Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 14
14 5. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Í tengslum við borgarstjórnar-málin í Reykjavík hafa margir slegið um sig með ávirðingum og lýsingarorðum sem allajafna eru notuð sparlega, en þegar gripið er til þeirra er dómgreindinni yfirleitt gefið frí. Við blasir að fólkið sem býður fram vit sitt og vilja til að stjórna málefnum samborgara sinna í Reykjavík hefur takmarkaða stjórn á tilfinningum sínum og skapsmun- um, og finnst ekkert athugavert við það. Það er óneitanlega athyglisvert hvað umskiptin í borginni komu sitjandi borgarstjórn gjörsamlega í opna skjöldu, bæði hundrað daga stjórninni og þeirri sem fyrir var og er mætt aftur til leiks. Í báðum tilvikum virtist full þörf á áfallahjálp fyrir þetta fólk, en áfallið var þó sýnu meira núna í janúar og uppnámið eftir því. Menn neituðu að trúa því að þetta gæti gerst. Var ógurlega misboðið og fannst svona spilling nánast handan við hugmynda flugið. Í því samhengi kemur mér í hug spjall tveggja kvenna sem bjuggu í sama húsi fyrir tveimur áratugum og kom ágætlega saman. Yngri konan kom eitt sinn til þeirrar eldri í miklu uppnámi. Sagði að eiginmaðurinn væri farinn að halda framhjá henni og hún væri alveg niðurbrotin. Þessu hefði hún síst af öllu átt von á! „Við hverju bjóstu?“ spurði eldri konan. „Þú varst sjálf með þessum manni í langan tíma meðan hann var kvæntur annarri konu!“ Þetta þótti þeirri yngri ekki sam- bærilegt. Ekki frekar en vandlæt- urunum sem lýsa eigin valdafíkn sem dyggð og hugsjónum en annarra sem smán og sölu- mennsku. Í meðbyr og mótlæti Þátttaka í stjórnmálum er lær- dómsrík, skemmtileg og gefandi þegar best lætur, en pólitíkin er líka bæði flókin og viðsjál. Þeir sem halda að hún sé fugl í hendi þegar einhverjum áfanga er náð, verða yfirleitt reynslunni ríkari fyrr en þeir kæra sig um. Geti þeir sem veljast til forystu ekki haldið ró sinni og reisn bæði í meðbyr og mótlæti ættu þeir að velja sér annan vettvang. Þessi almenningur, sem allir segjast vera málsvarar fyrir, á ekki að þurfa að vera miður sín heima í stofu vegna augljósrar óhamingju, vanstillingar og vonbrigða kjörinna fulltrúa, þegar eitthvað bjátar á. Ætli menn að starfa í stjórn- málum þurfa þeir að vera eins og skátarnir: ávallt viðbúnir. Viðbúnir hverju sem er. Óvæntu áfalli, tækifærum sem opnast, skyndileg- um breytingum og málum sem þola ekki bið. Þeir eiga að vera læsir á umhverfi sitt, vita hvert þeir eru að fara, og hvers vegna. Vinna skoðunum sínum og hugsjónum fylgi og reyna að leiða almennings- álitið, ekki elta það. Við erum svo lánsöm að eiga vel menntað fólk á öllum sviðum og það er mikill fengur að því að fá það til starfa í stjórnmálum. Hins vegar er ekki hægt að mennta sig til að verða almennilegur stjórn- málamaður. Menn verða að vaxa upp í það og það er ekki hægt að stytta sér leið. Gáfaðastir, bestir og duglegastir Þegar ég gekk til liðs við stjórn- málahreyfingu fyrir löngu síðan skoðaði ég einnig stefnuskrár og baráttumál annarra flokka. Þegar fram liðu stundir fór ég að veita því athygli hvernig málflutningur fólks í stjórnmálum endurspeglar persónulegt mat þess á eigin hreyfingu og þeim sem þar eiga samleið. Með hæfilegri einföldun má segja að það sé þannig: Vinstri menn halda að þeir séu gáfaðri en aðrir, kratar halda að þeir séu betri en aðrir, framsókn heldur að hún sé víðsýnni en aðrir og hægri menn halda að þeir séu duglegri en aðrir. Vinstri menn hafa lengst af trúað því að skapandi hugsun í menningu og listum væri óhugsandi hjá öðrum en þeim sjálfum og nú bregðast þeir við með þjósti ef hægri menn tala um umhverfisvernd. Það sé ómark og uppgerð. Kratar telja að þeir hafi meiri samkennd með lítilmagn- anum en aðrir og hafi fundið upp samhjálpina. Framsókn hefur jafnan lagt áherslu á að hún gæti unnið til hægri og vinstri og væri opin í báða enda. Hægri menn telja að engum sé treystandi til að reka fyrirtæki og stjórna landinu nema þeim. Allt er þetta náttúrlega tóm ímyndun og sprottin úr félags- kerfum þar sem fólk sem velur sömu leið talar hvert upp í annað og fer smám saman að villast á skoðunum og staðreyndum. Og auðvitað finnst öllum þeir vera þetta allt í senn: Duglegastir, víðsýnastir, gáfaðastir og bestir. Nema hvað! Ávallt viðbúin Í DAG | Stjórnmál JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Össur Iðnaðarráðherra kveðst sannfærður um að hafa gert rétt þegar hann skipaði í embætti ferðamála- og orkumálastjóra. Ekkert sé að þeim að finna „einsog nú er komið vel fram,“ skrifar hann á vefsíðu sína. Þetta er mikill misskilningur hjá Össuri enda hefur hann ekki annað en eigin rökstuðning fyrir ráðn- ingunum til að byggja orð sín á. Umsækj- andi um embætti orkumálastjóra hefur ákveðið að vísa ákvörðun ráðherrans til umboðs- manns Alþingis og umsækjandi um embætti ferðamálastjóra skoðar sinn gang. Það verður í fyrsta lagi eftir úrskurð umboðsmanns sem Össur getur sagt að ekkert sé að skipunun- um að finna. Fyrr eru orð í þessa veru algjörlega marklaus. Vott Hafi það farið fram hjá einhverjum þá var alþjóðlegi votlendisdagurinn á laugardag. Ekki varð þess vart að hið opinbera gerði nokkurn skapað- an hlut í tilefni dagsins. Spurt og svarað Vestmannaeyjar og allt sem heyrir til þeirra er Árna Johnsen hugleikið. Nú spyr hann samgönguráðherra í þinginu: „Eru mörg dæmi um að Flugfélag Vestmannaeyja hafi flogið á milli lands og Eyja á sl. sex mánuð- um þegar Flugfélag Íslands hefur ekki flogið?“ og má vænta svars innan nokkurra daga. Í takt við leikreglur í pólitíkinni spyr Árni vísast ekki af einskærri forvitni. Sjálfsagt veit hann að svarið við spurningunni er já og ætlar að gera sér úr því pólitíska veislu. bjorn@frettabladid.is UMRÆÐAN Trúmál Á síðasta ári var talsverð umræða í samfélaginu um þátt kristinnar trúar í menntun barnanna okkar og aðkomu Þjóðkirkjunnar að grunnskólum landsins. Sjálfur er ég talsmaður þess að dregið verði úr vægi kristinnar „fræðslu“ í námi grunnskólabarna á kostnað veraldlegrar trúarbragðafræðslu. Einnig er ég eindregið á móti Vinaleiðinni, sem ég hyggst mæla gegn með því að styðjast við nýlega prédikun sr. Maríu Ágústdóttur, „Krafa Guðs“ (tru.is). María segir að lesa megi úr Biblíunni að ástin á guði kristinna manna sé forsenda þess að geta borið hlýhug til náungans. Hún gefur í skyn að Jesú hafi verið ötull talsmaður þessa sjónarmiðs. Síðan segir hún: „Málið er ekki ,bara‘ að elska Guð eða ,bara‘ náungann, heldur er hvort um sig háð hinu. Án elskunnar til Guðs er erfitt að koma fram við fólk af kærleika“. Það sem fyrst blasir við er að María gefur í skyn að trúleysingjar séu illa færir um að elska fjölskyldu sína og vini, sem endurspeglar álíka óupplýst ummæli biskupsins og annarra þjóna kirkjunnar um trúleysingja og trúleysi. Ummæli Maríu fela hins vegar í sér miklu breiðari skírskotun því hún segir blátt áfram að allir þeir sem ekki hafi meðtekið kristna trú eigi erfitt með „að koma fram við fólk af kærleika“. Hér vegur María illilega að öllum þeim milljörðum einstaklinga sem ekki hafa meðtekið boðskap Biblíunnar. Það er með ólíkindum að nokkur geti haldið fram viðlíka sjónarmiðum og María gerir, sem endurspeglar sjálfhverf- una sem innifalin er í flestum trúarbrögð- um. Ekki dytti mér í huga að halda því fram að þar sem María byggir siðferði sitt á trú á guð, sem að öllum líkindum er ekki til, eigi hún erfitt með „að koma fram við fólk af kærleika.“ Ég amast ekki við því að María spúi þessu eitri óumburðarlyndis yfir söfnuð sinn en ég efast stórlega um að veita eigi henni og skoðanasystkinum hennar innan Þjóð- kirkjunnar beinan aðgang að börnunum okkar innan veggja grunnskólans. Höfundur er vísindasagnfræðingur. Sjálfhverfur prestur STEINDÓR J. ERLINGSSON Öskudagur! Grímur í miklu úrvali www.IKEA.isOpið 10-20 virka daga Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 295,- KLAPPAR MASKERAD gríma og spöng ýmsar teg. Vinstri menn hafa lengst af trúað því að skapandi hugsun í menningu og listum væri óhugsandi hjá öðrum en þeim sjálfum. R úmlega eitt hundrað konur hafa í blaðaauglýsingu, og bréfi sem sent var til fimmtán stærstu fyrir- tækja landsins, boðið fram krafta sína til stjórn- arsetu í fyrirtækjum. Ástæðan fyrir framtaki þessara kvenna er sú að enn árið 2008 eru innan við 10% þeirra sem sitja í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins konur, hundrað árum eftir að fyrsta konan tók sæti í bæjar stjórn Reykjavíkur og liðlega þrjátíu árum eftir að viður kennt var í lagasetningu að konur og karlar skyldu hafa jafnan rétt. Ýmsar skýringar eru á lofti þegar reynt er að grennslast fyrir um hverju það sæti að hlutfall kvenna í stjórnum stórra fyrirtækja sé svo lágt. Konum er bent á að bíða bara rólegar, þróunin í átt til aukinna valda kvenna í fyrirtækjum landsins taki sinn tíma. Ef þær segjast ekki vera tilbúnar til að bíða lengur er hinu slengt fram: Konur segja alltaf nei. Þær eru ekki tilbúnar til að axla ábyrgð þegar á hólminn er komið. Það er ekki síst þessari kenningu til höfuðs sem Félag kvenna í atvinnurekstri í félagi við LeiðtogaAuði birti auglýsinguna í blöðum í vikunni sem leið. Konurnar hundrað heita því nefni- lega að segja já ef til þeirra er leitað og þær beðnar að taka sæti í stjórn fyrirtækis. Það hlýtur að vera akkur fyrir hvert fyrirtæki að marg- breytileg sjónarmið liggi að baki stjórnun þess. Þeir sem bera ábyrgð á því að leita eftir fólki til stjórnarsetu sýna því ótrúlega mikið hugmyndaleysi við val sitt því iðulega eru stjórnir fyrirtækja skipaðar ákaflega einsleitum hópi karla sem jafnvel eru flestir á sama aldri. Rætt hefur verið um að setja lög um kynjakvóta í stjórn- um fyrirtækja en til þess ráðs hefur til dæmis verið gripið í Noregi. Slík kvótastefna er umdeild en viðskiptaráðherra hefur ekki útilokað að kynjakvóti komi til greina. Framtak kvennanna sem auglýstu krafta sína í blöðunum leiðir vonandi til þess að konum muni fjölga í stjórnum fyrir - tækja, ekki á næsta ári eða eftir tíu ár heldur strax. Konur mega ekki vera að því að bíða lengur. Þær hafa menntað sig og atvinnuþátttaka þeirra er nú ekki fjarri atvinnuþátt- töku karla. Fyrirtækin sjálf mega ekki heldur vera að því að bíða. Þau geta ekki lengur leitt hjá sér krafta og hugmyndir kvenna. Kannanir hafa sýnt að þeim fyrirtækjum sem hafa konur í stjórnum sínum vegnar að jafnaði betur en fyrirtækjum sem hafa á að skipa einkynja karlastjórn. Það mætti því spyrja hvort fyrirtækin í landinu hafi efni á því að hafna ævinlega konum þegar kemur að því að velja fólk til stjórnarsetu. Það er kominn tími til að upphefja karlaveldið í stjórn- um fyrirtækja og hleypa þangað inn fleiri sjónarmiðum. Konurnar hundrað hafa boðið fram krafta sína og ljóst er að þær eru bara toppurinn á ísjakanum. Miklu fleiri konur eru tilbúnar að axla miklu meiri ábyrgð en þær gera nú. Hundrað konur segjast tilbúnar til að taka sæti í stjórnum fyrirtækja. Konur segja já STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.