Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 5. febrúar 2008 25 Fallegir ullarinniskór prjónaðir af Handprjóna- sambandi Íslands hafa selst vel síðan þeir voru auglýstir í netverslun hljómsveitar- innar Amiina fyrir tæpu ári. „Þeir hafa verið að seljast mjög vel. Við getum samt ekki verið með þetta í jafnmiklu upplagi og við myndum vilja, því þetta er prjónað af konum á vegum Hand- prjónasambandsins hérna heima og þær eru margar að gera þetta í „aukadjobbum“ eða bara á kvöld- in,“ segir María Huld Markan Sig- fúsdóttir úr Amiina, en inniskórn- ir hafa selst í um eitt hundrað eintökum. „Þannig að það er ekki hægt að selja þetta í massaupplagi en þeir hafa selst vel, sérstaklega fyrir jólin. Við erum búnar að fá myndir af einhverjum skoskum ömmum í ullarskóm,“ segir hún og hlær. „Þetta er rosa- lega praktískt. Þetta eru í rauninni inniskór og ullar- sokkar í einu. Þetta er hlýtt og gott, enda úr íslenskum plötulopa.“ Vinsæl viskastykki Viskastykki með myndum af þeim Amiina-stúlkum hafa einnig selst vel í netversluninni. „Það eru margir sem kaupa þau til að nota, hengja upp á vegg eða hafa sem dúk. Þau hafa rokið út, okkur til mikillar skemmtunar,“ segir María, en hönnuður þeirra er Egill Kalevi Karlsson, sem hefur unnið náið með stúlkunum undanfarin ár. „Þau hafa selst í nálægt þúsund eintökum og eru ekki búin að vera lengi í sölu. Við höfum farið með þau út með okkur og þau rjúka út eins og heitar lummur.“ Hægt er að nálgast bæði inni- skóna og viskastykkin, auk annars varnings, í gegnum heimasíðuna myspace.com/amiina. Spila í Belgíu og Sviss Framundan hjá Amiinu eru tón- leikar á listahátíð í Belgíu 15. febrúar þar sem einnig koma fram Jóhann Jóhannsson, Seabear og Ólafur Arnalds. Daginn eftir spil- ar sveitin síðan á tónlistarhátíð í Sviss og í vor spilar hún á Lista- hátíð í Reykjavík. Sveitin er þegar byrjuð að safna efni í nýja plötu sem mun fylgja eftir frumburðinum Kurr sem kom út á síðasta ári við góðar undirtektir. freyr@frettabladid.is Ullarinniskórnir seljast vel ULLARINNISKÓR Ullarinniskór Amiinu eru seldir bæði í rauðum og grænum lit. AMIINA Hljómsveitin Amiina selur ullarinniskó á netinu. Sylvester Stallone ætlar að leikstýra og fara með aðalhlut- verkin í tveimur nýjum hasar- myndum. Framleiðendurnir verða þeir sömu og framleiddu fjórðu myndina um stríðshetjuna Rambo, sem hefur fengið góðar viðtökur í Bandaríkjunum. Flestir héldu að ferill Stallone væri á hraðri niðurleið eftir að hann lék í myndinni Spy Kids 3D: Game Over og fylgdi henni síðan á eftir með hinum lítt vinsælu raunveruleikaþáttum The Contender. Síðan þá hefur kappinn sent frá sér Rocky Balboa og Rambo sem hafa báðar hitt rækilega í mark vestanhafs. Tvær myndir frá Stallone SYLVESTER STALLONE Vöðvabúntið mikla er með tvær nýjar hasarmyndir í undirbúningi. Áttunda plata tónlistarmannsins Jack Johnson, Sleep Through the Static, er komin út. Johnson, sem gaf út sína fyrstu plötu árið 2001, var áður þekktur sem brimbretta- maður og er margverðlaunaður sem slíkur. Eftir að hann ákvað að snúa sér að tónlistinni hefur hann selt plötur sínar í yfir fimmtán milljónum eintaka. Johnson er einnig kvikmynda- gerðarmaður og á að baki myndirnar September Sessions og Thicker Than Water. Að auk er hann mikill umhverfisverndar- sinni og var nýja platan til að mynda tekin upp með 100% sólarorku. Fyrsta smáskífulag plötunnar nefnist If I Had Eyes og er þegar tekið að hljóma í útvarpi. Johnson með nýja plötu JACK JOHNSON Tónlistarmaðurinn Jack Johnson hefur gefið út plötuna Sleep Through the Static.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.