Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is Sími: 512 50005. mars 2008 — 64. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. HVER ER ÞAR?Dyrabjöllur og dyrasímar hafa tekið stakkaskiptum síðustu ár og margt nýtt er í boði. HEIMILI 3 Í MÖRGU AÐ SNÚASTÓsk Hoi Ning syngur og spilar bæði á selló og píanó. Henni finnst líka gaman að baka. BÖRN 4 Reynir Berg Þorvaldsson, sagnfræðingur og einn af forsvarsmönnum verkefnisins Jól í skókassa, fór um áramótin í ógleymanlega ferð til Úkra- ínu. Skókassaverkefnið hefur verið starfrækt frá árinu 2004. Það felur í sér að hér á landi er safnað leikföng- um og fötum sem eru sett í skókassa og send til fátækra barna. Til stóð að þdaga f ð Ú blokkirnar ógurlegu og endalaust af spilavítum. Það virðist enginn skortur á spilavítum í Úkraínu og spilafíkn er mikið vandamál,“ útskýrir Reynir Berg. Á öðrum degi var farið á munaðarleysingjaheimili og í fangelsi. Í fangelsinu hitti hópurinn fyrir fimm- tán fanga í fangelsiskapellunni og fengu þeir pakka en sumir þeirra höfðu aldrei fengið gjöf „Þeir voru ekki íð Fangarnir grétu af gleði SSR. Fáanlegt í 35”-38”, 15”-18” felgur. IROK. Fáanlegt í 33” Reynir Berg mun seint gleyma heimsókn sinni í fangelsið þar sem aðstæður voru afar bágbornar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VEÐRIÐ Í DAG REYNIR BERG ÞORVALDSSON Færði rúmenskum börnum jól í skókassa ferðir bílar heimili börn Í MIÐJU BLAÐSINS KÓPAVOGUR Píanóleikarinn Jónas Ingi- mundarson er Kópavogsbúi Sérblað um Kópavog FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Ég vil hvergi annars staðar vera en í sveitinni Þórey Bjarnadóttir er fyrsti kvenstjórnandi Búnaðarsambands Austur-Skaftafellssýslu. TÍMAMÓT 18 EDDA OPNAR Edda Guðmundsdóttir opnaði myndlistarsýningu á Geysir Bistro við Aðalstræti í gær. Hún naut dyggrar aðstoðar eiginmanns síns, Steingríms Hermannssonar fyrrverandi forsætisráðherra, og barna, Hlífar og Guðmundar, við uppsetninguna. Steingrímur er liðtækur með hamarinn en hann rammar inn allar myndir konu sinnar. Sjá nánar síðu 30. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL „Það hlýtur að telj- ast óviðunandi frá jafnræðis- sjónarmiði og skaðlegt öllu skatta- siðferði að þeir sem til þess hafa vilja og aðstöðu geti sniðgengið íslenska hagsmuni svo freklega sem þeim sýnist,“ segir Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og fyrr- verandi ríkisskattstjóri, í grein sem hann birtir á vefsíðu sinni. Þar greinir hann frá athugun sinni á eignarhaldi skráðra íslenskra félaga og kemst að því að næstum þriðjungur af erlendu eignarhaldi sé í raun á hendi Íslendinga. „Þetta fyrirkomulag hefur veruleg áhrif til lækkunar á skatttekjum hér á landi af starf- semi þessara fyrirtækja og þeirra fyrirtækja sem þau eiga og starf- rækja, hvort sem er hér á landi eða erlendis,“ segir Indriði. Veru- legur hluti af hagnaði af starfsemi þeirra hér renni úr landi. Stór hluti eignarhalds í Kaup- þingi, Glitni, Landsbanka, Straumi, Exista og mörgum fleiri fyrir- tækjum er með þessum hætti. Þar eru stærstu hluthafar alla jafna félög í eigu Íslendinga, sem skráð eru í Lúxemborg eða Hollandi. Könnun Indriða leiðir í ljós að í þeim helmingi Kauphallarfélaga þar sem erlent eignarhald er hlut- fallslega mest eru yfir fimmtíu prósent í erlendri eigu. Af þeim helmingi eru tæp fjöru- tíu prósent geymd í félögum sem skráð eru í Lúxemborg, annað eins í Hollandi og yfir tíu prósent á svonefndum aflandssvæðum, eða skattaparadísum. Sé miðað við markaðsvirði allra fyrirtækja í Kauphöllinni í upp- hafi vikunnar er virði þeirrar eignar sem geymd er í Hollandi, Lúxemborg og í skattaparadísum hátt í 500 milljarðar króna. „Tilsvarandi hluti af tekjum og hagnaði af starfsemi félaganna fellur til aðila erlendis sem greiða skatta þar eða sæta engri eða lítilli skattlagningu ef hann er í vafa- sömu skattaumhverfi,“ segir Ind- riði. Fram kemur í greininni að í Lúxemborg sæti erlendir aðilar sem fá tekjur að utan svo til engri skattlagningu, auk þess sem afar takmarkaðar upplýsingar fáist þaðan um félög og eigendur þeirra. Sama eigi við um skattaparadís- irnar. Indriði bendir einnig á að sumar fyrrverandi nýlendur Hollands séu skattaparadísir. Þær njóti þeirrar sérstöðu að auðvelt sé að færa þangað óskattlagt fé frá Hollandi. Samkvæmt yfirliti Seðlabank- ans um erlenda fjármunaeign hér á landi í hitteðfyrra voru fimm milljarðar skráðir á Bresku Jóm- frúaeyjum, 56 milljarðar á Guernsey, ellefu milljarðar í Sviss, 178 milljarðar í Lúxemborg og 211 milljarðar í Hollandi. - ikh / sjá Markaðinn Hundruð milljarða geymd í vafasömu skattaumhverfi Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir skaðlegt að íslenskir hagsmunir séu sniðgengnir með því að fé sé fært úr landi. Hátt í fimm hundruð milljarðar króna séu geymdir í Lúxemborg, Hollandi og skattaparadísum. 28. febrúar til 9. mars Opið 10–18 alla daga Rangur dómur „Lýðræðisleg umræða er dónaleg í huga þeirra sem vilja heldur hafa sitt vald í friði,“ skrifar Haukur Már Helgason um nýfallinn meiðyrða- dóm. UMRÆÐAN 16 Á hraðri uppleið Íslensk hljómsveit vinnur með níföldum Grammy-verðlauna- hafa. FÓLK 30 kópavogur Gleði í SalalaugBörn og fullorðnir skemmtu sér og slökuðu á í Salalaug á dögunum. BLS. 7 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 2008 Innrettingar Dalvegi 10-14 • 200 Kópavogur Sími 577 1170 • Fax 533 1127 • www.innx.is XE IN N IX 0 8 02 0 14 Láttu þig dreyma EFNAHAGSMÁL Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að Seðlabanki Íslands ætti, í það minnsta tímabundið, að hverfa frá verð- bólgumarkmiði og hefja lækkunarferli stýrivaxta. Bankinn færi þá að fordæmi seðlabanka í Bandaríkjunum og Bretlandi sem breytt hafa stefnu sinni og lækkað vexti mikið og hratt þrátt fyrir versnandi verðbólguhorfur. Hann segir að ef seðlabankar Bandaríkjanna og Bretlands telji ríkar ástæður til að lækka vexti til að tryggja gangverk fjármálakerf- isins sé þeim mun ríkari ástæða til þess hér á landi. - óká / sjá Markaðinn Gagnrýnir stefnu Seðlabanka: Hefja á lækkun stýrivaxta strax RAGNAR ÁRNASON ÉL NYRÐRA Í dag verður norðaust- an strekkingur norðvestan til og allra austast, annars hægari. Él fyrir norðan og austan í dag og dálítil rigning eða slydda um tíma syðra. Frostlaust sunnan til, annars frost. VEÐUR 4 -3 -3 -3 2 2 MIÐVIKUDAGUR MENNING „Dalvík hentar vel til kvikmyndagerðar,“ segir Aron Birkir Óskarsson, nemandi í 10. bekk og einn af stofnendum Kvikmyndafélags Dalvíkur- byggðar, sem formlega var komið á laggirnar um helgina. Aron segir kennara sinn, Frey Antonsson, hafa vakið upp mikinn áhuga á kvikmyndum, kvikmynda- gerð og handritaskrifum meðal ungs fólks og félagið sé til marks um áhrif hans. Segir hann tilgang félagsins meðal annars eiga að miða að því að festa viðburði í Dalvíkurbyggð á á myndband, gera minnst eina stuttmynd á ári, taka viðtöl við fólk á svæðinu um merkileg mál og endurvekja bíó á bænum og sýna þar vel valdar myndir. „Það væri gaman að dusta rykið af gömlum sýningarvélum sem eru til í bænum,“ segir Aron. Hann segir að félagsmenn vanhagi þó enn um ýmis tæki sem nauðsynleg eru við alvöru kvikmyndagerð. Að sögn Freys stendur til að hefja starfsemi félagsins með sýningu á Landi og sonum eftir Ágúst Guðmundsson. Það sé við hæfi enda hafi sé sögusvið myndarinnar Svarfaðardalur. - kdk Ungir Dalvíkingar stofna kvikmyndafélag og vilja sýningu á Landi og sonum: Vilja endurvekja bíó á Dalvík Arsenal fór áfram Arsenal vann Evrópumeistara AC Milan á San Siro í gær og er komið í 8 liða úrslit ásamt Man. Utd. ÍÞRÓTTIR 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.