Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 50
26 13. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Í gær var tilkynnt val á úrvalsliði umferða 10 til 17 í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta. Liðið skipa Valsstúlkurnar Signý Hermannsdóttir og Molly Peterman, Grindavíkurstúlkurnar Jovana Lilja Stefánsdóttir og Tiffany Roberson og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir úr KR. Enn fremur var Signý valin besti leikmaður umferðanna og Igor Beljanski, þjálfari Grindavíkur, var valinn besti þjálfarinn. Eftir erfiða byrjun á keppnistímabil- inu í haust hefur Valsliðið verið á mikilli siglingu undanfarið og unnið sex af síðustu átta leikjum í deildinni og þar hefur Signý farið á kostum. „Þetta er mjög skemmtileg við- urkenning og ég deili verðlaunum mínum að sjálfsögðu með Valsliðinu í heild sinni. Það tók sinn tíma að fá hlutina til að smella saman hjá okkur en þetta hefur gengið vel undanfarið og við ætlum bara að halda áfram á sömu braut,“ sagði Signý sem telur líkur Valsliðsins á að komast í úrslita- keppnina ágætar. „Það eru sex leikir eftir og sex stig í næsta lið þannig að það er vissulega möguleiki fyrir hendi og við höfum sýnt og sannað hvers við erum megnugar,“ sagði Signý og Igor Beljanski, sem hefur stýrt Grindavíkurliðinu til sigurs í sjö af síðustu átta leikjum, tekur undir með henni. „Valsliðið er búið að hleypa deildinni upp og gera hana meira spennandi og það er ómögulegt að spá fyrir um hvernig þetta fer allt saman. Ég er alla vega mjög ánægður með Grindavíkurliðið og mér finnst stelpurnar vera að uppskera fyrir allt erfiðið sem þær eru búnar að leggja á sig. Þær eru að gera allt rétt í augnablikinu þannig að ég er mjög ánægður,“ sagði Igor. SIGNÝ HERMANNSDÓTTIR OG IGOR BELJANSKI: BESTI LEIKMAÐUR OG ÞJÁLFARI UMFERÐA 10-17 Í KVENNAKÖRFUNNI Ómögulegt að spá fyrir um hvernig deildin fer > Stórleikur á Nesinu í kvöld Undanúrslitaleikirnir í Eimskips-bikar kvenna fara fram í kvöld. Þá tekur Valur á móti Fylki í Vodafone-höllinni en út á Nesi taka Gróttustúlkur á móti Íslandsmeistur- um Stjörnunnar. Grótta hefur komist tvisvar í úrslit á síðustu þrem árum en tapað í bæði skiptin. „Við erum gott bikarlið og ætlum að halda hefðinni við, komast í úrslit og klára svo úrslitaleikinn,“ sagði Anna Úrsula Guðmundsdóttir, leikmaður Gróttu. Leikurinn á Nesinu hefst klukkan 19 en á Hlíðarenda byrjar leik- urinn klukkan 20. HANDBOLTI Framarar komust í bikarúrslita- leikinn annað árið í röð eftir 27-24 sigur á Akureyri í Safamýrinni í undanúrslitaleik SS- bikars karla í gær. Framarar voru nærri því búnir að kasta frá sér sigrinum í lokin þegar fjórir tapaðir bolt- ar í röð sáu til þess að Norðanmenn náði að minnka muninn í eitt mark úr 24-20 í 24-23, en vöknuðu þá við vondan draum og tryggðu sér sæti í Höllinni. Magnús Erlendsson varði 12 af 16 skotum sínum á síðustu 22 mínútunum og sá til þess að Fram er á leiðina í úrslitaleik- inn í fjórða sinn frá 2002. „Framarar eru mjög gott lið sem refsar fyrir hver einustu mistök þannig að við megum ekki vera að henda boltanum í hend- urnar á þeim. Þetta eru örugglega einhver tíu mörk sem þeir skora eftir að þeir ná af okkur boltanum eftir illa spilaðar sóknir,“ sagði Rúnar Sigtryggsson, spilandi þjálfari Akur- eyrar, sem spilaði mikið í sókninni í gær og það var mikill munur á sókninni þegar hann var með. „Ég missti allavega ekki boltann en það verða fleiri að rísa upp. Við áttum enginn einhvern stjörnuleik en við börðumst en kom- ust bara ekki lengur í dag,“ sagði Rúnar. Fram byrjaði betur en Akureyri var 8-10 yfir um miðjan fyrri hálfleik þegar Rúnar settist á bekkinn og horfði upp á sína menn glutra boltanum sex sóknir í röð. Staðan var 13-13 í hálfleik og Fram var með frumkvæðið í upphafi seinni hálfleiks en náði ekki alvöru tökum á leiknum fyrr en Magnús fór í gang í markinu. Það fór ekki milli mála þegar Einar Ingi Hrafnsson kallaði eftir markvörslu í stöðunni 17-16 þegar markverðir Fram höfðu aðeins varið 8 bolta (af 24, 33 prósent). Kall Einars kveikti greinilega í Magnúsi Erlendssyni sem varði 12 af síðustu 20 skotum Akureyrarliðs- ins. „Það hlýtur að hafa kveikt í honum. Vörnin small ekki í fyrri hálfleik og þá fylgir ekki markvarslan. Um leið og við náðum barátt- unni í vörninni síðustu 20 mínúturnar þá vorum við ekki stöðvaðir. Það er gríðarlegur styrkur hjá okkur. Það er einhver þjóðsaga sem segir að maður vinni ekki tvisvar í röð í deild og bikar en við jörðuðum þá þjóðsögu í dag. Nú er bara að klára dæmið og skíta ekki á sig eins og í fyrra,” sagði Einar Ingi kátur í leikslok. - óój Framarar eru komnir í Höllina annað árið í röð eftir annan sigur sinn á Akureyri á fjórum dögum: Magnús svaraði kalli Einars og fór í gang KOMNIR Í HÖLLINA Jóhann Gunnar Einarsson lék vel fyrir Fram og fagnar hér sigri í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Eimskipsbikar karla: Fram-Akureyri 27-24 (13-13) Mörk Fram (skot): Jóhann Gunnar Einarsson 7/1 (10/1), Stefán Stefánsson 5 (5), Hjörtur Hin- riksson 4 (5), Andri Berg Haraldsson 4/1 (8/1), Einar Ingi Hrafnsson 3 (4), Björn Guðmundsson 2 (4), Rúnar Kárason 2 (7), Halldór Jóhann Sigfússon 0 (9/1). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 4 (14/1, 29%), Magnús Erlendsson 16/1 (30/1, 53%). Hraðaupphlaup: 9 (Stefán 4, Jóhann 2, Hjörtur, Andri, Einar Ingi). Fiskuð víti: 3 (Halldór 2, Einar Ingi). Utan vallar: 8 mínútur (Andri Berg fékk rautt spjald á 26. mín.) Mörk Akureyrar (skot): Einar Logi Friðjónsson 9 (18), Ásbjörn Friðriksson 5/1 (8/2), Magnús Stefánsson 3 (5), Nikolaj Jankovic 2 (2), Goran Gusic 2 (5), Rúnar Sigtryggsson 2 (7), Andri Snær Stefánsson 1 (1), Jónatan Þór Magnússon (2), Hörður Fannar Sigþórsson (2). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 21/1 (48/3, 44%) Hraðaupphlaup: 7 (Einar 2, Ásbjörn 2, Andri, Magnús, Jankovic). Fiskuð víti: 2 (Hörður, Ásbjörn). Utan vallar: 8 mínútur (Jankovic fékk rautt spjald á 26 mín.) Víkingur-Valur 32-38 (30-30, 25-25) Mörk Víkings (skot): Ásbjörn Stefánsson 10/7 (15/8), Þórir Júlíusson 7 (14), Gunnar Bergmann Jónsson 5 (8), Hreiðar Haraldsson 4 (5), Kristinn Guðmundsson 4 (11), Sveinn Þorgeirsson 1 (2), Hjálmar Þór Arnarson 1 (2), Pálmar Sigurjónsson (2) Varin skot: Erlingur Reyr Klemenzson 24/3 (61/5 39,3%), Björn Viðar Björnsson 0 (1/1 0%) Hraðaupphlaup: 4 (Þórir 2, Hreiðar, Gunnar) Fiskuð víti: 8 (Sveinn 2, Hreiðar 2, Pálmar 2, Þórir, Gunnar) Utan vallar: 14 mínútur Mörk Vals (skot): Baldvin Þorsteinsson 10/3 (15/5), Arnór Þór Gunnarsson 7 (9), Fannar Þór Friðgeirsson 6 (9), Elvar Friðriksson 6 (13/1), Sigfús Páll Sigfússon 3 (6), Ernir Hrafn Arnarson 3 (8), Ingvar Árnason 2 (3), Gunnar Harðarson 1 (1), Kristján Þór Karlsson (1), Hjalti Þór Pálmason (1) Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 16/1 (28/4 57,1%), Pálmar Pétursson 12 (32/4 37,5%) Hraðaupphlaup: 12 (Baldvin 4, Arnór 3, Fannar 2, Gunnar, Elvar, Ernir) Fiskuð víti: 6 (Sigfús 2, Ingvar, Elvar, Arnór, Fannar) Utan vallar: 14 mínútur ÚRSLIT HANDBOLTI Valur vann Víking í tví- framlengdum undanúrslitaleik Eimskipsbikarsins, 38-32, í frá- bærum leik. Víkingar voru betri aðilinn lengst framan af leik þrátt fyrir að missa sinn besta leik- mann, Sverri Hermannsson, hægri skyttu liðsins útaf vegna meiðsla á fimmtu mínútu. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að Víkingur ætlaði að selja sig dýrt. Gríðarleg barátta var í liðinu og greinilegt að fyrstu deildar liðið bar enga virðingu fyrir Íslandsmeisturum Vals. Mikið jafnræði var með liðunum allt þar til Víkingar skoruðu fimm mörk í röð og breyttu stöðunni úr 6-7 í 11- 7. Valsmenn náðu að minnka mun- inn í tvö mörk fyrir hlé, 14-12, með því að skora tvö síðustu mörk hálf- leiksins. Fyrri hálfleikur var mikil skemmtun og ekki var sá síðari síðri. Víkingar héldu frumkvæð- inu fyrsta korterið, 21-18, eða allt þar til Sveinn Þorgeirsson fékk að líta sína þriðju brottvísun á 45. mínútu fyrir litlar sakir. Víkingar skoruðu ekki næstu sjö mínútur leiksins og Valsmenn jöfnuðu metin, 21-21. Síðustu mínútur leiksins voru æsispennandi. Valur komst yfir, 22-23, þegar sex mínútur voru eftir en liðin skiptust á að skora þar til staðan var 25-25 og þrjár mínútur voru eftir. Hvorugu lið- inu tókst að bæta við marki í venjulegum leiktíma en mikil dramatík var á lokasekúndunum. Elvar Friðriksson, skytta Vals, fékk dæmdan á sig ruðning þegar 20 sekúndur voru eftir. Víkingur brunaði í sókn og fékk aukakast þegar leiktíminn rann út. Þórir Júlíusson skaut í stöng úr aukakastinu og þaðan í bakið á Pálmari Péturssyni, markverði Vals, en þaðan fór boltinn aftur- fyrir endamörk. Jafnt var á öllum tölum fyrri framlengingar. Víkingar voru fyrri til að skora í fyrri hálfleik og Valsmenn í þeim síðari en Þórir Júlíusson jafnaði metin fyrir Vík- ing, 30-30, þegar tvær sekúndur voru eftir á leikklukkunni. Valur skoraði tvö fyrstu mörk síðari framlengingarinnar og var það of mikill munur fyrir útkeyrða Víkinga að brúa. Valur vann að lokum sex marka sigur, 38-32. Óskar Bjarni var gríðarlega ánægður með að vera kominn í úrslit bikarsins en að sama skapi ekkert alltof kátur með leik sinna manna í leiknum. „Það má kalla þetta vanmat að vissu leyti. Þeir byrja mjög vel og þá hikum við og eigum erfitt með þetta. Ég er mjög stoltur af liðinu að hafa unnið þennan leik og komið svona til baka. Þeir voru að spila mjög vel en það var algjört bull að koma okkur í þessa stöðu. Ég tek ofan fyrir Víkingum, þeir voru betri í þessum leik. Við vorum bara lélegir. Svona er bikarinn það er gaman af þessu.“ Ásbjörn Stefánsson fór mikinn í liði Víkings og var að vonum sár í leikslok með að tapa á þennan hátt. „Við höfðum trú á því að geta sigr- að frá því að það var dregið í und- anúrslit. Við komum hrikalega vel stemmdir í leikinn. Það var mikil blóðtaka fyrir okkur að missa skytturnar okkar, Svein og Sverri en að lokum mun- aði hálfum sentímetra á því hvort liðið færi áfram þegar skotið í lok venjulegs leiktíma fer í stöngina. Í framlengingunni er það breiddin sem skilur liðin að,“ sagði Ásbjörn sem vildi að lokum þakka fyrir frá- bæran stuðning áhorfenda í leikn- um sem fjölmenntu í Víkina. - gmi Víkingar hársbreidd frá Höllinni Íslandsmeistarar Vals komust heldur betur í hann krappan er þeir mættu 1. deildarliði Víkings í undanúr- slitum Eimskipsbikarsins í gær. Leikurinn var tvíframlengdur og Valur hafði að lokum sigur, 32-38. Vík- ingar hefðu getað tryggt sér sigur undir lok venjulegs leiktíma en skot Þóris Júlíussonar fór í stöngina. GRÁTLEGT Víkingar voru eðlilega svekktir eftir leikinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÖGNUÐUR Fannar Friðgeirsson og félagar í Val fögnuðu hreint ógurlega eftir dramat- ískan sigur á Víkingi í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.