Fréttablaðið - 05.03.2008, Side 14

Fréttablaðið - 05.03.2008, Side 14
14 5. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Nú jæja, þið eruð þá ekki alveg úti á túni „Við erum varla að fara að reisa þrjár eða fjórar flug- stöðvar í kringum flugvöll sem er óljóst hvort verður áfram.“ GÍSLI MARTEINN BALDURSSON BORGARFULLTRÚI Fréttablaðið 4. mars Svona er pólitíkin í Rangárþingi ytra „Þetta snýst bara um það að ég er oddviti meirihlutans og hann er oddviti minnihlut- ans.“ ÞORGILS TORFI JÓNSSON, SJÁLF- STÆÐISMAÐUR Í RANGÁRÞINGI YTRA Fréttablaðið 4. mars ■ Argentínska knattspyrnugoðinu Diego Armando Maradona er margt til lista lagt. Hann hefur að undanförnu getið sér gott orð í Argentínu sem þáttarstjórnandi í sjón- varpi og stýrir vinsælum kvöldþætti. Eitt aðalatriði þáttarins er tangódans hjá honum sjálfum. Stundum við gesti þáttarins en oftast nær er hann einn með klappandi áhorfend- ur allt í kringum sig. Ólíklegt er að Maradona muni ná upp viðlíka færni í tangó og hann sýndi í fótboltanum. Maradona er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður allra tíma. Óregla, drykkja og eilíf barátta við aukakíló- in gerði honum lífið leitt undir það síðasta á knattspyrnuferlinu. Tangó- ferillinn er hins vegar rétt að byrja. MARADONA: MARGT TIL LISTA LAGT „Mér finnst margt í umhverfi bænda vera að breytast, bara núna á síðustu dögum og vikum,“ segir Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Hornafirði. Hann telur hækkandi áburðarverð og sveiflur á fjármála- mörkuðum gera skuldsettum bænd- um mjög erfitt fyrir. „Margir þeirra, til dæmis kúabændur, hafa lagst í miklar fjárfestingar og það er spurning hvernig stjórnvöld og bændur ná að semja sín á milli um nýjan búvöru- samning.“ „Á móti kemur umræða um fæðu- öryggið eins og forsetinn var að opna á í ræðu sinni á Búnaðarþingi. Með vaxandi velmegun til dæmis í Suðaustur-Asíu er einsýnt að eftirspurn eftir landbúnaðarafurðum eykst.“ Hjalti Þór getur að mörgu leyti fallist á orð forseta Íslands um að mikilvægt sé að ræða slík mál áður en nýr búvörusamningur við bændur er sleginn út af borðinu. „Það er margt sem myndi vekja mér svartsýni fyrir hönd bænda en það er ýmislegt í umhverfinu sem vekur mér bjartsýni.“ SJÓNARHÓLL STAÐA LANDBÚNAÐAR Á ÍSLANDI Bjartsýnn og svartsýnn HJALTI ÞÓR VIGNISSON Bæjarstjóri Fiðrildavika UNIFEM hófst á mánudag. Fjöldi fyrir- tækja tekur þátt í þessari landssöfnun og allur ágóði rennur til styrktarsjóðs UNIFEM gegn ofbeldi á konum og börnum. „Hugmyndin er sú að við viljum skapa fiðrildaáhrif frá Íslandi,“ segir Hrund Gunnsteinsdóttir, tals- kona Fiðrildavikunnar. „Og von- umst til að hafa þannig áhrif til góðs á konur í Líberíu, Kongó og Súdan.“ Fiðrildavikan er landssöfnun í þágu baráttunnar gegn kynbundnu ofbeldi og langstærsta fjáröflunar- herferð sem UNIFEM á Íslandi hefur ráðist í. Hrund segir að aðdragandinn hafi verið langur og sterk hugmyndafræði liggi að baki. „Allur ágóðinn rennur í styrktar- sjóð UNIFEM til afnáms ofbeldis gegn konum. Þetta er eini sjóður sinnar tegundar í heiminum; fjöl- þjóðlegur sjóður sem vinnur gegn kynbundnu ofbeldi. UNIFEM hefur umsjón með sjóðnum. Hugmynda- fræðin er sú að konurnar sem við viljum hjálpa þekkja sitt samfélag best. Þær skilgreina því þörfina og við reynum að mæta henni með því að veita þeim styrk úr sjóðnum.“ Að sögn Hrundar var undirbún- ingurinn bæði krefjandi og gefandi. „Skrifstofa UNIFEM á Íslandi er mjög lítil, þar er aðeins einn starfs- maður í fullri vinnu. En við erum með níu kvenna stjórn sem er mjög öflug. Við fundum strax í upphafi að við höfðum mikinn meðbyr. Við settum á laggirnar ráðgjafahóp á haustmánuðum 2006. Í honum voru öflugar konur í atvinnulífinu, sem hafa ráðlagt okkur hvernig best væri að hrinda hugsjónunum í framkvæmd. Eftir að undirbúning- urinn hófst af fullum krafti í sumar hafa einmitt skapast samskonar fiðrildaáhrif og við erum að reyna að skapa. Fólk hefur leitað til okkar og boðið fram aðstoð sína, til dæmis BAS-hópurinn sem stendur fyrir göngu niður Laugaveginn í kvöld, Vatnadansfélagið verður með upp- boð á brjóstum í okkar þágu og fjölmörg fyrirtæki leggja hönd á plóg. Okkur líður eins og allar okkar óskir hafi ræst – þetta er yndislegt.“ Nú þegar hefur Fiðrildavikan vakið alþjóðlega athygli. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráð- herra minntist til dæmis á hana á fundi með Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu Þjóð- anna, fyrir viku. „Hann hafði ein- mitt á orði hvað Íslendingar hafa lagt mikið af mörkum í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og í jafn- réttismálum. Þá er von á utanríkis- ráðherra Líberíu til landsins, en Líbería er einmitt eitt af löndunum sem við einbeitum okkur að. Aðal- framkvæmdastýra UNIFEM í New York kemur líka í heimsókn til okkar bráðlega. Það er í fyrsta sinn sem okkur hlotnast sá heiður. UNI- FEM á Íslandi er að mörgu leyti að brjóta blað í sögu samtakanna á heimsvísu.“ Í upphafi Fiðrildavikunnar tók Kristín Ólafsdóttir við sem vernd- ari UNIFEM á Íslandi. Hrund segir Kristínu vera mikinn feng fyrir samtökin. „Verndari UNIFEM talar máli samtakanna og ber kyndil okkar, hún er okkar sendiherra. Kristín kom inn í UNI- FEM í gegnum ráðgjafahópinn. Hún hafði fylgst með starfi stjórnar UNIFEM á Íslandi og eftir því sem á leið fór hún að taka meiri þátt í hugmyndavinn- unni í kringum Fiðrilda- vikuna. Á endanum bauðst hún til að taka yfir stjórn Fiðr- ildaverkefnisins. Við vissum að það væri í góðum höndum hjá henni. Kristín er skipulögð og kraftmikil og leggur sig alla fram í verkefni sem eru henni hjartans mál.“ Hrund segir að söfnuninni verði fylgt vel eftir og Íslendingar fái að fylgjast með hvert pening- arnir fara. Þeir sem vilja leggja söfnunni lið geta hringt í síma 904- 1000, 904-3000 eða 904-5000 eftir því hvort fólk vill gefa 1.000, 3.000 eða 5.000 krónur. Einnig er hægt að láta fé hendi rakna á heimasíðu samtakanna. bergsteinn@frettabladid.is Fiðrildaáhrif frá Íslandi STYRKTAR- OG SAMSTARFS- AÐILAR FIÐRILDASÖFNUN- AR ERU: ■ Landsbankinn og Eimskip eru bakhjarlar Fiðrildasöfnunarinnar. ■ Verslanir Eymundsson og bóka- búð Máls og menningar gefa 500 kr. af hverju seldu eintaki af völdum bókum. ■ Te og Kaffi gefur 100 krónur af drykkjum mánaðarins til Styrktar sjóðs UNIFEM. ■ Saltfélagið heldur sýningu á hekluðum brjóstum í auk þess sem þar verður haldið, í sam- starfi við Vatnadansmeyjafélagið og UNIFEM, stórglæsilegt brjósta- uppboð föstudaginn 7. mars. ■ Yggdrasill gefur 20% af sölu á öllu lífrænu súkkulaði frá Rapunzel. ■ Lyf og Heilsa gefur 100 krónur af hverri seldri vöru úr Gamla Apótekinu. ■ World Class gefur 15% af stað- greiddum árskortum í Baðstofu og heilsurækt. ■ Hertz Bílaleiga gefur 10% af þeirri upphæð sem konur greiða fyrir að leigja bíl. ■ BAS-hópurinn (Bríet, Anna og Soffía) efnir til Fiðrildagöngu í kvöld klukkan 20. Gengið verður niður á Austurvöll. Fyrir göngunni fara tólf þjóðþekktir einstaklingar með kyndla. Nánari upplýsingar má finna á unifem.is. „Ég á nú nokkuð annríkt á morgun [í dag],“ segir Katrín Fjeldsted læknir. „Ég á að halda þrjá fyrirlestra eða ávörp yfir daginn. Á hádegi verð ég með örstutt ávarp á Lækjartorgi út frá þeim hræðilegu atburðum sem hafa verið að gerast í Palestínu. Svo fer ég í Neskirkju og ræði við eldri borgara. Ætli ég tali ekki um heilsugæsluna sem hornstein heilbrigðisþjónustunnar. Svo fer ég að lokum í Norræna húsið um kvöldið að tala þar við fólk sem sinnir hópmeð- ferð,“ segir hún. Katrínu hugnast ekki fræg ummæli aðstoðarráðherra Ísraels í vikunni um að Palestínumenn væru að kalla yfir sig „meiri helför“. „Var það ekki Gandhi sem sagði auga fyrir auga og þá verður allur heimurinn blindur? Þetta er svoleiðis. Það er engin lausn því það er alltaf verið að hefna fyrir síðustu árás. Þetta endurtekur sig alltaf og alls staðar. Meiri hefnd kallar á meiri hefnd.“ Læknirinn vill ekki taka sérstaka afstöðu til áskorunar félagsins Íslands-Palestínu um að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Hún fellst á að með því væru sterk skilaboð send Ísraelsmönnum „en ég hef alltaf mínar efasemdir um að slíta svona stjórnmála- sambandi. Frá mínum bæjardyrum séð er alltaf betra ef menn geti talað saman. Að auki koma slíkar aðgerðir og viðskipta- þvinganir oftast niður á almennum borgur- um,“ segir Katrín. „Ég vona að Ísrael heyri heiminn kalla eftir því að þetta mál verði leyst af virðingu á báða bóga. Það er krafa heimsins að þessu linni.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? KATRÍN FJELDSTED LÆKNIR Ísrael heyri heiminn kalla eftir friði HRUND GUNNSTEINSDÓTTIR Talskona Fiðrildavikunnar segir söfnuna hafa fengið meðbyr strax frá upphafi og jafnvel náð til eyrna framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KONUR Í KONGÓ Konur eru oftar en ekki þær sem fara verst út úr stríðsátökum. Brjóstið á konunni fyrir miðju er aflagað eftir að sýru var hellt á hana í refsing- arskyni fyrir að reyna flýja úr kynlífs- þrælkun í herbúðum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.