Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.02.2008, Blaðsíða 18
[ ]Kveikjum ljósin á bílunum okkar. Þau eru bæði til að lýsa okkur leið en einnig til að gera okkur sýnileg í umferðinni. Vormur Þórðarson hjá VDO Borgardekkjum hjólbarðaverk- stæði telur reglulega dekkja- hreinsun geta fækkað umferð- arslysum á veturna. Góð umhirða dekkja hefur sjálfsagt aldrei verið eins nauðsynleg og í þeirri kuldatíð sem ríkt hefur síð- ustu vikur. Dekk sem ekki eru reglu- lega hreinsuð geta orðið hál þar sem tjara leggst í raufarnar og stíflar. Að sögn Vorms Þórðarsonar hjá VDO Borgardekkjum hjólbarða- verkstæði minnkar það grip og getur valdið slysum. „Það eina sem menn þurfa að gera til að hindra það er að fá sér dekkja- hreinsi á næstu bensínstöð,“ segir hann. „Efninu er sprautað á dekkin og svo er æskilegast að hreinsa það af með vatni, þar sem það er ekki vel séð að keyra af stað út í náttúr- una með tjöruna í eftirdragi.“ Vormur segir nauðsynlegt að hreinsa dekkin minnst einu sinni í viku, á meðan saltað er á snævi- þakta vegi. Hins vegar sé algjör óþarfi að hreinsa þau jafn oft þegar þurrt er og ekkert verið að salta. Þá keyri ökumenn drulluna af. „Því miður fara þó alltof fáir eftir þessari reglu,“ segir hann og telur ástæðuna helst þá að ökumenn viti hreinlega ekki betur. „Þetta hefur ekkert með það að gera að Íslend- ingar séu trassar og þeir eldri virð- ast vita þetta. Svo hefur heldur ekki verið þörf á því að hreinsa dekkin svona oft undanfarin ár eins og tíðin hefur verið. En nú hefur þessi kulda- tíð staðið lengi yfir, þannig að full ástæða er til þess að þrífa dekkin vel.“ Áður fyrir buðu nokkur bílaverk- stæði hérlendis upp á dekkjahreins- anir með sjálfvirkum burstum en Vormur segir það fyrirkomulag alfarið hafa lagst af. „Já, þetta var svipað því og þegar fólk fer með bíl- inn í skoðun og tekur bremsutest. Kefli rúlluðu bílunum áfram og þar undir voru burstar. Ofan í því var síðan tjöruhreinsir. En svo þegar keyrt var upp úr þessu lak tjöru- hreinsirinn úr dekkjunum, sem gæti verið ástæða þess að tekið var fyrir þetta.“ Hann bætir því við að dekkja- hreinsanir af þessu tagi hafi held- ur ekki náð vinsældum. „Nei, þetta kostaði og fólk virtist ekki tilbúið að borga fyrir þjónustuna. Fyrir- tæki lögðu því hreinlega ekki í það að útbúa almennilegt frárennsli og leggja í það einhverja peninga og fá ekkert í staðinn.“ Aðspurður hvort það hafi aldrei komið til tals að taka þjónustuna upp aftur, efast Vormur það og hvetur menn til að vera á góðum dekkjum í umferðinni. Þau dragi úr eldsneytiseyðslu, endingin verði betri og öryggi aukist almennt. roald@frettabladid.is Hrein dekk fækka slysum Vormur minnir menn, ásamt þrifum á dekkjum, á að huga að réttum loftþrýstingi hjólbarðanna. Það dragi úr eldsneytiseyðslu, auki endingu dekkjanna og öryggi almennt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON REYKJAVÍK: Ármúla 11 Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka Sími 461-1070 www.thor. is Í dag kl 14 -18 að Suðurlandsbraut 14 frumsýnum við á Íslandi: KUBOTA FRUMSÝNING Vinnudýrið KUBOTA RTV900 Auk þess sýnum við : KUBOTA GZD15 - Zero-Turn ásetusláttuvél KUBOTA G21HD ásetusláttuvél KUBOTA F3680 ásetusláttuvél með húsi KUBOTA GR1600 sláttutraktorinn KUBOTA GR2100 sláttutraktorinn KUBOTA F1900 fjölnotavél (sýnd með bursta og sláttuvél) KUBOTA STV40 fjölnota smátraktor (með miklu úrvali tengitækja) Og úrval annarra tækja og véla fjölnota smábíll með palli sem kemst þangað sem aðrir komast ekki. Jeppadekk ALORKA • Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080 Heilsársdekk 31" kr. 13.900 (31x10.50R15) 33" kr. 15.900 (33x12.50R15) Úrval annarra stærða upp í 38". Felgustærð 15", 16" og 17". Sendum frítt um land allt! Við mælum með míkróskurði P IPA R • S ÍA • 8 016 5 Nánar á jeppadekk.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.