Tíminn - 18.09.1981, Blaðsíða 7
Föstudagur 18. september 1981
erlent yfirlit
erlendar fréttir
¦ CALVO Sotelo forsætisráðherra
Spánar mun innan tiðar fara þess
á leit við þingiö, að það samþykki
tísk um, aö Spánn fái aðild að Atl-
antshafsbandalaginu.
Formlega beiðni mun Sotelo
ekki leggja fram fyrr en hann er
búinn að fá umrætt samþykki
þingsins.
Rfkisstjorn Sotelos er minni-
hlutastjórn Miðflokkabandalags-
ins sem hefur 145 þingmenn, en
þingmenn eru alls 300. Stjórnin
styðst við ýmsa smáflokka til
hægri og liklegt þykir, að þeir
styðji aðildarbeiðnina. Hins veg-
ar er enn ekki fullvist, aö allir
þingmenn Miðflokkabandalags-
ins séu henni fylgjandi.
Bæði Sósialistaflokkurinn og
Kommúnistaflokkurinn hafa tek-
ið afstöðu gegn aðildinni. Bregð-
ist einhverjir af þingmönnum
Miðflokkabandalagsins, getur
það reynzt hæpið, hvort aðildar-
beiðnin verður samþykkt.
bessi vafi hefur aukizt við það,
að Fernandez Ordonez dóms-
málaráðherra baðst nýlega
lausnar og neitaði að gegna em-
bætti áfram um stund, þótt Sotelo
bæði hann um það. Sotelo mun
hafa i huga að endurskipuleggja
stjórn sina og vildi fá Ordonez til
að fresta brottför sinni þangað til.
Ordonez vann sér gottorð, þeg-
ar hann kom fram hjónaskilnað-
arlöggjöfinni, en það heyrði undir
..... ..... ¦ ;j^v^iy^i
Sotelo forsætisráðherra og konungshjónin
Fá Spánverjar
aðild að Nato?
Óvíst um afstöðu þingsins í Madrid
ráðuneyti hans að koma henni i
gegnum þingið. Siðan hafa hægri
menn i Miðflokkabandalaginu
haft horn i siðu hans. Getgátur
herma, að Ordonez ætli að gerast
leiðtogi frjálslyndari armsins i
flokknum og að hann geti vel
hugsað sér samstarf við
Sósialistaflokkinn. Sumir frétta-
skýrendur telja óvist að hann
muni styðja beiðnina um aðild
að Atlantshafsbandalaginu
Sami orðrómur gengur einnig
um Adolfo Suarez, sem lét af for-
sætisráðherraembættinu i febrú-
armánuði siðasl. eftir að hafa
unnið sér góðan orðstir. Hægri
menn i flokknum höföu hins vegar
horn i s iðu hans. H ann kau s þv í að
draga sig ihlé og láta Sotelo taka
við. Sffian hefur Suarez haft hægt
um sig, en liklegt þykir þó, að
hann eigi eftir að koma við sögu á
ný.
SOTELO er sagður ákveðinn i
þvi að fá aðildarbeiðnina sam-
þykkta. Hann telur að aðild að
Atlantshafsbandalaginu muni
bæta aðstöðu Spánar til aö fá að-
ild að Efnahagsbandalagi
Evrópu, en það mál hefur strand-
að a.m.k. i bili og veldur þar
mestu afstaöa Frakka.
Sotelo telur einnig að þátttaka i
Atlantshafsbandalaginu muni
styrkja lýðræðið i sessi á Spáni.
Hershöfðingjar þar muni siður
reyna að gera byltingu eftir að
þeir fara að starfa með stéttar-
bræðrumsinumi Nato-löndunum.
Aðrir benda á, að þetta hafi
ekki hindrað valdatöku hershöfð-
ingja i Grikklandi og Tyrklandi.
Felipe Gonzalez, leiðtogi
Sósíalistaflokksins, segist ekki
mótfallinn Atlantshafsbandalag-
inu, e n þó telji hann, að Spánn eigi
ekki að vera i þvi. Hann leggur
mikla áherzlu á samvinnu Spánar
og ri'kjanna i latnesku Ameriku.
Aðild Spánar að Atlantshafs-
bandalaginu gæti torveldaö þessa
samvinnu og einnig samvinnu
Spánar við Afrfkurikin.
Gonzalez telur einnig, að sú
hætta geti fylgt aðild að Atlants-
hafsbandalaginu, að Spánn drag-
ist inn i átök utan Evrópu.
Bandarikin hafa nú herstöðvar
á Spáni samkvæmt sérstökum
samningi, sem bráðlega fellur Ur
gildi. Gonzalez segist ekki and-
vigur þvi, að sá samningur verði
endurnýjaður, en þó tryggt að
kjarnorkuvopn verði ekki á
Spani.
EINS OG áður er vikið aö, verð-
ur þess vart lengi að bfða, aö
þingið í Madrid taki afstöðu til
þess, hvort Spánn fer fram á að fá
aðild að Atlantshafsbandalaginu.
Liklegt þykir að slik beiðni
myndi ekki sæta andstöðu hjá
bandalaginu, en öll aðildarrikin
þurfa að samþykkja hana.
Dómar hafa enn ekki verið
kveðnir upp i málum hershöfð-
ingjanna, sem gerðu byltingartil-
raun á siðastl. vetri og höfðu
þingið þa i haldi næturlangt.
Handhafar ákæruvaldsins hafa
krafizt að aðalforsprakkarnir
verði dæmdir i 30 ára fangelsi.
Ýmis sólarmerki þykja benda
til þess, að það sé siðúr en svo Uti-
lokað, að hershöfðingjarnir eigi
eftir að gera nýja tilraun til
valdaráns. Nýjustu upplýsingar
sýna, að litlu munaöi, að þeim
¦tækist byltingartilraun i vetur.
Jóhann Karl konungur fékk
vitneskju um hana á siðustu
stundu, þegar hershöfðingjarnir
voru að undirbua tilkynningu
þess efnis^ð hann væri byltingar-
tilra.uninni samþykkur. Hefði
konungur ekki tekið snarlega i
taumana, hefði tilraunin senni-
lega heppnazt.
Óttinn við fhlutun hersins setur
svip á stjórnmálaástandið á
Spáni. M.a. fer Sósialistaflokkur-
inn sér gætilegar en ella, en
traust á honum virðist þó fara
vaxandi. Skoðanakannanir spá,
að hann yröi stærsti flokkur Spán-
ar, ef kosið væri nU.
Felipe Gonzalez
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
Alexander Haig
Haig ver
vopnasölu til
Saudi-Araba
¦ Alexander Haig, utanrikis-
ráðherra Bandarikjanna, end-
urtók i gær fyrri fullyrðingar
sinarum aðfriði iMið-Austur-
löndum stafaði enn veruleg
ógn af athöfnum Sovétmanna.
Þessar endurteknu fullyrðing-
ar ráðherrans voru hluti af
vitnisburði hans þegar hann
kom fyrir utanrikistengsla-
nefnd öldungadeildar banda-
riska þingsins i gær, i þeim til-
gangi að verja fyrirhugaða
vopnasölu Bandarikjamanna
til Saudi Arabiu. Meðal þess
sem fyrirhugað er að selja
Saudi-Aröbum eru nokkrar
Awacs radarflugvélar.
Haig sagði að þessi fyrir-
hugaði vopnasölusamningur,
sem hefur fengið mikinn and-
byr i fulltrúadeild bandariska
þingsins, væri nauðsynlegur
til þess að tryggja mikilvæga
hagsmuni Bandarikjanna á
svæði sem byggi við mikið
óöryggi. Hann hélt þvi einnig
fram, að ef Bandarikjamenn
ynnu ekki af fullum hug með
hverjum og einum vinveittum
aðila á svæðinu, yrði niður-
staðan óhjákvæmilega sú að
öryggi Israelsrikis yrði stefnt i
mikla hættu. Israelsmenn
hafa mótmælt þessum fyrir-
huguðu sölum á vigbúnaði
harðlega og telja þær ógna
öryggishagsmunum sinum.
Haig sagði i gær að Banda-
rikjamenn myndu eftir sem
áður gera allt sem þeir gætu
til að tryggja öryggi Israel.
Ef af þessum vopnasamn-
ingum verður, munu Banda-
rikjamenn selja Saudi-Aröb-
um vigbúnað fyrir sem nemur
átta þúsund og fimm hundruð
milljónum bandarikjadala.
Bandariska þingið á þó eftir
að gefa samþykki sitt fyrir þvi
að samningur þessi verði
gerður.
Sprengdu stöðvar
PLOíloftupp
¦ Mikil sprengin varð i gær i
hafnarborg i suðurhluta
Libanon og eyðilagði hún höf-
uðstöðvar frelsishreyfingar
Palestinu, PLO, i þessum
iandshluta. 1 fregnum þaðan
segir að um tuttugu manns
hafi týnt lifi i sprengingunni
og um áttatiu hafi slasast.
Talsmenn PLO i borginni
segja að sprengingunni, sem
varð i miðborg hafnarborgar-
innar, hafi valdið bifreið, sem
hlaðin var meir en tvö hundr-
uð pundum af sprengiefni.
Nokkrar aðrar byggingar i
nágrenni höfuðstöðva PLO
skemmdust illa og tugir bif-
reiða eyðilögðust við spreng-
ínguna.
Litt þekkt hreyfing, sem
kallar sig frelsishreyfingu
Libanon (Front For The
Liberation Of Libanon), hefur
lýst ábyrgð á sprengingunni á
hendur sér. Sagðist hreyfingin
einnig hafa framið annað
sprengitilræði i verksmiðju
skammt frá Beirút, höfuðborg
Libanon, þar sem tiu manns
týndu lifi.
Útvarpsstöð PLO i Libanon
sagði i gær að þessi hreyfing
væri ekki til, heldur væri hún
notuð til þess að blekkja fólk,
þvi i raun væri það leyni-
þjónusta Israela og aðrir Isra-
elsmenn sem stæðu að baki
þessari hryðjuverkastarfsemi.
Ráku hermálafulltrúann
¦ Sovéski sendiherrann i
Egyptalandi, sem rikisstjórn
Sadat, Egyptalandsforseta
sakaði um undirróðursstarf-
semi gegn stjórnvöldum
landsins, fór áleiðis til Sovét-
rikjanna i gær. I för með
sendiherranum i gær voru sex
aðrir embættismenn sendi-
ráðsins og tveir soveskir
blaðamenn.
Sovéska fréttastofan TASS
skýrði frá þvi i gær að her-
málafulltrúa egypska sendi-
ráðsins i Moskvu og starfsliði
hans hefði verið visað úr landi
og eigi það að vera á brott
innan sjö daga.
Egypsk stjórnvöld höfðu
þegar lýst yfir þeirri ætlan
sinni að kalla fulltrUann og lið
hans heim, svo og að loka
hermálaskrifstofu Sovét-
manna i Kairó.
INDLAND: Neðri deild indverska þingsins felldi i gær tillögu um
vantraust á Indiru Ghandi og rikisstjórn hennar. Stjórnarandstaðan
sem lagði fram vantrauststillöguna, byggði hana á ásökunum um
fjármálahneyksli.
BARENTSHAF: Breskir björgunarmenn hafa nU byrjað björgun-
arstarf Ur sokknu skipi i Barentshafi, og er ætlun þeirra aö ná Ur
flakinu farmi þess. Skipið sökk á árum siðari heimsstyrjaldar og
farmurinn var gull, sem átti að vera greiðsla frá Sovétmönnum fyr-
ir bandarisk vopn.
BRETLAND: Frjálslyndi flokkurinn i Bretlandi samþykkti á
flokksþingi sinu i gær að berjast' gegn staðsetningu nýrra banda-
riskra meðaldrægra eldflauga i Bretlandi, en NATO hefur nU uppi
áætlanir um staðsetningu slikra flauga viða um Evrópu.