Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Af heimsborgum veraldar er París í mestu dálæti hjá Ólafi Sveinssyni, framkvæmdastjóra A4, en þangað fer hann gagngert til að anda borginni að sér. „Sjarmi Parísar er svo notalegur og þangað finnst mér best að fara til þess eins að upplifa borgina og anda henni að mér,“ segir Ólafur Sveinsson, fram- kvæmdastjóri A4, sem komið hefur til frönsku höfuð- borgarinnar yfir tíu sinnum á fáeinum árum. „París er „in“-borgin núna, enda orðið miklu ódýrara að komast þangað nú en fyrir nokkrum árum,“ segir Ólafur sem er vel kunnugur lystisemdum Parísar. „Í París þarf maður ekki að hafa neitt sérstakt fyrir stafni. Andrúmsloftið er svo einstætt og nóg að sitja heilu dagana á kaffihúsum til að upplifa mannlífið. París er þannig lítil stórborg án þess þreytandi skar- kala sem einkennir margar stórar borgir,“ segir Ólaf- ur sem dvalið hefur í París á öllum árstímum. „París þykir mér langmest sjarmerandi á vorin; í apríl og maí. Þá er allt að springa út og blómstra, veður orðið þægilega hlýtt og feginleiki, kraftur og gleði Parísarbúa yfir væntanlegri sumarkomu alls- ráðandi,“ segir Ólafur sem fer aldrei til Parísar nema rölta sér rólega um Latínuhverfið, sem einnig heitir 3. hverfi Parísar. „Í Latínuhverfinu finnst mér ég upplifa hina einu sönnu Parísarstemningu; í kringum Notre Dame- kirkjuna og hinum megin Signu. Víst getur maður farið á Louvre-listasafnið í hvert einasta sinn og allt- af séð eitthvað nýtt, en stærsti gallinn við París er þungur ferðamannastraumur þar sem allir ætla að komast yfir að skoða það sama á sem skemmstum tíma. Því þarf maður að passa sig á að vera snemma dags á ferli til að losna við minnst tveggja tíma bið- raðir við helstu aðdráttaröfl borgarinnar, og þótt sumrin séu verst í þessu samhengi getur verið vanda- mál að komast að mörgum helstu skoðunarstöðum árið um kring. Menn þurfa því að gera upp við sig hvað þeim þykir mest spennandi að skoða í hvert skipti og ætla sér góðan tíma í það,“ segir Ólafur og minnist fallegs dags í Latínuhverfinu. „Einn daginn var ég á gangi um Latínuhverfið þegar ég heyrði nafnið mitt kallað á miðri götu. Ég vissi vitaskuld ekki hvaðan á mig stóð veðrið en þótt- ist vita fyrir víst að fáir hétu Óli í París. Veifaði þá til mín skælbrosandi og afar kært vinafólk á kaffihúsi skammt frá, en ég hafði ekki hugmynd um að það væri í París. Þetta segir manni mikið um Parísar- borg, því alls staðar er hægt að ganga á milli merkra staða og fólk því mikið til á sama svæðinu, en hver sem er getur notið þess að vera í París sökum aðgengi- leika og notalegs andrúmslofts.“ thordis@frettabladid.is Innöndun í París Ólafur Sveinsson, framkvæmdastjóri A4-skrifstofuvöruverslananna, er einna kunnugastur París af þeim fjölmörgu stöðum sem hann heimsækir í leik og starfi á ári hverju. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HREIN DEKK FÆKKA SLYSUM Dekk sem ekki eru reglu- lega hreinsuð geta orðið hál þar sem tjara leggst í raufarnar og stíflar. BÍLAR 2 HÍBÝLIN HRISTAST Hæstu hús á Íslandi sveiflast ekki nema um fáeina senti- metra enda yfirleitt steypt og stíf. HEIMILI 3 Breiðhöfða Toyota Land Cruiser 90, 38“, 7/98, krókur, fi lmur, mikið endurnýjaður. Verð 1.790.000.- MMC Pajero Instyle, Nýr bíll, 7 manna, ssk, top- plúga, álfelgur. Verð 6.390.000.- skipti ódýrar Cadillac Escalade, 2004, ekinn 18þ.km. DVD, topplúga, tilboð staðgreitt 4.800.000.- Toyota Rav 4, 7/05, 32þ.km. ssk, álfelgur, sumar og vetrardekk. Tilboð staðgreitt 2.000.000.- Toyota Corolla W/G, 9/04, 39þ.km. sjálfskiptur, aukadekk. Tilboð 100% áhvílandi lán 1.530.000.- Ford F350, 56þ.km. 2005, ssk, dísel, 35“ lok á palli, krókur. Verð 3.990.000.- skipti ath. Toyota Land Cruiser 120VX , 8/05, 52þ.km. ssk, álfelgur, topplúga, krókur. Verð 5.200.000.- Porsche Cayenne S, 2/03, 83þ.km. álfelgur, litað gler, umboðsbíll. Verð 6.590.000.- skipti ódýrari. 517 0000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.