Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 16
16 20. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR Svona erum við > Íbúar í Garðabæ HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS fréttir og fróðleikur 8. 87 8 9. 44 4 8. 46 2 9. 55 6 2001 2003 2005 2006 KÚBA, AP Heilsufar Fidels Castro Kúbuleiðtoga hefur verið bág- borið býsna lengi. Fáum kemur því á óvart að hann hafi sagt af sér eftir 49 ára valdatíð og ætli að víkja fyrir bróður sínum Raúl, sem á sunnudaginn tekur form- lega við forsetaembættinu. Fáir virðast heldur búast við miklum breytingum á Kúbu næstu árin. Raúl bróðir hefur gefið í skyn að hann muni slaka aðeins á klónni, án þess þó að breyta um stefnu að ráði. Fidel ætlar auk þess áfram að láta rödd sína heyrast, meðal annars með því að skrifa reglu- lega pistla í ríkisdagblaðið Granma eins og hann hefur gert undanfarið. Bandaríkin fullyrtu í gær að viðskiptabanninu, sem hefur haldið efnahagslífi Kúbu í fjötr- um áratugum saman, verði varla aflétt á næstunni. George W. Bush Bandaríkjaforseti segist þó vona að brotthvarf Castros verði „upphafið að lýðræðisþróun á Kúbu“. Kúbverskir útlagar í Miami í Bandaríkjunum fögnuðu hins vegar ákaft fréttunum af afsögn Castros í gær. „Ég vona að þetta sé upphafið að endalokum kerf- isins, en við verðum að bíða,“ segir einn þeirra. Á Kúbu tóku landsmenn frétt- unum með jafnaðargeði. Þó var ekki laust við að dapurleika gætti hjá sumum: „Þetta er eins og að missa föður,“ sagði Luis Conte, aldraður næturvörður á safni í Havana, „eða eins og hjónaband, mjög langt, sem nú er lokið.“ - gb Brotthvarf Castros Ekki er reiknað með miklum breytingum á Kúbu þótt Fidel Castro hafi sagt af sér, að minnsta kosti ekki í bráðina. Bróðir hans Raúl tekur formlega við. CASTRO HÆTTUR Kúbverskir blaðasölu- menn fluttu heimamönnum fréttir af brotthvarfi Castros. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sunnudaginn 17. febrúar samþykkti þingið í Kosovo að lýsa yfir sjálfstæði. Í tæpan ára- tug hefur Kosovo í reynd verið undir stjórn Sameinuðu þjóðanna og verður það áfram um sinn. Hvað gerist næst? Serbar samþykktu ekki tillögu Sameinuðu þjóðanna um framtíð Kosovo, sem Martti Ahtisaari, fyrrverandi Finnlandsforseti, setti saman og kynnti á síðasta ári. Hið nýja Kosovoríki ætlar að fylgja þeirri forskrift þrátt fyrir andstöðu Serba. Þar er gert ráð fyrir því að Kosovo verði lýðræðislegt fjölþjóðaríki þar sem réttindi Serba njóti sérstaklega verndar. Evrópusambandið tekur við umsjóninni af Sameinuðu þjóðunum eftir fjóra mánuði og eftir níu mánuði verða haldnar kosningar um nýja stjórnarskrá og nýtt þing. Hvað með fánann? Eitt af fyrstu verkunum, sem stjórn nýja ríkisins tekur sér fyrir hendur, verður að velja nýjan fána fyrir Kos- ovo. Fáninn, sem Kosovo-Albanir veifa nú, með svörtum tvíhöfða erni á rauðum grunni, er í reynd fáni Albaníu. Á síðasta ári var haldin samkeppni um nýjan fána og bárust nærri þús- und tillögur. Sá sem varð ofan á er blár með hvítum stjörnum og gulu korti af Kosovo, nauðalíkur hinum opinbera fána Kosovo sem alþjóðastofnanir hafa notað. Hvað verður um serbneska minnihlutann? Serbar eru andvígir því að Kosovo verði sjálfstætt ríki, bæði vegna sögulegra tengsla við héraðið og af ótta við örlög þeirra Serba sem þar búa. Um það bil einn af hverjum tíu íbúum Kosovo eru Serbar, og búa þeir flestir í norðan- verðu Kosovo. Samkvæmt hugmyndum Ahtisaaris er gert ráð fyrir því að þeir geti áfram verið í nánum tengslum við Serbíu. Þeir gætu þó á næst- unni brugðist við sjálfstæðis- yfirlýsingu Kosovo með því að lýsa sjálfir yfir stofnun sjálfstæðs ríkis, sem síðar gæti viljað sameinast Serbíu. Út af þessu gætu sprottið átök. FBL-GREINING: KOSOVO Kosovo ætlar að fylgja áætlun Ahtisaaris K Ú B A Bandaríkin Flórída BAHAMAEYJAR Biran Santiago de Cuba Havana Mariel Santa Clara Camaguey Pinar del Río Guantanamo-flói (BNA) Svínaflói Sierra Maestra 100 km 62 mílur MEXICO Karíbahaf Flór ída -su nd Pictures: Associated Press © Graphic News
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.