Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 2
2 20. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR SVEITARSTJÓRNIR „Ég er alveg arfavitlaus út af þessum fasteignagjöldum,“ segir Jósef Ásmundsson. Jósef og kona hans búa í nýju húsi í Kjarrhólma á Selfossi. Húsið er 210 fermetrar og fasteignamat þess var 29,9 milljónir króna um síðustu áramót. Lóðin er metin á fjórar milljónir. Fasteignagjöld, lóðarleiga, fráveitugjald og sorphirðugjald nema samtals tæplega 270 þúsund krónum á þessu ári. Þetta telur Jósef vera alltof hátt. Fyrir eign af þessari stærð með jafn háu fasteigna- og lóðarmati þyrfti hins vegar að greiða samtals tæpar 147 þúsund krónur í Reykjavík. Upphæðin er þannig 83 prósentum hærri í Árborg af eign sem er talin jafn verðmæt hjá Fasteignamati ríkisins. Þá segist Jósef hafa fengið uppgefið dæmi frá Ráðhúsinu í Reykjavík um 240 fermetra hús sem hefði 50 milljóna króna fasteignamat en bæri þó aðeins um 210 þúsund krónur í gjöld. „Það er óeðlilegt að í sveitarfélagi þar sem verið hefur mikil uppbygging og gatnagerðargjöldin hafa streymt inn séu fasteignagjöld svona miklu hærri en í Reykjavík,“ segir Jósef. Eins og víða annars staðar hækkaði fasteignamat í Árborg um 12 prósent um síðustu áramót. Tillaga frá fulltrúum sjálfstæðismanna um að lækka álagningarhlutfall fasteignagjaldanna var felld í bæjarstjórninni fyrir jól. Sagði meirihluti Fram- sóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna það ekki skynsamlegt að lækka tekjur sveitarfélagsins á tímum mikils vaxtar og uppgangs. „Framkvæmdaþörf er gríðarleg og framundan eru stór verkefni við uppbyggingu grunn- og leikskóla svo dæmi séu tekin. Þá er minnt á að fasteignagjöld voru lækkuð um 25% á árinu 2006,“ sagði meirihluti bæjarstjórnar. Ásta Stefánsdóttir bæjarritari segir Árborg hafa haft umtalsverðan kostnað á undanförnum árum af endurnýjun fráveitulagna. Því verki sé hvergi nærri lokið. „Ný hverfi hafa risið og byggð í dreifbýli orðið þéttari. Íbúar eru nú innan við átta þúsund og á síðastliðnum fimm árum fjölgaði þeim um 23 prósent. Slíkar aðstæður kalla á talsverðar fram- kvæmdir við lagningu fráveitu og vatnsveitu,“ segir Ásta Stefánsdóttir. gar@frettabladid.is Íbúi arfavitlaus yfir gjöldunum í Árborg Eigendur fasteigna í Árborg borga nær tvöfalt hærri gjöld til sveitarfélagsins heldur en greitt er af jafn dýrum eignum í Reykjavík. Óeðlilegt segir Jósef Ás- mundsson. Stór verkefni framundan segir bæjarstjórnin og neitar lækkun. JÓSEF ÁSMUNDSSON KJARAMÁL Algert afnám stimpil- gjalda af fasteignaviðskiptum, sem ríkisstjórnin hefur boðað, hefur ekki verið tímasett. Slíkar breytingar þarf að gera þegar aðstæður á fasteignamarkaði leyfa, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Í aðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem ætlað er að greiða fyrir gerð kjarasamninga, var meðal annars kynnt að til stæði að fella niður fasteignagjöld af kaupum á fyrstu fasteign. Í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnarinnar er algert afnám stimpilgjaldanna boðað á kjör- tímabilinu og segir Ingibjörg að staðið verði við það loforð. „Það eru bara níu mánuðir búnir af kjörtímabilinu og mér sýnist að um 80 prósent af því sem er í stjórnarsáttmálanum sé komið til framkvæmda eða komið vel á veg. Eitthvað verðum við að aðhafast næstu þrjú árin,“ segir Ingibjörg. Flestar aðgerðir ríkisstjórnar- innar vegna kjarasamninga eru í samræmi við það sem fram kemur í stjórnarsáttmálanum. Ingibjörg Sólrún segir það einnig í samræmi við sáttmálann að vinna að stöð- ugleika í kjaramálum, og það sé gert með því að útfæra loforðin í samráði við aðila vinnumarkaðar- ins. Ekki er von á fleiri útspilum frá ríkisstjórninni vegna annarra samninga sem nú eru lausir, eða losna á næstunni, segir Ingibjörg Sólrún. Boðaðar aðgerðir komi öllu launafólki til góða og ættu að liðka fyrir öðrum samningum. - bj Formaður Samfylkingar segir að tímasetja þurfi afnám stimpilgjalda: Stimpilgjöld afnumin þegar aðstæður á markaði leyfa LAUSIR SAMNINGAR Ríkisstjórnin ætlar sér ekki að koma með fleiri útspil í tengslum við samninga annarra en ASÍ, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR RÁÐHÚS ÁRBORGAR Meirihluti bæjarstjórnar þarf á tekjum að halda og felldi tillögu um lækkun fasteignagjalda. FASTEIGNAGJÖLD Í REYKJAVÍK Miðað við fasteignamat 29.930.000 kr. og lóðarmat 4.030.000. Fasteignaskattur 0,214 % 64.050 kr. Lóðarleiga* 0,08 % 3.224 kr. Holræsagjald 0,105 % 31.427 kr. Vatnsgjald Gjaldskrá 531.608 kr. Sorpgjald Gjaldskrá 16.300 kr. Samtals 146.609 kr. FASTEIGNAGJÖLD Í ÁRBORG Miðað við fasteignamat 29.930.000 kr. og lóðarmat 4.030.000. Fasteignaskattur 0,276 % 82.607 kr. Lóðarleiga* 1,00 % 40.300 kr. Fráveitugjald 0,275% 82.308 kr. Vatnsgjald Gjaldskrá 50.881 kr. Sorpgjald Gjaldskrá 12.500 kr. Samtals 268.598 kr. *Lóðarleiga er hlutfall af lóðarmati. Jón, er þetta ekki orðið von- laust? „Mér líst vel á að hækka standard- inn. Nú þurfa allir kraftaverkamenn að spýta í lófana og fara að gera eitthvað af viti.“ Páfagarður hefur hert reglur um það hverja hægt er að taka í dýrlingatölu. Menn þurfa að hafa gert mörg kraftaverk til þess. Jón Gnarr er kaþólskur. noatun.is LÉTTIR ÞÉR LÍFIÐ Langa roð- og beinlaus 998 Þú sparar 300 kr. kr. kg. mikla í Nóatúni! Fiskivikan ALÞINGI Þingmenn úr flokkum vilja að samgönguráðherra láti kanna hagkvæmni lestarsam- gangna milli Keflavíkurflug- vallar og Reykjavíkur annars vegar og léttlestakerfis innan höfuð- borgarsvæðis- ins hins vegar. Vilja þeir að allar hliðar málsins verði kannaðar og að niðurstöður liggi fyrir í árslok. Í greinargerð með þingsálykt- unartillögunni kemur fram að eldri úttektir hafi leitt í ljós að verkefnin væru óhagkvæm. Aðstæður hafi hins vegar breyst og því hugsanlegt að niðurstöð- urnar verði aðrar nú. - bþs Þingmenn allra flokka: Kostir og gallar lesta kannaðir ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON PAKISTAN, AP Stjórnarflokkur Pervez Musharraf, forseta Pakistans, lýsti yfir ósigri í gær eftir að ljóst var að tveir stærstu stjórnarandstöðuflokkar landsins hlutu flest atkvæði í þingkosn- ingunum á mánudaginn. Flokkur Benazir Bhutto, sem var myrt í desember, fékk flest atkvæði. Þar næst kom flokkur Nawas Sharif og flokkur Musharrafs þriðji. Úrslitin þykja áfellisdómur yfir stjórn Musharrafs og setja pólitíska framtíð hans í uppnám. Lokaúrslita kosninganna er ekki að vænta fyrr en á miðvikudags- kvöld. - sdg Flokkur Musharrafs : Musharraf lýsti yfir ósigri STJÓRNMÁL Flestir Reykvíkingar vilja Hönnu Birnu Kristjánsdótt- ur sem borgarstjóra úr hópi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins. Fær hún 43,9 prósenta stuðning samkvæmt netkönnun á vegum Capacent Gallup. Gísli Marteinn Baldursson fær 17 prósenta stuðning. Spurt var: „Hvaða borgarfull- trúi Sjálfstæðismanna vilt þú helst að taki við embætti borgar- stjóra?“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son fékk 8,2 prósent, litlu meira en Júlíus Vífill Ingvarsson. Átján hundruð Reykvíkingar á aldrinum 18-75 ára voru valdir af handahófi úr viðhorfahópi Capacent Gallup. Endanlegt úrtak var 1539 eintaklingar og svarhlut- fall var 72,4 prósent. - ovd Fylgi fulltrúa Sjálfstæðisflokks: Vilhjálmur með lítinn stuðning BORGARFJÖRÐUR Búið er að opna þjóðveg eitt sem vegna vatnavaxta í Álalæk rofnaði við Daníelslund skammt frá Svignaskarði í Borgarfirði um klukkan fjögur aðfaranótt mánudagsins. Hafði ræsi undir veginn ekki við vatnsflaumnum svo vegurinn gaf sig. Einnig urðu nokkrar vatns- skemmdir við Hvítárvelli í Borgar- firði þar sem loka þurfti veginum. Vegagerðin biður vegfarendur að sýna sérstaka varúð þar sem víða eru slitlagsskemmdir vegna þíðu og vatnsveðurs að undan- förnu. - ovd Vatnsskemmdir í Borgarfirði: Þjóðvegurinn opnaður aftur ATVINNUMÁL „Að mínu mati er þetta upp á líf og dauða fyrir samfélag- ið,“ segir Ragnar Jörundsson, bæj- arstjóri Vesturbyggðar, um fyrir- hugaða olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. Fulltrúar Íslensks Hátækniiðnað- ar, Hilmar Foss og Ólafur Egilsson, mættu í fyrrakvöld á kynningar- fund á Patreksfirði. Ragnar kveður fundinn hafa aukið bjartsýni heimamanna á verk- efnið. „Það er ekkert því til fyrir- stöðu að þetta gangi. Staðarvalið liggur fyrir á næstu tveimur mán- uðum. Þegar menn eru að fara í fjárfestingar upp á nærri 300 millj- arða króna þá vilja þeir telja upp að tíu áður en ákvarðanir eru teknar,“ segir hann. Ekki er enn gefið upp hvaða fjár- festar eru að baki Íslensks hátækni- iðnaðar. „Menn eru að vinna sig áfram og það tekur tíma. Ég hef þá tilfinningu að þetta sé komið lengra en við vitum þótt þeir vilji ekki upp- lýsa um það,“ segir Ragnar. Að sögn Ragnars hefur Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráð- herra ranglega fullyrt að olíuhreins- unarstöðin myndi auka losun koltví- sýrings á Íslandi um 30 prósent og menga á við þrjú álver. „Þetta er sennilega undir einu álveri,“ segir bæjarstjórinn og bætir við: „Stöðin verður lokuð inni í einum dal og það sér hana enginn nema áhafnir skipanna sem koma. Ég er viss um að ef Jón Sigurðsson stæði á hlaðinu á Hrafnseyri þá myndi hann gleðjast yfir að það væri eitt- hvað að gerast þarna.“ - gar Bjartsýni eftir fund á Patreksfirði um 300 milljarða króna olíuhreinsunarstöð: Velja olíuhreinsun brátt stað FUNDARMENN Á PATREKSFIRÐI Um 150 manns mættu á kynningarfund um fyrirhugaða olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum. MYND/BRÍET ARNARDÓTTIR LÖGREGLUMÁL Um hundrað grömm af hassi fundust við húsleit lögreglunnar á Vestfjörðum í heimahúsi á Ísafirði síðdegis á mánudaginn. Var húsleitin gerð í kjölfar handtöku húsráðanda sem er karlmaður á þrítugsaldri. Segir lögreglan mest allt efnið virðast vera í sölueiningum og er málið rannsakað með tilliti til þess. Var maðurinn yfirheyrður og sleppt í gær eftir að hann játaði að hafa tekið við efnunum, ætlað hluta þeirra til dreifingar á norðanverðum Vestfjörðum en hluta til eigin neyslu. Hefur maðurinn áður komið við sögu lögreglunnar vegna fíkni- efnamála. Málið telst upplýst. - ovd Ætlað til sölu og eigin neyslu: Hass fannst við húsleit á Ísafirði Neyðarblys í stigagangi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að húsi við Leifsgötu í Reykja- vík um hálf sex í gær. Hafði maður kveikt á neyðarblysi og hlotið nokkur meiðsl af athæfinu. Var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar á meðan slökkvilið slökkti eld og reykræsti. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.