtilegu fólki.“ Guðrún býr í Kópavogi með eiginmanninum til margra ára, Tómasi Jónssyni sérkennslufulltrúa. „Ég á góðan karl, þrjár stelpur og þrjú barnabörn þannig að ég lifi eins og blómi í eggi,“ segir hún brosandi.“ Ekki lætur hún heldur hjá líða að minnast á sjö manna teymið sem hún er hluti af hjá Stígamótum. „Það er gæfa að hafa þetta starfsumhverfi sem hér er,“ segir hún og er spurð hversu lengi hún hafi verið hjá Stígamótum. „Ég datt inn í Kvennaathvarfið 1988 til 1990,“ byrjar hún upprifjun og hlær þegar hún er spurð í gríni hvort það hafi verið vegna barsmíða frá Tómasi manni sínum. „Nei, ekki aldeilis. Ég réði mig í sumarstarf hjá Kvenna- listanum 1985 en það varð að þremur árum. Ætlaði allt- af til baka í fagið mitt, líffræðina, en fór svo að vinna hjá Kvennaathvarfinu og datt inn í heim sem ég hef ekki getað slitið mig frá síðan.“ Spurð hvort starfið sé ekki niðurdrepandi svarar hún ákveðin. „Nei. Að vísu koma þannig dagar. En kúnstin er að finna leiðir út úr vandamálunum. Það finnst okkur gaman.“ Nýlega hlutu Stígamót verðlaun frá stórum samtökum sem heita Equality Now sem stofnuðu alþjóðlegan sjóð til þess að styrkja grasrótarsamtök sem vinna gegn man- sali, vændi og ofbeldi í heiminum. Níu samtök hafa feng- ið þessi verðlaun en Stígamót voru þau fyrstu í Evrópu. Viðurkenningunni fylgdi tíu þúsund dollara fjárframlag og í febrúar ætlar Guðrún í námsferð til New York ásamt starfssystrum sínum í Stígamótum í tilefni kvennafund- ar Sameinuðu þjóðanna þar. „Þetta gerum við með góðri samvisku nú án þess að klípa af rekstrarfénu,“ segir hún og bætir við. „Það gerist ekkert í Stígamótum nema af því hér er samstillt teymi sem er fullt af starfsgleði.“ gun@frettabladid.is GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Í STÍGAMÓTUM: VALIN LJÓSBERI ÁRSINS 2007 Lifi eins og blómi í eggi LJÓSBERI ÁRSINS 2007 Guðrún Jónsdóttir í Stígamótum hlaut viður- kenninguna fyrir áralanga, ötula og skelegga baráttu gegn kynferðisof- beldi og klámvæðingu. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN EINAR J. GÍSLASON FORSTÖÐUMAÐUR FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1923. Það skiptir miklu máli að vera einlægur gagnvart sjálfum sér og Guði. Einar var einn andríkasti predikari landsins sem for- stöðumaður Betelsafnað- arins í Vestmannaeyjum og síðar Fíladelfíu í Reykjavík. Hann lést 14. maí 1998. timamot@frettabladid.is Þökkum af alhug fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Sigrúnar Einarsdóttur frá Borg, Tunguvegi 4, Njarðvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki D-deildar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og krabbameins- lækningadeildar á LSH fyrir hlýhug og kærleiksríka umönnun. Friðrik Pétur Valdimarsson Ólafía Sigríður Friðriksdóttir Birgir Vilhjálmsson Þórunn Friðriksdóttir Ragnar Halldórsson Oddbjörg Friðriksdóttir Erlendur Borgþórsson Anna Hulda Friðriksdóttir Árni Eiðsson Sigrún Alda Jensdóttir Snorri Snorrason ömmubörn og fjölskyldur. 50 ára afmæli Þann 3. febrúar nk. verður 50 ára Kristján Guðmundsson, rekstrarhagfræðingur og útibússtjóri hjá Landsbanka Íslands. Af því tilefni tekur Kristján á móti gestum í Golfskálanum Grafarholti milli kl. 17 og 19 laugardaginn 2. febrúar. Hjartfólginn sonur minn, ástkær eigin- maður, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, Ólafur Mogensen Flagggatan 8b, 41316 Gautaborg, Svíþjóð, verður jarðsunginn frá Hagakyrkan í Gautaborg, þriðjudaginn 5. febrúar, klukkan 11.00. Minningarathöfn um Ólaf verður haldin í Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 15. febrúar nk. klukkan 15.00 og eru allir sem þekktu Óla og þótti vænt um hann hjartanlega velkomnir. Marsibil Magnea Ólafsdóttir Mogensen Maud Rämsell Pétur Viðar Ólafsson Birta Þrastardóttir Þórhallur Magnússon Mirra Þórhallsdóttir Peter Lassen Mogensen Matthías Mogensen Kristina Marianna Wärd Ingeborg Linda Mogensen Erik Júlíus Mogensen Aðalheiður Elva Jónsdóttir Inga Kolbrún Mogensen Sveinbjörn Gunnarsson Birgir Mogensen Ásta Ragnheiður Júlíusdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Jónína Helga Jónsdóttir Túngötu 19, Patreksfirði andaðist á sjúkrahúsinu á Húsavík fimmtudaginn 24. janúar. Jarðsett verður frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 2. febrúar kl. 16.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Slysavarnadeildina Unni, Patreksfirði. Kristín Bergþóra Pálsdóttir Jón Christian V. Andersen Jens V. Andersen Aðalsteinn Júlíusson Margrét Magnúsdóttir Unnsteinn Ingi Júlíusson Anna Kristrún Sigmarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu. Hjartkær föðursystir okkar, Herdís Jónsdóttir frá Seyðisfirði, lést 18. janúar sl. Útför hennar hefur farið fram. Jón Gunnlaugur Jónasson Inga Marta Jónasdóttir Magnús Guðlaugsson Jón B. Guðlaugsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Soffía Þorvaldsdóttir Skarðshíð 19, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar, laugardaginn 26. janúar. Útför fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 4. febrúar, kl. 13.30. Þorsteinn Williamsson Jóna Lísa Þorsteinsdóttir Gunnar Þorsteinsson Mjöll H. Thoroddsen Margrét Þorsteinsdóttir Guðmundur Víðir Gunnlaugsson Þorvaldur Þorsteinsson Helena Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, bróðir og frændi, Sigurður Valdal Jóhannesson Framnesvegi 10, Keflavík, er látinn. Jarðarförin fer fram frá Grindavíkurkirkju, laugardaginn 2. febrúar kl. 14.00. Dætur hins látna, systkini og frændsystkini. Ástkær faðir minn, afi, bróðir og frændi okkar, Stefán Jóhann Eggertsson frá Steðja, til heimilis að Álfhólsvegi 95, lést aðfaranótt þriðjudagsins 29. janúar. Útförin auglýst síðar. Eggert Stefán Stefánsson Arnór Darri Eggertsson Guðrún Eggertsdóttir Kaaber Edvin Kaaber Sigvaldi Eggertsson Sigríður Einarsdóttir Ragna Valgerður Eggertsdóttir og systkinabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.