Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 45
MIÐVIKUDAGUR 13. febrúar 2008 21 Rithöfundurinn Zadie Smith, sem skaust upp á stjörnuhimin bók- menntaheimsins árið 2000 þegar hún vann Whitbread-verðlaunin fyrir fyrstu skáldsögu sína White Teeth, hefur harðlega gagnrýnt mörg af stærstu bókmenntaverð- launum Bretlands. Bloggfærsla hefur birst í henn- ar nafni þar sem hún segir flest bókmenntaverðlaun snúast um auglýsingar fremur en gæði skrifanna. „Verðlaunin ganga út á að vekja jákvæða athygli á vörum ýmissa fyrirtækja, til dæmis kaffiframleiðenda, símfyrir- tækja, bjórframleiðenda og jafn- vel framleiðendum frosinnar matvöru,“ segir á blogginu. Smith nafngreinir ekki þau verðlaun sem hún gagnrýnir, en af ofangreindri upptalningu henn- ar má telja líklegt að hún eigi við Costa-verðlaunin, sem styrkt eru af kaffiframleiðanda, Orange- verðlaunin, sem styrkt eru af símfyrirtæki, Whitbread-verð- launin, sem voru styrkt af bjór- framleiðanda, og Booker-verð- launin sem voru eitt sinn styrkt af verslanakeðjunni Iceland sem selur frosinn mat. Smith sendir þessi ummæli frá sér í kjölfar þess að hafa setið í dóm- nefnd fyrir Willesden Her- ald-smásagna- keppnina. Dóm- nefndin ákvað að veita ekki verðlaunin í ár þar sem þeim þótti engin þeirra smásagna sem sendar voru inn í keppnina eiga verðlaunin skilin. Sem ætla mætti hafa fulltrúar bókaútgefenda og bókmennta- verðlauna í Bretlandi tekið þess- um ummælum Smith heldur illa. „Staðreyndin er sú að bókmennta- verðlaun hafa vakið athygli á mörgum ágætum bókum og sögum sem ellegar hefðust ekki fengist útgefnar eða selst illa. Það þarf að hvetja fólk til að lesa og ef það sem þarf til er samstarf stórra fyrirtækja og bókmennta er það bara hið besta mál,“ segir rithöfundurinn Joanna Trollope, sem jafnframt sat nýverið í dóm- nefnd Costa-verðlaunanna. - vþ Zadie Smith og verðlaunin ZADIE SMITH Mikið hlýtur að hafa verið leiðin- legt að vera íbúi í baðstofunni í gamla daga. Hugleiki Dagssyni tekst í Baðstofu sinni í Þjóðleikhús- inu að hneyksla eldri kynslóðina og kitla hláturtaugar þeirrar yngri með verki sínu þar sem hann leikur sér með hið þunglyndislega fyrir- bæri sem er Baðstofa forfeðra okkar. Hér kynnumst við vinnukonunni Unni sem býr í þröngri dimmri bað- stofukytru ásamt mikilli hersingu. Hún er sú eina sem er normal. Hin kvenpersónan á bænum, Sigrún, vælir og veinar þar til hún liggur dauð. Amman lufsast um feit og fúlskeggjuð, bóndinn sést aldrei nema á götuóttum ullarnærfötum og öskrin í honum með öllu óskilj- anleg. Siggi, stamari með skakka löpp, er sonur bóndans og systur hans. Sólveig vinnukona á næsta bæ, einfeldningur með stórt hjarta. Guðmundur vinnumaður, frekur og leiðinlegur enda komið fyrir katt- arnef af bjargvættinum Lalla sem sjórekinn kom til þeirra úr maga hvals sem rak á land í upphafi. Samband Unnar og Lalla er ævin- týrið í þessum darraðardansi þar sem gömlu tólin, rokkar og strokk- ar breytast í hljóðfæri og ýlfur og öskur, jarm og baul verða hluti af tónlistinni. Í viðjum vistarbanda og hlekkj- um hugans á vinnukonan Unnur sér draum um einhvers konar líf. Bryn- hildur Guðjónsdóttir fer með þetta burðarhlutverk sem af hendi höf- undar er í raun eina hlutverkið með einhverri smá dýpt. Brynhildur skilar sínu vel, er skýrmælt og við- kvæm en ákveðin, þótt hefði mátt leggja persónuna þannig að hún hlyti meiri samúð og skilning áhorf- enda. Bæði Unnur þessi og Lalli, sjórekni Grænlendingurinn eða hafmaðurinn, eru andstæður hinna persónanna að því leyti að þau eru boðberar annarra möguleika. Unnur tönnlast á spurningunni um hvort það sé ekki bara allt í lagi að vera einhleyp. Það hefði mátt hnykkja aðeins betur á þessum atriðum sem hálfpartinn hurfu í öllum látunum. Hún var til dæmis að pára ljóð en steinhætti því eftir að hún varð ólétt. Stefán Hallur Stefánsson fer með hlutverk marbendils og það er vita- skuld vandasamt hlutverk því hver veit hvernig marbendlar tjá sig og hreyfa? Athyglisverður búningur sem minnti fremur á geimveru en eitthvað sem birtist úr hafdjúpinu. Leikstjórinn velur hér að láta hann nánast fæðast, verða til, en hann uppgötvar þennan nýja heim með betra hjarta heldur en þessir vesal- ingar sem hann lendir hjá. Stefán á auðvelt með að tjá sig með öllum líkamanum og þó þetta stirðbusa- lega hreyfimynstur væri bæði höktandi og barnalegt, var engu að síður sem um dans væri að ræða á köflum. Það er ekki kafað djúpt ofan í persónur í þessari uppsetn- ingu. Hér eru allar klisjurnar saman komnar á einum stað: bændur nauð- guðu öllu og öllum, prestar lyftu pilsum stúlkna og yljuðu sér hvar sem var og hvenær sem var, eym- ingjar voru hýddir og píndir, allir voru skítugir upp fyrir haus, ráku við og klóruðu sér í rassinum milli þess sem þeir óðu með blautar ermar ofan í sýruker og slöfruðu í sig sláturkeppum. Elma Lísa Gunnarsdóttir fer með hlutverk Sólveigar vinnukonu á næsta bæ og það geislaði af henni í þessu hjákátlega hlutverki ein- faldrar stúlku sem síðan tekur sitt eigið líf eftir að hafa verið niður- lægð af sóknarprestinum. Davíð Þór Jónsson fer með hlutverk hins sálarlausa gargandi bónda. Það er val leikstjórans að láta hann frem- ur líkjast skrímsli en manni og en kraftmikill var hann. Sýningin hefði öll getað verið krafmikil bara eins og gott rokk (eða góður rokk- ur) en atriði eins og afturgengnar álfameyjar í plastkápum var mjög óþarft og eins var atriðið þá er þau Lalli og Unnur fara saman í heita laug helst til of langt. Dóra Jóhannsdóttir fór með hlut- verk Sigrúnar húsfreyju. Hún org- aði og argaði milli þess sem hún vældi og skríkti. Dóra var skemmti- leg í þessu grenjuhlutverki með hvella rödd eins og hún væri að æpa úti í hífandi roki. Þeir Vignir Rafn Valþórsson og Valur Freyr Einarsson skiluðu einnig sínum hlutverkum með trúverðugleika. Lýsingin var við hæfi. Tónlistin smart og flutningur hugmyndarík- ur. Margir af eldri kynslóðinni grettu sig og fettu að sýningu lok- inni særðir í hjarta yfir skrum skæl- ingunni á rómantísku myndinni af forfeðrunum. Þetta var ekki hefð- bundin kvöldvaka. Elísabet Brekkan … freta, drepa, nauðga,kýla … LEIKLIST Baðstofan eftir Hugleik Dagsson Lýsing: Egill Ingibergsson. Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Hljóð: FLís og leikhópurinn. Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir. Leikstjóri: Stefán Jónsson ★★★ Allar klisjurnar saman komnar á einum stað LEIKLIST Skemmtilegt er myrkrið – spurn- ing bara hvar það er svartast – á sviðinu eða í hausnum á aðstandendum? "heilsteypt flott listarverk þar sem lögn leikstjórans er svo skýr að ekkert verður að vafamáli." "KK rammaði sýninguna inn, var límið, var ryþminn, var lagið sem menn dilluðu sér við." "vonandi að unnendur góðrar leiklistar láti ekki þessa sýningu framhjá sér fara" E.B. Fréttablaðið "sýningin er eins og þéttur og flottur nútímadans - dansleikhús af magnaðri gerðinni" "Þóra vinnur hér stóran leiksigur" S.A. Tímarit Máls og Menningar "fátt sem geislar jafnmikilli ástríðu á sviði núna" "Magnús Guðmundsson sýnir frábæran leik sem Martin." M.E. Morgunblaðið "Sveinn Ólafur Gunnarsson fer vel með hlutverk Eddies, hann er yfirmátar svalur og jafnframt ástríðufullur". "til hamingju!" Víðsjá. RÚV Tryggðu þér miða í síma 551 4700 eða á midi.is Silfurtunglið, Austurbæ. Síðustu sýningar: fös15/2 kl 20 lau 16/2 kl 20 Síðustu sýningar á Fool for Love! Gagnrýnendur eru á einu máli Sólarferð e. Guðmund Steinsson frumsýn. 15/2 uppselt, 16/2 uppselt Baðstofan e. Hugleik Dagsson sýn. 14/2, 15/2, 16/2 örfá sæti laus Vígaguðinn e. Yasminu Reza sýn. 15/2 og 16/2 örfá sæti laus Gott kvöld e. Áslaugu Jónsdóttur 17/2 kl. 13.30 og 15 allra síðustu sýningar Skilaboðaskjóðan 17/2 örfá sæti laus 27. febrúar 28. febrúar 2.mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.