Tíminn - 18.09.1981, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.09.1981, Blaðsíða 7
Föstudagur 18. september 1981 7 erlent yfirlit ■ CALVO Sotelo forsætisráðherra Spánar mun innanti&ar fara þess á leit viö þingið, aö þaö samþykki dsk um, aö Spánn fái aöild aö Atl- antshafsbandalaginu. Formlega beiöni mun Sotelo ekki leggja fram fyrr en hann er búinn að fá umrætt samþykki þingsins. Ríkisstjórn Sotelos er minni- hlutastjórn Miðflokkabandalags- ins sem hefur 145 þingmenn, en þingmann eru alls 300. Stjórnin styöst viö ýmsa smáflokka til hægri og liklegt þykir, að þeir styöji aöildarbeiönina. Hins veg- ar er enn ekki fullvist, að allir þingmenn Miðflokkabandalags- ins séu henni fylgjandi. Bæði Sósialistaflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn hafa tek- ið afstöðu gegn aðildinni. Bregö- ist einhverjir af þingmönnum Miðflokkabandalagsins, getur það reynzt hæpið, hvort aöildar- beiðnin verður samþykkt. Þessi vafi hefur aukizt við þaö, að Fernandez Ordonez dóms- málaráðherra baðst nýlega lausnar og neitaði að gegna em- bætti áfram um stund, þótt Sotelo bæði hann um það. Sotelo mun hafa i huga að endurskipuleggja stjórn sina og vildi fá Ordonez til að fresta brottför sinni þangað til. Ordonez vann sér gott orö, þeg- ar hann kom fram hjónaskilnaö- arlöggjöfinni, en það heyrði undir ■ Sotelo forsætisráöherra og konungshjónin Fá Spánverjar aðild að Nato? Óvíst um afstöðu þingsins í Madrid ráðuneyti hans að koma henni i gegnum þingið. Siðan hafa hægri menn i Miðflokkabandalaginu haft horn i siðu hans. Getgátur herma, að Ordonez ætli aö gerast leiötogi frjálslyndari armsins i flokknum og að hann geti vel hugsað sér samstarf viö Sósíalistaflokkinn. Sumir frétta- skýrendur telja óvist að hann muni styðja beiðnina um aðild aö Atlantshafsbandalaginu Sami orðrómur gengur einnig um Adolfo Suarez, sem lét af for- sætisráðherraembættinu i fdirú- armánuði siðasl. eftir að hafa unnið sér góðan orðstir. Hægri menn i flokknum höföu hins vegar horn isiðu hans. Hann kaus þvi að draga sig ihlé og láta Sotelo taka við. Siðan hefur Suarez haft hægt um sig, en liklegt þykir þó, að hann eigi eftir að koma við sögu á ný. SOTELO er sagður ákveöinn i þvi að fá aðildarbeiðnina sam- þykkta. Hann telur aö aðild að Atlantshafsbandalaginu muni bæta aðstöðu Spánar til að fá aö- ild að Efnahagsbandalagi Evrópu, en það mál hefur strand- að a.m.k. i bili og veldur þar mestu afstaða Frakka. Sotelo telur einnig að þátttaka i Atlantshafsbandalaginu muni styrkja lýðræðiö i sessi á Spáni. Hershöfðingjar þar muni siöur reyna að gera byltingu eftir að þeir fara að starfa með stéttar- bræörumsinumi Nato-löndunum. Aðrir benda á, að þetta hafi ekki hindrað valdatöku hershöfð- ingja i Grikklandi og Tyrklandi. Felipe Gonzalez, leiðtogi Sósialistaflokksins, segist ekki mótfallinn Atlantshafsbandalag- inu, en þó telji hann, að Spánn eigi ekki að vera i þvi. Hann leggur mikla áherzlu á samvinnu Spánar og ri'kjanna i latnesku Ameriku. Aðild Spánar að Atlantshafs- bandalaginu gæti torveldaö þessa samvinnu og einnig samvinnu Spánar við Afrikurikin. Gonzalez telur einnig, að sú hætta geti fylgt aðild að Atlants- hafsbandalaginu, að Spánn drag- ist inn i átök utan Evrópu. Bandarikin hafa nú herstöðvar á Spáni samkvæmt sérstökum samningi, sem bráðlega fellur úr gildi. Gonzalez segist ekki and- vigur þvi, að sá samningur veröi endurnýjaður, en þó tryggt að kjarnorkuvopn veröi ekki á Spáni. EINS OG áður er vikið að, verð- ur þess vart lengi að biða, aö þingið í Madrid taki afstööu til þess, hvort Spánn ferfram á að fá aðild að Atlantshafsbandalaginu. Liklegt þykir aö slik beiðni myndi ekki sæta andstöðu hjá bandalaginu, en öll aðildarrikin þurfa að samþykkja hana. Dómar hafa enn ekki verið kveðnir upp i málum hershöfð- ingjanna, sem gerðu byltingartil- raun á siðastl. vetri og höföu þingiö þá i haldi næturlangt. Handhafar ákæruvaldsins hafa krafizt að aðalforsprakkarnir verði dæmdir i 30 ára fangelsi. Ýmis sólarmerki þykja benda til þess, að það sé siöur en svo úti- lokað, að hershöfðingjarnir eigi eftir að gera nýja tilraun til valdaráns. Nýjustu upplýsingar sýna.aö litlu munaöi, aö þeim •tækist byltingartilraun i vetur. Jóhann Karl konungur fékk vitneskju um hana á siðustu stundu, þegar hershöfðingjarnir voru að undirbúa tilkynningu þessefnis^ð hann væri byltingar- tilrauninni samþykkur. Hefði konungur i kki tekiö snarlega i taumana, hefði tilraunin senni- lega heppnazt. Óttinn við ihlutun hersins setur svip á stjórnmálaástandið á Spáni. M.a. fer Sósialistaflokkur- inn sér gætilegar en ella, en traust á honum virðist þó fara vaxandi. Skoðanakannanir spá, að hann yröi stærsti flokkur Spán- ar, ef kosið væri nú. ■ Felipe Gonzalez Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar fréttir ■ Alexander Haig Haig ver vopnasölu til Saudi-Araba ■ Alexander Haig, utanrikis- ráðherra Bandarikjanna, end- urtók i gær fyrri fullyrðingar sinar um aö friði i Mið-Austur- -löndum stafaði enn veruleg ógn af athöfnum Sovétmanna. bessar endurteknu fullyrðing- ar ráðherrans voru hluti af vitnisburði hans þegar hann kom fyrir utanrikistengsla- nefnd öldungadeildar banda- riska þingsins i gær, i þeim til- gangi að verja fyrirhugaöa vopnasölu Bandarikjamanna til Saudi Arabiu. Meðal þess sem fyrirhugað er að selja Saudi-Aröbum eru nokkrar Awacs radarflugvélar. Haig sagði að þessi fyrir- hugaði vopnasölusamningur, sem heíur fengið mikinn and- byr i fulltrúadeild bandariska þingsins, væri nauðsynlegur til þess að tryggja mikilvæga hagsmuni Bandarikjanna á svæði sem byggi við mikið óöryggi. Hann hélt þvi einnig fram, að ef Bandarikjamenn ynnu ekki af fullum hug með hverjum og einum vinveittum aðila á svæðinu, yrði niður- staðan óhjákvæmilega sú að öryggi ísraelsrikis yrði stefnt i mikla hættu. lsraelsmenn hafa mótmælt þessum fyrir- huguðu sölum á vigbúnaði harðlega og telja þær ógna öryggishagsmunum sinum. Haig sagði i gær að Banda- rikjamenn myndu eftir sem áður gera allt sem þeir gætu til að tryggja öryggi israel. Ef af þessum vopnasamn- ingum verður, munu Banda- rikjamenn selja Saudi-Aröb- um vigbúnað fyrir sem nemur átta þúsund og fimm hundruð milljónum bandarikjadala. Bandariska þingiö á þó eftir að gefa samþykki sitt fyrir þvi að samningur þessi verði gerður. Sprengdu stöðvar PLO í loft upp ■ Mikil sprengin varð i gær i hafnarborg i suðurhluta Libanon og eyðilagði hún höf- uðstöðvar frelsishreyfingar Palestinu, PLO, i þessum landshluta. 1 fregnum þaðan segir að um tuttugu manns hafi týnt lifi i sprengingunni og um áttatiu hafi slasast. Talsmenn PLO i borginni segja að sprengingunni, sem varð i miðborg hafnarborgar- innar, hafi valdið bifreið, sem hlaðin var meir en tvö hundr- uð pundum af sprengiefni. Nokkrar aðrar byggingar i nágrenni höfuðstöðva PLO skemmdust illa og tugir bif- reiða eyðilögðust við spreng- ínguna. Litt þekkt hreyfing, sem kallar sig frelsishreyfingu Libanon (Front For The Liberation Of Libanon), hefur lýst ábyrgð á sprengingunni á hendur sér. Sagðist hreyfingin einnig hafa framið annað sprengitilræði i verksmiðju skammtfrá Beirút, höfuðborg Libanon, þar sem tiu manns týndu lifi. Otvarpsstöð PLO i Libanon sagði i gær að þessi hreyfing væri ekki til, heldur væri hún notuð til þess að blekkja fólk, þvi i raun væri það leyni- þjónusta Israela og aðrir Isra- elsmenn sem stæðu að baki þessari hryðjuverkastarfsemí. Ráku hermálafulltrúann ■ Sovéski sendiherrann i Egyptalandi, sem rikisstjórn Sadat, Egyptalandsforseta sakaði um undirróðursstarf- semi gegn stjórnvöldum landsins, fór áleiðis til Sovét- rikjanna i gær. 1 för með sendiherranum i gær voru sex aðrir embættismenn sendi- ráðsins og tveir soveskir blaðamenn. Sovéska fréttastofan TASS skýröi frá þvi i gær að her- málafulltrúa egypska sendi- ráðsins i Moskvu og starfsliði hans hefði verið visað úr landi og eigi það að vera á brott innan sjö daga. Egypsk stjórnvöld höfðu þegar lýst yfir þeirri ætlan sinni að kalla fulltrúann og lið hans heim, svo og að loka hermálaskrifstofu Sovét- manna i Kairó. INDLAND: Neðri deild indverska þingsins felldi i gær tillögu um vantraust á Indiru Ghandi og rikisstjórn hennar. Stjórnarandstaöan sem lagði fram vantrauststillöguna, byggöi hana á ásökunum um fjármálahneyksli. BARENTSHAF: Breskir björgunarmenn hafa nú byrjað björgun- arstarf úr sokknu skipi i Barentshafi, og er ætlun þeirra að ná úr flakinu farmi þess. Skipið sökk á árum siðari heimsstyrjaldar og farmurinn var gull, sem átti að vera greiðsla frá Sovétmönnum fyr- ir bandarisk vopn. BRETLAND: Frjálslyndi flokkurinn i Bretlandi samþykkti á flokksþingi sinu i gær að berjast gegn staðsetningu nýrra banda- riskra meðaldrægra eldflauga i Bretlandi, en NATO hefur nú uppi áætlanir um staðsetningu slikra flauga víöa um Evrópu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.