Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 30
 5. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR14 ● fréttablaðið ● kópavogur Formaður bæjarráðs Kópa- vogs, Ómar Stefánsson, afhenti nýlega MS-félagi Íslands, fyrir hönd bæjaryfirvalda, tveggja milljóna króna styrk til stækk- unar á húsnæði fyrir dagvist félagsins. Styrkurinn var af- hentur í húsnæði Dagvistar- og endurhæfingarmiðstöðvar MS-sjúklinga að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Félagið hefur rekið dagvist- ina í meira en tuttugu ár en hún var stofnuð í þeim tilgangi að veita MS-sjúklingum umönn- un og endurhæfingu sem vegna fötlunar sinnar þurftu á aðstoð við daglegar athafnir að halda. Þjónustan er veitt óháð bú- setu. Mjög var farið að þrengja að starfseminni og því ráðist í það verkefni að stækka hús- næði dagvistarinnar fyrir ári. Styrkurinn frá Kópavogsbæ kemur því að góðum notum. Kópavogsbær styrkir MS- félagið Nú stendur yfir mannréttindavika í Menntaskólanum í Kópavogi með kynjuðu ívafi. Verkefnið er í sam- starfi við jafnréttisnefnd Kópa- vogsbæjar og stendur yfir frá 3.- 6. mars. Öflug dagskrá verður alla dag- ana og er hún samin með kynja- sjónarmið til hliðsjónar. Dagskrá- in er með svipuðu sniði og í fyrra, en þá hlaut MK jafnréttisverð- laun Jafnréttisráðs. Tveir kennar- ar og þrír nemendur úr nemenda- ráði sátu í undirbúningsnefnd auk jafnréttisfulltrúa Kópavogsbæjar. Í dag verður kvikmyndin Börn náttúrunnar sýnd, auk þess sem ungt fólk af ólíkum uppruna segir frá reynslu sinni af Íslandi og Ís- lendingum. Heimildarmyndin Lystin að lifa, sem fjallar um átröskun, er einnig sýnd í dag og deginum lýkur með kynningu Kristínar Njálsdóttur á Ísland Panorama, félagi gegn rasisma. Á morgun verður kvikmyndin Mótorhjóladagbækurnar sýnd auk þess sem umfjöllun um mismun- andi trúarbrögð verður í boði. Vik- unni lýkur með mat í boði skólans þar sem Freyr Eyjólfsson verður með grín og gigg. Yfirskriftin er „dragsýning karlkennara,“ „túlk- un konunnar“ og fleira. Kvikmyndir og fyrirlestrar fara fram í Bleika sal, trúfélög verða í Orminum og hádegisdag- skrá í Sunnusal. Nánari upplýs- ingar fást hjá Garðari Gíslasyni hjá Menntaskólanum í Kópavogi. Dagskrá í heild sinni er á: www. kopavogur.is - rh Mannréttindavika í MK Menntaskólinn í Kópavogi hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir mannréttindaviku sem haldin er árlega. MS-félagið fékk tvær milljónir. ● FYRSTI FUNDUR DÓM- NEFNDAR UM ÓPERUHÚS Dómnefnd sem fjallar um teikn- ingar að óperuhúsi í Kópavogi hélt sinn fyrsta fund í gær. Þrjár arki- tektastofur fengu tækifæri til að taka þátt í samkeppni um hönn- unina og hafa þær skilað af sér til- lögum. Þetta eru stofurnar Ark- þing ehf., Ask ehf. og ALARK arki- tektar ehf. Það skilyrði var sett að stofurnar hefðu samband við er- lenda arkitekta sem hefðu reynslu af hönnun óperuhúsa. Dómnefnd- in er skipuð þeim Gunnari I. Birgis- syni bæjarstjóra, Stefáni Baldurs- syni óperustjóra, og arkitektunum Þorvaldi S. Þorvaldssyni, Ólafi Al- exanderssyni og Ásdísi Ingþórs- dóttur. Einnig nýtur nefndin ráð- gjafar verkfræðings og tæknifræð- ings. Hún mun gera tillögurnar opinberar um næstu mánaðamót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.