Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 6
6 5. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR Tvöfaldir Vildarpunktar T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA \ 9 08 00 68 Notar þú þriðju kynslóðar (3G) farsímatækni? Já 12% Nei 88% SPURNING DAGSINS Í DAG: Vilt þú láta taka upp evru á Íslandi? Segðu skoðun þína á visir.is UPPLÝSINGAR Persónuvernd telur að gæta eiga betur að einkalífs- vernd þeirra sem nefndir eru í dómum í sakamálum. Þetta kemur fram í umsögn Persónuverndar um nýtt frum- varp um meðferð sakamála sem Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra hefur lagt fram. „Eins og gefur að skilja verður ekki undan því vikist að afhenda upplýsingar um þá háttsemi sem ákært er fyrir. Að öðru leyti eru upplýsingar af viðkvæmu tagi, sem er að finna í gögnum frá dómstólum, til dæmis um heilsu- hagi, oft og einatt þess eðlis að rétt er að afmá þær úr gögnum dómstóla áður en þau eru afhent utanaðkomandi aðilum eða birt opinberlega,“ segir í umögn Per- sónuverndar. „Er þá eðlilegt að litið sé til þess hvort þær séu nauðsynlegar þeim sem fær gögn afhent – eða kynnir sér dóm á til dæmis vefsíðu – til að átta sig á því hvers vegna dómstóll hafi komist að tiltekinni niðurstöðu.“ Sem dæmi um tilvik þar sem reynt geti á þetta atriði nefnir Persónuvernd þegar í dómum eru birtar mjög ítarlegar heilsufars- upplýsingar, svo sem um andlegt heilsufar hins ákærða eða áverka brota- þola í smæstu smáatriðum. „Er þá álitamál hvort í raun þurfi að veita aðgang að þess- um upplýsing- um til að utan- aðkomandi geti áttað sig á dómsforsendum,“ segir Persónuvernd og bætir við: „Að auki er það mikið álitamál hversu langt skuli ganga í að afhenda eða birta persónuauð- kenni sakborninga, brotaþola og vitna, svo sem nöfn og kennitölur, og hvort slíkt sé í raun almennt nauðsynlegt til að tilganginum með því að gera gögn dómstóla aðgengileg verði náð. Sé ákærði mjög ungur að árum getur verið sérstaklega umdeilanlegt að gera persónuaðkenni hans aðgengileg. Sé um að ræða sifjaspell getur og birting nafna og kennitalna verið mjög viðkvæm, en til þess og ýmissa fleiri atriða hefur raunar lengi verið litið við birtingu dóma hér á landi,“ segir stofnunin og bendir á að það séu viðkvæmar persónuupplýsingar hvort menn hafi verið grunaðir, kærðir, ákærðir eða dæmdir fyrir refsi- verðan verknað. Persónuvernd gerir sérstaka athugasemd við að í frumvarpi dómsmálaráðherra sé ekki getið um birtingu dóma á heimasíðum dómstólanna á netinu. „Í ljósi þess að slík birting hefur nú tíðk- ast um nokkurt skeið má hins vegar telja æskilegt að um hana sé fjallað í lögum um meðferð sakamála,“ segir stofnunin. gar@frettabladid.is Minna verði upplýst úr sakamáladómum Persónuvernd telur að draga eigi úr upplýsingagjöf til almennings úr dómum í sakamálum til að vernda einkalífshagsmuni þeirra sem þar eru nefndir. Ákær- ur og dómar fyrir refsiverða verknaði séu viðkvæmar persónuupplýsingar. HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Ákærðir menn í sakamálum vilja iðulega síður þekkjast eins og þessir sakborningar í Pólstjörnu- málinu. Persónuvernd segir álitamál hvort birta eigi nöfn manna í dómum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR SIGRÚN JÓHANNESDÓTTIR KJARAMÁL Lítið þokaðist á samningafundi Samtaka atvinnu- lífsins, SA, Flóabandalagsins og Starfsgreinasambandsins, SGS, hjá ríkissáttasemjara í gær. Næsti fundur hefur ekki verið boðaður fyrr en á fimmtudaginn. Á meðan ætla fulltrúar atvinnu- rekenda að ræða við önnur landssambönd innan ASÍ. „Þetta gengur alltof hægt, því miður,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar. Ekki hefur enn verið rætt um neinar launatölur heldur aðeins um samningsumgjörðina. Sigurður segir að atvinnurekend- ur hafi borið upp hugmynd um „ákveðna hugmyndafræði við sjálfan samninginn en ætluðu í framhaldinu að ræða það við önnur landssambönd“. - ghs Kjaraviðræðurnar: Vinnuveitendur ræða við aðra SRÍ LANKA, AP Íbúar Srí Lanka fögnuðu í gær 60 ára sjálfstæðis- afmæli þjóðarinnar. Þrátt fyrir hertar öryggisaðgerðir tókst þó ekki að koma í veg fyrir spreng- ingu í strætisvagni sem varð tólf manns að bana. Sautján manns særðust. Þúsundir hermanna stóðu vörð og var mörgum götum í höfuð- borginni Kólombó lokað. Sömu- leiðis var lokað fyrir sendingu smáskilaboða milli farsíma fram eftir morgni. Mahinda Rajapaksa, forseti Srí Lanka, sagði í sjónvarpsávarpi að efnahagsörðugleikar og vandamál tengd öryggi yrðu bráðlega að baki. Ítrekaði hann loforð stjórnar sinnar um að brjóta á bak aftur baráttu uppreisnar- manna Tamíltígra. - sdg Sprenging skyggði á hátíðina: Sjálfstæði á Srí Lanka í 60 ár KJÖRKASSINN SLÖKKVILIÐ Eldur kom upp í húsi númer 34 á Hverfisgötu síðdegis í gær. Það var mannlaust en úti- gangsmenn hafa haldið þar til. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins var sent á staðinn en tilkynning um brunann barst skömmu fyrir klukkan sex. „Þegar ég fór inn kom reykur út úr glugg- um á annarri og þriðju hæð,“ segir Jón Helgi Guðmundsson, varð- stjóri slökkviliðsins sem fór fyrst- ur inn. „Þá var eldur í gólfi og á veggjum en hann hafði ekki náð víða. Við vorum um það bil korter að slökkva eldinn. En þetta er gamalt hús og það getur leynst eldur í timbri hér og þar.“ Hann segir eldsupptök ekki liggja fyrir en ljóst sé að eldurinn kom upp á annarri hæð. Hverfisgötu var lokað meðan á slökkvistarfinu stóð. Nokkurn tíma tók að rífa gólf en þar undir þiljum leyndist nokkur eldur. Lögreglu- menn sem voru að rannsaka vett- vang tóku síðan eftir því að eldur hefði komið upp aftur milli þilja á annarri hæð og varð því slökkvilið- ið að koma öðru sinni. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem var lítils háttar að sögn slökkviliðsins. Ekki er langt síðan síðast kvikn- aði í þessu húsi en þá var talið að um íkveikju hefði verið að ræða. - jse Eldur kom upp í húsi númer 34 við Hverfisgötu í Reykjavík síðdegis í gær: Eldsvoði í afdrepi útigangsmanna REYKKAFARI TIL Í SLAGINN Húsið var fullt af reyk á annarri og þriðju hæð þegar slökkviliðið kom að. Víða leyndist eldur og glæður eins og verða vill þegar bruni kemur upp í gömlu húsi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SLYS „Þetta er nú ekki það versta sem ég hef lent í,“ segir Jón Árni Guðmundsson, 56 ára Selfyssing- ur sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar í fyrrakvöld eftir hafa velt vélsleða sínum við Landmannahelli. Eftir slysið þurfti Jón Árni að skríða með opið beinbrot á fótlegg í um það bil klukkustund að skála þar sem fólk hringdi eftir hjálp. Fyrir tilviljun var Flugbjörgunar- sveitin á Hellu á ferð í næsta skála og hlúðu vanir björgunarmenn því að Jóni þar til þyrlumenn fluttu hann á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð. Þótt Jón Árni geri lítið úr þrekraun sinni sver hann það af sér að vera harðjaxl heldur sé hann augljóslega mikill klaufi og nefnir því til stuðnings að þetta sé í þriðja sinn sem hann brotni á sama fótlegg. Hann hyggist fara í fleiri vélsleðaferðir eftir að fótur- inn hafi jafnað sig og búið sé að kaupa nýjan sleða. „Ég vil svo koma á framfæri innilegum þökkum til björgunar- mannanna í Flugbjörgunarsveit- inni á Hellu og svo auðvitað til þyrlumannanna,“ segir Jón Árni sem nú dvelur á Landspítalanum í Fossvogi. - kdk Maðurinn sem fluttur var með þyrlu eftir vélsleðaslys er á batavegi: Segist vera klaufi en ekki harðjaxl Á BATAVEGI EFTIR VÉLSLEÐASLYS Jón Árni Guðmundsson þakkar björg- unarsveitarmönnum og þyrlumönnum björgunina. Myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.