Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Sandra Erlingsdóttir dansar afró og hipphopp- dans fimm daga vikunnar og segir nauðsynlegt fyrir alla að dansa. „Ég var bara að koma heim frá Afríku núna í vikunni og búin að vera þar í heilan mánuð að læra meira í afróinu,“ segir Sandra Erlingsdóttir en hún er búin að dansa frá því hún man eftir sér og kennir bæði afródans og hipphopp í Kramhúsinu. „Ég hef alltaf verið í dansinum, var í djassballett þegar ég var yngri en færði mig yfir í hipphopp og afró þegar ég var svona fimmtán ára.“ Sandra var við nám í gullsmíði í New York í þrjú ár og komst þar í kynni við hipphoppið og var líka í dansskóla á kvöldin meðfram náminu. Eftir að hún kom heim frá New York fór hún að kenna dans og segir dansinn vera aðalatvinnu sína núna. „Ég var búin að æfa í Kramhúsinu síðan ég var fimmtán ára þannig að ég þekkti það vel og var búin að vera í afródansi í þrettán ár líka en allt hipphopp kemur út frá afró og maður á mun auðveldara að dansa hipphopp ef maður hefur prófað afródansinn áður,“ útskýrir Sandra og segir sömu grunnatriði í hipphopp-dansi og afródansinum, til dæmis það að vera alltaf boginn í hnjánum svo það sé auðveldara að hreyfa sig. Hún segir dansinn vera mjög góða hreyfingu og mælir með honum fyrir fólk á öllum aldri sem vill fá útrás fyrir daglegt amstur. „Þetta geta allir, í tímunum hjá mér er til dæmis fólk sem hefur aldrei dansað áður og er að pluma sig vel, en það byrjar auðvitað í byrjendahóp.“ Sandra segist dansa hipphopp undir áhrifum frá krump, dansstefnu sem á upptök sín í Los Angeles og snýst um að fá útrás fyrir reiði. „Krump er einn af nýjustu stílunum í hipphoppinu og er mun harðari en aðrir stílar. Krump er dansað við harðari hipphopp- tónlist, ekki við R&B tónlist og núna er ég til dæmis að dansa við tónlist eftir 50 Cent, Hi-Tec og Jay Dilla,“ útskýrir Sandra. Hún hefur verið dugleg að sækja æfingabúðir bæði í Afríku og New York til að halda sér við og segir ekki á döfinni að snúa sér að ein- hverju öðru. „Nei ég hætti aldrei að dansa. Maður heldur sér ungum í anda með því að dansa og þetta er nauðsynlegt fyrir alla til að fá útrás fyrir þetta dag- lega líf, sérstaklega í skammdeginu.“ heida@frettabladid.is Hipphopp heldur manni lengur ungum í anda Sandra Erlingsdóttir segist fá útrás með því að dansa hipphopp. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN FJÖLSKYLDUHELGI Hólmfríður Petersen, fram- kvæmdastjóri Vindáshlíðar, og Hrund Þórarinsdóttir djákni standa fyrir helgar- námskeiði fyrir foreldra og börn með áherslu á góð samskipti. HEILSA 2 TANNVERNDARVIKA Í tilefni vikunnar er nýr margmiðlunardiskur um munnhirðu kominn út sem verður kynnt- ur á opnum fundi í fræðslusal Barna- spítala Hringsins í dag. HEILSA 3 Með breyttu hugarfari getur þú öðlast það líf sem þú óskar þér. NLP er notað af fólki um allan heim sem hefur náð frábærum árangri í lífinu. Námskeið í NLP tækni verður haldið 22.-24.feb. og 29.feb.-02.mars 2008. www.ckari.com; Mail: rosa@ckari.com; Sími: 894-2992 Kári Eyþórsson MPNLP „Hugurinn ber þig alla leið“ - Er sjálfstraustið í ólagi? - Viltu betri líðan? - Skilja þig fáir? - Viltu vinna bug á einhverju í fari þínu? - Gengur öðrum betur í lífinu en þér? - Gengur illa að klára verkefni? - Er erfitt að höndla gagnrýni? © cKari.com

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.