Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 54
30 13. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA „Þetta kemur sér óneitanlega vel. Við ættum allavega að geta farið í sólarlandaferð í sumar,“ segir Íslendingur sem vann tólf milljónir króna á vef Betsson spilavítisins. Íslendingurinn, sem er fjölskyldumaður á fertugsaldri, vill ekki koma fram undir nafni. Hann féllst þó á að ræða við Fréttablaðið símleiðis og gat ekki leynt ánægju sinni þegar blaðamaður náði af honum tali. „Þetta er auðvitað frábært. Ég var að spila fyrir smá upphæð í einhverjum spilakassa á síðunni og þá kom þessi stóri vinningur,“ segir hann. Vinningshafinn hafði ekki enn fengið vinninginn greiddan út þegar Fréttablaðið ræddi við hann. Hann átti þó von á því að það gerðist á hverri stundu. Samkvæmt upplýsingum frá Betsson er vinningur Íslendingsins fjórði stærsti gullpotturinn í sögu fyrirtækisins. Svo skemmtilega vildi til að sama dag vann annar Íslendingur stóran pott hjá Betsson. Sá lagði eitt þúsund krónur undir og vann tæplega 1,2 milljónir króna. Báðir spiluðu þeir í svokölluð- um Arabian Nights-leik. Þessir tveir vinningar Íslendinganna falla þó algerlega í skuggann af vinningi hins 27 ára gamla Niklas Karlsson í Svíþjóð. Hann gerði sér lítið fyrir og vann 110 milljónir króna í spilavíti Betsson í síðustu viku. Sænskir fjölmiðlar hafa mikið fjallað um þann risavinning og sagði Karlsson í viðtölum að hann ætlaði að láta langþráðan draum sinn rætast, að losa sig við yfirdráttinn og kaupa sér íbúð. Þá ætlaði hann að bjóða fjölskyldu sinni almennilega út að borða. - hdm Íslendingur vann 12 milljónir á netinu HEPPINN SVÍI Hinn 27 ára gamli Niklas Karlsson vann 110 milljónir króna í spilavíti Betsson á netinu. Tveir Íslendingar fengu stóra vinninga hjá Betsson á síðustu dögum. Annar fékk 1,2 milljónir króna en hinn tólf milljónir. „Mín frétt eða færsla birtist 11.00 í morgun [gær] en þeirra birtist 11.18. Það væri makalaus tilviljun ef bæði ég og RÚV höfum rambað á þetta á nákvæmlega sama tíma. Annars skiptir það mig engu máli. Þeir vinna þá bara svona,“ segir Ómar Örn Ólafsson, bloggari á Eyjunni, en þar sér hann jafn- framt um auglýsingar. Honum finnst fyndið hversu feimnir sumir fjölmiðlamenn eru að vitna í heimildir. Ómar Örn greindi frá miklum líkindum merkis kínverska fyrir- tækisins Sutor og svo „lógós“ Sím- ans. En félagi hans, sem starfar erlendis, sendi honum ábendingu þessa efnis. Ómar Örn hefur reikn- að það út að líklega hafa Kínverj- arnir leitað í smiðju Símamanna en samkvæmt eftirgrennslan hans var fyrirtæki Kínverjanna „brand- að“ árið 2006. „Einhver höfundar- réttur hefur verið brotinn og það lítur út fyrir að Sutor sé að stela frá Símanum.“ RÚV greinir svo frá því að Hjörvar Harðarson, grafískur hönnuður hjá Ennemm auglýs- ingastofu, hafi teiknað merki Símans. En nú tekur þetta sér- kennilega mál enn einn snúning- inn. Samkvæmt frétt DV í upp- hafi árs 2004 – í tengslum við það þegar Brynjólfur Bjarnason kynnti nýja ímynd Símans – þá er nýja merki Símans sláandi líkt merki heimsmeistaramótsins í sundi sem haldið var í Barcelona árið 2003. Í þeirri frétt segir Sveinn Jóhannsson hjá Góðu fólki ekkert nýtt undir sólinni. „En ég veit að merki Símans er alíslenskt frá a til ö.“ - jbg Stolin frétt af stolnu vörumerki ÓMAR ÖRN Birti frétt um stolið lógó en lenti í því að frétt hans var stolið 18 mínútum síðar. SLÁANDI LÍKINDI Merkin eru nánast alveg eins þannig að ljóst er að höfund- arréttur hefur verið brotinn. LÁRÉTT 2. sæmd 6. bókstafur 8. samhliða 9. upphrópun 11. í röð 12. ósa 14. útlit 16. rás 17. sefa 18. niður 20. 950 21. nabbi. LÓÐRÉTT 1. kofi 3. hljóm 4. tréspíritus 5. svelg 7. ákafur 10. viljugur 13. belja 15. hefðarkona 16. espa 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. sómi, 6. ká, 8. með, 9. úff, 11. tu, 12. rjúka, 14. ásýnd, 16. æð, 17. róa, 18. suð, 20. lm, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. skúr, 3. óm, 4. metanól, 5. iðu, 7. áfjáður, 10. fús, 13. kýr, 15. dama, 16. æsa, 19. ðð. Fjölmiðlakonan Jóhanna Vilhjálms- dóttir hefur hætt störfum í Kastljósinu. Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kastljóss, tilkynnti starfsfólki sínu þetta í gærmorgun. Hann segir ákvörðun Jóhönnu hafa verið í deiglunni í einhvern tíma. „Hún hættir af persónulegum ástæðum og ég hef í sjálfu sér engu við það að bæta,” segir Þórhallur. Jóhanna er dóttir Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarfulltrúa en eins og flestir vita hefur staðið nokkur styr um aðkomu hans að REI-málinu svokallaða undanfarn- ar vikur. Aðspurður hvort ofan- nefndar aðstæður hefðu eitthvað með ákvörðun Jóhönnu að gera kveðst Þórhallur ekki geta svarað því. „Ég veit það ekki og held að það væri betra að spyrja hana út í hverjar hinar persónulegu ástæður séu,“ segir hann. Ekki náðist í Jóhönnu í gær. Þórhallur segist ekki vita hvort Jóhanna muni snúa sér að störfum á öðrum vettvangi, en mun fara að huga að því að fylla skarð hennar. „Það er vandfyllt skarð, því hún er gríðarlega öflug fjölmiðlakona,“ segir Þórhallur. Jóhanna hefur verið starfsmað- ur Kastljóssins frá því að ný útgáfa þess leit dagsins ljós í október 2005. - sun Jóhanna kveð- ur Kastljósið SEGIR UPP STÖRFUM Jóhanna Vilhjálms- dóttir hefur hætt störfum í Kastljósinu. „Ég hef iTunes opið í tölvunni minni og stilli á random. Það er alls konar tónlist inni í því úr öllum stefnum, allt frá þunga- rokki upp í blús og djass og teknó og ambient-tónlist.“ Inga Dóra Guðmundsdóttir myndlistar- kona. Forvitnileg ritdeila er sprottin upp milli tónlistamannanna Guðmundar R. Gíslasonar, söngvara SúEllanar, og Einars Ágústs Víðissonar, fyrrum söngvara Skít- amórals. Á bloggsíð- unni ingvarvalgeirs. blog.is rífast sveitung- arnir frá Neskaup- stað hástöfum um útvarpsstöðvar á Íslandi. Upphaf deilunnar má rekja til ummæla Guðmundar um afmælisþætti Rásar 2 sem Hjálmar Hjálmarsson stýrir en þar eru gamlir útvarpsmenn fengnir í viðtöl. Guðmundur segir það í góðu lagi að Rásar 2-fólk tali við hvað annað, það geri starfsfólk útvarps- stöðva í eigu 365 nær eingöngu. „Svo er Bylgjan náttúrlega bara sorgleg, hef ekki hlust- að á FM,“ segir Guð- mundur meðal annars. Einar Ágúst svarar Guðmundi og virðist telja þetta bitur ummæli í ljósi þess að tónlist hans hafi ekki fengið spilun á umræddum stöðvum. Augljóst er af umræðum þeirra Guðmundar og Einars Ágústs að tónlist þeirra hefur hlotið náð fyrir augum tónlistarstjóra hvor á sínum staðnum. Guðmundur er ósáttur við Bylgjuna og vill meina að þar ráði klíkuskapur för. Einar Ágúst segir tónlist Guðmundar hins vegar ekki nógu góða fyrir Bylgjuna. Einar Ágúst kennir persónulegri óvild Ólafs Páls Gunnarssonar á Rás 2 um að tónlist sín fái ekki spilun þar. „Óli Palli er einfaldlega bara vitleysingur og dónalegur besserv- isser. Enda hef ég bara engan áhuga á því að vera spilaður þar ef persónulegur óþroski hans er að koma í veg fyrir að mín lög heyrist þar,“ skrifar Einar Ágúst og er mikið niðri fyrir. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI „Maður fær náttúrlega alls konar gagnrýni fyrir verk sín og það er bara gangur lífsins. Og eins veðrið, stundum er sól og stundum rigning og ekkert við því að segja. En þegar farið er að hafa sögusagn- ir eftir látnum manni um að maður sé að sýna öðru fólki yfirgang og djöfulsskap þá getur maður ekki látið slíkt kyrrt liggja,“ segir rithöfundurinn Einar Kárason sem skrifar stutta grein í nýjasta Tímarit Máls og menningar undir fyrirsögninni: „Fúl- mennska í Höfða“. Þar svarar hann sögu sem birtist í ævisögu Elíasar Marar eftir Hjálmar Sveinsson um að hann hafi með valdi hent ljóðskáldinu Jónasi Svafár út úr Höfða í gleðskap Rithöfundasambands- ins á vegum Reykjavíkurborgar árið 1990 en Einar var þá formaður þess. Einar kveðst síður en svo hafa beitt einhverju valdi. Honum hafi verið gert af gestgjöfunum að sjá til þess að Jónas myndi yfirgefa samkvæmið enda hafi hann verið hroðalegur til reika. „Mann í svona ástandi getum við ekki haft hér í húsi; annaðhvort verður honum komið í burtu eða veitingum verður hætt og veislunni slitið,“ á að hafa verið sagt við Einar sem taldi sig reyndar vera kominn í frí frá sínu embætti sem formaður eftir stíf fundarhöld en varð þess snemma ljóst að Jónas var á hans ábyrgð kominn. Honum tókst að lempa Jónas með sér fram að dyrum en lengra vildi ljóðskáldið ekki fara. Einar segir frá því í grein sinni að hann hafi þá fengið aðstoð þáverandi borgarstjóra, Davíðs Oddssonar. „Davíð sá vandræði mín og sýndi það drenglyndi að leggja mér lið: hann kom og sagði okkur að hann væri búinn að hringja í bílstjórann hans Kjarvals,“ skrifar Einar en sá ku hafa keyrt listmálarann Jóhannes Kjarval út um allar trissur. Davíð á síðan að hafa sagt að mönnum þætti heiður að fá að setjast í sæti Kjarvals og að bílstjórinn hefði lag á svona köllum. Og hvarf Jónas með leigubílnum um leið og hann birtist. „Ég var ágætlega málkunnugur Elíasi og það fóru ekkert annað en hlýleg orð okkar á milli. Og mér þykir ótrúlegt að ef hans hefði notið við hefði þessi slúðursaga verið sett á prent. En Elías er látinn, maður sem var þekktur fyrir vandvirkni og smekkvísi en slíku er því miður ekki til að dreifa í bók Hjálmars,“ segir Einar. Hjálmar Sveinsson, höfundur bókarinnar um Elías Mar, segir viðbrögð sín við grein Einars einfaldlega vera þau að menn upplifi vissa atburði á ólíkan hátt. „Elías sagði mér þessa sögu þegar við ræddum um atómskáldin og hann sagði mér frá því að Jónas hefði búið í kjallar- anum á Höfða,“ segir Hjálmar og bætir því við að Elías hafi alla tíð verið þekktur fyrir að vera orðvar maður. „Ég skil það hins vegar vel að ef minning Einars um þennan atburð er gerólík því sem Elías minnti, vilji hann leiðrétta það,“ heldur Hjálmar áfram og tekur fram að Elías hafi nefnt það sérstaklega þegar hann rifjaði þetta upp að honum hafi mislíkað þetta athæfi. freyrgigja@frettabladid.is EINAR KÁRASON: DAVÍÐ ODDSSON HJÁLPAÐI TIL VIÐ DYRAVÖRSLUNA Rithöfundur ber af sér fólskulega framkomu ORÐVAR OG SMEKKVÍS Hjálmar segir Elías hafa verið orðvaran en Einar telur að smekkvísi Elíasar hefði aldrei leyft að slík slúðursaga hefði ratað á prent. MISMUNANDI UPPLIFUN Hjálmar Sveinsson segist skilja að Einar vilji leiðrétta eitthvað ef hann muni atburðinn á annan hátt. HENTI ENGUM ÚT MEÐ VALDI Einar Kárason skrifar stutta grein í Tímarit Máls og menningar um atvik sem átti sér stað í Höfða í kringum 1990.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.