Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 26
 5. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR10 ● fréttablaðið ● kópavogur Á vefsíðu Rithringsins, www. rithringur.is, er hægt að kynna sér félagsskap þeirra sem dreymir um að gerast alvöru rithöfundar. Arndís Þórarinsdóttir, deildar- stjóri á Bókasafninu í Kópavogi og stjórnandi á Rithringnum, sér um að stýra starfi Ritsmiðjunnar sem er einmitt samstarfsverkefni Bókasafnsins í Kópavogi og Rit- hringsins. „Á fyrsta fundi Ritsmiðjunnar, sem haldinn var á Bókasafninu í Kópavogi í byrjun árs, kom upp hugmynd um að kalla félagsskap- inn „Spark í rassinn“ en eftir smá umhugsun var horfið frá því. Okkur þótti kannski ekki við hæfi að innleiða þetta orðatiltæki í bókmenntasögu framtíðarinnar,“ segir Arndís hæfilega alvarleg í bragð og bætir við að heitið Rit- smiðjan hafi þótt vera betur við hæfi. „Það er rétt að merkingin í orð- unum, spark í rassinn, lýsir vel til- gangi félagsskaparins, en hann er sá að hvetja fólk til að láta verða af því að orða hugsanir sínar á blað,“ segir Arndís en hópurinn hittist fyrsta og þriðja fimmtu- dag í hverjum mánuði í húsa- kynnum Bókasafnsins í Kópa- vogi, aðalsafni, við Hamraborg. „Við reynum að hafa ákveðin um- ræðuefni á dagskrá hverju sinni,“ segir Arndís. „En nú á fimmtu- daginn er ætlunin að ræða um samtöl í skáldskap og auðvitað ræðum við um allt milli himins og jarðar sem viðkemur ritlistinni,“ bætir hún við. Þátttaka er endurgjaldslaus og geta áhugasamir komið og tekið þátt í starfi Ritsmiðjunnar. Hver og einn vinnur að sínum verk- efnum og getur nýtt sér vett- vang Ritsmiðjunnar til að ræða um skrif sín. Ritsmiðjan er líka fyrir taks vettvangur fyrir þá sem vilja bera skrif sín undir aðra. Í gegnum samræðuna verða til vangaveltur og þannig getur fólk lært um skrif sín og annarra. Sannarlega má segja að þeir ófáu aðilar sem bera rithöfundar- drauminn í brjósti ættu að nýta sér þetta tækifæri sem safnið og Rit- hringurinn standa fyrir og mæta á fund. Það er margt á döfinni hjá Ritsmiðjunni, en stefnan er að fá núverandi rithöfunda landsins í heimsókn. Að minnsta kosti gæti það eitt að mæta á fund hjá Arn- dísi og félögum verið ágætis spark í rassinn fyrir þá sem langar til skrifa fyrir meira en bara sjálf- an sig. Næsti fundur Rithrings- ins hefst kl. 18.00 næstkomandi fimmtudag, hinn 6. mars. - vg Tilvonandi rithöfundar hittast Arndís Þórarinsdóttir, deildarstjóri á Bókasafninu í Kópavogi, er stjórnandi Rit- hringsins þar sem þeir geta hist sem bera rithöfundadraum í brjósti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kópavogur er tónlistarbær. Þar er öflugur tónlistarskóli, þar er Salurinn og þar er hinn ástsæli píanóleikari Jónas Ingimundarson. Jónas býr við Álfhólsveginn og býður þar til bjartrar stofu í klass- ískum stíl. Hún er bæði stássstofa fjölskyldunnar og vinnustofa hús- bóndans. Flygillinn stendur úti við gluggann sem veit út að göt- unni. „Allt sem ég kem nálægt er æft hér,“ segir Jónas. Hann kveðst hafa heyrt í umferðinni um Álf- hólsveginn fyrst eftir hann flutti hingað fyrir átján árum en vera löngu hættur því. Húsið er líka vandað og heldur vel utan um íbú- ana. „Hér í stofunni æfa söngv- arar sig eins og þeir eigi lífið að leysa og þó börnin mín læsu undir stúdentspróf uppi á lofti á sama tíma heyrðu þau ekki bofs,“ segir hann. Stór garður bak við húsið brosir móti suðri. „Við þurf- um engan sumarbústað,“ segir Jónas. „Hér getum við notið sólar á sumrin og verið í skjóli fyrir flestum áttum.“ Nú eru börnin flogin úr hreiðr- inu og Jónas og kona hans, Ág- ústa Hauksdóttir, orðin tvö ein í kotinu. Hún kennir við Tónlistar- skóla Kópavogs. Jónas segir hana bestu konu í heimi enda hafi hann hana með í ráðum í hverju því sem hann taki sér fyrir hendur. „Ég er næstum eins og lítið fyr- irtæki,“ segir hann. „Þegar mörg járn eru í eldinum er gott að hafa bakhjarl og ég geri ekkert sem hún kemur ekki nálægt,“ Hann kveðst enga áherslu leggja á að vera allsstaðar en segist þó ekki tregur í taumi. „Ég er afskaplega hamingjusamur ef ég er beðinn að spila, enda það eina sem ég kann og hefur orðið mitt hlutskipti í líf- inu.“ Jónasi finnst nútíminn of há- vaðasamur. „Maður fer í bíó og það er hellt yfir mann gný eins og maður sé heyrnarlaus og í leikhús- um finnst mér áberandi að ungu leikararnir nota ekki blæ raddar- innar eins og þeir gömlu gerðu,“ segir hann. Þegar Jónas er inntur eftir upp- runanum kveðst hann hafa fæðst á Bergþórshvoli – „eftir brennu,“ tekur hann fram. „Þar var prest- setur, faðir minn var ráðsmaður og rak búið. Ég var ungur þegar við fluttum á Selfoss en var oft í sveit á sumrin í Landeyjunum.“ Á Selfossi kveðst Jónas líka hafa sest að fyrst eftir að hann kom frá tónlistarnámi í Austurríki. Þaðan lá leiðin í Kópavog, síðan í Breið- holtið þar sem fjölskyldan bjó í 13 ár. Nú er hann vel í sveit settur með hið magnaða tónlistarhús Sal- inn á næsta leiti enda er það orðið samofið lífi hans. „Það er gott að búa í Kópavogi. Tónlistar lífið er til vitnis um það. Salurinn er hátíða- salur Kópavogsbæjar og þar er listahátíð í gangi frá 7. septemb- er til 11. maí,“ segir hann stoltur. „Það er gaman að heyra heims- frægt fólk, sem hefur samanburð alls staðar að, lýsa því hvernig því finnst að koma þar fram.“ Sjálfur getur Jónas gert sam- anburð á tónlistarhúsum. Píanóið hefur flutt hann víða um heim og mörgum ævintýrum kann hann að lýsa. Nýlega var hann í Los Angeles að leika með Kristni Sig- mundssyni og tvívegis hefur hann verið í Moskvu með Diddú. Nú er búið að bjóða þeim í þriðja sinn og verið að leggja drög að enn fleiri ferðum. Fyrir viku ætlaði Jónas að spila í Færeyjum en var svo óheppinn að detta og meiða sig á báðum höndum svo af því varð ekki. Hann er þó byrjaður að æfa aftur og aðspurður kveðst hann góður til heilsunnar. „Ég lenti í hremmingum á tímabili þegar krabbamein heimsótti mig. Það var á sama tíma og verið var að opna Salinn. Ég gat ekki spilað Heims um ból á jólunum það árið. En ég hef komið til baka og verið hraustur.“ Jónas spyr hvort hægt sé að kynna dagskrá Salarins í viðtalinu og fær á móti spurningu um hvort hann sé í stjórn húss- ins. „Nei, nei, ég er bara karl sem spilar á píanó og eldist hratt,“ svarar hann að bragði. „Kópa- vogsbær kýs að kalla mig tón- listarráðunaut bæjarins. Ég hef aldrei séð skilgreint hvað í því felst en er svo heppinn að fólk vill hafa mig með og hér er allt gert með góðu samkomulagi,“ segir hann og bætir við að lokum: „Ég er músíkkirtill og laðast að tónlist eins og blómið að sólinni.“ - gun Ég er bara karl sem spilar á píanó Jónas við dúkaðan flygilinn í stofunni heima, í kompaníi með þeim félögum Beethoven og Brahms. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● LÓÐUM ÚTHLUTAÐ Félagsmenn í hestamannafé- laginu Gusti í Kópavogi verða að yfirgefa sitt gamla félags- svæði að Glaðheimum fljót- lega og hefur þeim verið fund- inn nýr staður á Kjóavöllum. Nýlega fór fram dráttur á út- hlutunarnúmerum vegna lóðaúthlutunararinnar. Þar fór fram dráttur á úthlutunarnúm- erum sem fulltrúar sýslumanns í Kópavogi sáu um og skráðu niðurstöður. Lóðunum verður síðan úthlutað í þeirri röð sem dregin var út þegar endan- legt skipulag svæðisins liggur fyrir. Það verður meðal annars kynnt á fundi í félagsheimili hestamannafélagsins Andvara miðvikudagskvöldið 12. mars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.