Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 42
26 5. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is BADMINTON Ragna Ingólfsdóttir lauk keppni á alþjóða badminton- mótinu Iran Fajr þegar hún beið lægri hlut gegn Morshahliza Baharum frá Malasíu í átta manna úrslitum í Teheran í gær. Baharum vann fyrstu lotuna 18- 21 en Ragna kom svo gríðarlega sterk til baka í annarri lotu og sigraði 21-10. Í oddalotunni sigraði svo Baharum 21-19 en hún er af mörgum talin þriðja besta einleikskona Malasíu. - óþ Ragna Ingólfsdóttir, TBR: Tapaði í gær ÓHEPPIN Ragna tapaði naumlega gegn Morshaliza Baharum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Aðalfundur 2007 Aðalfundur Íþróttafélagsins Fylkis og allra deilda þess verður haldinn í Fylkishöll þriðjudaginn 19. febrúar 2008 kl. 20.30. Dagskrá; 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Stjórn Íþróttafélagsins Fylkis > Króatísk stelpa í Hamar Kvennalið Hamars hefur fengið liðstyrk í Iceland Express- deild kvenna í körfubolta því króatíski leikstjórnandinn Iva Milevoj er á leiðinni til liðsins. Milevoj er 23 ára gömul og 173 cm á hæð en hún lék með Winthrop-háskólanum þar sem hún var með 9,6 stig, 6,2 stoðsendingar og 2,2 stolna bolta í leik á sínu síðasta ári. Ari Gunnars- son, þjálfari Hamars, vonast til að hér sé sterkur leikmaður. „Þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir stelpurnar og mér finnst margir af ósigrunum hafa komið út af því að þær hafi ekki alveg trú á því að þær geti unnið. Mig langar að sýna stelpunum að það vanti lítið upp á og þessi leikmaður á að hjálpa okkur í því,“ sagði Ari. Kristinn Jónasson og félagar í Fjölni tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleik Lýsingarbikars karla með ótrúlegum endaspretti gegn Skallagrími í Borgarnesi á sunnudagskvöldið. „Ég heyrði það bara eftir leikinn að Hlynur Bæringsson hefði verið eitthvað voðalega spennt- ur fyrir Vesturlandsslag en það verður bara alvöruslagur í staðinn,“ sagði Kristinn í léttum tón og bætti við: „Góðir leikmenn stíga upp þegar á þá reynir og ég var búinn að vera rólegur í þessum leik og ekki að reyna mikið. Maður tók bara smá kipp í fjórða leikhluta,” sagði Kristinn sem skoraði 9 stig á síðustu fimm mínútum leiksins þegar Fjölnir breytti stöðunni 78-65 fyrir Skallagrím í 83-85 sigur. „Taktíkin var að fara inn á Sean Knitter inn í teig. Það er erfitt að stoppa hann því hann er með frábærar hreyfingar. Þeir voru að tvöfalda á hann sem opnaði fyrir alla hina,“ segir Kristinn sem jafnaði leikinn með þriggja stiga körfu þegar 50 sekúndur voru eftir. „Þegar ég setti þristinn niður í lokin þá vissi ég ekkert hver staðan var í leiknum því ég var ekkert að pæla í því. Það var enginn í mér og ég lét vaða. Svo leit ég bara á klukkuna og sá að það var orðið jafnt,“ segir Kristinn. Það er búið að ganga á ýmsu og nú síðast skipti liðið enn á ný um erlenda leikmenn. „Þetta er búið að vera ógeðslega erfitt í vetur. Við erum búnir að vera mikið meiddir og svo höfum við allaf verið að fá nýja og nýja útlendinga,“ sagði Kristinn sem leist ekkert alltof vel á breytingarnar fyrst. „Ég varð fyrir smá vonbrigðum fyrst því það var sárt að sjá eftir Karlton Mims því mér fannst hann vera frábær leikmaður og við vorum líka góðir félagar. Það sem skiptir máli er að við vinnum og það var ekki að ganga með Mims,“ segir Kristinn. „Vonandi er þetta að smella hjá okkur núna en við ætlum samt að reyna að klára þetta sterkt og koma okkur í úrslitakeppnina,“ sagði Kristinn og hann er ekkert smeykur við að mæta Skallagrími aftur á fimmtudaginn. „Við flengjum Skallana bara aftur á heimavelli á fimmtudaginn því við ætlum ekki að tapa fleiri leikjum á heimavelli í vetur,“ sagði Kristinn að lokum. KRISTINN JÓNASSON FJÖLNISMAÐUR: SKORAÐI NÍU STIG Á SÍÐUSTU FIMM MÍNÚTUM Í UNDANÚRSLITALEIKNUM Vissi ekkert hver staðan var í leiknum FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið tapaði í gær 0-1 fyrir Möltu í öðrum leik sínum á Möltumótinu og hefur þar með tapað fyrstu þremur leikjum sínum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Möltumenn voru hættulegri í fyrri hálfleik og sigurmarkið í leiknum kom strax á 18. mínútu þegar Cleavon Frendo skoraði með skoti frá vítateig sem var óverjandi fyrir Fjalar Þorgeirsson í íslenska markinu. Á síðasta hálftímanum sköpuðu íslensku leikmennirnir nokkur marktækifæri en náðu ekki að nýta þau. Meðal annars björguðu Möltumenn einu sinni á marklínu en Ólafur Jóhannesson þarf enn að bíða eftir fyrsta marki Íslands síðan að hann tók við liðinu. „Ég er hundfúll með þennan leik. Við vorum daprir og ekki nógu góðir í þessum leik og heilt yfir var þetta óásættanleg frammi- staða hjá okkur og við getum ekki sætt okkur við þetta,“ sagði harðorður landsliðsþjálfari Ólafur Johannesson eftir leik í gær. „Fyrri hálfleikur hjá okkur var ömurlegur og við gerðum nánast ekki neitt. Liðið hresstist í seinni hálfleik og var þá öllu líflegra. Við náðum góðri pressu á þá síðustu 20 mínúturnar án þess að fá afger- andi færi,“ sagði Ólafur. „Möltuliðið var svona svipað lið og við, ekkert verra en ekkert betra heldur. Um leið og þeir kom- ust yfir reyndu þeir að halda sínu og tefja og lögðust til baka enda voru þeir undir sama hatti og við því það var langt síðan að þeir hafa unnið leik,“ sagði Ólafur og bætir við. „Ég er búinn að vera með liðið í þrjá leiki og við höfum ekki ennþá skorað mark en vonandi rætist úr því. Við mætum Armenum á mið- vikudaginn. Þeir hafa unnið báða leiki sína og eru með hörkulið en við eigum að geta sýnt betri frammistöðu en við gerðum í þess- um leik. Við spiluðum mun betur á móti Hvít-Rússunum en við breytt- um um leikskipulag frá þeim leik og fórum hærra upp á völlinn og ætluðum að pressa hærra,“ sagði Ólafur. Ólafur gerði átta breytingar á byrjunarliðinu frá því í tapleikn- um á móti Hvíta-Rússlandi. Það voru einungis þeir Birkir Már Sævarsson, Atli Sveinn Þórarins- son og Bjarni Guðjónsson sem héldu sæti sínu en Bjarni tók auk þess við fyrirliðabandinu af Stefáni Gíslasyni og fór úr miðverðinum inn á miðjuna. Inn í liðið komu þeir Fjalar Þorgeirsson, Hjálmar Jóns- son, Ragnar Sigurðsson, Davíð Þór Viðarsson, Pálmi Rafn Pálmason, Baldur Aðalsteinsson, Eyj- ólfur Héðinsson og Gunnar Heiðar Þor- valdsson. Stefán Gíslason (fyrir Ragnar) og Helgi Sig- urðs- son (fyrir Baldur) komu inn á í hálf- leik og í þeim síðari skipti Ólafur þeim Tryggva (fyrir Eyjólf) og Jónasi Guðna Sævarssyni (fyrir Gunnar Heiðar) inn á völlinn. Armenar unnu Hvít-Rússa 2-1 í hinum leik riðilsins en þeir verða einmitt mótherjar Íslands í lokaleiknum á miðviku- daginn. Vyacheslav Hleb, bróðir Alex- anders hjá Arsenal, kom Hvít-Rússum yfir á 5. mínútur en þeir Ararat Arakel- yan og Ara Hakoby- an tryggðu Armen- um sigurinn. ooj@frettabladid.is Hundfúll með frammistöðuna í gær Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði öðrum leiknum í röð á Möltumótinu í gær þegar liðið lá með einu marki fyrir heimamönnum. Landsliðsþjálfarinn segir frammistöðuna hafa verið óásættanlega. ÞRJÚ TÖP Ólaf- ur Jóhannes- son bíður enn eftir fyrsta markinu. NYHED- SAVISEN/ MARTIN SYLVEST

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.