Tíminn - 02.10.1981, Síða 8

Tíminn - 02.10.1981, Síða 8
8 Föstudagur 2. október 1981 Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sig . urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helaar-Timans: llluai Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrík Indriðason, 'Friða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Halldór Valdimarsson, Heiður Helga- dóttir, Jónas Guðmundsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Utlits- teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guð- jón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 1.8300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 5.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 85.00- Prentun: Blaðaprent h.f. Orsakir efna- hagsvandans ■ Eins og oft hefur verið rakið hér i blaðinu, glima vissar greinar útflutningsatvinnuveganna og samkeppnisiðnaðarins svonefnda við verulega rekstrarerfiðleika um þessar mundir. Nauðsyn- legt er, að unnið verði markvisst að þvi að leysa vanda þessa atvinnurekstrar. Fyrst er þá að gera sér grein fyrir þvi, hverjar orsakir hans eru. Framar öðru er það verðbólgan. Þótt verulega hafi áunnizt á þessu ári i viðureigninni við verð- bólguna, er hún enn alltof mikil og miklu meiri en i þeim löndum, sem við verzlum við. Af þessu leiðir, að kaupgjald hækkar örar og meira i krónutölu hjá okkur en viðkomandi þjóðum og vextir eru einnig miklu hærri. Vaxtakostnaðurinn er sérstaklega tilfinnanlegur hér vegna verðbólg- unnar. Til viðbótar þessu kemur það hjá iðnaðinum, að hann býr enn við lakari kjör en sjávarútvegur og landbúnaður i skattamálum og lánamálum. Þvi hefur verið marglofað af öllum flokkum að skapa iðnaðinum hliðstæð kjör og hinum aðalatvinnu- vegunum tveimur i þessum efnum, en það verið vanefnt fram að þessu. Loks eru svo ýmsir tilfallandi erfiðleikar, sem komið hafa til sögu á þessu ári hjá vissum at- vinnugreinum. Yfir þessa bráðabirgðaerfiðleika hefði vel mátt komast, ef verðbólgan stæði ekki i veginum. Tak- ist ekki að draga meira úr henni, verður ekki ráð- ið fram úr meginvanda atvinnurekstrarins, t.d. háum vöxtum og örum kauphækkunum, nema rétt til bráðabirgða eins og gert hefur verið með gengisfellingum og gengissigi á undangengnum árum með þeim afleiðingum, að verðbólgan hef- ur stöðugt verið að aukast. Gengislækkun Ýmsir tala enn um það, eins og leiðtogar stjórnarandstæðinga, að vanda atvinnurekstrar- ins megi leysa með einni gengisfellingunni enn. Reynslan sýnir þó ljóslega, að slikt er engin lækn- ing. Gengisfelling hækkar verðlagið og eykur þannig verðbólguna. Eftir stuttan tima er árang- ur hennar fyrir atvinnuvegina orðinn enginn, en verðbólgan hefur magnazt á þeim tima. Með þessu er ekki sagt, að gengislækkun komi aldrei til greina. Hún getur verið þáttur i viðtæk- ari ráðstöfunum, sem miða að þvi að eyða verð- bólguáhrifum hennar. Um þetta er nýlegt dæmi hjá Svium, sem hyggjast lækka söluskatt jafn- hliða gengislækkun. Ef ekki á að gefast upp við niðurfærslu verð- bólgunnar, er einhliða gengisfelling aðeins gálga- frestur, sem innan tiðar gerir illt verra. Hér þurfa að koma til margþættar samverkandi að- gerðir, ef leysa á vandann á raunhæfan hátt. Markið, sem stefna ber að, verður að vera það, að treysta atvinnuöryggi og kaupmátt launa, án þess að verðbólgan aukist á nýjan leik, heldur fari minnkandi. Þetta hefur rikisstjórninni tekizt undanfarið. Miklu skiptir að það haldist áfram. En slikt tekst ekki nema spyrnt verði við fótum á fleiri stöðum. þ þ i Wmmm „Vid réttum hjálparhönd” á Akureyri og um gervallan Eyjaf jörd laugardaginn 3. október: Látum brædraþel efla systrasel eftir Jón Arnþórsson ■ Viö höfum vanrækt skyldur velmegunar, sem viö búum aö i oröum sinum betri stakk en Hrafn okkar viö gamla fólkiö, sem þó dae> °8 þykjumst ekki geta án Sæmundsson, sem skrifaöi m.a. hefir búiö svo margt i hendur veriö. Ýmsir hafa orðiö til þess að eftirfarandi i Þjóöólf nýlega: okkur og gert okkur kleift aö benda á hvilikt vandræöaástand „öllum er kunnugt, að á undan- byggjá upp þaö neyslusamfélag rikir i þessum efnum, en fáir búiö förnum áratugum höfum viö ■ „Systrasel.” Vinnustofa verdlögd Fáein ord um vinnustofu Kjarvals Vinnustofa Kjarvals. ■jóhannes Sveinsson Kjarval listmálari var merkilegur maður (1885—1972). Hann starfaði að list sinni í Reykjavik frá 1922 og var talinn fremstur islenskra málara á sinni tið, skáld og rithöfundur þar á ofan, en siðast en ekki sist var hann mikill persónuleiki, og hann var partur af sál þessarar borgar, meðan hann liföi, var og hét. I stuttri blaðagrein er ekki auövelt aö gjöra grein fyrir Kjarval, fyrir þá sem ekki þekktu til hans. Ef til vill var hann lika margir menn, þvi flest- ir er honum kynntust, þó ekki væri nema örfáar minútur, fannst þeim eiginlega þekkja þennan meistara mjög mikið, og náið, og erþaöeingátani viöbótum þenn- an mann. Fyrstu árin i Reykjavik hafði Kjarval vinnustofu á rislofti i Austurstræti 12, en flutti svo ann- að, þegar kjör bötnuðu. Samt hélt hann fornum siðum og viimustof- unni og var eins við alla menn. Valtýr Pétursson, listmálari, þá barnungur sendisveinn, kynnt- ist Kjarval snemma og var oft i snúningum fyrir meistarann. Hann ritar á þessa leiö um Vinnu- stofu Kjarvals, m.a.: ,,Að koma á stofu til Kjarvals máist ekki úr minningu manns, sem þangað lagði leið sina. Sá, er eitt sinn leit inn til málarans á efstu hæöinni i Austurstæti 12, átti raunverulega ekki þaðan aftur- kvæmt samur maöur. Það, sem þar var innan veggja, festist svo rækilega i vitundinni, enda þeir straumar og það andrúmsloft, sem þar rikti, vart af þessum heimi. Furöuveröld um alla veggi og dýröleg málverk hér og þar um alla stofuna. A trönum óklár- aö málverk, kistill með gómsæt- um flatkökum og hönk af hákarli og siðast en ekki sfst húsbondinn, sjálfur málarinn, klæddur vinnu- úlpu með barðamikinn hatt á höfði, pensil i munni og litaspjald i hendi. Hér var unnið” Þótt hér hafi verið látið að þvi liggja, að margir menn ofmeti kynni sin af meistara Kjarval, hygg ég að það eigi aðrar rætur, en hina venjulegu, þegar menn gorta af kynnum sinum við merka menn. Kjarval var aðeins svo áhrifarikur persónuleiki, að örfá orð urðu ógleymanleg. Og fullyrða má að þótt hann hafi málað betri myndir en aðrir menn, þáskila þær myndir aðeins broti af meistara Kjarval til kom- andi kynslóða. Alveg eins og

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.