Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 05.03.2008, Blaðsíða 50
26 5. mars 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is MEISTARADEILDIN Leikir kvöldsins - Úrslit í fyrri leik Chelsea - Olympiakos 0-0 Real Madrid - Roma 1-2 Porto - Schalke 0-1 FÓTBOLTI Sextán liða úrslit Meist- aradeildarinnar í fótbolta halda áfram í kvöld þegar þrjú lið til við- bótar koma til með að tryggja sig inn í átta liða úrslitin. Real Madrid hefur ekki komist í gegnum sextán liða úrslit Meist- aradeildar Evrópu undanfarin fjögur tímabil og þeir verða upp við vegg þegar liðið fær Roma í heimsókn í kvöld. Real Madrid datt út eftir tap fyrir Bayern München í fyrra á færri mörkum skoruðum á úti- velli, liðið tapaði fyrir Arsenal með minnsta mun 2006 og síðan sló Juventus liðið út eftir fram- lengingu árið 2005. Að þessu sinni þarf liðið að vinna upp eitt mark frá því í 1-2 tapi fyrir Roma á úti- velli. Real Madrid fagnar því að fá brasilíska snillinginn Robinho aftur inn í liðið, ekki síst þar sem Ruud van Nistelrooy er tæpur. „Robinho er mikilvægur leik- maður og við þurfum á honum að halda. Þegar hann er með getum verið rólegir því hann getur breytt leikjum og skorað mörk,“ sagði Guti á blaðamannafundi fyrir leik- inn. „Það er nóg að vinna 1-0 en við höfum ekki efni á neinum mistökum. Lykillinn er að þeir nái ekki að skora,“ bætti Guti við. Það er ljóst að Rómverjar koma varlegar í þennan leik en í þann gegn Manchester United í fyrra þegar þeir voru í nákvæmlega sömu stöðu. United vann þann leik 7-1. „Ég er búinn að skora eitt sögulegt mark á Bernabeu og vonast eftir því að skora annað,“ sagði Francesco Totti, sem tryggði Roma 1-0 sigur á Real í riðla- keppni Meistaradeildar- innar árið 2002. Chelsea-menn þurfa einnig sigur eftir markalaust jafn- tefli á útivelli gegn Olympiakos í fyrri leiknum í Grikklandi. „Skila- boðin sem við sendum á laugardag- inn er að allt er í góðu lagi hjá Chelsea. Ekki trúa því sem er skrifað í blöðunum,“ sagði John Terry, fyrir liði Chelsea. Liðið hefur enn ekki tapað í Meistaradeild- inni en hefur jafnframt aðeins unnið einn af þremur heimaleikj- um sínum. Olympia- kos vann aftur á móti bæði Werder Bremen og Lazio á útivelli í riðla- keppninni og skoraði tvö mörk hjá Real Madrid á Bernabeu. - óój Þrír spennandi leikir fara fram í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í kvöld: Kemst Real Madrid loksins í 8 liða úrslit? GÓÐ INNKOMA Robinho snéri aftur eftir meiðsli og skoraði tvö mörk um síð- ustu helgi. NORDICPHOTOS/AFP Hannes Þ. Sigurðsson, framherji norska liðsins Viking frá Stafangri, hefur undanfarið verið orðaður við sænska úrvals- deildarliðið GIF Sundsvall í norskum fjölmiðlum og hann staðfesti í viðtali við Fréttablaðið í gær að hann væri í það minnsta líklega á förum frá norska félaginu. „Ég hef komið því á framfæri við forráðamenn Viking að ég sætti mig ekki við að sitja mikið á vara- mannabekknum og í framhaldi af því komumst við að samkomulagi um að það yrði líklega best fyrir alla aðila að ég myndi spila fyrir eitthvað annað lið á næstu leiktíð,“ sagði Hannes og kvaðst spenntur fyrir hugsanleg- um félagsskiptum til GIF Sundsvall. „Það er náttúrlega ekkert frágengið með GIF Sundsvall en vissulega er það spennandi kostur,“ sagði Hannes að lokum. Cain Dotson, yfirmaður íþróttamála hjá GIF Sundsvall, staðfesti í viðtali við Fréttablaðið í gær að sænska félagið hefði áhuga á Hannesi. „Við erum að leita okkur að kraftmiklum framherja og Hannes Þ. Sigurðsson er eitt af þeim nöfnum sem við erum með á blaði hjá okkur. Við vonumst líka til þess að vinátta Hannesar við Sverri Garðarsson eigi eftir að verða til þess að sannfæra hann enn frekar um að koma til okkar ef samningar um kaupverð nást,“ sagði Dotson sem kvað fjárfestingarfyrirtækið, sem stóð að kaupunum á Sverri Garðarssyni frá FH, vera að kanna jarðveginn fyrir mögulegum félagsskiptum Hannesar. „Fjárfestingarfyrirtækið AB Norrlandsinvest hjálpaði okkur með kaupin á Sverri og nokkrum öðrum leikmönn- um, en GIF Sundsvall á samt alltaf einhverja prósentu í samningi leikmannanna. Þátttaka AB Norrlandsinvest er hins vegar þeim annmörkum háð að viðkomandi leikmenn þurfa að vera á réttum aldri og hafa ákveðna framtíðarsýn og metnað til þess að spila í sterkari deild. Hannes uppfyllir þær kröfur og AB Norrlandsinvest hefur þegar lagt inn tilboð fyrir okkar hönd og við áttum í viðræðum við Viking og umboðsmann Hannesar í framhaldi að því. Þó svo að fyrsta tilboðinu hafi verið hafnað vonumst við til þess að félagsskiptin séu ekki úr sögunni og félögin nái sam- komulagi á næstu dögum,“ sagði Dotson að lokum. HANNES Þ. SIGURÐSSON, VIKING: ER Á INNKAUPALISTA SÆNSKA ÚRVALSDEILDARFÉLAGSINS GIF SUNDSVALL Sama fyrirtæki og keypti Sverri bauð í Hannes NFL Þau stórtíðindi bárust frá Wisconsin-ríki í gær að einn besti leikstjórnandi í sögu NFL, Brett Favre hjá Green Bay Packers, hefði lagt hjálminn á hilluna. Favre sagðist vera orðinn andlega þreyttur. Favre á hreint stórkostlegan 17 ára feril að baki í deildinni þar sem hann var þrívegis valinn besti leikmaður hennar. Hann vann Super Bowl-leikinn tvívegis. Favre fór hreint á kostum á síðustu leiktíð þar sem hann stýrði ungu liði Packers mjög óvænt næstum alla leið í sjálfan Super Bowl. Í leiðinni sló hann fjölda meta og þar á meðal yfir flestar snertimarkssendingar sem Dan Marino átti. Favre var mikill harðjaxl og var í byrjunarliði oftar en nokkur annar leikmaður í sögu NFL. Skipti engu þó hann væri eitthvað meiddur eða að faðir hans hefði dáið degi fyrir leik. Hann var mættur í alla leiki. Miðað við tímabilið var fastlega búist við því að Favre héldi áfram en hann kom á óvart með því að hætta rétt eins og hann kom á óvart tvö tímabil þar á undan með því að hætta ekki þegar lítið gekk upp hjá Packers. - hbg Tímamót í NFL-deildinni: Favre hættur BLESS Brett Favre hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Packers. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES VIP TICKETS TO MAN UTD CHAMPIONS LEAGUE TICKETS TEAM TRAVEL SCHOLARSHIPS TO USA www.gosports.is Sími: 893-3477 Email: info@gosports.is                                                  KÖRFUBOLTI Keflavíkurkonur geta orðið deildarmeistarar í Iceland Express-deild kvenna þegar þær heimsækja KR í DHL-höllina klukkan 20 í kvöld. Keflavík verður meistari svo framarlega sem KR vinnur ekki meira en þriggja stiga sigur, en fyrir leikinn hefur Keflavík fjórum stigum meira en KR. KR getur einungis náð Keflavík að stigum og verður því að vera með betri stöðu út úr innbyrðisviður- eignum. - óój Iceland Express-deild kvenna: Verður Keflavík deildarmeistari? FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið mætir Pólland í dag í fyrsta leik sínum á Algarve Cup í Portúgal. Ísland hefur mætt Pólverjum tvisvar áður hjá A-landsliðum kvenna en liðið vann tvo leiki með fjórtán daga millibili í september 2003. Sá fyrri vannst 10-0 á Laugardalsvelli en sá síðari 3-2 í Póllandi. Margrét Lára Viðars- dóttir skoraði 4 mörk í þessum tveimur leikjum. Pólverjar mættu Írum í síðasta mánuði og töpuðu 4-1 en Írar eru einnig í riðli Íslands á mótinu alveg eins og heimamenn í Portúgal. - óój Kvennalandsliðið á Algarve: Byrja gegn Pól- landi í dag FJÖGUR MÖRK Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað 4 af 29 landsliðsmörkum sínum gegn Póllandi. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. > Blikar upp í úrvalsdeild Breiðablik tryggði sér sæti í Iceland Express deild karla með 64-62 sigri á Val í Smáranum í gær. Hinn 19 ára gamli Rúnar Ingi Erlingsson sem tryggði Blikum sigurinn á vítalínunni sjö sekúndum fyrir leikslok. Blikar héldu Valsmönnum í aðeins fjórum stigum í 3. leikhluta og náðu mest 13 stiga forskoti en Valsmenn voru komnir fimm stigum yfir, 57-62, þegar innan við þrjár mínútur voru eftir. Blikar lokuðu þá aftur vörninni og skoruðu sjö síðustu stigin í leiknum. Breiðablik er þar með deildarmeistari og komið upp í úrvalsdeild í fyrsta sinn síðan 2004. Liðin í 2. til 5. sæti fara í úrslita- keppni og berjast þar um hitt sætið. FÓTBOLTI Ensku liðin Arsenal, Manchester United komust í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar ásamt Barcelona og Fenerbahce. Leikur Evrópumeistara AC Milan og Arsenal á San Siro-leik- vanginum í Mílanóborg var bráð- fjörugur. Gestirnir í Arsenal hleyptu leiknum upp með því að pressa heimamenn hátt uppi á vellinum og hraðinn var því mik- ill. Arsenal var meira með boltann og náði að halda pressunni ágæt- lega þó svo að AC Milan hafi náð sér ágætlega á strik um miðbik fyrri hálfleiks Arsenal fékk besta færið í fyrri hálfleik á 34. mínútu þegar Cesc Fabregas átti skot í slá en staðan var 0-0 í hálfleik. Arsenal hélt pressunni áfram í síðari hálfleik; liðið skapaði sér fín færi og Philippe Senderos og Emmanuel Eboué misnotuðu báðir góð færi snemma í seinni hálf- leik. Það dró til tíðinda á 84. mínútu þegar hávaxinn markvörður AC Milan réði ekki við langskot Fabre- gas og staðan því 0-1 og róðurinn orðinn þungur fyrir AC Milan. Emmanuel Adebayor innsiglaði glæsilegan og verðskuldaðan sigur Arsenal með marki í uppbót- artíma eftir góðan undirbúning Walcott og Evrópumeistarar AC Milan því úr leik. Ronaldo gulls ígildi Það var fyrirséð að Frakklands- meistarar Lyon þyrftu að skora á Old Trafford gegn Englandsmeist- urum Manchester United til þess að eiga von um að komast áfram í átta liða úrslitin en liðið var þó frekar varkárt og beitti skyndi- sóknum í fyrri hálfleik. United virkaði líklegra til að skora og það varð raunin þegar Cristiano Ron- aldo var réttur maður á réttum stað. Skot Andersons fór í varnar- mann Lyon og eftir klafs í teignum barst boltinn í lappirnar á Ron- aldo, sem skoraði af stuttu færi og það reyndist eina mark leiksins. United komst þar með í átta liða úrslitin og ennfremur jafnaði liðið met Juventus með 10. heimasigri sínum í röð í Meistaradeildinni. Dýrkeyptur sigur Barcelona Eins og fyrir var spáð var Barce- lona nokkrum númerum of stórt fyrir Celtic á Nývangi og Xavi kom Börsungum yfir með marki strax á 3. mínútu. Það var eina mark leiksins en sigurinn var dýr- keyptur fyrir Barcelona þar sem Lionel Messi meiddist illa í leikn- um. Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu átta mínúturnar fyrir Bar- celona. Það var markaveisla hjá Sevilla og Fenerbahce og lokatölur urðu 3-2 eins og í fyrri leiknum og því þurfti að framlengja. Fenerbache vann að lokum í vítaspyrnuspyrnu- keppni 2-3. omar@frettabladid.is Evrópumeistararnir úr leik Arsenal, Manchester United, Barcelona og Fenerbahce tryggðu sér farseðilinn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær. Arsenal sló AC Milan úr leik. FÖGNUÐUR Hið unga og efnilega lið Arsenal stóðst prófið með tilþrifum gegn Evr- ópumeisturum AC Milan á San Siro í gær og vann verðskuldaðan 0-2 sigur. NORDIC PHOTOS/GETTY ÚRSLITIN Í GÆR AC Milan-Arsenal 0-2 0-1 Cesc Fabregas (84.), 0-2 Emm- anuel Adebayor (90.+2). Barcelona-Celtic 1-0 1-0 Xavi (3.). Man. Utd-Lyon 1-0 1-0 Cristiano Ronaldo (41.). Sevilla-Fenerbahce 3-2 (2-3 í vító) 1-0 Daniel Alves (5.), Seydou Keita (9.), 2-1 Deivid (20.), 3-1 Frédéric Kanoute (41.), 3-2 Deivid (79.). * *Fenerbahce vann í vítaspyrnukeppni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.