Tíminn - 18.09.1981, Blaðsíða 15
Föstudagur 18. september 1981
15
menningarmál ••••-* ^
Jói er góður
Leikfélag Reykjavikur
JÓI
eftir Kjartan Ragnars-
son.
Lýsing:
Daniel Williamsson.
Leikmynd:
Steinþór Sigurðsson.
Aðstoðarleikst jóri:
Ásdis Skiíladóttir.
Leikst jóri:
Kjartan Ragnarsson.
2. sýning.
■ Svo einkennilega vildi til, aö
þegar frumsýna átti Jóa siöast-
liöinn laugardag, var Þjóöleik-
húsiö með eina sýningu á frönsk-
um látbragösleik, þannig aö þeir
er sækja frumsýningar áttu úr
vöndu aö ráöa, og þá ekki sist
gagnrýnendur blaðanna, eöa þeir
sem rita um leiklist.
Sambandiö milli leikhúsanna
og Sjönvarpsins þyrfti að vera
nánara, svo páskana beri dcki
svona oft upp á jólin.
En úr þessi rættist, þvi Jói var
sýndur daginn eftir, eða á sunnu-
dag, og um þá sýningu verður
fjallaö hér.
Kjartan Ragnarsson
Jói mun vera sjötta leikrit
Kjartans Ragnarssonar og hefur
hann samið þessi verk á aöeins
sex árum, en hefur þar aö auki
leikið mikiö á sviði, þvi þaö hefur
verið hans aöalstarf, a.m.k. fram
til þessa.
Leikritum Kjartans Ragnars-
sonar var strax vel tekiö. Hann
samdi fyrsta verkiö, Saumastof-
unaáriö 1975 í tilefni kvennaárs-
ins og siöan hafa leikritin komiö á
færibandi, Týnda teskeiðin, er
Þjóöleikhúsiö sýndi, Blessaö
liarnalán, Snjór, Öfvitinn, Peysu-
fatadagurinn (saminn fyrir nem-
endur, eöa Nemendaleildiúsið) og
svo loks Jói, er frumsýndur var
núna um helgina.
Þó verkum Kjartans Ragnars-
sonar hafi ávallt veriö vel tekiö
af leikhúsgestum, eru þau mis-
jöfn aö gæöum, eins og gengur.
Það væri ef til vill of mikil ein-
fóldun aö segja aö leikritin hafi
batnað með árunum, aö Kjartan
sé vaxandi höfundur eins og
gjarnan er tekiö tiloröa, og ef lit-
ið er til fyrri verka, þá viröist
manni aö Ofvitinn og Jóistandi
feti framar. Höfundur hefur tekið
út mikinn þroska, sem rithöfund-
ur á þessum sex árum, og reynsla
hans f leikhúsi kann aö skýra öör-
um þræði hin miklu afköst, og þá
ekki sfst þau, sem unnin hafa ver-
ið i leiksmiöju, auk annars.
Jói er þó liklega besta leikrit
Kjartans Ragnarssonar, en þaö
segir frá þroskaheftum, ungum
manni, Jóa, fjölskyldu hans og
daglegu lffi.
Jói býr meö foreldrum sinum,
en móðir hans veikist og deyr, og
faöirinn og fjölskyldan sitja uppi
með nýjan vanda. Viö Jóa blasir
hælisvist, ef systir hans og mág-
ur taka hann ekki inn á heimili
sitt, en slíkt veldur aö sjálfsögöu
röskun á högum ungra hjóna, aö
fá þroskaheft ungmenni inn á
heimilið. Þau veröa aö falla frá
draumum sinum, eöa hafna Jóa.
1 útvarps- eöa sjónvarpsviðtali
geröi Kjartan Ragnarsson nokkra
grein fyrir afstööu sinni. Taldi aö
margt af því sem heimilin og ást-
■ Jói og Súperman
vinir ættu að leysa, væri nú faliö
stofnunum, svo heimilin fengju
næöi. Það er athyglisvert sjónar-
miö, þvieftirá að hyggja, grunar
mann, að veikir menn séu af
minnsta tilefni settir á stofnanir, i
sérstök hólf f samfélaginu, eöa ut-
an þess. Fölk er oft samvisku-
laust i þessum efnum, og lætur
sér nægja aö segja, að þetta og
hitt sé öllum fyrir bestu, en sá
varnarlausi kann enga rScræðu,
og kemur engum vörnum viö.
Leikur og leikstjórn
Persónur leiksins eru Jói (Jó-
hann Sigurðsson), þroskaheftur
ungur maöur, sem vill fara i
hreinar buxur daglega. Pabbi
(Guöm. Pálsson), sem lauk ekki
háskóla og hefur unniö áratugum
saman i Landsbankanum, og á
rúmt ár eftir til fullra eftirlauna,
þegar kona hans deyr. Hann sort-
érar póst i bankanum.
Þá eru þaö ungu hjónin, annars
vegar Lóa (Hanna Maria Karls-
dóttir) og Dóri (Siguröur Karls-
son). Lóa er afburöa námsmaöur
og stundar sálarfræöi, eöa önnur
vandamálavisindi og nær meiri
árangri en aðrir menn, en maöur
hennar, Dóri, er hinsvegar list-
málari, sem er aö vinna myndir i
sina fyrstu sýningu. Þau búa i
blokkaríbúð, sem bróðir Lóu
Bjarni(Þorsteinn Gunnarsson) á,
en hann hefur komist í efni með
verslun og á sæta konu, fyrrver-
andi fyrirsætu Maggy (Elfa
Gisladóttir).
Allir þessir einstaklingar bera
ábyrgö á Jóa, sem er svona á
mörkunum milli þess aö vera
sjálfgefinn hælismatur og að vera
i húsum hæfur, en hann getur þó
ekki séð um sig sjálfur.
Viöhorf þessara einstaklinga til
Jóa eru misjöfn, og milli þessara
skauta blossar leikurinn og
magnast. Þetta er sýning, sem
aldrei fellur aö neinu marki, og
liklega er Jói eitt af bestu is-
lensku leikritunum, sem samin
hafa verið og sýnd i mörg ár.
t leiknum m æöir mest á J óa, og
ungu hjónunum Lóu og Dóra. Þau
Jóhann Sigurðsson, Hanna María
Karlsdóttirog Sigurður Karlsson
skila hlutverkum sinum með
mjklum ágætum, og sama má
raunar segja um aöra keikendur.
Rétt er aö nefna einn nýliða, Elfu
Gisladóttur, eöa byrjanda. Hún
stendur sig af stakri prýöi, og er
þó hlutverk hennar þess eðlis, að
ekki er auðveltaö setja hin tepru-
legu mörk.
Kjartan Ragnarsson leikstýrir
verki sinu sjálfur, ásamt Asdisi
Skúladóttur, þannig aö allt er frá
fyrstu hendi fengið, og árangur-
inn, sem þarna næst i leikstjórn
er áhugaverður, þvi leikurinn er
lifandi alla tíö. Leikbrögö eru i
hófi.
Leiktjöld Steinþórs Sigurðsson-
areru einkar vel gjörö, og henta
leiknum vel.
Jónas Guðmundsson
Ofurirtill tónlistar-
viðburður í miðborginni
■ 1 miðbænum, þar sem rámir
villimenn garga úr hátölurum
Karnabæjar og kvartmfludrengir
láta hestöflin tala á beina kaflan-
um milli Pósthússtrætis og Aðal-
strætis, hafa verið haldnir litið-
auglýstir orgeltónleikar kl.6 á
sunnudögum i sumar. Hinn 30.
ágúst voru hinir siöustu þeirra á
þessu ári, og þeir voru dvenjuleg-
iraðþvileyti, og þar var einungis
flutt tónlist eftir Gunnar Reyni
Sveinsson. Gústaf Jóhannesson
lék á orgeliö, en Halldór Vil-
helmsson söng, — tveir prýöilegir
og vandaöir listamenn, sem hafa
„músiserað” mikiö saman gegn-
um tiðina.
Aefnisskránni voru þrjú orgel-
verk: Hugleiöing um sálmalagiö
Jesú min morgunst jarna,
Miserere fyrir orgel tileinkaö
minningu Gunnars Ormslev og
Toccata fyrir orgel en Halldór
söng fjórar „postlúdi'ur fyrir
bariton og orgel. tileinkaöar
biskupnum yfir Islandi Herra
Sigurbimi Einarssyni”. Póstlúdi-
urnar eru sönglög viö orgel-
undirleik, og langfremst þeirra
þótti mérYfir hverri eykt á jöröu
við texta Stefáns frá Hvitadal.
Lagið er mjög fallegt, og feilur
vel að textanum. Þú, Guð mins
lifs (Matthias Jochumson) er
dálitiö sérkennilegt en þó ágætt
lag, sem hljómaöi i höföi mér
lengi á eftir, til stórra óþæginda
— en þaö geröi lika ,,ég fer i friið
etc.”, svo Utaf fyrir sig er þetta
enginn gæöastimpill. Hin tvö
sálmalögin voru Minn friður er á
flótta (Matth. Joch) og Ég á þig
eftir, Jesús minn (Bólu-Hjálm-
ar). Gunnar Sveinsson hefur
fengist talsvert viö lagasmíö, og
mörg laga hans eru ljómandi góö
og með kunnáttusamlegu hljóö-
færaundirspili, enda fluttu þeir
félagar söngvana fjóra sérlega
vel.
Sérstaklega vil ég nefna
Miserere fyrir orgel, sem hlýtur
aö hafa veriö fmmfluttþarna, þvi
Gunnar Ormslev er tiltölulega
nýlátinn. Gunnar Reynir Sveins-
son hefur viða komiö viö, m.a. i
jazzi, og eins og sjálfsagt var
mátti i Miserere kenna minni úr
þeirri áttinni, sem mér féllu vel.
Hins vegarrann verkiö heldur út i
sandinn i seinni partinum, eöa
þaö fannstmér aö minnsta kosti.
Toccatan f lokin er stutt verk en
æðislegt, og Gústaf minntimest á
Kaptein Nemó spilandi á orgel
sitt á kafbátnum Nautilusi, er
hann knúöi hljóöfæriö sem ákaf-
ast meö höndum og fótum, svo
undir tók i hinu aldna guöshúsi.
Ekki þurfti nema þessi sjö and-
legu verk til aö veröa var viö
lausung i þjóðkirkjunni og slakn-
andi menntun presta: „Jesú min
morgunstjarna” hefur nafn
Frelsarans i réttu ávarpsfalli, en
, ,Ég á þig eftir, Jesús minn” er
h'klega úr nýju sálmab(Mcinni, og
Frelsarinn ranglega ávarpaöur
með ,,s” i endann — Ó, Jesú bróö-
ir besti. Otgefendur sálmabóka,
allt frá tfmum Leirgerðar til
vorra daga, hafa aö sjálfsögðu
jafnlitinn rétt til aö eyöi
leggja kveöskap með snobbi niður
á viö og súfragettur til að eyöi-
leggja málsmekk þjóöarinnar i
nafni kjarabaráttu — „Gudda
skrifstofumaöur.”
Þar sem listamenn lifa á list
sinni dugir ekki annaö en að
framleiða seljanlega vöru. 1
Bandarikjunum skrifa rithöfund-
ar t.d. firnin öll af greinum um
hin aöskiljanlegustu málefni fyrir
blöö og timarit, sem borga vel,
feröast um og halda fyrirlestra i
háskólum, kvenfélögum og
rótarýklúbbum, og skrifa svo
eináog eina skáldsögu á milli. Og
tónskáldin semja tónlist fyrir
kvikmyndir, sjónvarpsauglýsing-
ar og hvern þann annan, sem vih
borga. Mér skilst aö Gunnar
Reynir Sveinsson lifi á þvi aö
skrifa tónlist, og liklega bera verk
hans þess nokkur merki: þau eru
ekki, held ég, samin fyrir önnur
tónskáld, heldur fyrir venjulega
áheyrendur, og þess vegna eru
þau áheyrileg— náttúrlegtónlist,
sem sumir kalla. En auk þess
bera verk Gunnars Reynis með
sér uppruna skáidsins I „Ufandi
tónlist”, þar sem fimir og fljót-
huga hljóöfæraleikarar bjóöa tón-
listargyðjunni upp i snúning.
Sigurður Steinþórsson 7-9-
Tönn
dagsins
Kristján B. Þórarinsson skrifar
Er brestur í
kærleiksvið-
leitninni?
■ Svo langtsem menn þekkja
til hefur m'aðurinn „trúað”.
Þessi trú hefur veriö i ýmsum
myndum, svo sem trú á ýmsa
menn, sem siöar hafa verið
kenndir við, trúarbrögð t.d.
Búdda, Muhamed, LUther
o.s.frv. Liklegt má teljá aö
flest ef ekki öll trúarbrögö séu
sprottin af þörf manna fyrir
hið fullkomna, þar sem viö
mennirnir litum svo á að eng-
inn okkarséaö ölluleytigalla-
laus.
Af þessu hlýtur m aöurinn aö
leiöa hugann að þvi, á tímum
eins og nú eru, þegar hugsun
og athafnir manna beinast
mest að auö og völdum, hvort
tilýmissa trúnaðarstarfa velj-
ast ekki menn, með „meiri”
galla en nauösynlegt er, og
hinir sem „minni” galla hafa,
lendi utan trúnaöarstarfans.
Ég hef tekiö eftir þvi aö á
undangengnum árum hafa
menn gert veitingu trúnaöar-
starfa í þjóöfélaginu að tor-
tryggnis-umræöuefni. Um-
ræöa þessi ferað mestufram i
litilsviröingartón, á forsiðum
dagblaðanna, sem er aö minu
viti miður, þvi sú hætta sem
þvi fylgir gæti skaöaö, þann
sem starfið hlýtur að lokum.
Menn deila oftast um
menntun, og þá helst hvaö
menn hafa lokiö mörgum
prófum i þessu og þessu fag-
inu, og sá sem flestar próf-
gráðurnar hefur gæti talist
liklegur til starfsins þó vitað
sé aö ekki fari alltaf saman
menntun og vit. Vitur maður
sem ekki hefur fullt fangið af
prófgráöum, getur áorkað
meiru en maöur sem hefur
hæstu háskólagráöur, ef hann
hefur ekki vit til aö nýta þá
þekkingu sem hann býr yfir.
Ég er þeirrar skoöunar aö oft-
ast gleymast mannkostirnir
en þvi sem miöur hefur farið
er hampaö.
Trúin á rætni og hiö illa vik-
ur oft fyrir hinu sem er æöra,
viö mannanna böm fóðrumst
of mikið á niðrandi orðum um
náungann. Ég les sjaldan, þá
varla nokkurntima, i blöðum
þar sem talað er um aö hann,
eða hún sé góö(ur), sé þægi-
leg(ur) iviðmótio.s.frv. nema
i eftirmælum. Þetta á við fjcfl-
miöla almennt, eins heyrir
maður i viöræöum viö fólk aö
þvihættiroftast til hins sama.
Þeir sem hvaö dyggast eiga
að ganga fram i aö innræta
góöa hegöun og siöi, eru aö
sjálfsögöu okkar kæra presta-
stétt. En nú aö nýlokinni kosn-
ingu biskups yfir Islandi,
kveöur viö úr þeirri áttinni óá-
nægja þeirra sem gerst vita
hvernig góðu megi koma til
leiöar. Ég ætla ekki aö leggja
neinn dóm á hvaö sé rétt eða
rangt i þeim deilum sem fjöl-
miðlunum ætlar að takast aö
magna upp meöal nokkurra
manna. Hvemig skyldi nú syni
trésmiösins frá Nasaret hafa
liöið ef postularnir hans hefðu
ekki kunnaö aö rétta hina
kinnina. Ég vil aö lokum óska
þess aö boðberar kærleikans
leggi niður deilur en sameinist
i þvi að vinna starfa sinum
brautargengi i hinum myrka
heimi metorðanna. Ég vil
flytja fráfarandi biskupi Sig-
urbimi Einarssyni og konu
hans bestu óskir um gæfurika
framtiö, einnig tek ég með
heilum hug á móti okkar nýja
biskupi Pétri Sigurgeirssyni
ogkonu hans, og vona aöþeim
megi auönast aö auka ljós
kærleikans i hjörtum okkar ts-
lendinga, þvi ekki vil ég trúa
ööru en aö margir vonarneist-
ar brenni hér á okkar kæra
landi.
Kristján B. Þórarinsson.
■ Herra Sigurbjörn Einars-
son, biskup.
■ Séra Pétur Sigurgeirsson,
sem tekur viö biskupsembætti
af herra Sigurbirni Einars-
syni.