Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 24
● fréttablaðið ● dýrin stór og smá 5. FEBRÚAR 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 Boxertíkin Emma hefur varla sleppt úr degi í vinnunni í tíu ár. Nú hefur hún þó minnkað við sig og vinnur aðeins hálfan daginn. „Ég eignaðist hana Emmu í gegn- um vinkonu mína,“ útskýrir Sigur- jón Fjeldsted trésmiður það hvern- ig boxertíkin Emma varð hluti af fjölskyldu hans fyrir rúmum tíu árum. „Ég átti annan hund af labradorkyni sem veiktist mikið þegar hann var ungur. Ég ákvað því að söðla alveg um og vinkona mín reddaði mér þessum boxer- hvolpi,“ segir Sigurjón en Emma er aðeins ein af níu hvítum boxerum á landinu og sú fyrsta sem fæddist á Íslandi. „Þegar við frúin sáum hana var nafnið komið,“ segir Sigurjón og bætir við þeirri skemmtilegu staðreynd að þrír af þessum níu hvítum boxerhundum heiti einmitt Emma. „Hún þótti auðvitað mjög spes til að byrja með og fólk átti það til að banka upp á heima hjá manni og biðja um að fá að sjá hvíta boxer- inn,“ segir Sigurjón. Hann segir að hvítu hundarnir séu gjarnir á að fæðast blindir og heyrnarlausir en það sé þó allt í lagi með Emmu sem fæddist með eitt blátt auga og annað brúnt. Brúna augað missti hún þó ekki alls fyrir löngu þegar hún greindist með krabbamein í því. Sigurjón segir það þó hafa ótrúlega lítil áhrif á líf hennar að vera eineygð. Sigurjón er beðinn að lýsa skap- gerð Emmu: „Emma er yndisleg- ur hundur, hún þarf ekki að vera í ól enda eltir hún mann og maður getur skilið hana eftir fyrir utan búð. Svo getur hún verið í krakka- hóp og maður þarf ekki að hafa neinar áhyggjur. En það er kannski lýsandi einkenni fyrir boxerinn að vera haldinn slíkri stóískri ró,“ segir Sigurjón en játar því þó að sumir séu hræddir við útlit boxersins enda hafi tegundin upphaflega verið hugsuð sem varðdýr. „Hún er samt voðalega blíð og góð og um leið og fólk kynn- ist henni sér það hvað hún er yndis- leg þótt hún sé kannski ófríð upp að vissu marki,“ segir hann glettinn. Nú er farið að síga á seinni hluta ævi Emmu. Hún er á ellefta ári en yfirleitt er talað um að hundar af þessu kyni verði um átta til tíu ára. „Allur sá tími sem við fáum með henni héðan í frá er bara bónus,“ segir Sigurjón en Emma hefur fylgt honum til vinnu á hverjum degi í þessi tíu ár. „Hún hefur kannski misst úr einn eða tvo daga öll þessi ár en núna er hún bara farin að vinna hálfan daginn,“ segir Sigurjón sem fer heim með Emmu í hádeginu þar sem hún sefur í körfunni sinni þangað til dóttir Sigurjóns kemur heim. „Ef ég fer ekki heim í hádeg- inu er hún orðin verulega pirruð út í mann upp úr tvö,“ útskýrir Sigur- jón kíminn. - sg Farin að vinna aðeins hálfan daginn Emma fæddist með eitt blátt auga og annað brúnt. Það brúna missti hún vegna krabbameins en Sigurjón segir það lítið há henni að vera eineygð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Falleg hundarúm í miklu úrvali. Dýrabær Smáralind og Hlíðasmára 9, www.dyrabaer.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.