Tíminn - 18.09.1981, Blaðsíða 23

Tíminn - 18.09.1981, Blaðsíða 23
Föstudagur 18. september 1981 23 flokksstarfið medal annarra orða Austurlandskjördæmi Tómas Árnason, vioskiptaráoherra, og Halldór Asgriinsson, alþingisma6ur halda almennan fundi Reyðarfiröi föstudaginn 18. september kl. 21.00. Allir velkomnir. Aðalfundur Framsóknarfélags Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu verðurhaldinn 19.sept. nk.kl.l4íLionshúsinuStykkishóImi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Alþingismennirnir Alexander Stefánsson og Davið Aðalsteinsson mæta á fundinn. Trúnaðarmenn félaganna eru hvattir til að mæta. Stjórnin Aðalfundur FUF i Reykjavik verður haldinn miðvikudaginn 30. sept. kl.20.30 aö Hótel Heklu Rauðarárstig 18. 1. Skýrsla stjórnarinnar 2. Lagabreytingar 3. Kosning stjórnar og fulltrúaráðs 4. önnur mál Ath. Tillógur um stjórn og fulltrúaráð skulu berast eigi siöar en viku fyriraöalfund. Mætum öll stundvislega Stjóriiiii Launþegar Vesturiandskjördæmi Launþegaráð framsóknarmanna Vesturlandskjördæmi heldur fund iSnorrabúð Borgarnesi sunnudaginn 20. sept. og hefst hann kl. 14. A fundinum mætir Steingrimur Hermannsson ráðherra og formaður Framsóknarflokksins og mun hann ræða um efnahags- og atvinnumál. Allt stuðningsfólk Framsóknarflokksins i launþegahreyf- ingunni er velkomið á fundinn. Framsóknarfélag Garðabæjar og Bessa- staðahrepps Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn að Goðatúni 2, fimmtudaginn 24. sept. kl. 8.30. Rætt verður um bæjarmálefnin. Stjórnin. íþrottir Evrópumeistarar Celtic frá 1967 hingað 20. sept. Leika á sunnudag íKeflavík vid - „Stjörnulið" Hemma Gunn ¦ Sá merki knattspyrnuvið- burður mun eiga sér stað nú á sunnudaginn, að Evrópumeist- arar skoska liðsins Celtic frá þvi 1967 (8 þeirra) munu koma hingað til lands og leika við ,,Stjörnulið" Hermanns Gunnars- sonar á grasvellinum i Keflavik k). 15 á sunnudag. Celtic varð Evrópumeistari eftir að sigra Inter Milan í Ur- slitaleiknum i Lissabon 2 -1. Báðir þeir sem skoruðu. Chalmers og Gemmill verða með i förinni. Hinir sem voru i Evrópumeist- araliðinu og eru með i förinni eru þeir McNeill, Clark, Auld, John- stone, Lennox og Craig. Núverandi landsliðseinvaldur Skota verður einnig með i förinni, en það er Jock Stein, sem var framkvæmdastjóri Celtic 1967. Það ár vann Celtic alla þá titla sem það kepptium og hlaut nafn- bótina „Besta félagslið heims". bað kepptim.a. viö RacingClub i Uruguay og varð það allsögu- frægur leikur, þar sem 6 leik- menn voru reknir útaf og þar af 4 Skotar, en þeir eru allir með i förinni hingað til lands. Þess má að lokum geta til gamans að i „Stjórnuliði" Her- manns Gunnarssonar verða 7 Keflvikingar, sem allir gerðu garðin n frægan á sinum tim a m eð Kennarar Kennara vantar að héraðskólanum að Reykjum, Hrútafirði. Kennslugreinar: Stærðfræði og iþróttir pilta. Upplýsingar hjá skólastjóra i sima 95-1001 eða 95-1000. Keflavikurliðinu. Aöur en leikur- inn hefst á sunnudag, verða fjöl- breytt skemmtiatriði á knatt- spyrnuvellinum i Keflavik. —AB Firmakeppni KR í knattspyrnu nú um helgina ¦ Hin árlega firma- og stofnana- keppni KR hefst laugardaginn 19. september næstkomandi. Firma- keppni KR hefur sem kunnugt er skipað sér sess sem stærsta keppni sinnar tegundar hér á landi og fjöldi þátttökuliða skiptir tugum. Vinsældir keppninnar má hiklaust rekja til fyrirkomulags hennar, þar sem liðin eru einung- is skipuð sjö leikmönnum og er leikiö i 2x15 minútur þvert á venjulegan völl. Ennfremur er fyrirtækjum gert kleift að nota sumarstarfsmenn i keppnina. Aformað er að ljúka undan- keppninni helgina 19./20. septem- ber og urslitakeppnin fer siðan fram helgina '26./27. september. ¦ Halldér Sigurösson flytur ávarp sitt við opnun brúarinnar. Brú á Hvalfjörð ¦ Fyrir nokkrum árum lét einn af málgefuari þingmönnum sjálfstæðisflokksins það út úr sér þegar rætt var um vitlausa og óarðbæra meðferð rlkisf jármuna að hann hefði nu ekki einu sinni kjark til að tala um Borgarfjarðarbrú. Hann átti vist við, bless- aður maðurinn, að svona fráleit væri þessi framkvæmd. En brúin var nú samt vigð á sunnudaginn var. Að vigja hana nú var að visu hálf ankannalegt fyrir okkur, sem höfum ekið hana á annaö ár en vissulega hefur mikið veriö gert i suraar við endanlegan frágang, lagningu slitlags og nú vantar ekkert nema götu (brúar) lýsingu, Eina langa þing- mannsæfi bessi brú er fyrst og fremst verk eins manns, Halldórs E. Sigurðssonar. Það leið aldar- fjórðungur frá þvi að hann flutti fyrst þingsályktunartil- lögu um byggingu brúar yfir Borgarfjörð og þar til að hann klippti á borðann. Þessi fram- kvæmd tók þannig eina langa þingmannsæfi. Fyrst var litið á tillögur Halldórs um brúar- bygginguna á þann hátt að' menn brostu góð/étlega i laum og sögðu að þarna værfnú al- deilis á ferðinni tillaga sem háttvirtur þingmaöur flytti i þeim tilgangi einum að snobba og sýnast fyrir kjósendum sin- um, Mýramönnunum. Siðan liöu ár og urðu að ára- tug og smám saman rann það upp fyrir samþingsmónnum að háttvirtum þingmanni væri alvara. Að hann vildi raun- verulega leggja i þessa miklu framkvæmd. Það varð siðan i ráðherratið Halldórs að málin komust á verulegt skrið. Órökstudd gagnrýni Þá fór gagnrýnin á fram- kvæmdina a f stað f y rir alvóru. Og hún var af ýmsum toga spunnin. Og ekki mátti miklu muna um tima að fram- kvæmdin kafnaði i mótmælun- um. Ein helsta röksemdin var sú að það væri engin hemja i þvi að byggja svona stóra brú fyrir svona litið þorp, Borgar- nes. Það var eins og fólk gerði sér enga grein fyrir þvi að þarna var um að ræða fram- kvæmd á aðalbraut þjóöarinn- ar, hringveginum, sem var til leiðarstyttingar og þæginda- auka fyrir vestlendinga, snæ- fellinga, vestfirðinga og norð- lendinga , 8-30 km. eftir áfangastað. Og það var lika eins og úrtölumenn gerðu sér enga grein fyrir þvi að ef brúin væri ekki byggð þyrfti að endurbyggja veginn fyrir botn Borgarfjarðar og brúa þrjár ár i leiðinni, þar á meðal Hvitá. Brú á Hvalfjörd Við brúarbygginguna hafa islenskir vegagerðarmenn öðlast reynslu sem ekki má falla i gléymsku. Og mikil verkefni blasa við i brúargerð. Talað hefur verið um brú á ósa ölfusár. Sá er að visu munurinn á þeirri fram- kvæmd og Borgarfjarðarbru, að Úsabrú er ekki á hringveg- inum og nýtist þvi ekki nema tiltölulega fáum. Mest heillandi verkefni i brúargerö er hins vegar brú yfir Hvalfjörð. Og engin vega- eða brúargerð hefði meiri áhrif á „strúktúr" vegakerfis- ins. Slik brú hefði áhrif á gifurlega marga þætti i þjóö- félaginu. Þá yrði jafn langt frá . Reykjavik til Akraness og nú er til Keflavikur og litið lengra til Borgarness. Og þorpin á Snæfellsnesi yrðu i svipaðri fjarlægö frá Reykjavik og Borgarnes er nú. Og leiðin Akureyri —Reykjavik ekin á 4-5 timum. Brú á Hvalfjörð er risavaxin framkvæmd en ekki ófram- kvæmanleg. Og hvaða þing- maður ætlar að leggja eina langa þingmannsæfi i það* verkefni?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.