Tíminn - 18.09.1981, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.09.1981, Blaðsíða 16
16 Föstudagur 18. september 1981 Carite Dönsku leikfimibolirnir eru komnir fé Heildsala — Smásala SPORTVAL Hlemmtorgi Sí Símar (91) 1-43-90 & 2-66-90 NYTT FRA BARBIE Póstsendum **¦ Felagsmálastofnun Reykjavikurborgar 'I' Starf forstöðumanns Grænuborgar er laust til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Laun skv. kjarasamningi borgarstarfs- manna. Umsóknarfrestur er til 4. okt. Umsóknir sendist til skrifstofu dagvistun- ar Fornhaga 8, en þar eru veittar nánari upplýsingar. Dagvistun barna Fornhaga 8, simi 27277. íþróttir Kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn fyrsta lands- leik á morgun í Skotlandi ¦ Föstudaginn 18/9 1981 fer landsliö Islands i kvennaknatt- spyrnu til Skotlands þar sem það leikur fyrsta landsleik V kvenna- knattspyrnu gegn Skotlandi. Þessi leikur er liður i þvi starfi hjá Knattspyrnusambandi Islands aö efla knatt- spyrnuáhuga hjá islensku kven- fólki. Viöa um heim er kvenna- knattspyrna nú þegar orðin mjög vinsæl og meðal annars er kvennaknattspyrna næst vinsæl- asta iþróttin i Sviþjóð. Af Islands hálfu hafa verið valdar eftirtaldar stúlkur til þessa leiks: Markverðir: Guðriður Guðjónsdóttir U.B.K. Ragnheiður Jonasdtíttir í.A. Aðrir leikmenn: Rósa Valdimarsdóttir U.B.K., Jónina Kristjánsdóttir U.B.K., Asta Maria Reynisdóttir U.B.K., Magnea Magnúsdóttir U.B.K., Bryndis Einarsdóttir U.B.K., Asta B. Gunnlaugsdóttir U.B.K., Svava Tryggvadóttir U.B.K., Kristin Aðalsteinsd. I.A., Kristin Reynisdóttir Í.A., Cora Barker Val, Ragnheiður Vikingsd. Val, Bryndis Valsdóttir Val, Brynja Guðjónsdóttir Vikingi og Hildur Harðardóttir F.R. Þjálfari er Guðmundur Þórðarson. Farar- stjórar: Ellert B. Schram, Svan- friður Guðjónsdóttir og Gunnar Sigurðsson. GULT RAUTT spjald ¦ Skýrslur dómara vegna spjalda ileikjum isumar skipta hundruðum, ég vil þvi spyrja, er þetta ekki öfug þróun? Hvers vegna þessi fjöldi spjalda? Það kom fram í blööum fyrir skömmu, að um og yfir 80% spjalda á árinu séu fyrír kjaft- brúk. Restin liklega fyrirgrófan leik og minniháttar típrúðmann- lega framkomu. Það má með sanni segja, að hér sé mjög athyglisvert rann- sóknarefni á ferð, er varðar öll knattspyrnufélög i landinu, dómara og ekki sist áhorfendur, en hvað varðar svo sökudólginn sjálfan, (leikmanninn) það er sér kapituli. I upphafi tslandsmótsins i 1. deild sýndu leikmenn óþarfa kæruleysi og söfnuðu sér refsi- stigum, en um miðbik mótsins fóru þeir að átta sig og hugsa sina framkomu og þegar siðustu umferðirnar byrjuðu kom það fyrir að leikmenn höfðu tal af dómara fyrir leiki og báðu um miskunn ef þeim skyldi verða á i messunni, að forða sér þá frá spjaldi. Að sjálfsögðu geta dómarar ekki orðið við þeim óskum. Ef leikmaður gerist brotlegur viö þær greinar knatt- spyrnulaganna, sem krefjast róttækra aðgerða hjá dómara verður hann að sýna við- komandi leikmanni spjaldið án tillits til afleiðinga fyrir hann. Þá máspyrja, hvaðer tilráða i þessum vanda? Má heyra það frá ýmsum for- ustumönnum félaga, þjálfurum og leikmönnum, að dómarar séu of viðkvæmir fyrir svivirðing- um leikmanna og misjafnir i notkun spjalda t.d. fyrir grófan leik. Tvö tilfelli hafa mikið verið rædd manna á meðal. Þessi til- vik eru keimlik en hafa ólikan aðdraganda, i báðum tilvikum tóku dómararnir mjög hart á brotunum e.t.v. harðar en tiðkast hefur til þessa. Fyrra tilfellið er brottvisun fyrirliða Vals (i 1. deild) af leik- velliá Akureyri, fyrir aðbregða mdtherja, visvitandi að mati dómara, og stöðva þannig upp- hlaup andstæðinga. Þess skal sérstaklega getið að hann hafði ekki fengið gult spjald i leikn- um. Likt tilfelli skeði i leik i Vestmannaeyjum, að einum leikmanna Vikings (i 1. deild) var vikið af leikvelli fyrir að sparka visvitandi i andstæðing ¦ Grétar Norðfjörð skrifar. að mati dtímara. Hann hafði ekki fengið gult spjald i leikn- um. íog ætla ekki að taka hér persónulega afstöðu til gerða dómaranna, en visa til samþykktar Alþjdðanefndar á fundi 13. júni 1981 þar sem hún leggur til að ... „leikmanni er gerist sekur um vitaverða framkomu eða mjög gróft brot gegn andstæðingi verði þegar i stað vfsað af leikvelli". Þessirtveir dtímarar hafa þvi samkvæmt þessari samþykkt nefndarinnar gert rétt þó svo e.t.v. hefði verið réttara að á- kveða þetta ekki fyrr en að vori 1982, en um það má deila. Onnur ákvörðun Alþjóðá- nefndar á sama fundi um kjaft- brilk k'ikmanna. Nefndin leggur til að „leikmönnum verði visað af leikvelli fyrir gróf um- mæli"... án áminningar. Á þessu má sjá að þetta vandamál er ekki sérvandamál okkar. Að sjálfsögðu munu islenskir dómarar taka þetta til gaumgæfilegrar athugunar á næstu ráðstefnusinni.en eins og gefur að skilja geta þessar á- kvarðanir nefndarinnar haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir knattspyrnuna hérlendis þvi svo forhertir eru einstakir leikmenn við dómara að e.t.v. þyrftu sum félög að eiga heilt varalið til að keppa þegar stjörnur þeirra taka út leikbönn. Hér er mjög alvarlegt mál á ferðinni og engin ástæða fyrir forustumenn eða leikmann, að ætla að dóm arar fari ekki eftir samþykktum Alþjóðanefndar, en hiín likist hæstarétti i túlkun á knattspyrnulögunum. Það yrði skaðlegt fyrir islenska knattspyrnu ef ekki yrði farið eftir ákvörðunum hennar. I sama fréttabréfi segir frá Alþjóðanefnd... „að dómarar hafi rétt til að gefa leikmönnum á varamannabekk spjöld á meðan á leik stendur telji þeir þá hafa unnið til þeirra." Það ergreinilegt þegarlitið er yfir liðið keppnistimabil, að eitt aðalmál vetrarins til úrlausnar, er framkoma leikmanna við dómara. Ég tel vist að dómarar muni ræða það niður i kjölinn, það sama verða leikmennirnir að gera ásamt þjálfurum og öðrum sem stjórna liðum i keppni. Það er nauðsynlegt að þessir aðilar skilji að dómarar skila sinu hlutverki eftir bestu getu, en þeim kann að vera mis- lagðar hendur eins og leik- mönnum. fcg tel það vangá hlutaðeig- andi, að kenna dtímurum um tap eða jafntefli og ala þannig upp í leikmönnum, sérstaklega yngri flokka, andiið á þeim mönnum, sem taka að sér hlut- verk dómara. Mér er kunnugt um a ð þa ð viðhorf hefur rikt hjá einstökum mönnum langt fram eftir aldri, að dómarar séu upp til hópa andsnúnir þeirra félagi i stað þess að leita orsaka getu- leysisins hjá leikmönnum fé- lagsins. Ég vona að breyting verði á þessu samstarf i dómara og leik- manna á leikvelli á næsta leik- ári og um ókomna framtið. Grétar Norðfjörð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.