Tíminn - 18.09.1981, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.09.1981, Blaðsíða 1
Hljóðvarp og sjónvarp næstu viku — bls. 11, 12, 13, 14 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Föstudagur 18. september 1981 210. tölublað — 65. árgangur. fræga fólksins — bls. 2 Klókur krummi — bls. 24 Skóla- L_ heimsókn — bls. 4 Byggingarsjóður verkamanna: „VANTAR 173 MILUON- IR KRÓNA f SJÖÐINN" — ef standa á við áætlun næsta árs, segir Gunnar Björnsson, stjórnarmaður í Húsnæðisstofnun ■ „Reiknað er meB þvi að heildarfjárþörf Byggingarsjóðs verkamanna fyrir næsta ár sé 338 millj. kr. (33,8 milljarðar gkr.). E igin fjármögnun sjóðs- ins, þ.eT framlag rikissjóðs, framlag sveitarfélaga, af- borganir, vextir og visitala, er um 165 millj. kr. Þannig að fjár- vöntuniner 173milljónir”,sagði Gunnar Björnsson, einn af st jórnarmönnum Húsnæðis- stofnunar rikisins, er Timinn spurði Gunnar hvaða líkur væru á að sjóðurinn gæti fjármagnaö þær yfir 600 ibúðir i Verka- mannabústööum sem — eins og kom ið hefur fram í Tímanum — áætlað er að verði i byggingu á árinu 1982. Gunnar sagði þetta þá stöðu er Húsnæðisstofnun hafi lagt fram iáætlun til stjórnvalda. Til samanburðar gat hann þess að reiknað hafi verið aö Bygg- ingarsjóður tæki 14 milljónir að láni á árinu 1981. Fyrir næsta ár vantar 173 milljónir sem fyrr segir. Sýnilegtlánsfjármagn i þessu tilviki sagði hann ekki nema frá lifeyrissjóðunum. Þvi fylgi á hinn bóginn sáókostur að af þvi fé þarf Byggingarsjóður að greiða 3,25% i vexti, en lána það siðanút aftur meö 0,5% vöxtum. Þar við bætist að lánsti'minn hjá lifeyrissjóðunum er á bilinu 15—20 ár, en Byggingarsjóöur endurláni það siðan i 43 ár. Gunnar sagði það þvi segja sig sjálft, að eigiö fé Byggingar- sjóðs muni éta upp á tiltölulega skömmum tima ef kannski helmingur af ráöstöfunarfé hans er fengiö að láni með þessum kjörum. HEl ■ Þannig urðu afleiöingar áreksturs við Norðurfeli í Breiðholti um nfuleytið I gærkvöldi. Jeppabifreiðin var að fara i gegnum þrengingu, sem þarna er á götunni, en lenti af einhverjum sökum á kyrrstæðri bifreið, sem hafði vikið og beið austan megin við þrenginguna. ökumaður Tfmamynd Róbert. jeppans var fluttur á slysadeildina, en reyndist ómeiddur. Kaupir Útgerðarfélagid Njörður í Sandgerði ,,Flakkarann”? UPPKAST AD KAUPSAMN- INGNUM UGGUR FYRIR ■ Miklar likur eru á að Útgeröarfélagiö Njöröur i Sand- gerði kaupi „Flakkarann” svo- nefnda frá Akureyri. Fyrir liggur uppkast aö kaupsamn- ingi, og byrjað er að breyta skipinu samkvæmt óskum væntanlegra kaupenda f Slipp- stöðinni á Akureyri, sem er nú- verandi eigandi skipsins. „Þetta er ekki endanlega frá- gengiö,” sagði Hafliði Þórsson, framkvæmdastjóri Njarðar i sam tali við Timann um hugsan- leg kaup fyrirtækisins”, en við erum heitari en oft áður”. Slippstöðin hefur verið að reyna aö selja „Flakkarann”, sem er 430 lesta skip, i um tvö ár, en ekki gengið. Slippstöðin keypti skrokkinn af „Flakkaranum” upphaflega frá Póllandi, i þvi skyni að brúa dauð timabil milli verkefna hjá fyrirtækinu. Frágangi skipsins lauk, aö sögn Gunnars Ragnars, aö fullu fyrir rúmu háifu ári. Hvorki Gunnar né Kafliði Þórsson vildu gefa frekari upp- lýsingar um hvert söluveröið yrði —JSG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.