Tíminn - 18.09.1981, Blaðsíða 3
Föstudagur 18. september 1981
fréttir
Fullyrðingar gegn fullyrðlngum í sambandi við trúnaðarbrot
á fréttastofu útvarpsins:
FRALEin AÐ ÞETTA
í*
SE FRA MER KOMIÐ
— segir Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuf lokksins
n
Kjartan Jóhannsson.
0 „Þetta samtal var ekki tekið
upp á segulband hjá mér og þaö
er fráleitt að gefa i skyn að þessi
leki, eöa hvað við eigum að kalla
það, sé frá mér kominn", sagði
Kjartan Jóhannsson, formaður
Alþýðuflokksins, i viðtali við
Timann i gærkvöldi, þegar borin
var undir hann sú ábending, sem
kemur fram i viðtali við Vilmund
Gylfason hér á siðunni, að tveir
endar séu á hverju simtali.
„Ég hef nú ekki gert stórar
rispur út af þessu máli". sagði
Kjartan enníremur, „enda tel ég
mig ekki hafa sagt neina hættu-
lega hluti i þessu samtali við
fréttamanninn. Hins vegar lit ég
svo á að um trúnaðarbrot hafi
verið að ræða, þvi bæði var að
mér var ekki skýrt t'rá'þvi að
samtalið væri tekið upp á segul-
band, og svo var tekið fram aö
það væri trúnaðarsamtal, þannig
að það er trúnaðarbrot aö leika
segulbandsspóluna fyrir aðra
starfsmenn útvarpsins."
HV
„Ekki skýrt á
annan hátt en
að átt haf i sér
stað innbrot"
segirGunnar Kvaran,fréttamaður
¦ Þaðer jafngott aðloðnunæturnar séu í lagi svo það litla sem veiðist sleppi ekki út. Tímamynd: EUa.
Viðræður Arnar-
f lugs og
hafnar
¦ ,,Það eru hafnar að nýiu við-
ræður milli Arnarflugs og
Iscargo, um hugsanlegt samstarf
flugfélaganna, en samsvarandi
viðræður áttu sér stað fyrr i
sumar,ánþessaðárangur yrði af
þeim. Einn af þeim möguleikum,
sem ræddir hafa verið, er sa að
Arnarflug kaupi meirihluta i
a ny
íscargo, en hver niðurstaðan um
það verður eða hvort yfirleitt
nokkuð kemur út úr þessum við-
ræðum, veit ég ekki," sagði
Gunnar Þorvaldsson, fram-
kvæmdastjóri Arnarflugs, i
viðtali við Timann i gær.
„Viðræðurnar hófust að nýju i
gær (miðvikudag)", sagði
¦ „Þá gerist það að inn á fréttá-
stofu útvarpsíns kemur Vilmund-
ur Gylfason, alþingismaður, og
segir þar i votta viðurvist að hann
hafi haft undir höndum segul-
bandsspólu ai' samtali minu við
Kjartan Jóhannsson, þar sem hin
tilvitnuðu ummæli sé að finna. I
framhaldi af þessum ummælum
þingmannsins lét ég þess getið i
skýrslu minni til útvarpsstjóra,
að slikt verði ekki skýrt á annan
hátt en að átt hafi sér stað innbrot
i fréttastofu útvarpsins, .þvi gögn
min um samtalið við Kjartan Jó-;
hannsson, þar a meðal segul-
bandsupptaka, voru geymd i
skrifborðsskúffu minni á ffétta-
stofunni. Það hvernig Vilmundur
telur sig geta haít vitneskju um
samtal okkar Kjartans Jóhanns-
sonar, hvað þá segulbaridsupp-
töku af þessu samtali, getur hann
einn skýrt. Mér og óðrum frétta-
mónnum á fréttastofu útvarpsins
er það með öllu óskiljanlegt",
segir í greinargerð, sem Gunnar
E. Kvaran, fréttamaður hjá út-
varpinu, sendi i'rá sér i gær,
vegna skrifa þeirra, sem orðið
hafa i blöðum um meint trún-
aðarbrot á íréttastoí'u útvarps, i
tengslum við Alþýðublaðsdeiluna
svonefndu.
Sem komið hefur iram hélt Vil-
mundur Gylfason þvi fram að i
samtali við Gunnar Kvaran hei'ði
Kjartan Jóhannsson látið þau orð
falla að deilan milli Vilmundar og
Alþýðuflokksins, vegna Alþýðu-
blaðsins, væri ekki stjórnmálaleg
deila, heldur „mannlegur harm-
leikur."
1 greinargerð sinni rekur
Gunnar siðan málið, en segir i
lokin:
„Það nýjasta er að nú hefur al-
þingismaöurinn lýst þvi yfir að
„vitneskja hans" um samtalið við
Kjartan Jóhannsson sé ekki kom-
in í'rá neinum starfsmanni
Fréttastofunriar. Samkvæmt
þessu ætti þvi ekki að vera um
neitt trúnaðarbrot hjá starfs-
mönnum fréttastofu að ræða."
HV
Gunnar ennfremur, þannig að
það er mjög erfitt að átta sig á
þessu enn. Felögin eiga ýmissa
sameiginlegra hagsmuna að
gæta, en'hagsmunaárekstrar eru
einnig fyrir hendi, þannig að
þetta er mjög laust i reipum
enn."
—HV
„Er ekki þjófur"
— segir Vilmundur Gylfason,
alþingismaður
Áætlunarflugi Arnarflugs á Tálknafjörð
hafnað af samgönguráðuneytinu:
,Olli miklum vonbrigðum'
— segir Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri
Arnarflugs —1^_«-__
¦ „Það er rangt eftir mér haft,
að ég hafi sagst hafa haft undir
höndum segulbandsspólu með
þessu viðtali við Kjartan Jó-
hannsson, ég sagðist haia heyrt
það af segulbandi. Á þvi er stór
munur, enda er ég ekki þjófur",
sagði Vilmundur Gylfason, al-
þingismaður, i viðtali við Timann
i gær.
„Svo vil ég lika spyrja", sagði
Vilmundur enniremur, „hver það
er sem segir að sú segulbands-
spóla hafi verið komin frá frétta-
stofu utvarps. Það eru tveir endar
á hverju simtali. Ef útvarpsráð
ætlar að nota þetta mál til þess að
vera með dylgjur um fréttamenn
útvarps, hlýt ég að risa þeim til
varnar. Eg tel margt af þessu
starfsfólki fréttastofunnar
reynslulitla krakka og jafnvel
menntunarsnauða, en ég hef
engan áhuga á þvi að þau séu höfð
fyrir rangri sök."
HV
¦ ,,Það olli okkur miklum von-
brigðum, að fá ekki heimild til
þessa flugs, enda hefur flug á
þennan voll gengið mjög vel hjá
okkur nú undanfarið, farþegum
farið fjölgandi, og þar að auki
hafði hreppsnefnd Tálknaf jarðar-
hrepps mikinn hug á að þoka
þessu máli áfram", sagði Gunnar
Þorvaldsson, framkvæmdastjóri
Arnarflugs, i viðtali við Tfmann i
gær, en samgönguráðuneytið
hefur nii hafnað beiðni Arnarflugs
um heimild til reglubundins áætl-
unarflugs til Tálknafjarðar.
Ráðuneytið hafnaði beiðninni að
fenginni umsögn flugráðs, sem
taldi sig ekki geta mælt með já-
kvæðri afgreiðslu hennar.
Arnarflug hefur flogið reglu-
bundið á Tálknafjörð i sumar.
eftir áð Bi'ldudalsflugvöllur lok-
aðist vegna umbóta þar, en fé-
lagið hefur um nokkurt skeið haft
hann á áætlun sinni. Var ætlun fé-
lagsins, þegar Bfldudalsflugvöll-
ur verður opnaður að nýju, að
þjóna Tálknafirði áfram.
Leif ur Magniísson, sem sæti á i
flugráði, sagði i viötali við Tim-
ann i gær, aö ýmsar ástæður lægu
þvi til grundvallar að ráðið lagö-
ist gegn þvi að heimildin yrði
veitt. Flugbrautin á Tálknafirði
væri léleg og öryggismálum þar
mjög áfátt. Svo væri að visu einn-
ig um marga þá flugvelli sem i
dag eru nýttir i áætlanaflugi hér-
lendis, en einmittvegna þess hve
seint gengur að fá fjármagn til að
gera nauðsynlegar úrbætur á
þeim hefði ráðið talið óráðlegt að
bæta við enn einum.
„Eimskip hefur fengið
Berglindi að veru-
legum hluta bætta"
— segir Þórður Magnússon, fjármálastjóri
Eimskipafélagsins
¦ „Eimskipafélagið hefurfengið
Berglindi að verulegum hluta
bætta," sagði Þórður Magnússon,
fjármálastjóri Eimskips, i sam-
tali við Timann i gær, en sjópróf-
um vegna áreksturs Berglindar
og danska skipsins Charm er sem
kunnugt er ekki lokið.
„Sjóprófin hafa ekki áhrif á
stöðu Eimskipafélagsins f þessu
máli," sagði Þórður ennfremur.
„Skýrslur liggja þegar fyrir hjá
tryggingarfélögum, og óðrum
sem við þurfum að hafa sam-
skipti við, þannig að hægt er að
gera upp tjóniö. Málsatvik, sem
kunna að verða upplýstí sjdprófi,
skipta þar ekki máli."
Þórður kvað sjóprófin væntan-
lega helst verða til gagns i sam-
bandi við endurkröfur trygginga-
félaganna á hvort annað.
-^ISG