Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 30
 20. FEBRÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR12 ● fréttablaðið ● bílar REYNSLUAKSTUR Skoda Octavia Scout er lipur og skemmtilegur bíll. Óvenju rúmgott farangursrými gerir það að verkum að hann hlýtur að teljast góður kostur fyrir barnafólk. Fjórhjóladrifnir bílar njóta að vonum mik- illa vinsælda á Íslandi enda henta þeir ís- lenskum aðstæðum vel. Óhætt er því að bjóða Skoda Octavia Scout velkom- inn í flokk fjórhjóladrifinna fólksbíla sem teygja sig í áttina að því að vera jepplingar. Skoda Octavia Scout er laglegur bíll, einn af þeim sem vekja athygli. Hjólbogarnir úr sterklegu plasti ásamt efnismiklum stuð- urum í sama lit gefa útlitinu sterklegan karakter, svolítið skátalegan einmitt, sem gefur til kynna að hér er á ferðinni bíll sem reyna má svolítið meira á en venjulegan fólksbíl. Scoutinn býr líka yfir meiri veg- hæð en Skoda Octavia Combi sem að flestu leyti er sami bíllinn. Bíllinn er líka laglegur að innan. Sætin eru þægileg, halda vel utan um mann. Bíll- inn er vel búinn geymsluhólfum fyrir allt þetta drasl sem fylgir nútímamanninum í bílnum. Hvenær varð það til dæmis alsiða að vera stöðugt drekkandi undir stýri? Bíllinn leynir á sér þegar kemur að kraftinum. Díselbíllinn var bara nokkuð snarpur og viljugur. Lipur er hann sömu- leiðis. Allir þekkja að erfiðara getur verið að halda skarpri tilfinningu fyrir stærð stórra bíla en lítilla. Fjarlægðarskynjari í fram- og afturstuðara er því framúrskarandi búnaður í þetta löngum bíl. Auðvitað tekur tíma að venjast viðvörunarpípinu og stund- um svaraði maður ósjálfrátt: „Já, já, ég veit alveg hvað ég er að gera,“ en búnaður- inn veitir óneitanlega öryggi gagnvart pirr- andi smátjónum sem geta til dæmis orðið á bílastæðum. Þetta er því búnaður sem margir munu áreiðanlega sækjast eftir. Af öðrum búnaði sem gerir Scoutinn að svolitlu meira en venjulegum bíl má nefna aðkomulýsingu í speglum og tvískipt hita- kerfi. Bíllinn er langur sem gerir að verkum að farangursrými hans er afar rúmgott. Í þetta skott má auðveldlega renna barna- vagni eða kerru, nú eða farangri fimm manna fjölskyldu. Óhætt er því að segja að bíllinn henti vel barnafjölskyldum og þá ekki síst þeim fjölskyldum sem vilja vera á ferð og flugi. Þetta er bíll fyrir ferðafólkið sem finnst einum of mikið að vera á jeppa eða jepplingi. Því óneitanlega er fjórhjóla- drifinn langbakur skynsamlegri lending en jeppi eða jepplingur fyrir þá sem aðallega aka innanbæjar en vilja þó eiga reglulega góðan ferðabíl og um leið öruggan í vetrar- akstur. - ss Rúmgóður og rennilegur skáti Hitastýring er tvískipt og hiti í sætum, sem ætti raunar að vera staðalbúnaður í bílum á Íslandi. Bíllinn er vel búinn geymsluhólfum, jafnvel á stöðum þar sem maður býst ekki endilega við þeim. Umhverfi bílstjórans er aðgengi- legt en sumir kynnu að sakna búnaðar eins og útvarpsstýring- ar í stýri. Skottið er einstaklega rúmgott þannig að bíllinn hentar vel barnafjölskyldum sem gjarnan fylgir mikið hafurtask. Skoda Octavia Scout er sterklegur á að líta og nýtur sín vel á 17“ felgunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Cayman S er 295 hestafla sportbíll með miðjumótor sem hefur verið valinn sportbíll ársins í mörgum þeirra miðla sem fjalla um bifreið- ar. Til er sérstök viðhafnarútgáfa af bílnum, Cayman S Porsche De- sign Edition 1, sem framleidd er í takmörkuðu upplagi en hún er nú til sýnis í sal Bílabúðar Benna. Með svörtum lit bifreiðarinnar og nákvæmum smáatriðum í hönn- un er horft í viðmið frá Porsche Design, en Porsche Design Studio var stofnað af Ferdinand Alexander Porsche fyrir 35 árum og vakti sam- stundis alþjóðlega athygli fyrir framleiðslu vandaðra lífsstílsvara. Svart leður og Alcantara-klæðning eru ráðandi þáttur í innréttingu; útlit mælaborðsins dregur dám af úrum frá Porsche Design og nafn bílsins er grafið inn í stálsílsalista. Þá hefur ekkert verið til spar- að hvað tæknilegu hliðina varðar. Bíllinn er 10 millimetrum lægri, stillanlega fjöðrunin (PASM) er staðalbúnaður, ásamt Sport Chrono- pakkanum þar sem hægt er að breyta eiginleikum bílsins með einum SPORT-hnappi. Þess skal getið að í farangursrými bifreiðarinnar er taska sem inniheldur Flat Six Chrono- graph úr, vasahníf, sólgler- augu, penna og lyklakippu. Að sjálfsögðu er allt í svörtu eins og bíllinn. Cayman S Porsche Design Edition 1, sem er til sýnis í Porsche-sal Bílabúðar Benna, er númer 682 af þeim 777 bílum sem framleiddir voru. -rve Viðhafnarútgáfa sýnd Bifreiðinni fylgir taska sem inniheld- ur úr, vasahníf, sólgleraugu, penna og lyklakippu. Cayman S Porche Design Edition 1 er viðhafnarútgáfa af Cayman S. SKODA OCTAVIA SCOUT Vél: 2 lítra dísel Uppgefi n eyðsla í blönduðum akstri: 6,4 l/100km Hröðun frá 0-100 km/klst.: 10,2 sek. Farangursrými: 580 l (1.620 l með felldum aftursætisbökum) Þyngd: 1.530 kg PLÚS: Lipur bíll – gott farangursrými – sterklegt útlit MÍNUS: Engin stjórntæki í stýri Umboð: Hekla Verð: 3.420.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.