Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 20.02.2008, Blaðsíða 53
MIÐVIKUDAGUR 20. febrúar 2008 25 Leikritið Kommúnan verð- ur frumsýnt í Borgarleik- húsinu annað kvöld. Um er að ræða samstarfsverkefni Leikfélags Reykjavíkur og leikhópsins sigursæla Vestur ports. Leikritið mætti kalla gamanleik með alvarlegu ívafi. Áhorfendur kynnast hópi fólks sem hefur valið að búa saman í kommúnu með hugsjónir hippa um frið, sameign og frjálsar ástir að leiðarljósi. Hipparnir lifa í virkri andstöðu við neysluhyggju og kapítalisma, afneita sjónvarpi og kjötáti og lifa yndislega frjálsu lífi að eigin mati. En lífið er aldrei einfalt, ekki einu sinni í kommúnu, og undir yfir- borðinu krauma óvæntar kenndir. Kommúnan byggir á kvikmynd- inni Tillsammans eftir sænska leikstjórann Lukas Moodysson. Í myndinni er brugðið upp ljúfsárri mynd af sænskum hippum í þar- lendri kommúnu á áttunda áratug síðustu aldar. Gísli Örn Garðars- son, leikstjóri Kommúnunnar, vann handritið að leikritinu með hliðsjón af kvikmynd Moodys sons, en verkið hefur þó tekið nokkrum breytingum og meðal annars verið staðfært og lagað að íslenskum aðstæðum. Miðasala á Kommúnuna hefur farið einstaklega vel af stað og ljóst er að nokkur eftirvænting ríkir meðal áhugafólks um leik- hús. Skyldi engan undra enda eru þeir Moodysson og Gísli Örn báðir rómaðir hæfileikamenn og hug- myndaríkir með eindæmum. Ekki hefur það dregið úr áhuganum að mexíkóska kvikmyndastjarnan Gael Garcia Bernal, sem gestir kvikmyndahúsanna þekkja úr myndum á borð við Babel og The Science of Sleep, fer með hlutverk eins hippans. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem færi gefst til að berja alþjóðlega fræg- an mann augum á reykvísku leik- sviði og má telja líklegt að aðdá- endur leikarans unga fjölmenni á sýningarnar. Vert er að benda á að leikritið verður einungis sýnt í takmarkað- an tíma, í febrúar og mars, og því er nauðsynlegt að áhugasamir tryggi sér miða í tíma. Að loknum sýningartíma hér heima bíður leikhópsins langt og mikið ferða- lag með sýninguna, en þá verður verkið tekið til sýninga í Mexíkó. vigdis@frettabladid.is Hippar í blíðu og stríðu LJÚFT HIPPALÍFIÐ Atli Rafn Sigurðarson í hlutverki sínu í Kommúnunni. Félag íslenskra fræða stendur fyrir rannsóknarkvöld í húsi Sögu- félagsins, Fischersundi 3, annað kvöld kl. 20. Þá flytur Kristján Eiríksson erindi sem hann nefnir „Ljóðmæli Einars í Eydölum og útgáfur bundins máls frá lær- dómsöld“. Í erindinu mun Kristján fjalla um nýja útgáfu ljóðmæla Einars Sigurðssonar í Eydölum, sem kom út á vegum Árnastofnunar skömmu fyrir jól, og ræða nokkuð um helstu einkenni á skáldskap Einars og þýðingu hans í íslenskri bókmenntasögu. Þá mun hann drepa á nokkur sjónarmið varð- andi útgáfur kveðskapar frá síðari öldum og velta fyrir sér hvað sé brýnast að gefa út af slíku efni og hvernig megi koma slíkri útgáfu í kring. - vþ Skáldskapur liðinna alda HÚS SÖGUFÉLAGSINS Hér fer fram áhugavert rannsóknarkvöld annað kvöld. Margrét Rósa Sigurðardóttir, kennari í fjölmiðlatækni við Borgarholtsskóla, flytur erindi sem kallast „Varnarbarátta fréttablaða á Norðurlöndum: Erindi um útlitshönnun dag- blaða“ í Sólborg við Norðurslóð á Akureyri kl. 12 í dag. Erindið er liður í Félagsvísindatorgi, fyrirlestraröð Háskólans á Akur- eyri. Á liðnum árum hefur þrengt mjög að dagblöðum í baráttunni við ljósvaka- og vefmiðla. Blaða- útgefendur í Skandinavíu hafa brugðist við síaukinni samkeppni með ýmsum aðferðum sem eru lesendum sjaldnast ljósar nema á þær sé bent. Í erindi sínu á Félagsvísindatorgi ræðir Mar- grét Rósa Sigurðardóttir um það hvernig birtingu frétta er stjórn- að, mikilvægi leturgerða og myndmáls. Hún leitar svara við því hvort textinn þurfi að vera þægilegur til aflestrar og hvað hindri lesandann í að lesa. Margrét Rósa Sigurðuardóttir hefur kennt fjölmiðlatækni við Borgarholtsskóla frá árinu 2002. Hún kennir nú í listnáms- og margmiðlunarhönnunardeild skólans. - vþ Útlit dagblaða skiptir sköpum Sólarferð e. Guðmund Steinsson fi m. 21/2, fös. 22/2 lau. 23/2 kl. 16 & 20 uppselt norway.today e. Igor Bauersima mið 20/2 örfá sæti laus Ívanov e. Anton Tsjekhov mið. 20/2, sun. 24/2 uppselt Baðstofan e. Hugleik Dagsson fi m. 21/2 uppselt, fös. 22/2 örfá sæti laus Vígaguðinn e. Yasminu Reza fös. 22/2, lau 23/2 örfá sæti laus Skilaboðaskjóðan e. Þorvald Þorsteinsson sun. 24/2 uppselt. Munið gjafakortin! 27. febrúar 28. febrúar 2.mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.