Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 5. febrúar 2008 21 Mikil eftirvænting ríkir meðal íslenskra óperuunnenda eftir uppfærslu Íslensku óperunnar á La traviata eftir Verdi, sem frumsýnd verður næstkomandi föstudag, 8. febrúar kl. 20 og er þegar orðið uppselt á þær tíu sýningar sem upphaflega voru ráðgerðar. Vegna þessarar miklu aðsókn- ar hefur Íslenska óperan ákveð- ið að bæta við tveimur aukasýn- ingum á verkinu, föstudaginn 29. febrúar kl. 20, en þá syngur Hulda Björk Garðarsdóttir hlut- verk Víólettu, og miðvikudaginn 5. mars kl. 20, og syngur þá Sig- rún Pálmadóttir hlutverkið. La Traviata er sett upp í leik- stjórn Jamie Hayes, sem er íslenskum óperuunnendum að góðu kunnur fyrir sýningarnar Macbeth, Tosca og Brottnámið úr kvennabúrinu í Íslensku óper- unni á síðustu árum. Horft er til fyrri hluta síðustu aldar í umgjörð sýningarinnar og má búast við litríkri og spennandi sýningu, með frábærum söngvurum í aðalhlutverkum. Aukasýningar á La Traviata Sýningum á bandaríska leiknum Ökutímum lauk á sunnudagskvöld á Akureyri. Voru þá 38 sýningarkvöld að baki en rýma verður fyrir verkinu Dubbeldush eftir Björn Hlyn Haralds- son sem er nú í æfingum. Leikfélag Akureyrar hefur hug á að koma sýningunni upp í Reykja- vík á komandi hausti. Ekki er afráðið hvar verk- ið verður sett upp en það hlaut almennt góðar umsagnir þeirra sem sáu, bæði gagnrýnenda og áhorfenda sem voru um 4.400 þegar upp var staðið. Tónlistin í sýningunni sem tónlistarkonan Lay Low sér um er nýkomin út á geisladiski. Norðanmenn eru nú að búa sig undir stóra frum- sýningu í Samkomuhúsinu á föstu- dagskvöld en þá er Fló á skinni frumsýnd með norðlensku sniði eftir breytingar og staðfærslu Gísla Rúnars Jónssonar sem steig sín fyrstu spor á sviði í samkomuhús- inu fyrir löngu löngu síðan. Ökutímar í Reykjavík LEIKLIST Lay Low verður á sviði þegar Ökutímar koma upp í Reykjavík í haust. Sjónvarpsstöðin breska ITV hefur staðið að fram- leiðslu sjónvarpsmynda um eina þekktustu sögu- hetju Agötu Christie, fröken Marple, í mörg ár. Nú dregur til tíðinda úr þeim herbúðum; sjónvarpsstöð- in hefur hafið leit að nýrri leikkonu í hlutverkið. Geraldine McEwan, sem hefur leikið fröken Marple í síðustu tólf sjónvarpsmyndunum hefur ákveðið að hætta í hlutverkinu. McEwan var sjötug þegar hún tók hlutverkið að sér en nú, fimm árum seinna, þykir henni kominn tími til að veita nýrri leikkonu tækifæri til að spreyta sig. Þeir sem kunnugir eru áherslum í sjónvarpsefni nútímans láta það vart koma sér á óvart að ITV íhugar að finna yngri leikkonu til að fara með hlutverkið. Aðdáendur fröken Marple þurfa þó ekki að óttast að hún umbreytist í tvítuga þokkadís í stuttu pilsi og með tíkarspena í hárinu; áformin fela víst eingöngu í sér að finna í hlutverkið leikkonu nær fimmtugu en sjötugu. Því verður enn um sinn nokkurri tryggð haldið við sögur Agötu Christie, enda má gera ráð fyrir að lestrarhestar um heim allan myndu láta duglega í sér heyra ef hróflað yrði um of við huggulegri þorpsstemning- unni sem einkennir líf fröken Marple. Ýmsar leikkonur breskar hafa verið nefndar sem hugsanlegir arftakar McEwan. Þeirra á meðal eru Julie Walters, Geraldine James og Sue Johnston. Nú er bara að bíða og sjá hver hreppir hnossið. - vþ Ný og yngri Marple GERALDINE MCEWAN Hættir að leika fröken Marple. TÓNLIST Sigrún Pálmadóttir syngur Violettu og er bætt við aukasýningum vegna mikillar aðsóknar. Allt gott tekur enda. Nú fer hver að verða síðastur að berja augum áhugaverðar sýningar sem settar voru upp ekki alls fyrir löngu í sýningarrýminu StartArt á Lauga- vegi 12b. Þar sýna listakonurnar Sigríður Valtingojer og Elín Helena Everts- dóttir ólík verk sín. Sýning Sigríð- ar kallast „Ferð án endurkomu“ og má á henni sjá myndir sem hafa ótvíræða pólitíska skírskotun. Sýning Elínar kallast „Pong“ og er hljóðverk sem byggist upp á hljóði borðtenniskúlu sem skoppar. Sýn- ingunum lýkur báðum á morgun. Nýjar sýningar verða opnaðar í StartArt á fimmtudag. - vþ Sýningarlok í StartArt STARTART Sýningarsalur á Laugavegi. HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Das Auto. FÁANLEGUR MEÐ TDI® DÍSELVÉLINNI EINSTAKUR 4X4 DRIF- BÚNAÐUR Passar Variant 4MOTION® kostar aðeins frá 3.475.000 kr. Eða 39.900 kr. á mánuði miðað við gengistryggðan bílasamning til 84 mánaða og 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 6,19%. Passat Variant sameinar kraft, þægindi og magnaða akstursupplifun DÚXAÐI Á EURO NCAP PRÓFINU 5 SINNUM GULLNA STÝRIÐ SVEIGJAN- LEGIR SÖLUMENN KOLEFNIS- JAFNAÐUR Í EITT ÁR EYÐIR AÐEINS FRÁ 6,7 l/100 KM Í fjórhjóladrifinni útfærslu færir Passat Variant þér kraftinn sem gerir allan akstur skemmtilegri og gerir gæfumuninn í erfiðri færð. Innra rýmið í Passat er í algjörum sérflokki, vel búið farþegarýmið setur ný viðmið fyrir þig og þína. Komdu og láttu lúxusinn drífa þig áfram. Fjarlægðarsk ynjarar að fr aman og afta n, 16" álfelgur, hiti í sætum, dökk ar afturrúður , króm- bogar á þaki , leður á stýri og gírstanga rhnúð. Aukahlutapa kki fylgir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.