Tíminn - 18.09.1981, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.09.1981, Blaðsíða 11
Föstudagur 18. september 1981 ii dagskrá útvarpsins og sjönvarps PENINGALEYSI EINKENNIR NUNA GAMLA GUFURADIOIÐ ¦ Þótt blaðið geti vaiia fundið óhentugri mann til aö skrifa um útvarp og sjónvarp liðinnar vikn, lét ég til leiöast, eins vel þótt ég hlusti yfirleitt ekki leng- ur á annaö en fréttir og svo horfi ég auövitað á Dallas og ensku knattspyrnuna. Það er svona fastur liður, þvi yfir fótbolta er einhver sérstök stemmning, sem skilar sér allt eins vel, þótt maöur sé ekki á vellinum, held- ur heima i stofu, en vfkjum nú að dagskránni. Þa6 sem einkennir dagskrá útvarpsins eöa gamla guf'u- radióið er peningaleysið. Starfs- lið útvarpsins grefur nú mikið upp gamla þætti og erindi, sem flutt voru i útvarpið fyrir mörg- um árum, og má nú heita svo komið, aðframliðnir menn hafa meira pláss i útvarpinu, en þeir sem nú lifa i landinu. Sögur og kvæði eru lika endurflutt, en ekki frumflutt, vegna þess að það kostar útvarpið minna en ferskar sögur og nýjar, enda er minna uppstreymi, svona bók- menntalega séð i útvarpinu núna, en var meðan skáldin komu i útvarpið með nýjar sög- ur og ljóð. Steinbörnin sem safnstjórarnir grafa upp, vekja ekki ávallt áhuga, þvi maður hefur heyrt þetta áður. Þó maður fagni þvi út af fyrir sig, að útvarpið sé með ráðdeild rekið, hlýtur þetta fjársvelti að auka vanda dagskrárgerðar- manna og dagskrárstjóra. En þetta hefur lika sina kosti. Margt af þessum gömlu þáttum er fróðlegt að hlusta á, einkum þegar málsnjallir gáfumenn eiga i hlut. Gott dæmi um þetta eru þætt- irnir: Þeir stóðu i sviðsljósinu, þáttur um 13islenska leikara, er gerðir voru árið 1976. Og satt að segja, þá held ég að útvarpið ætti ekki alveg að falla frá þess- um föngum, þótt það eignist peninga. Sumt af þessum gömlu þátt- um eru gull, þótt maður sam- þykki ekki að hinir lálnu ráði dagskránni alveg. Þá eru það fréttirnar. Ein- hver sagði að útvarpið hefði einkarétt á 50 klukkustunda þögn á viku. Það eitt má út- varpa — og ekki má heldur senda út, þann tima, sem út- varpsstöðin er lokuð. Fréttir útvarpsins eru ágætar, nema hvað að frétta- menn þess fara seint á fætur. Ég er morgunhani og hlusta eða opna fyrir útvarpið strax kl. 07.00, og þegar veðurfregnum lýkur og búið er að auglýsa eftir bátum, þá koma erlendar fregnir, og þá aðeins fáeinar lin- ur, oft nokkurn veginn sömu blöðin og lesin voru i seinustu fréttum, rétt fyrir miðnættið kvöldið áður. Fréttamenn út- varps ættu að fara fyrr á fætur og segja fréttir úr sinu eigin landi, þótt sjálfsagt sé að hafa erlendar fregnir lika, og á eftir er bæn, þar sem beðið er fyrir þjóðinni og vil ég hvetja menn til að hlusta á þann þátt, þvi það er ósköp gott að byrja nýjan dag eftir að hafa hlustað á heilaga ritningu og önnur heilræði, burt- séð frá þvi hvort menn trúa i venjulegum skilningi þess orðs. Næstu trúboðar koma siðan kl. átta fimmtán (ef éc man rétt) en það er lestur úr forystu- greinum dagblaðanna. Þeim dagskrárlið sleppiég aldrei, þvi það er auðveldara að lata lesa þetta fyrir sig, en stauta þetta sjálfur. Þó held ég að ég myndi vilja óska eftir einni breytingu, að það yrði látið biða, þar til hverjum leiðara er lokið, að segja i hvaða blaði hann Maður fær fótboltavöilinn inn I stofu. Jónas Guðmundsson, rithöfundur, skrifar stendur, þvi það gæti verið býsna gaman að geta sér þess til hverju sinni, úr hvaða blaði væri nú verið að lesa. Hvort það er úr pólitisku blöðunum, eða blöðum, sem telja sig ekki koma nærri stjórnmálum. Omurlegasti dagur útvarps- ins eru sunnudagarnir, þvi þá bætist þriðja trúboðið við, en það eru miðaldamenn tónlistar- deildarinnar, sem spila kirkju- söng og pSssacagliur undir drep, þrátt fyrir sólskinið og ilininn af blóðugri jörðinni á sumrin. Ég veit ekki hvers vegna þeir spila þetta. Kannski til að halda úti einhverri listrænni æru. En þeir ganga of langt, langt aftur i aldir, þvi öll tónlist hefur sinn tima, og þarf rétt umhverfi. Ein gerð tónlistar tilheyrir hinum dimmu vetrardögum, þegar hugurinn reikar og vixlarnir falla einn af öðrum til jarðar. A sumrin eru menn i öðru skapi, og það þyrfti tónlistardeildin einnig að vera á sumrin. Um sjónvarpið vil ég vera fá- orður. Gefins þættir um dýralif i Kanada, nashyrninga i Afriku og apategundir, ásamt fræðslu- þáltum um einkennileg visindi, heilla mig ekki lengur. Sjónvarpið er þo furðugott að minu mati, ef heimsfrelsarar fréttastofunnar kunna sér hóf og tala meira um Island en Kabúl. Ég er þess viss, að ef sjón- varpið hefði dálitið meira af peningum, og þyrfti ekki að vera i svona mikilli skiptivinnu við Sviþjóð, væri það með betri sjónvarpsstöðvum i Evrópu. Jónas Guðmundss.rith. Dagskrá sjónvarps vikuna 20.-26. september sjonvarp Sunnudagur 20. september 18.00 Sunnudagshugvekja Séra Arni Bergur Sigur- björnsson, sóknarprestur i Asprestakalli, flytur hug- veícjuna. 18.10 Barbapabbi Tveir þætt- ir. Sá fyrri endursýndur, sá siðari frumsýndur. Þyð- andi: Ragna Ragnars. Sögumaður: Ragnheiður Steindórsdóttir. 18.45 Fljótasta dýr jaröar Blettatígur er frægur fyrir að fara hratt yfir. Engin skepna á fjórum fótum á jörðinni kemst hraðar. Þessi mynd er um blettatig- ursfjölskyldu. Þýðandi og þulur: Óskar Ingimarsson. 19.15 Hlé 19.45 Fréttaágripá táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingarogdagskrá 20.35 Sjónvarpnæstu viku 20.50 Snorri Sturluson 22.10 Ræflarokk Þáttur frá Belfast með nokkrum ræfla- rokkhljómsveitum. Myndin hefur unnið til verðlauna. I henni er lýst andrúmsloft- inu i kringum þær hljdm- sveitir, sem leika i mynd- inni. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. 23.00 Dagskráriok Mánudagur 21.september 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Filippus og sætabrauðs- kötturinnFinnsk leikbrúðu- mynd um Filippus, sem býr Uti i sveit. Mamma hans vinnur ibænum, en pabbinn er rithöfundur og situr við ritvélina allan daginn. Alls eru þættirnir fjórir. I fyrsta þætti verða Filippus og sætabrauðskötturinn vinir. Þýð.indi: Trausti JUli'usson. (Noídvision — Finnska sjónvarpið) 20.40 tþróttir.Umsjón: Bjarni Felixson. 21.10 Flatbrjósta Breskt sjdn- varpsleikrit. Leikstjóri: Michael Ferguson. Aðal- hlutverk: Alyson Spiro og Chris Barrington. Ung og falleg kona, sem hefur lifað tilbreytingarlitlu lifi, ákveður að fara að heiman. HUn kemur til borgarinnar i leit að vinnu — og ævintýr- um. Þýðandi: Kristrún Þórðardóttir. 22.00 Orkuráðstefna Samein- uðu þjöðanna / Af mæli Berlinar múrsins Tvær breskar fréttamyndir, I. Fyrir skemmstu var haldin i Nairobi i Kenya orkuráð- stefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um orkugjafa. Meginefni ráöstefnunnar var orkuvandinn, sem blas- ir við rikjum þriðja heims- ins og framtiðarhorfur i orkumálum heims. II. Sið- ari fréttamyndin fjallar um Berlínarmúrinn, sem nú hefur staðið I 20 ár. Austur- Þjóðverjar hófu að reisa hann 13. ágúst árið 1961, meðal annars til þess að koma i veg fyrir fjöldaflótta Austur-Þjóðverja til Vest- urlanda. Þessi mynd fjallar stuttlega um sögu múrsins og stöðu mala nú i þessari tvi'skiptu borg. Þýðandi og þulur: Gylfi Pálsson. 22.25 Dagskrárlok. Þriðjudagur 22.september 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 I i étlir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Pétur Tékkneskur teiknimyndaflokkur. Sjö- undi þáttur. 20.45 Þjóðskörungar 20stu ald- ar Meistari i stjórnkænsku heitirþessisiðari mynd um fyrrum forseta Bandarikj- anna Franklin D. Roosevelt (1884—1945). Þýöandi og þulur: Þorhallur Guttorms- son. 21.15 Óvænt endalok Skotheld- ur Þýðandi: Óskar Ingi- marsson. 21.45 A götunni Húsnæðis- vandinn i brennidepli. Um- ræðuþáttur i beinni útsend- ingu. Umræðum stjómar Ingvi Hrafn Jónsson. 22.35 Dagskrárlok. Miðvikudagur 23. september 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.45 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Tommi og Jenni 20.40 Frá skosku Hálöndunum Þessi mynd frá BBC sýnir fjalllendi Skotlands,lands- lag og dýralif. Jafnframt er sýnt hvernig bæði landslag og dýra- og jurtalif hefur breyst af mannavöldum. Margt er likt með dýralifi þarog hérá landi.Þýðandi: Jón O. Edwald. 21.30 Dallas.Fjórtándi þáttur. Þýðandi: Kristmann Eiðs- son. 22.20 Dagskrárlok. Föstudagur 25. september 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 A döfinni 20.50 Allt i gamni með Harold Lloyds/h Syrpa úr gömlum gamanmyndum. 21.15 Þeirneita að deyja 21.45 Brostu, Jenni, þú ert dauð (Smile, Jenny, You're Dead) Bandarisk sjón- varpsmynd frá 1974. Leik- stjóri: Jerry Thorpe. Aðal- hlutverk: David Janssen, Andrea Marcovicci og Jodie Foster. Einkaspæjarinn Harry Orwell fær það verk- efni að vernda dóttur vinar si'ns, lögregluforingja, sem óttast, að hún sé viðriðin morð. Orwell, einkaspæjari, kemst i tæri við geðklofa ljósmyndara. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir. 23.10 Dagskrárlok. Laugardagur 26. september 17.00 iþróttaþáttur. Umsjón- armaður: Bjarni Felixson. 18.30 Kreppuárin Fjóröi þátt- ur. Þetta er fyrsti þáttur sænska sjónvarpsins i þáttaröð norrænu sjón- varpsstöðvanna um börn á kreppuárunum. Sænsku þættirnir eru þrir. Þeir fjalla um ellefu ára gamla stúlku, Söru, sem býr hjá afa sinum og ömmu á stór- um sveitabæ. Þýðandi: Jó- hanna Jóhannsddttir. (Nordvision — Sænska sjdn- varpið) 19.00 Enska knattspyrnan Umsjón: Bjarni Felixson. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Löður Gamanmynda- flokkur. 21.00 Elvis Presley á Hawaii Annar þáttur af þremur, sem Sjónvarpið sýnir um rokkkónginn Elvis Presley. I þessum þætti sem hinum f yrsta syngur Presley mörg sinna vinsælu laga, alls 18 lög og tvær lagasyrpur. Tónleikarnir voru teknir uppáHawaii.Þýöandi: Ell- ert Sigurbjörnsson. 21.50 Tvifarinn (The Double Man) Bandarísk bidmynd frá árinu 1968. Leikstjöri: Franklin J. Schaffner.Aðal- hlutverk: Yul Brynner og Britt Ekland. Starfsmaöur CIA, bandarisku leyniþjón- ustunnar, er tældur til Alp- anna til þess að rannsaka dauða sonar slns. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. 23.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.