Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 46
30 5. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. hvetja 6. frá 8. bók 9. nægilegt 11. tveir eins 12. splæs 14. hnupla 16. gat 17. ferð 18. stormur 20. grískur bókstafur 21. fyrstur. LÓÐRÉTT 1. djæf 3. tveir eins 4. vits- munamissir 5. sigað 7. skref 10. hola 13. gogg 15. einsöngur 16. heyskapar- amboð 19. mun. LAUSN LÁRÉTT: 2. örva, 6. af, 8. rit, 9. nóg, 11. tt, 12. stang, 14. stela, 16. op, 17. för, 18. rok, 20. pí, 21. frum. LÓÐRÉTT: 1. dans, 3. rr, 4. vitglöp, 5. att, 7. fótspor, 10. gat, 13. nef, 15. aría, 16. orf, 19. ku. Ólafur Egill Egilsson er að skrifa handrit eftir sjálfsævisögu utan- garðsmannsins Hreins Vilhjálms- sonar, Bæjarins verstu, sem kom út fyrir þremur árum. En þar lýsir Hreinn hreint út sagt ótrúlegu lífs- hlaupi sínu sem örlagaróni og síbrotamaður í Reykjavík. Um er að ræða samstarfsverkefni Vestur- ports og Ólafur segist hafa tekið fyrstu rispuna. Ólafur unir sér hins vegar aug- ljóslega vel við skriftir og hefur dóttur sína, Ragnheiði Eyju, sér til halds og trausts á meðan hann stingur niður penna. En Ólafur skrifaði einnig handritið að Brúð- gumanum ásamt leikstjóranum Baltasar. Og samstarf þeirra virð- ist engan endi ætla að taka því þeir eru búnir að dusta rykið af handriti að víkingamynd sem þeir byrjuðu á fyrir fimm árum. Upphaflega stóð til að það hand- rit yrði að einhverju leyti byggt á Njálu en myndin hefur nú öðlast sjálfstætt líf. Ólafur þarf ekki að sækja vatnið yfir lækinn þegar kemur að víkingamyndum enda hafa fáir íslenskir kvikmyndagerð- armenn sýnt þessu tímabili meiri áhuga en frændi hans, leikstjórinn Hrafn Gunnlaugsson. „Annars held ég að allir Íslend- ingar hafi áhuga á þessu tímabili í sögu lands og þjóðar.“ Ólafur á slóðum víkinga og örlagaróna Á HVÍTA TJALDIÐ Hreinn Vilhjálmsson er á leiðinni á hvíta tjaldið en leikhópurinn Vesturport er að skrifa kvikmyndahand- rit eftir ævisögu hans. SITUR EKKI MEÐ HENDUR Í SKAUTI SÉR Ólafur og dóttirin Ragnheiður Eyja sitja við skriftir um þessar mundir í Mjóstrætinu. Vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson ferðaðist um þvert Ind- land í um tvo mánuði til þess að viða að sér efni og fá nýtt blóð í sagnabrunninn. Vinjettur Ármanns féllu Indverjum almennt mjög vel í geð. Þegar rektor Banaras Hindu University í hinni heilögu borg Varanasi frétti af heimsókninni bauð hann Ármanni þegar að halda fyrirlestur um vinjetturnar og íslenskar bókmenntir. „Já, þann 10. januar depúteraði Ármann Reynis- son sem fyrirlesari við háskóla. Þrátt fyrir stuttan fyrirvara var yfirfullt af fræðimönnum og nem- endum á annað hundrað talsins. Mikið var um fyrirspurnir og urðu 45 mínúturnar að tveim- ur klukkustundum,“ segir Ármann. Talið er að hann sé fyrsti Íslendingurinn til að ávarpa þennan heims- fræga háskóla og gerði dagblaðið Hindi atburð- inum góð skil. „Ég dvaldist hjá fimmtán indverskum fjölskyldum á jafn- mörgum völdum stöð- um og kann- aði nánar þau svæði hvað varðar menningu, mannlíf, viðskipti og fleira. Þetta varð ekki síður glíma við eigin persónu þar sem flest á Ind- landi er ólíkt því sem við eigum að venjast.“ Bókmenntafræð- ingar, útgefendur og blaðamenn reyndust áhugasamir um norður- slóðir. „Já, sem þeir þekkja lítið sem ekkert til nema í draumsýn einni saman. Undantekningarlaust var ég fyrsti Íslendingurinn sem þeir hittu að máli.“ Tekin voru tvö blaðaviðtöl við Ármann, annað birtist í Manorama, einu elsta og virtasta dagblaði á Indlandi og fékk það góð viðbrögð. Þá ræddi hinn þekkti blaðamað- ur Sashi Nair lengi við Ármann og mun viðtal birtast á ensku í því útbreidda blaði Busin- ess Line – Live nú á næstunni. Nokkrir bókmennta- og tungumálafræðing- ar sýna því áhuga, að sögn Ármanns, að þýða úrval af vinjettunum yfir á hindí, malayala, kanada, tamil, bengali og pundjabi. Útgefend- ur skoða málin og þykir þeim áskorun að opna augu Ind- verja fyrir nýjum bókmennta- heimi. Í Kolkata tók landsbókavörður á móti Ármanni í Landsbókasafni Indlands. Landsbókasafnið á vinj- ettuútgáfuna I-VII sem heita þá einu bækur íslensks rithöfundar í eigu safnsins. jakob@frettabladid.is ÁRMANN REYNISSON: VINJETTUR NEMA NÝ LÖND OG STÆRRI Leggur Indland að fótum sér VIÐTAL VIÐ ÁRMANN Í dag- blaðinu Malayala-Manorama á aðfangadag, einu virtasta og upplagshæsta blaði Indlands. SEM INNFÆDDUR Hver hefði getað ímyndað sér að þarna væri lifandi kominn vinjettuhöfundur frá Íslandi? VIÐ LANDSBÓKASAFN INDVERJA Indverjar tóku Ármanni með kostum og kynjum og er í skoðun að þýða verk hans á hindí, malayala, kanada, tamil, bengali og pundjabi. „Ef ég vil taílenskt fer ég á Thai Style í Smiðjuhverfinu. Þeir eru með endalaust af góðum rétt- um. Ef mig langar í indverskt fer ég á Shalimar og fæ mér þá indverskan bjór með. Villibráðin á Rauðará er líka fín.“ Eyjólfur B. Eyvindarson tónlistarmaður. Bændur eru vandari að virðingu sinni en flestar stéttir aðrar. Þetta sýndi sig í klámráðstefnumálinu þegar þeir lokuðu dyrum hótels síns Sögu fyrir væntanlegum gest- um vegna óróa meðal femínista og stjórnmálamanna. Bændablaðinu ritstýrir Þröstur Haraldsson sem hafði ráðið til sín sem blaðamann Kolbein Óttarsson Proppé. Þá rifjaðist upp fyrir bændum að Þröstur var á sínum hippaárum róttæklingur og Kol- beinn hefur gert sig gildandi í ungliðahreyf- ingu Vinstri grænna. Ráðn- ingin var dregin til baka því ekki vilja bændur láta kenna sig við kommún- isma að ósekju. Chesney Hawks er að koma til landsins og mun halda tæplega viku langt námskeið fyrir tón- smiði. Námskeiðið hefst 3. mars og verður haldið á Hótel Glym í Hvalfirði en þar hélt Chesney einmitt sambærilegt námskeið fyrir ári. Þátttökugjald er 210 þúsund. DV telur sig hafa heimildir fyrir því að besti vinur Chesneys, eightís- hetjan Nik Kershaw, muni mæta á svæðið en líklega losnar hann við þátttökugjaldið. Söngvarinn Garðar Thór Cortes og hinn heimsfrægi Ronan Keating úr strákasveitinni Boyzone verða aðalsöngvararnir á skautasýning- unni Art on Ice sem verður haldin í Sheffield í Bretlandi 17. febrúar. Garðar Thór söng á dögunum á sams konar sýningu í Sviss við mjög góðar undirtektir. Gaman verður að sjá hvort hann skyggi á sjálfan Keating þegar kemur að bresku sýningunni en Ólympíu- verðlaunahafinn Shizuka Arakawa verður á meðal þeirra sem leika þar listir sínar. - fb/jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Við höfum selt rosalega mikið af þessu,“ segir Kári Kjartansson hjá tóbaksversl- uninni Björk en einhvers konar vatns- pípuæði ríkir nú í Reykjavík. Pípurnar, sem koma frá Egyptalandi og Jórdaníu, kosta á bilinu níu þúsund og upp í þrjátíu þúsund krónur en tóbakið í þessar pípur er allt öðru vísi, mjög blautt og blandað með ávöxtum. „Við erum með fjórar bragðtegundir í augnablikinu, banana, epla, appelsínu og ávaxtablöndu.“ Og Kári segir að vatnspípureykingar séu hópiðja. „Vinahópar koma og slá saman í pípu,“ segir Kári og bætir því við að engin regla gildi hverjir það séu sem fjárfesti í þesum tólum, stærsti kúnna- hópurinn sé þó ungt fólk sem hafi kynnst þessu á ferðalögum erlendis. Mest eru það Íslendingar sem kaupa pípurnar en þær eru líka vinsælar hjá innflytjendum, fólki frá Mið-Austurlöndum og frá Austur-Evrópu. „Þessi hópur verður mjög glaður að sjá þessa vöru,“ segir Kári. Sumir kaupa jafnvel vatnspípurnar sem stofustáss. „Það komu tvær eldri konur og keyptu hvor sína pípuna. Þær keyptu þó ekkert tóbak með og ætluðu að nota pípurnar sem skraut heima hjá sér. Sögðu það allavega.“ Vatnspípuæði í Reykjavík VINSÆL VARA segir Kári Kjartansson hjá tóbaks- búðinni Björk. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN SENDU JA WHF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru Bíómiðar fyrir t vo, tölvueikir, DVD myndir, varningur tengdur myndinni o g margt fleira! SMS LEIKU R FRÁ GAURNUM SEM FÆRÐI ÞÉR KNOCKED UP OG SUPERBAD FRUMSÝND 1. FEBRÚAR Vin ni ng ar ve rð a a fh en di r h já BT Sm ár ali nd . K óp av og i. M eð þ ví að ta ka þ át t e rtu ko m in n í SM S k lú bb . 9 9 k r/s ke yt ið. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Tönnunum. 2 Marel. 3 Sigurður Eggertsson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.