Tíminn - 18.09.1981, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.09.1981, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 18. september 1981 dagskrá hljóðvarps og sjónvarps SNORRI STURLUSON Sjónvarpskvikmynd gerð af Ríkisútvarpinu-Sjónvarpi I samvinnu við danska og norska sjónvarpið ¦ Kvikmyndin SNORRI STURLUSON veröur sýnd i íslenska sjónvarpinu sunnudagskvöldin 20. og 27. september n.k. Myndin hefur þegar veriö sýnd í Danmörku og verður sýnd í Noregi í október. Rikisút- varpiö-Sjónvarp framleiö- ir myndina i samvinnu viö Danska sjónvarpið (DR) og Norska sjónvarpið (NRK). t SNORRA eru nafngreindir leikarar 39 talsins og fjölmargir aukaleikarar. t titilhlutverkinu er Siguröur Hallmarsson, Egill Olafsson leikur Sturlu Sighvats- son, Hjalti Rögnvaldsson leikur Gizur Þorvaldsson, Rúrik Haraldsson leikur Þórö Sturlu- son, Kristbjörg Keld leikur Hall- veigu Ormsdóttur og Hallbera Snorradóttir er leikin af Helgu Jónsdóttur, Hallmar Sigurösson leikur Órækju Snorrason. Handritið að kvikmyndinni vann dr. Jónas Kristjánsson i samvinnu viö Þráin Bertelsson. Myndin um Snorra Sturluson skiptist i tvo hluta, sem hvor um sig er 78 minútur á lengd. Fyrri hlutinn hefst á prologus, sem dr. Kristján Eldjárn les. Þar er rakin saga Snorra frá þvi hann fæddist i Hvammi i Dölum áriö 1179 fram til ársins 1229. Atburðarás kvikmyndar- innar t fyrri hluta myndarinnar er fylgst meö Snorra og þeim atburöum sem tengdust honum frá 1229 til ársins 1234, en þá er Sturla Sighvatsson bróöursonur Snorra staddur viö hirð Hákonar konungs og tekur aö sér að leggja tsland undir konung og senda Snorra Sturluson utan á konungs- fund. Siðari hluti myndarinnar hefst árið 1236 um veturinn, er Sturla Sighvatsson er á.ferð að safna liði til að fara að Snorra föðurbróður sinum, en Sturla ætlar sjálfum sér meiri völd en öðrum mönnum á tslandi. Snorri heldur utan og dvelst hjá vini sinum Skúla hertoga Bárðar- syni, sem um þær mundir hyggur á uppreisn gegn tengdasyni sin- um Hákoni konungi. Meðan Snorri dvelst i Noregi berast þær blóði drifnu fregnir af tslandi, að stór orusta hafi verið háð á Orlygsstööum i Skagafiröi. Þar féll Sighvatur Sturluson bróðir Snorra ásamt Sturlu og þrem öörum sonum sinum fyrir sameinuðum herjum Gizurar Þorvaldssonar og Kolbeins unga. Snorri snýr aftur til tslands i banni konungs og sest að i riki sinu i Borgarfirði. Myndinni um Snorra Sturluson lýkur siðan þá dimmu aðfaranótt 23. sept. áriö 1241. Saga kvikmyndatökunnar Áður en upptaka hófst hafði mikið starf verið unnið viö undir- búning, hönnun og gerð leik- mynda, búninga og leikmuna o.fl. Kvikmyndun innanhússatriða lauk siðan 4. júli og var þá hafist handa við upptöku utanhúss- atriða i byrjun ágúst og tókst aö ljúka þvi verki fyrir lok mánaðar- ins. Þá tók við frágangur á töku- stöðum og svo eftirvinnsla myndarinnar, svo sem klipping og hljóðsetning, og ennfremur undirbúningur fyrir töku vetrar- atriða. Upptaka vetaratriða fór siöan fram i marsbyrjun 1981 og voru upptökudagar 4. Samtals urðu upptökudagar við gerð myndar- innar 49. Upptaka sjónvarpskvik- myndarinnar um Snorra Sturlu- son hófst i Saltvik á Kjalarnesi 27. mai 1980, en áður höfðu verið gerðar hinar nauðsynlegustu breytingar á útihúsum á staðnum þannig að notast mætti við þau sem kvikmyndaver við upptöku innanhússatriða. Erfitt er aö gera nákvæmlega grein fyrir þvi, hversu margir tóku þátt i gerð myndarinnar, en nafngreindir leikarar voru 39 talsins og aukaleikaralaun voru greidd fyrir 239 daga. í tækniliði myndarinnar starfaði hátt á fjórða tug manna um lengri eða skemmri tima, en til tækniliðs teljast t.d. smiðir, hestasveinar, framkvæmdastjóri, leikmynda- teiknarar, klippari, hljóðmenn, kvikmyndatökumenn, leikstjóri, málarar o.fl. Upptaka utanhúss fór fram á ýmsum stööum: á Þingvelli, á Reykjanesi, i Mosfellssveit, i Þjórsárdal og viðar. Þegar upptökum lauk i mars- mánuði s.l. var aftur tekið til við að ganga frá klippingu, hljóðsetn- ingu, upptöku tónlistar og hljóð- blöndun. Endanleg filmuvinnsla, litgreining og gerð sýningarein- taks fór siðan fram hjá Anker- stjerna a/s i Kaupmannahöfn, en tónlist var tekin upp i Stúdió Stemmu h.f. i Reykjavik. Hallbera Snorradóttir á Þingvöllum 1229. He Dagskrá útvarps vikuna 20.-26. september útvarp Sunnudagur 20. september 8.00 Morgunandakt Biskup tslands, herra Sigurbjörn Einarsson, flytur ritningar- orð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15Veðurfregnir. Forustugr. dagb'. (utdr.). 8.36 Létt morgunlög The New-Abbey sinfóniuhljóm- sveitin leikur. Semprini leikur með á pianó og stjórnar. 9.00 Morguntónleikar a. Sinfóni'a i Dis-dúr eftir Frantisek Xaver Dusek. Kammersveitin i Prag leik- ur. b. Sellókonsert i G-dúr eftir Nicolo Porpora. Thomas Bless leikur með Ka mme rs vei ti nni i Pforzheim. Paul Angerer stjórnar. c. Sinfónia nr. 84 i Es-dúr eftir Joseph Haydn. Suisse Romandehljómsveit- in leikur, Ernest Ansermet stj. 10.00 fréttir. 10.10 Veðurfregn- ir. 10.25 trt og suður: Umsón: Friðrik Páll Jónsson. 11.00 Frá prestvigslu i Dóm- kirkjunni Biskup tslands vigir guðfræðikandidatana Hönnu Mariu Pétursdóttur til Asaprestakalls i Skaftár- tungu, Guðna Þór Ólafsson sem farprest i Stykkishólmi og Kristin Agúst Friðfinns- son til Suöureyrarpresta- kalls I tsafjarðarprófast- dæmi. Vfgsluvottar: Séra Arni Pálsson, séra Gísli Kolbeins, séra Olafur Skiilason og séra Tómas Guðmundsson. Séra Hjalti Guðmundsson dómkirkju- prestur annast altarisbjón- ustu. Dtímkórinn syngur, organleikari er Marteinn H. Friðriksson. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 fréttir. 12.45 Veðurfregn- ir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Veldi Snorra Sturlusonar og hrun þess Samantekt i tilefni Snorramyndar sjón- varpsins. Helgi Þorláksson tók saman. 15.00 Miðdegistónleikar: Sinfóniuhljómsveit tslands leikur i útvarpssal Stjórn- andi: Jean-Pierre Jacquillat. Einleikarar: Nina G. Flyer og Allan Sternfeld. a. Sellökonsert op. 85 eftir Edward Elgar. b. Fantasi'a fyrir pianó og hljómsveit eftir Claude Debussy. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Staldrað við á Klaustri — 3. þáttur Jónas Jónasson ræðir við Þórarin Magniis- son fyrrum bónda. (Endur- tekinn þáttur Jónasar Jónassonar frá kvöldinu áö- ur). 17.05 Hugsað viö tdna Ingi- björg Þorbergs les frumort ljóð samin viö tónlist eftír Debussy, Chopin og Pro- kofflef. 17.20 A ferð Óli H. Þórðarson spjallar viö vegfarendur. 17.25 Kórsöngur: Selkórinn syngur i útvarpssal islensk og erlend lög, Ragnheiður Guðmundsdóttir stjórnar. 17.50 Hljómsveit Victors Silvesters leikur Iög eftir Richard Rodgers Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 fréttir. Tilkynningar. 19.25 Tíu indiánar Smásaga eftir Ernest. Hemingway i þýðingu önnu Mariu Þóris- dóttur. Róbert Arnfinnsson leikari les. 19.35 Þegar skátarnir komu Frá söguþáttur eftir Erling Daviösson. Höfundur fh/tur. 20.00 Harmonikuþáttur Kynnir: Bjarni Marteins- son. 20.30 Þau stóðu i sviðsljósinu Tólf þættir um þrettán islenska leikara. Ellefti þáttur: Gestur Pálsson. Stefán Baldursson tekur saman og kynnir. (Aður út- varpað 2. janúar 1977). 21.35 Einsöngur i útvarpssal Erlingur Vigfússon syngur erlend lög. ólafur Vignir Al- bertsson leikur með á pianó. 22.00 Vilhjáimur og Ellý Vilhjálms syngja lög eftir Sigfiís Halldórsson. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 „Dingullinn i brjósti þjóðarinnar"Smásaga eftir Jón frá Pálmholti, höfundur les. 23.00 Danslög 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Mánudagur 21. september 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.Séra Olfar Guðmunds- son fh/tur (á.v.d.v.) 7.15 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg- unorð Agnes M. Sigurðar- dóttir talar 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. landsmálabl. (utdr), Tón- leikar 9.00Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. „Zeppelin" eftir Tormod Haugen í þyðingu Þdru K. Arnadóttur: Árni Blandon byrjar lesturinn (1). 9.20Tónleikar. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Landbiínaðarmál Um- sjónarmaður: Ottar Geirs- son. Rætt er við Inga Tryggvason, nýkjörinn for- mann Stéttarsambands bænda. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfegn- ir 10.30 tslenskir einsöngvarar og kdrar syngja 11.00 Hvernig það atvikaðist að fingurbjörg gerðist himnafaðirinn Knútur R. Magniisson les úr btíkinni „Sögur af himnaföður" eftir Rainer Maria Rilke i þýð- ingu Hannesar Péturssonar. 11.15 Morguntónleikar Itzhak Perlman og Konunglega fil- harmoniusveitin i Lundún- um leika „Carmen-fanta- siu" op. 25 eftir Pablo de Sarasate: Lawrence Foster stj. / Ulrich Koch og út- varpshljómsveitín i Luxem- burg leika „Sonate per Grande Viola" eftir Niccolo Paganini:: Pierre Cao stj. / Nýja Sinfónfuhljómsveitin i Lundúnum leikur „Dans Macabre" op. 40 eftir Cam- illeSaint-Saensog „Mefisto- valsinn" eftir Franz Liszt: Alexander Gibson stj. 12.00 Dagskrá. Tónleik ar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Mánudagssyrpa — Ólafur Þórðarson 15.10 Miðdegissagan: „Fri- dagur fní Larsen" eftir Mörtu Christensen Guörún Ægisdóttir byrjar lestur eigin þýðingar. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttír. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Sfðdegistónleikar Arthur Grumiaux og Clara Haskil leika Fiðlusónötu i e-moll (K304) eftir Wolfgang Ama- deus Mozart/ Daniel Baren- boim og Énska kemmar- sveitin leika Pianókonsert i D-dúr eftir Ludwig van Beethoven. 17.20 Sagan: „Niu ára og ekki neitt" eftir Judy Blume Bryndis Viglundsdóttir les þýöingu sina (5) 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Fréttir Tilkynningar 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórssonn flytur þéttinn 19.40 Um daginn og veginn Þorbjörn Sigurðsson flytur þétt eftír Kristrúnu Guð- mundsdóttur i Hléskógum 20.00 Lög unga fólksins Hildur Eiriksdóttir kynnir. 21.30 Útvarpssagan: „Riddar- inn"eftir H.C. BrannertJlf- ur Hjörvar þýðir og les (6) 22.00 André Verchuren leikur létt lög með hljómsveit sinni 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Kelduhverfi — við ysta haf Fjórði þáttur Þórarins Björnssonar i Austurgarði um sveitina og sögu hennar. Auk hans koma fram i þætt- inum: Þorgeir Þórarinsson, Grásiðu, Jdhann Gunnars- son, Vikingavatni og átta þátttakendur i visnaþættí. 23.30 Kvöldtónleikar Frans- esco Albanese syngur itölsk lög með Sinfóniuhljdmsveit italska útvarpsins 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur 22. september 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg- unorð. Oddur Albertsson talar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.