Tíminn - 18.09.1981, Blaðsíða 24
VARAHLUTIR
Sendum um land allt
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
Simi<91)7- 75-51, (91)7-80-30.
Skemmuvegi 20
Kópavogi
HEDD HF.
Mikið úrval
Opið virka daga
919 • Laugar-
daga 10-16
HEDD HF.
Gagnkvæmt
tryggingaféJag
9*
Fjórhjóladrifnar dráttarvélar
70 og 90 ha.
Kynnið ykkur verð og kosti
BELARUS
Guöbjörn Guðjónsson
hcildverslun
1*
-n------^^frJj^*
.-~—.................w^....,,. -:-•¦¦¦:, ¦. ¦¦¦¦-.-¦¦
¦ ~T~T^ n....™......r*,. .......
lÍZ&S&Bxgm&'
fffi&Bf*******.
———^^^—imhiiihi j i„.,Ili :;**¦.: ..... - . ¦——fcMiMi.m....._ -— ¦ ¦ ¦¦ . . ,¦„.-.:.::- ¦BHSHEXMHHHHBlIHMBMMHKBHHnH^HHHM«HUMn«B
¦ Hús verslunarinnar. Innfelldu myndirnar eru af Páli Trausta Jörundssyni verkstjóra, kjötinu og brennivlninu, sem Páll ætlaði aö
nota til aö tæla hrafninn.. Tlmamynd.: Guðjón.
Klókur krummi gerdi byggingarmönnum líf id leitt:
LÉT EKKI GABBAST MEÐ
BRENNIVÍNI OG KJÖTI
— rabbad vid Pál T. Jörundsson, verkstjóra við Hús verslunarinnar
¦ „Jú, vist er það skemmtileg
tilfinning að sjá vinnupallana
hverfa utan af húsinu. Maður er
búinn að vera við þetta siðan i
nóvember 1978. Við ætlum okkur
að klára að ganga frá húsinu að
utan núna fyrir veturinn, svo það
má reikna með þvi að fólk fari
hvað úr hverju að geta gert sér i
hugarlund, hvernig húsið kemur
til með að lita út endanlega,"
sagði Páll Trausti Jörundsson,
verkstjóri við Hús verslunar-
innar, sem nú er verift að rifa
vinnupallana utan af.
„Vissulega skeður alltaf eitt-
hvað skemmtilegt þegar verið er
dropar
að byggja svona stórt hús. Þegar
við komum til vinnu aftur eftir
sumarfri þá veittum við þvi at-
hygli að kittið i gluggunum var
viða horfið að mestu leyti. Okkur
datt náttúrlega fyrst i hug að sólin
hefði eytt þvi og héldum þá að það
yrði að skipta um kitti i öllum
gluggum hússins. En til að vera
vissir i okkar sök, þá sendum við
kittið til rannsóknar hjá Rann-
sóknarstofnun byggingar-
iðnaðarins. Þar fundu þeir ekkert
óvenjulegt við það. Svo við
neyddumst til aö senda það utan
til nánari rannsóknar.
Meðan við biðum niður-
stöðunnar á rannsókninni úti fór
ég að veita stórum svörtum
hrafni, sem var alltaf á flugi
hérna við húsiö, athygli. Hann
hafði fyrir sið, þegar hann hélt að
enginn sæi til, að spegla sig i
rúðunum hérna hjá okkur, voða-
lega rogginn og ánægður með
sjálfan sig og ekki af ástæðulausu,
þvi hann er mjög fallegur. En
milli þess að hann dáðist að
sjálfum sér kroppaði hann i kittiö
og þótti greinilega gott að japla á
þvi."
„Vegna þess að þessi góði
gestur okkar var svo sólginn i
kittið, og við vildum ekki drepa
hann, gerðum við ráðstafanir til
að ná honum. útiá vinnupallinum
komum við fyrir tveimur dósum
með brennivini og nokkrum kjöt-
bitum sem við ætluðum að tæla
hann með. En hrafninn virðist
hafa séð við þessu bragði okkar
og flogið á braut. Ætli hann sé
ekki i berjamó núna. Allavega
hefur hann ekki sést hér i marga
daga.
Svo er lika mjög skemmtilegt
að vinna svona hátt uppi. útsýnið
af efstu hæðunum er óviðjafnan-
legt. Það sést yfir alla borgina og
fjöllin hér i kring blasa við hvert
sem maður litur." _sj0
„Lancl og
synir" seld
til Banda-
ríkjanna
¦ Nú herma fregnir að
bandaríska sjónvarpstöð-
in PBS hafi latið i Ijós á-
huga á því að kaupa rétt-
inn til að sýna kvikmynd-
ina „Land og syni" l sjón-
varpi vestan hafs.
Samningaumleitanir
munu nú standa yfir og
eru aðstandendur tsfilm
h.f. hinir bjartsýnustu á
árangur, enda leitaði
bandaríska fyrirtækið til
þeirra að fyrra bragði.
Að vfsu mun PBS ekki
borga jafn vel fyrir briís-
ann og stóru stöðvarnar
CBS.ABC og NBC, en þó
er talið að um dálaglega
summu verði að ræða.
Þess má svo geta að nú
þegar er búið að koma
myndinni „Land og
synir" á markað i Bret-
landi og Astraliu.
Ódauðlegar
bókmenntir
Matta
¦ Matthfas Jóhannes-
sen, ritstjóri Morgun-
blaðsins, birti eitt af ó-
-dauðlegum skáidverkum
sinum á leiðarasiðu blaðs
sins i gær. Af einhverjum
ástæðum sá útvarpið ekki
ástæðu til að lesa upp úr
þessu leiðarakorni i gær-
morgun. Það kynni þvi að
hafa farið fram hjá ein-
hverjum, sem auðvitað
væri meiriháttar bók-
menntaslys. Þess vegna
birtist Matta-leiðarinn
hér i heild sinni:
„Eitthvert steinbarn er
að bjástra við aö skrifa
leiðaraómynd i Tima-
garminn i gær. ómyndin
er frá fjórða áratugnum,
dregin upp úr saltpækli
framsóknar-
maddömunnar. Það
þykja ókræsilegar
traktéringar. I hálfa öld
hefur ekkert breyst i
hrútakofa framsóknar,
þar er Þórarinn en að
stangast á við sjálfan sig.
Leiðarakornið fjallar um
vonsku danskra kaup-
manna og Morgunblaðið.
Nú spyrja allir: Hvenær
fæðir Timinn steinbarnið,
svo að það veröi Hft í
hrútakofanum?"
HH
iFöstudagur 18. september 1981
fréttir
Tveir í gæslu-
varðhaldi í Kefla-
vík/ vegna fíkni-
efnamáls
¦ Rúmlega tvftugur
maður var i gær úr-
skurðaður i 10 daga
gæslu varðhald I
Keflavik, vegna rann-
sóknar á fikniefna-
máli, sem þar kom
upp'fyrr i vikunni. Síð-
an á þriðjudag, hefur
annar maður, 24 ára
gamall, setið i gæslu
vegna sama máls.
óskar
Þórmundsson, ffkni-
efnalögreglumaður i
Keflavik,
sagði rannsókn-
ina vera I futlum gangi
og að fljótlega væri að
vænta frétta af
málinu. —Sjó.
Reiðhjólaslysum
fjölgað verulega
¦ A fyrstu átta
mánuðum þessa árs
voru 12 dauðaslys i
umferðinni, hér á
landi. A sama tima i
fyrra voru þau 19. Slys
með meiðslum voru
317 og voru það einnig
i fyrra. Slysum með
meiri háttar meiðsl-
um hefur fækkað
verulega frá i fyrra.
Þá voru þau 213, en nú
165. A fyrstu átta
mánuðum þessa árs
hafa 139 verið lagðir á
sjúkrahús, vegna um-
ferðárslysa, en á
sama tima i fyrra
voru 164 sem þurfti að
leggja inn á sjúkrahús
af þeirra sökum.
Reiðhjólaslysum
hefur fjöigað mikið frá
i fyrra, nú voru þau 42
á fyrstu átta mánuð-
unum ársins en 30 árið
1980. —Sjó.
Á slysadeild eftir
árekstur
¦ Einn var fluttur á
slysadeild eftir harðan
árekstur, milli fólks-
bfls úr Kópavoginum
og strætisvagns, á
gatnamótum Kringlu-
mýrarbrautar og
Sléttuvegar, sfðdegis i
gær.
Lögreglan i Reykja-
vfk vissi ekki hversu
alvarlega, sá sem
fluttur var á slysa-
deild, var slasaður.
I
Krummi...
sér það haft eftir
f angelsistjóranum á
Litla-Hrauni að þar se'
,,sementið girt af — ekki
fangarnir". Þaö er senni-
Iega vegna þess að
sementið er strokgjarn-
ara en fangarnir.