Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 59
MIÐVIKUDAGUR 20. febrúar 2008 31 F í t o n / S Í A Garðskagaviti Grímsey Hofsjökull Gleðifregnir úr Eyjum Gríptu augnablikið og lifðu núna Sjómaður einn varð forviða þegar hann komst í fullt GSM samband þar sem hann var staddur ríflega 30 km undan ströndum Vestmannaeyja. Hringdi hann í kjölfarið í þjónustuver Vodafone og tilkynnti hátíðlega að NMT símanum yrði hér með stungið ofan í skúffu. – Sönn saga frá 1414. Með tilkomu langdræga GSM kerfisins býður Vodafone nú stærsta GSM þjónustusvæðið á Íslandi. Skiptu yfir til Vodafone, án þess að skipta um símanúmer, með einu símtali í 1414 – strax í dag. Stærsta GSM þjónustusvæðið HANDBOLTI Geir Sveinsson varð í gær þriðji aðilinn sem gefur starf landsliðsþjálfara Íslands frá sér en áður höfðu Svíinn Magnus And- ersson sem og Dagur Sigurðsson gefið starfið frá sér. „Ég gef þetta frá mér fyrst og fremst af persónulegum ástæð- um. Ég þurfti að gera það upp við mig hvað ég ætlaði að gera í fram- tíðinni og hvort ég ætlaði aftur af krafti út í handboltann. Ég spurði mig einfaldlega að því hvort ég væri til í að vera í þessu næstu 10- 15 árin því þó ég yrði ekki enda- laust landsliðsþjálfari myndi starfið hugsanlega opna dyr eitt- hvert annað í framtíðinni. Niður- staðan hjá mér varð einfaldlega sú að ég var ekki spenntur fyrir því,“ sagði Geir við Fréttablaðið í gær en hann íhugaði hvort hann væri til í að fara í handboltann tíma- bundið en fékk sama svar. „Ég var einfaldlega ekki tilbú- inn að fórna mikilvægum tíma frá fjölskyldunni né því starfi sem ég er kominn í. Fjarveran frá fjöl- skyldunni næstu 10-12 mánuðina hefði verið að minnsta kosti þrír mánuðir og það hafði stór áhrif. Með þessari ákvörðun lokaði ég síðustu hurðinni er varðar hand- boltann hjá mér og ljóst að ég sný ekkert aftur í þjálfun. Ég er lagð- ur af stað í aðra vegferð og ég setti fjölskylduna í forgang hjá mér.“ Geir er maður með sterkar skoð- anir og hann setti fram ýmsar hugmyndir um framtíð handbolt- ans við HSÍ. „Ég lagði það til að á fót yrði komið þjálfarateymi með átta þjálfurum og þeir bæru ábyrgð á öllum landsliðum Íslands undir stjórn A-landsliðsþjálfarans. Hér er ég bara að tala um karlalands- liðin. Ég vildi sjá fjölgun á yngri landsliðum þar sem væri sérlið fyrir fjórtán, fimmtán og sextán ára. Svo vildi ég setja á fót B- landslið sem væri aðeins skipuð leikmönnum á Íslandi. Það væri gulrót fyrir leikmennina heima og um leið sæju menn ástæðu til þess að spila lengur heima í stað þess að hugsa bara um að komast út. Mér finnst líka þurfa að stokka upp og breyta hlutverki landsliðs- nefndar því mér finnst ekki vera unnið nógu markvisst að því hvernig megi byggja upp hand- boltann. Ég vildi líka setja fram það markmið að vinna til verð- launa á stórmóti og að það væri unnið markvisst að ná því mark- miði,“ sagði Geir og bætir við að undirtektir HSÍ við hugmyndun- um hafi verið góðar og hann von- aðist til þess að HSÍ myndi nýta sér að minnsta kosti einhverjar þeirra. henry@frettabladid.is Geir setti fjölskylduna í forgang Geir Sveinsson hafnaði í gær tilboði HSÍ um að gerast landsliðsþjálfari í handbolta. Hann segir ákvörðun- ina hafa verið erfiða enda þýði hún að hann sé endanlega hættur í handboltaþjálfun. Geir segir starfið vera of tímafrekt og hann hafi ekki verið til í að fórna þessum mikilvæga tíma frá fjölskyldunni. LAGÐUR AF STAÐ Í AÐRA VEGFERÐ Geir Sveinsson hefur gefið handboltaþjálfun end- anlega upp á bátinn. Geir sést hér eftir HM árið 1995 er hann var valinn í heimsliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/BRYNJAR GAUTI HANDBOLTI „Ég var tilbúinn þegar Viggó var ráðinn á sínum tíma en ég sagði þá og fer ekkert ofan af því að þá valdi HSÍ næstbesta kostinn með fullri virðingu fyrir Viggó. Ég var mjög sáttur við að HSÍ skyldi síðan ráða Alfreð en ég horfði ekki fram hjá því að til langs tíma kæmi það niður á lið- inu að Alfreð væri aðeins í hálfu starfi og búsettur erlendis. Það kom klárlega niður á okkur í síð- asta móti. Ég setti mig í samband við HSÍ og bauðst til þess að vera Alfreð til aðstoðar og hugsaði að í framhaldinu gæti ég tekið við liðinu. HSÍ þáði það boð ekki. Þegar þetta boð kemur upp er það bara einfaldlega orðið of seint,“ sagði Geir en hafði það engin áhrif á ákvörðun hans að HSÍ hefði áður gengið framhjá honum? „Það hafði engin áhrif á þessa ákvörðun mína og það skipti mig heldur ekki máli að talað var við aðra á undan mér,“ sagði Geir Sveinsson. - hbg Geir oft í umræðunni um starf landsliðsþjálfara: Var til í aðstoða Alfreð HANDBOLTI Aganefnd HSÍ ákvað í gær að dæma Framarann Andra Berg Haraldsson ekki í leikbann þó svo hann hefði fengið rauða spjaldið í leik gegn Akureyri á dögunum. Á myndbandsupptöku sést greinilega að Andri gerði lítið sem ekkert af sér og dómarar leiksins játuðu í greinar- gerð að hafa gert mistök með rauða spjaldinu. Með hliðsjón af því var Andri ekki dæmdur í leikbann. - hbg Dómarar viðurkenndu mistök Andri Berg ekki í leikbann ANTON GYLFI PÁLSSON Alþjóðadómarinn sýndi stórmennsku og játaði mistök sín í leik Fram og Akureyrar. FÓTBOLTI Stjórnarskipti í knatt- spyrnudeild Keflavíkur í síðustu viku gengu ekki átakalaust í gegn. Þorsteinn Magnússon var þá kosinn formaður deildarinnar í stað Rúnars Arnarsonar sem lét af störfum. Ekki voru allir á eitt sáttir við breytingarnar sem leiddu meðal annars til þess að Kristinn Guðbrandsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkurliðsins, lét af störfum. Hann vildi ekkert tjá sig um ástæður þess við Fréttablaðið. Sömu sögu er að segja af Kristjáni Guðmundssyni þjálfara, sem sagðist þess utan ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann fengi annan aðstoðarmann í stað Kristins. - hbg Hasar í Keflavík: Aðstoðarþjálf- arinn hættur HANDBOLTI Fari svo að Aron Kristjánsson hafni tilboði HSÍ um að gerast landsliðsþjálfari karla vandast enn frekar staða handknattleikssambandsins. Aron er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins síðasti íslenski valkosturinn á borði HSÍ og fari svo að hann hafni tilboðinu mun HSÍ beina sjónum sínum á ný út fyrir landsteinana. Sambandið hafði áður reynt við Svíann Magnus Andersson en hann gaf HSÍ afsvar þar sem hann er í krefjandi starfi hjá FCK í Danmörku. Umboðsmenn nokkurra erlendra þjálfara höfðu samband við HSÍ og lýstu yfir áhuga skjólstæðinga sinna á starfinu í kjölfar þess að Frétta- blaðið kannaði hug margra þjálf- ara á erlendri grundu til starfs- ins. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er einn þeirra Svíinn Per Carlén sem þjálfar Íslend- ingaliðið Malmö sem með leika Guðlaugur Arnarsson og Valdi- mar Þórsson. - hbg Hvað gerir HSÍ ef Aron Kristjánsson segir nei? Erlendur þjálfari næstur segi Aron nei við HSÍ HANDBOLTI Forsvarsmenn HSÍ höfðu snarar hendur eftir að Geir Sveinsson gaf þeim afsvar með landsliðsþjálfarastarfið í gær. Þeir hringdu í Aron Kristjáns- son og buðu honum að koma næst að samningaborðinu en þeir hafa haft þann háttinn á að ræða aðeins við einn þjálfara í einu. Aron staðfesti við Fréttablaðið í gær að hann væri búinn að ræða við HSÍ og myndi svara þeim fljótt. Það væri best fyrir alla aðila að mati Arons sem þjálfar Hauka- liðið. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun Aron að öllum lík- indum svara HSÍ strax í dag um hvort hann sé tilbúinn í alvöru við- ræður um starfið. Fari svo að Aron taki starfið að sér er ljóst að það verði í fullu starfi enda myndi hann ekki geta þjálfað Haukana samhliða lands- liðinu þannig að það er úr vöndu að ráða fyrir þjálfarann. - hbg HSÍ býður Aroni Kristjánssyni starf landsliðsþjálfara: Aron mun líklega gefa HSÍ svar í dag ARON KRISTJÁNSSON Boðið að taka við landsliðinu eftir að Geir gaf afsvar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.