Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 10
 5. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 07 10 0 1/ 08 Óþarfa gluggapóstur finnur sér leið inn á of mörg heimili í dag. Á tímum rafrænna greiðslna og vefvæðingar ætti gluggapóstur fyrir löngu að vera leifar gamals tíma, sóunar og óskynsemi. Svo ekki sé minnst á umhverfisspjöllin. Með því að fara inn á www.or.is/bodgreidslur getur þú lagt þitt af mörkum til umhverfisverndar og borgað reikningana þína með boðgreiðslum. Enginn pappír, enginn gluggapóstur, ekkert vesen. Skiptu yfir í boðgreiðslur • Ef allir viðskiptavinir OR skipta yfir í boðgreiðslur sparast 7068 kg af pappír á ári eða 295 tré. www.or.is Fyrstu 100 sem skipta yfir í boðgreiðslur fá glaðning frá Orkuveitu Reykjavíkur Er þetta ekki orðið ágætt? Morgunverðarfundur Slysavarnaráðs 6. febrúar á Grand Hóteli 2+2 EÐA 2+1 VEGIR: Öryggi vegfarenda – kostnaður samfélagsins – erum við á réttri leið? Skráning fer fram á www.lydheilsustod.is/skraning fyrir 5. febrúar Dagskrá Fundarstjóri: Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður Kl. 08.00 Skráning og greiðsla þátttökugjalds Kl. 08.25 Setning morgunverðarfundar Guðlaugur Þór Þórðarson, Heilbrigðisráðherra Kl. 08.35 2+1 vegir - öruggur og ódýr valkostur Haraldur Sigþórsson, Línuhönnun 2 + 2 = 0 – reiknum dæmið til enda Steinþór Jónsson, formaður Samstöðu og FÍB Framanákeyrslur 1998-2007 Gögn rannsóknarnefndar umferðarslysa um banaslys Ágúst Mogensen, Rannsóknarnefnd umferðarslysa Kl. 09.35 Fyrirspurnir og pallborðsumræður Í panel verða: Haraldur Sigþórsson, Steinþór Jónsson, Ágúst Mogensen og Þórólfur Þórlindsson forstjóri Lýðheilsustöðvar Kl. 10.00 Fundarslit Þátttökugjald er 2.000 kr. og greiðist við upphaf fundarins Innifalið í þátttökugjaldi er morgunverðarhlaðborð FANGELSISMÁL Aukið eftirlit er nú á Litla-Hrauni í samræmi við fjölg- un fanga, sem komin er til vegna þess að þangað hafa verið fluttir fangar frá fangelsinu á Akureyri vegna gagngerra endurbóta þar. Fagfólki á Litla-Hrauni hefur því verið fjölgað um stundarsakir. Þetta segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, vegna athugasemdar Afstöðu – félags fanga – um að fangar á Litla- Hrauni séu nú vistaðir saman í klefa. „Ég kynnti þetta úrræði fyrir Afstöðu fyrir nokkrum vikum,“ segir fangelsismálastjóri. „Ég greindi þeim frá því hvers vegna væri gripið til þessa, hvernig það yrði gert og í hversu langan tíma. Það komu ekki alvarlegar athuga- semdir frá þeim.“ Fangelsismálastjóri segir að vistun fanga saman í klefa sé úrræði sem sé gripið til þegar margir koma til afplánunar og í gæsluvarðhald í einu. „Staðan hefur einfaldlega verið þannig að undanförnu að lögreglan hefur verið afar dugleg í sinni vinnu og skilað mörgum í gæslu- varðhald og jafnframt hafa margir komið í afplánun á sama tímabili. Þá hefur fangelsið á Akureyri verið lokað um nokkurt skeið vegna gagngerra endurbóta á því í samræmi við nútímakröfur. Það verður opnað aftur í fyrstu viku marsmánaðar. Þar fáum við til baka tíu pláss sem hafa verið lokuð vegna endurbótanna. Ekki var komist hjá því að flytja fangana í önnur fangelsi meðan á framkvæmdum stóð því þær hafa haft í för með sér mikið rask og rót.“ Fangelsismálastjóri undirstrikar ekki sé hending sem ráði því hvaða fangar séu vistaðir saman heldur séu þeir valdir af fagmönnum. Fangar séu nú vistaðir saman í þremur klefum á Litla-Hrauni og tveimur í fangelsinu í Kópavogi. jss@frettabladid.is FANGELSISMÁLASTJÓRI Páll Winkel segir að fangar séu nú vistaðir saman í þremur klefum á Litla-Hrauni og tveimur í fangelsinu í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fagfólk valdi fanga saman Fagfólk sá um að velja saman fanga sem þarf að vista saman í klefum um stundarsakir. Þá hefur fag- fólki verið fjölgað og eftirlit aukið á Litla-Hrauni. FINNLAND Mikko Alkio, fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra í Finnlandi, var lykilmaðurinn í því að Microsoft skyldi gefa tölvuhug- búnað í finnska skóla, að sögn dag- blaðsins Helsingin Sanomat. Alkio starfaði hjá Microsoft og aðstoðaði þá Matta Vanhanen, forsætis- ráðherra Finnlands, að komast á fund Bill Gates, stjórnarformanns Microsoft. Á fundinum tók Vanhanen á móti gjöfinni og sagði hana í samræmi við markmið Finna um upplýsinga- samfélagið. Heimkominn var Van- hanen sakaður um að stuðla að því að hefta samkeppni og gera skól- ana háða vörum frá Microsoft. - ghs Matti Vanhanen hitti Bill Gates: Gagnrýna gjöf Microsoft GJÖF Í FINNSKA SKÓLA Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finna. HAFNARFJÖRÐUR Ákveðið hefur verið að hanna og koma á laggirn- ar upphituðu og steyptu hjóla- brettasvæði við Víðistaðatún í Hafnarfirði á þessu ári. Svæðið verður fyrsta sinnar tegundar á Íslandi því að hvergi mun vera sérhannað svæði, upphitað og steypt, að sögn Margrétar Gauju Magnúsdóttur bæjarfulltrúa. Gert verður ráð fyrir svokall- aðri „skál“ á svæðinu auk um 800 fermetra af sérhönnuðu svæði með þarfir hjólabrettaiðkenda að leiðarljósi. Leitað verður eftir fag- þekkingu að utan. Einnig geta línu- skautaiðkendur og hjólreiðafólk nýtt sér aðstöðuna. Um útivistar- svæði er að ræða. Margrét Gauja segir að stefnt sé að því vígja svæðið í sumar. - ghs Framkvæmdir við Víðistaðatún í Hafnarfirði: Hjólabrettasvæði byggt VÍGT Í SUMAR Stefnt er að því að vígja hjólabrettasvæði í Hafnarfirði í sumar, að sögn Margrétar Gauju Magnúsdóttur bæjarfulltrúa.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.