Tíminn - 18.09.1981, Blaðsíða 6
Föstudagur 18. september 1981
stuttar fréttirl
fréttirl
¦ Hift nýja hús er BrunabótafélagiO og Búnaftarbankinn byggftu
saman á Selfossi. Brunabótafélagift leigir bæjarstjórn Selfosskaup-
staOar alla efri hæO hússins undir Fjölbrautaskóla Selfoss i tvö ár
meOan veriö er aO ljúka skólabyggingunni sjálfri.
Brunabótafélag-
ið í nýtt hús
SELFOSS: Brunabótafélag
Islands opnaöi nýlega um-
boösskrifstofu á Selfossi i nýju
htísi er félagið hefur byggt
meö Búna&arbankanum, að
rúmiega 40% hluta. Af þessu
tilefni var forystumönnum
allra sveitarstjórna i Arnes-
sýslu ásamt fleiri heldrimönn-
um boðið til siðdegisdrykkju.
Hinn nýi forstjóri Ingi R.
Helgason, tók á móti gestum,
rakti aðdraganda byggingar-
framkvæmdanna og skýrði
þýðingu hinnar nýju skrif-
stofu. Umboðsmaður Bruna-
bótafélagsins á Selfossi er
Erlendur Hálfdánarson,
bæjarstjóri.
Oli Þ. Guðbjartsson, bæjar-
stjórnarmaður og fyrrverandi
oddviti á Selfossi ávarpaði
sérstaklega hinn nýja for-
stjóra Brunabótafélagsins og
óskaði honum heilla i starfi.
Minnti hann menn á gömul
ákvæði Grágásar, er sýndu að
gagnkvæm tryggingarstarf-
semi var eitt af frumhlutverk-
um hreppanna á lýðveldistim-
um.
—HEI
Kaupmáttur
kvennakaups
rýrnadi meöan
karlakaup
hækkadi
AKRANES: Kvennadeild
Verkalýösfélags Akraness
samþykkti nýlega á fundi sín-
um ýmsarkröfur sem konurn-
ar telja að leggja eigi áherslu
*á i komandi kjarasamningum.
Vegna Félagsdómsi'Heima-
skagamáli, sem féll gegn kon-
unum, telja þær að breyta
verði kauptryggingarsamn-
ingi og lögum þannig, að upp-
sagnir vegna hráefnisskorts
eða annarra ástæðna geti
aldrei varað lengur en eina
viku i senn og samtals ekki
lengur en einn mánuð á ári.
Þrátt fyrirallaryfiriysingar
um höfuðáherslu á hækkun
lægstu launa, segja konurnar
þetta hafi orðið öfugt. Lægsta
kaupið — kaup kvennanna —
hafi hækkað minnst, þrátt
fyrir að reiknað sé með álög-
um, bónus, premiu og fleira
hafi kaupmáttur kvenna-
kaupsins ryrnað um 2,4%
meðan kaupmáttur verka-
manna hækkaðium 1% og iðn-
aðarmanna um 1,4%. Þá kröfu
verði þvi að gera að almenni
fiskvinnsluflokkurinn, — sem
er 8. flokkur — færist i 10.
launaflokk.
Þá er farið fram á að eftir-
vinna falli niður i áföngum
með óskertu kaupi. Nætur- og
helgidagavinna hækki a ný
upp i 100% álag á dagvinnu.
Samið skuli um að laugar-
dagar hætti aö teljast orlofs-
dagar þannig að verkafólk fái
24 virka vinnudaga i sumarfri
og tilsvarandi hærri orlofspró-'
sentu.
Stefnt skuli aö launajöfnun
er gerast mætti með hækkun
grunnkaups og hlutfallslega
hærri visitölubótum á lægri
laun.eða sömu krónutölu fyrir
hvert visitölustig. Benda kon-
urnar á, að nii 1. sept. hafi
hvert vísitölustig bætt kaup
samkvæmt lægsta taxta
Verkamannasambandsins um
40 kr. á mánuði, samkvæmt
hæsta taxta Verkamannasam-
bandsins um 57 kr., sam-
kvæmt 13. launafl. BSRB 65
kr., 20. launafl. 92 kr. og sam-
kvæmt hæsta launaflokki rik-
isins um 132 kr. á mánuöi.
Þetta séu þær bætur sem fólk
fái tilað mætahækkandi verði
á nauðsynjum heimilanna.
Beri þvl að vinna gegn þvi að á
meðan láglaunafolk tapi á
dýrtíðinni geti hinir hærra
launuðu grætt á henni.
— HEI
Met slátrun?
SVALBARÐSEYRI: Slátrun
hófst á Svalbarðseyri s.l.
þriðjudag. Að sögn Sveinbergs
Laxdal á Túnsbergi mun gert
ráð fyrir að slátrað verði þar
um 23.500 fjár. Standist það
sagði Sveinberg það metslátr-
un, eða aðeins meira en haust-
ið 197j, þegar slátrun hefur
orðið hvað mest áður.
—HEI
Fjölgun
ferðamanna
EGILSSTADIR:Mikiö varum
feröamenn á Egilsstöðum i
sumar. Auk Smyrilsfarþega —
sem hvað eftir annað voru um
500 i ferð i sumar — kemur
fjöldi erlendra og innlendra
feröamanna i skipulögðum
hópum, eða á eigin vegum.
Þetta fdlk tjaldar, eða byr i
bilum si'num og eldar sjálft,
enda hefur oft verið þröng á
þingi isöluskálanum, kjörbúð-
inni og á tjaldstæðinu á Egils-
stöðum i kringum komu og
brottför Smyrils. Hópar á veg-
um ferðaskrifstofa munu
meira nýta þjónustu hótel-
anna.
1 heildina litið telja Egils-
staðamenn að f jöldi erlendra
ferðamanna hafi vaxið veru-
lega siðari árin. Islendingum
þará feröhafihinsvegar ekki
fjölgað a.m.k. ekki frá þvi há-
marki er varð er hringvegur-
inn opnaðist 1974.
Afsláttur af verði á ófrystu dilkakjöti:
YFIR 50 KRONUR
Á HVERN SKROKK
¦ Framleiðsluráð hefur ákveðið
að gefinn skuli staðgreiðsluaf-
sláttur af ófrystu kjöti sem selt er
i heilum skrokkum nú i sláturtið-
inni.
Samkvæmthinu nýja verði á
kjöti kosta heilir skrokkar nú
38.15 krkg. ósundurteknir en 41,05
sé skrokkurinn hlutaður sundur
að ósk kaupenda.
Fyrrnefndur afsláttur skal
nema3.50kr.ákilóiðsékjötið selt
i sláturhúsi, utan sláturhúsa 2.30
kr. I kjötheildsölum og 1.60 krón-
ur á kilóið i smásöluverslunum.
t viðtali við Inga Tryggvason,
formann Stéttasambandsins kom
fram að hann telur að með þessu
móti geti neytendur gert mjög
góð matarkaup. Einnig bendir
hann á, að heil slátur á 38.70 kr.
stykkið séu einhver albestu
matarkaup er fólki gefist kostur
á.
ÞaO dugar ekki annaO en aO klæOa af sér haustrigningarnar þegar unnift er úti vift. Timamynd:Hóbert
Kæligeymsla fyrir
grásleppuhrogn
næsta sumar
¦ , ,Við ætlum aö vera búnir að
koma upp þessari kæligeymslu
fyrir grásleppuhrogn fyrir 1. júll
1982",sagðiGuðmundur B. Lýðs-
son framkvæmdastjóri Samtaka
grásleppuhrognaframleiðenda i
viðtali viö Tlmann, en nýlega út-
hlutaði borgin samtökunum lóð
undir kæligeymsluna á nýju upp-
fyllingunni við örfirisey.
„Það fer að vísu svolitið eftir
framkvæmdahraðanum hjá höfn-
inni hversu f ljótt ldðin verður til-
búin,en við stefnum að þessu. Við
reiknum með að geta byrjað
bygginguna strax upp úr áramót-
unum. Húsiö sjálft verður fljót-
reist, þegar búiö verður að ganga
frá grunni, þar sem þetta er stál-
grindarhus."
Guðmundur sagði að grá-
sleppukarlarnir myndu allir i
sameiningu fjármagna byggingu
kæligeymslunnar, en þeir reikn-
uðu jafnframt með því að fá lán
úrsjóðum eins og Fiskveiðisjóði.
„Það er ekki mikið ennþá um
það að grásleppuhrogn séu farin
að skemmast, sökum þess áð þau
hafi ekki verið geymd i réttum
kæligeymslum, en þó vitum við
að þó nokkuð magn hefur mi þeg--
ar skemmst.
Það erekkihægt aðsegja til um
það enn hversu mikið skemmist,
þvi hrognin eru ekki skoðuð af
Framleiðslueftirliti sjávarafurða
fyrr en þau eru flutt út.
t fyrra þegar sumarið var mjög
heitt, þá kom versta árið til þessa
hvað varðar skemmdir. Þetta
vandamáler alltaf fyrir hendi, en
verðurþess meira áberandi, eftir
þvi sem lofthitinn eykst", sagði
Guðmundur og bætti þvi við að
það væri þviljóst að á meðan grá-
sleppuhrognaframleiðendur sætu
uppi með hrogn sín mánuðum
saman þá væri nauðsynlegt að
þau væru geymd i réttri kælingu.
Benti Guðmundur á nauðsyn
þess að koma I gegn lagafrum-
varpi þvi sem svæft hefði verið á
Alþingi í f yrra. Sagði hann að það
eina sem framleiðendurnir hefðu
farið fram á væri að samtök
þeirra yrðu lögfest sem slik. „Við
förum ekki fram á neina styrki
frá rikinu, heldur viljum við ein-
ungisfá skipulag og samræmingu
á starfsemi okkar", sagði Guð-
munduur.
—AB