Tíminn - 18.09.1981, Blaðsíða 2
Föstudagur 18. september 1981
í spegli timans
AÐ VERA BARN FRÆGRA
FORELDRA ER ERFITT
Leikkonan Susan Kendall
gat ekki skiliö þaö sem
barn, hvers vegna hún
fékk næstum aldrei að
vera i friði með pabba
sinum, þegar þau voru úti
á meðal fólks. — Ég vissi
hvað eiginhandaráritun
var, en ég gat ekki skiliö,
hvers vegna allir voru að
biðja pabba um hans,
segir hún. Ástandið
versnaði eftir þvi sem
hún eltist. Hún varð fyrir
stöðugri ásókn kvenna,
sem forvitnuðust mikið
um f öður hennar, og þeg-
ar hún var 12 ára, spurði
bekkjarsystir hennar: —
Langar þig ekki mest til
að nauðga pabba þinum,
þegar þú hittir hann? —
Þaö var ekki nóg með að
athugasemdirnar væru
særandi, þær voru alveg
skelfilegar segir Susan
nú.
Susan er ein 5 dætra
leikarans fræga Paul
Newman. Eftir skilnað
foreldranna, en þá var
hún 5 ára, ólst hún upp
hjá móður sinni, leikkon-
unni Jacqueline Witte. En
hvar sem Susan fór, virt-
ist fólk aðeins hafa áhuga
á henni, vegna þess að
hún var dóttir Paul New-
mans og stjúpdóttir Jo-
anne Woodward.
Af einhverjum óut-
skýrðum ástæðum ákvað
Susan að verða leikkona,
en hún skipti um nafn til
að verða siöur bendluð
við hina þekktu foreldra
A»
¦ Susan Newman er orðin þekkt leikkona og nefnir
sig nú Susan Kendall.
¦ Mary Crosby lifir I hamingjusömu hjónabandi
meö tónlistarútgefandanum Eb Lottimer.
sina. I fyrstu var róðurinn
þungur, en hún hefur nú
komið það vel undir sig
fótunum, að hún er ekki
fyrst og fremst þekkt sem
dóttir Paul Newmans,
heldur sem leikkonan
Susan Kendall.
Ekki tókst bróöur henn-
ar, Scott, eins lánlega.
Fyrir 3 arum dó hann
skyndilega. Dánarorsök-
in var neysla áfengis og
eiturlyfja, en fyrst og
fremst er álitið að honum
hafi verið um megn að
lifa i skugga föður sins.
Dauðsfall Scotts varð
dóttur annars frægs
manns, Walters Cronkite,
Kathy, tilefni til að skrifa
bók, þar sem hún fjallar
um hlutskipti barna
frægra foreldra. I þeirri
bók ræðir hún m.a. við
Susan Kendall. En hún
ræðir við fleiri, m.a.
Mary Crosby, einkadótt-
ur Bing Crosbys. Mary
hefur tekist, eins og Sus-
an, að koma undir sig fót-
unum i leiklistinni, fór'
t.d. með stórt hlutverk i
Dallas. Hún segir þvi
hafa fylgt bæði kostir og
gallar að vera afkvæmi
þekktraforeldra.hún hafi
fengið mörg tækifæri,
sem hún ella hefði ekki
fengið. A hinn bóginn kom
sér oft illa að lifa svo að
segja i augsýn almenn-
ings.
— Þegar allt kemur til
alls, er það ekki frægð
foreldranna, sem skiptir
¦ Rétt cins og I öðrum
fjölskyldum, kom fyrir að
skoðanaágreiningur varð með
föður og dóttur, en Mary
segist hafa virt dómgreind
föður sins.
¦ Fólk sýndi Susan aðallega
áhuga, vegna þess að húnvar
dóttirPaul Newmansog
stjúpdóttir Joanne Woodward.
sköpum fyrir börnin,
heldur foreldrarnir sjálf-
ir, segir Susan Kendall,
og kannski það sé merg-
urinn málsins.
Að
punta
sigá
strönd-
ina
¦ Smartarstelpureruað
uppgötva það, að það er
hægt að skreyta sig þó
þær séu „topplausar", og
nú eru allrahanda festar
mjög vinsælar á bað-
ströndunum. Jafnvel þær
allrasætustu og best
vöxnuviðurkenna, að það
gefur aukinn þokka að
hafa skeljafesti um háls-
inn og jafnvel blóm á bak
við eyrað, en Suðurhafs-
eyjatiskan hefur veriö
vinsæl i sumar.
Fyrirsætan hér á
myndinni heitir Lesley,
og hún sýnir hér fallega
festi, eins og innfæddar
dömur á Kyrrahafseyjum
punta sig með, en hún er
úr smáskeljum og tré-
perlum.
Kærði f Ijúgandi
disk fyrir um-
f erðarlagabrot
¦ Alkunna er, að á ýmsu
gengur i samskiptum
tryggingafélaga og
tryggingataka, þegar á
reynir, en algengast er að
heyra tryggingataka
segja frá viöskiptum sin-
um við félögin þegar þeir
þykjast hafa verið hlunn-
farnir. En trygginga-
félögin eiga lika i fórum
sinum ýmsar kyndugar
skýringar viöskiptavin-
anna, þegar þeim hefur
orðið á I messunni, en eru
ekki reiðubúnir til aö
viöurkenna það umbúða-
laust, vitandi það, að þar
með er tryggingin þeirra
fallin úr gildi. Hér á eftir
fara nokkrar skrýtnar
skýringar slysavalda úr
umferðinni.
—Ég lenti i árekstri við
kyrrstæðan strætisvagn,
sem kom á móti mér.
— Vegfarandi gekk á
bilinn minn og skreið sið-
an undir hann.
— Þrjár konur vóru að
tala saman og þegar tvær
þeirra héldu áfram för
sinni, en ein fór i and-
stæða átt, hlaut að verða
slys.
—Ég keyrði inn i vit-
lausa heimkeyrslu og
beint á tré, sem á ekki að
vera i minni heimreið.
En sennilega er frum-
legust skýring mannsins,
sem hélt þvi fram að bill-
inn hans hefði fengið á sig
'fljúgandidisk. Hann bætti
þvi meira að segja við, að
liaim hefði i huga að kæra
diskinn fljúgandi, þar
sem hann hefði verið á
vitlausum kanti á vegin-
um.
Kletturinn,
sem hrópar
á hjálp!
¦ Kletturinn, sem
hrópar á hjálp, hefur
löngum valdið kinversk-
um jarðfræðingum heila-
brotum. Kletturinn stend-
ur upp úr stöðuvatni i
Mið-Kina og hafa ibúar
héraðsins lengi haldið þvi
fram, að hann gefi frá sér
undaxleg hljóð, sem hafi
reynst, við nánari athug-
un, hljóma sem beiðni um
hjálp. Það næsta, sem
visindamenn hafa komist
þvi aö skýra út fyrirbær-
ið, er að geta sér þess til,
að kletturinn sé segul-
magnaður og á einhvern
hátt skynji hann og „geri
upptóku" af hljóðum,
sem myndast i nágrenn-
inu, og sendi þau frá sér
siðar.