Tíminn - 18.09.1981, Blaðsíða 4
r* *»®3
|f JjPNBtBPÍ
Brekkan vid
Lækjargötuna
® Brekkan viö Lækjargötuna
hefur mjög veriö um töluö
undanfarið.
Arum saman hefur hún
verið með sama svip, særð
mörgum sárum eftir
miskunnarlausa fætur
hugsunarlitilla vegfarenda.
Það hefur gengið illa að fegra
þessa borg með grænum gras-
blettum þar sem menn komast
að með góöu móti. Og sárin i
brekkunnihafaýmsum góðum
mönnum sviðiö, enda voru þau
vottur um sljóleika og skort á
háttvisi. En enginn mótmælti.
Svo kemur útitaflið.
Reynslan mun sýna hver not
veröa að þvi en ef dæma má
eftir útitafli Háskólans er ekki
við miklu að búast.
Hér verður ekki talað um
kostnaöinn. Auövitað hefði
mátt verja þesu fé vel á ýmsa
vegu aðra en fjárhæð sem ekki
nemur einum biómiða á
mannsbarn er ekki neitt
stórræði miðað við daglegar
venjur og lifshætti.
Falleg þótti mér brekkan
þegar frá henni var gengið og
fallegri en nokkru sinni fyrr.
Og það mun vera almanna-
rómur.
Svo kemur formaður
þeirrar nefndar sem brekkan
heyrir undir öðrum fremur og
boðar i útvarpi að hér sé nýtt
útivistarsvæði, hentugt fyrir
hljómleika, ræður og leik-
sýningar.
Hefur þa' valist þarna til
formennsku telpa sem ekki
veit aö graslendi og umferð á
ekki saman?
Dettur henni i hug að gras-
blettirnir haldist grænir séu
þeir gerðir aö áhorfenda-
svæöi?
Er formaðurinn óviti?
Það er nú komið i ljós strax
að morgni 19. ágúst að spjöll
eru orðin og lýti á brekkunni.
Torfur eru gengnar úr
skorðum og byrjað að særa
andlit brekkunnar. Það sýndi
sig strax á fyrsta degi að
menn tröðkuðu á grasinu. Og
hvað er að tala um ótinda
stráka úr þvi formaður um-
hverfismálaráðs heldur að
brekkan geti verið áhorfenda-
svæöi.
Þó ætti fullorðið fólk að vita
aö malbik og steypa er fyrir
umferðina en það sem gróa
skal þarf næði og nokkurn frið.
Umhverfismálaráð þarf að
vita og láta aðra vita til hvers
brekkan á að vera.
A hún að vera grasi gróin
augnayndi vegfarenda eða á-
horfendasvæði. Þaö getur ekki
farið saman.
H.Kr.
Fleiri en ádur eiga í
vandræðum vegna drykkju
■ í frásögn Timans 8. sept.
um áfengisneyslu Islendinga
stendur m.a.:
„Færri eiga i vandræðum
vegna drykkju sinnar en áður
var”.
Þessi fullyrðing er gerð að
fljótlega athuguðu máli enda
röng.
Hér var veriö að segja frá
athugun sem Gylfi Asmunds-
son sálfræðingur gerði 1974 og
1979.
Þeirri athugun var þannig
hagað að hópi manna var
sendur spurningalisti 1974 og
siðan var unnið úr svörum
þeirra sem sendu svör.
Arið 1979 var svo þeim sem
svarað höföu sendur sams-
konar spurningal i st i.
Könnunin er þvi algjörlega
takmörkuð við þá sem
svöruðu 1974.
Nú ber svo við að töluveröur
hópur svarar ekki i seinna
skiptiö. Þegar athuguð eru
fyrri svör þeirra kemur I ljós
að þar eru áberandi þeir sem
farnir voru aö hafa nokkrar á-
hyggjur af drykkjuvanda.
Þvi grunar þá sem að
þessari könnun standa aö þar
se' hópur manna sem nú hefur
ekki svaraö vegna þess aö
vandræði þeirra vegna
drykkjunnar eru svo mikil.
Þetta kemur þó vitanlega
ekki fram við könnunina og
veröur þvi ekki sannað bein-
linis. Hitt er aftur á móti alveg
vist og augljóst að þeim
fjölgar stööugt sem leita sér
hjálpar vegna drykkjufýsnar.
Aðsókn að hjálparstofnunum
þeirra fer vaxandi. Þvi
verðum við að horfast i augu
við þessa dapurlegu stað-
reynd:
Þeim fjölgar stöðugt sem
eiga i vandræðum vegna
drykkjusinnar og eru nú fleiri
en nokkru sinni fyrr.
H.Kr.
Kaup Lífeyrissjóðs verslunarmanna
á sumarhúsi fyrir starfsmenn sína:
,AÐRIR SJÖfNR
EKKI GERT SIÍKT’
— segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri SAL.
— Fjármálaráðuneytið kannast ekki við að sótt
hafi verið um tilskilið leyfi til kaupanna
■ ,,Ég get fullyrt að enginn af
okkar lifeyrissjóöum hefur keypt
orlofshús fyrir starfsfólk sitt og
kannast ekki við aö neinir aðrir
sjóöir hafi gert slikt, enda lika
takmörk fyrir þvi hvaö lifeyris-
sjóöir mega kaupa af fasteign-
um”, sagði Hrafn Magnússon,
framkvæmdastjóri Sambands al-
mennra lifeyrissjóða, spurður
þar að lútandi. En Timinn greindi
frá þvi fyrir nokkru aö Lifeyris-
sjóður verslunarmanna hafi á s.l.
ári keypt orlofshús fyrir sina 10
starfsmenn. A sama tima hefði
Verslunarmannafélagið hins
vegar 16 orlofshús fyrir sina
10.000 félagsmenn.
t reglugerðum sjóöanna segir,
að þeim sé heimilt, að fengnu
leyfi fjármálaráðuneytisins, aö
kaupa húsnæði fyrir skrifstofur
sinar.
Höskuldur Jónsson, ráðuneytis-
stjóri i f jármálaráðuneytinu
Isagðist ekki vita til þess að ráðu
'neytið hafi nokkurn tima veitt lif-
eyrissjóðum undanþágur til
kaupa á öðru húsnæði en húsnæði
fyrir starfsemi sina.
Hann sagöist viss um að Lif-
eyrissjóður versiunarmanna hafi
ekki leitað samþykkis ráðuneyt-
isins fyrir kaupum á orlofshúsi.
— En hefði átt aö sækja um
það?
„Já, ég tel það”, svaraði Hösk-
uldur.
—HEI * Frétt Tfmans um sumarhúsin.
Lifeyrissjóður verslunarmanna
rausnarlegur við starfsfólk sitt:
EIH
SUMARHÚS
FYRIR
10 MANNS
— á sjöunda hundrað manns
um hvert hús hjá Verslunar-
mannafélagi Reykjavíkur
■ A sama tlma og hinum yfir rétt I skýrslu um „starfsemi
10.000 félagsmönnum I V.R. og hag” Lifeyrissjóös versl-
standa til boöa 16 orlofshús unarmanna.
hefur Lffeyrissjóöur V.R.
keypt sýrstakt orlofshús I skýrslu stjómar V.R. kem-
fyrir starfsmenn sina sem ur fram aö orlofshús félags-
eru alls 10 manns. Þeir siö- ins voru 15 sumariö 1980 og
asttöldu xttu þvf aö geta hefur siöan fjölgaö i 16 i
notiö vikudvalar i orlofshúsi sumar. Þar segir einnig aö
slnu einu sinni til tvisvar á orlofshúsin hafi veriö full-
Athugasemd frá Pétri H.
Blöndal, forstjóra
Lífeyrissjóðs verslunarmanna
■ 1 Timanum þann 11. september
birtist greinarkorn meö striðs-
fyrirsögn um kaup Lifeyrissjóös
verzlunarmanna á sumarbústað
fyrir starfsfólk sitt. Voru þessi
kaup sett i samband viö sumar-
húsaeign Verzlunarmannafélags
Reykjavikur.
Þar sem hér er verið að bera
saman óskylda hluti óskaégeftir
að koma eftirfarandi sjónarmiö-
um aö:
Kjör starfsmanna fyrirtækja
ráðast af fleiru en laununum ein-
um saman, eins og kunnugt er.
Dæmi eru um innkaupamögu-
leika á heildsöluverði, lengd
sumarleyfi, fyrirframgreidd laun
og svo sumarbústaöi. Fjöldi
fyrirtækja og starfsmannafélaga
eiga sumarbústaði ogþannigeiga
margir V.R.-félagar kost á
sumarbústaðadvöl umfram dvöl i
þessum 16 húsum félagsins svo
maður minnist ekki á bústaði i
einkaeign.Sá samanburður, sem
blaðamaður gerir i grein sinni á
sumarbústaðaeign V.R. („1 af
hverjum 50”) og sumarbústaöa-
eign skrifstofu lifeyrissjóðsins á
þvi ekki rétt á sér.
Stjórn Lifeyrissjóðs verzlunar-
manna hefurfylgtþeirri stefnu aö
halda góðum starfsanda á skrif-
stofu sjóösins og voru umrædd
sumarbústaðakaup liður i þeirri
stefnu. Þessi kaup hafa þegar
sannað gildi sitt og sjá starfs-
menn um allt minniháttar viðhald
á bústaðnum, sem auk þess var
keyptur notaöur og var ekki dýr
(15.5 millj. gkr.)
Lifeyrissjóður verzlunarmanna
birtir einn allra lifeyrissjóöa upp-
lýsingar um starfsemi sina t.d.
með útgáfu ársskýrslu, sem
dreift er m.a. til fjölmiðla, birt-
ingu reikninga og sundurliðun
lánveitinga i dagblööum og tölvu-
útskrift til félagsmanna yfir
greidd iðgjöld til sjóðsins. Það er
okkur að sjálfsögöu ánægjuefni
að blaðamenn kynna sér þessi
gögn og vonumst við til, að Tim-
inn sjái sér f ært að birta meira úr
ársskýrslu okkar, svo sem um
lifeyrisrétt hjá sjóðnum (full-
verðtry ggður), lánveitingu
sjóðsins (eftir 5ár 120 þús. kr.) og
að kostnaður við rekstur sjóösins
hefur lækkað i 1.5% af veltu.
Videókerfi
á Hótel
Loftleidum
■ Fyrirhugaö er að setja upp
videokerfi á Hótel Loftleiðum i
vetur og mun það ná til allra
gistiherbergja hótelsins, svo og i
setustofur og i veitingabúð.
Verður gestum hótelsins þá
gefinn kostur á að leigja sér sjón-
varpstæki i gestamóttöku hótels-
ins. A laugardögum og sunnudög-
um verður sérstök barnadagskrá
sýnd á þessu videokerfi.
Viða um heim hafa hótel komið
sér upp videokerfum af þessu
tagi, sem þjónustu við gesti sína,
en I þeim kerfum er yfirleitt hægt
að velja á milli nokkurra kvik-
mynda.